Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeið fyrir börn. Einkatímar/taltímar. Franska fyrir ferðamenn. Kennum í fyrirtækjum. Frönskunámskeið hefjast 2. maí Tryggvagötu 8, 101 Reykjavík, fax 562 3820. Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: alliance@simnet.is Innritunn til 29. apríl í síma 552 3870✆ Mikils titrings gætirnú í mörgum ríkjaBandaríkjanna enfyrir dyrum stend-ur mikil fækkun innanlandsbækistöðva Bandaríkja- hers. Donald Rumsfeld mun fyrir hönd varnarmálaráðuneytisins leggja tillögur sínar fram 16. maí nk. en úr varnarmálaráðuneytinu hafa borist fréttir um að loka eigi allt að fjórðungi þeirra 425 her- stöðva sem starfræktar eru í Bandaríkjunum. Ákvarðanir varð- andi fækkun herstöðva Bandaríkj- anna á erlendri grundu tengjast ekki þessu ferli beint en óhjá- kvæmilegt er þó að þær komi til umræðu í þessu samhengi. Um er að ræða umfangsmestu endurskoðun á staðsetningu her- stöðva í áratug. Þessi endurskoðun þekkist undir skammstöfun nefnd- arinnar, sem fjallar um málið, BRAC (e. Defense Base Realign- ment and Closure Process), en fjór- um sinnum áður hefur verið ráðist í viðlíka endurskoðun, 1988, 1991, 1993 og 1995. Var lokað níutíu og sjö herstöðvum í þeim aðgerðum. Markmiðið með endurskoðuninni, að því er fram kemur á vef banda- ríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, er að endurskipuleggja viðbúnað herstöðva í Bandaríkjun- um og endurskoða staðsetningu þeirra þannig að þær gagnist sem best í þeim verkefnum sem nú eru uppi á borðum hjá Bandaríkjaher; jafnframt því sem reynt er að efla viðbúnaðarstig mannaflans sem á þessum stöðvum er staðsettur og skapa aðstæður til að hann geti skjótt og auðveldlega farið á vett- vang þar sem hans er þörf. George W. Bush Bandaríkjafor- seti skipaði í BRAC-nefndina í mars og er þess nú beðið að Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra leggi fram tillögur Pentagon í herstöðva- málunum, það ber honum að gera 16. maí nk. Fara þær bæði til Bandaríkjaþings og nefndarmanna BRAC, þeir hinir síðarnefndu nota síðan sumarið til að fara yfir tillög- urnar. Þeim ber að senda sínar nið- urstöður til forsetans 8. september en Bush hefur síðan fram til 23. september til að annaðhvort sam- þykkja skýrslu BRAC eða hafna. Lokun hefur efnahagsleg áhrif Endurskoðun á staðsetningu her- stöðva á að vera efnisleg en ekki byggð á pólitískum forsendum. Í mörgum ríkjum hafa yfirvöld engu að síður gripið til þess ráðs að ráða málsmetandi aðila til þess að tala fyrir því að engar breytingar verði gerðar hjá þeim. Sem dæmi má nefna að Florida-ríki hefur ráðið þá Dick Armey, fyrrverandi leiðtoga repúblikana í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings, og William Cohen, fyrr- verandi varnarmálaráðherra, til að tala máli ríkisins en 21 herstöð er í Florida; hefur vera þeirra þar skilj- anlega mikil efnahagsleg áhrif, eða sem nemur um 44 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju. Mörg önnur ríki hafa tekið sama kost, margir bera enda mikinn kvíð- boga vegna þeirra áhrifa sem brott- hvarf herstöðva getur haft; störf tapast og tekjur minnka. Ekki er þó víst að þetta skili neinum árangri, sumir áætla að lendi tiltekin herstöð á lista Pentagon séu aðeins um 10% líkur á að hún verði tekin af honum aftur. Talsmenn Pentagon hafa sagt að þeir vilji loka heilum fjórðungi þeirra 425 stöðva, sem starfræktar eru í Bandaríkjunum. Rumsfeld dró þó nokkuð í land nýverið er hann sagði að fækkunin yrði í reynd minni að umfangi, eftir því sem bandarískir hermenn færu að snúa heim frá Írak og frá herstöðvum Bandaríkjanna á erlendri grundu. En sem kunnugt er tilkynnti Bush Bandaríkjaforseti 16. ágúst í fyrra að á næstu tíu árum yrðu gerðar róttækar breytingar á her- afla Bandaríkjanna erlendis. Af um 230.000 hermönnum, sem væru í herstöðvum víða um heim, yrðu um 60.000 til 70.000 kallaðir heim, flest- ir væntanlega frá Evrópu, einkum Þýskalandi. Lagði Bush við þetta tækifæri áherslu á að kalda stríðinu væri lok- ið, hætta á árás Sovétríkjanna, sem núverandi skipulag heraflans tæki enn mið af að verjast, væri úr sög- unni. Nýjar hættur og ný tækni krefðist þess að skipulagið yrði hugsað algerlega upp á nýtt, auk þess sem fé yrði sparað. Íslendingar ættu að þekkja þessa umræðu betur en margir aðrir, enda hafa málefni varnarstöðvar- innar í Keflavík verið í deiglunni hér um langa hríð. Viðræður milli íslenskra og bandarískra ráða- manna um málefni hennar hafa að vísu mjög dregist á langinn og nú síðast gat ekkert orðið af fundi Ro- berts Zoellicks, varautanríkisráð- herra Bandaríkjanna, með íslensk- um stjórnvöldum hér í Reykjavík. Skv. upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu er þó von til þess að Zo- ellick gefist tóm til að sækja Davíð Oddsson utanríkisráðherra heim á allra næstu vikum eða mánuðum. Vilja aðstöðu í Mið-Asíu Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, var á ferðalagi um Mið-Asíu fyrir helgi og kom m.a. við í fyrrverandi Sovétlýð- veldinu Kirgistan. Þar ræddi hann við Kurmanbek Bakijev, starfandi forseta landsins, en Askar Akajev forseti hrökklaðist sem kunnugt er frá völdum fyrir skömmu. Eftir því var tekið að Rumsfeld fékk fyrirheit frá Bakijev þess efnis, að Bandaríkjamenn gætu áfram treyst á að hafa aðgang að Manas- flugvelli þar í landi, þó að Bakijev hafi að vísu einnig sagt að stjórn- völd í Kirgistan sæju enga ástæðu fyrir því að fjölgun yrði á erlendum hermönnum í landinu. Um eitt þúsund bandarískir her- menn hafa nú bækistöðvar á Man- as-flugvelli, þaðan gera KC-135 her- þotur bandaríska flughersins og C-130 flutningavélar út vegna við- veru og verkefna Bandaríkjahers í nágrannaríkinu Afganistan. Banda- ríkjamenn hafa einnig hersveitir í Úzbekistan og er þessi viðvera þeirra á þessum slóðum til marks um áherslur þeirra og breytta heimssýn; kalda stríðinu er lokið og víglína baráttunnar gegn hryðju- verkum er ekki í Evrópu heldur ein- mitt í löndum eins og þeim, sem áð- ur voru nefnd. Í fréttaskeyti Associated Press vegna heimsóknar Rumsfelds til Kirgistans var búin til tenging á milli áhuga Bandaríkjamanna á að hafa herstöðvar í löndum Mið-Asíu; á sama tíma og að stefnt væri að lokun stöðva heimafyrir. Og þó að engin bein tengsl séu þar á milli er ljóst að hvort tveggja – breyttar áherslur að því er varðar herstöðvar á erlendri grundu og fækkun stöðva í Bandaríkjunum – er hluti af þeirri umbreytingu sem núverandi stjórn- völd vestanhafs vilja koma um kring. Má segja sem svo að sú fækkun sem varð á stöðvum innanlands í fyrri endurskoðun BRAC-nefndar- innar og minni umsvif í Evrópu, t.d. í Keflavík, hafi verið viðbrögð við því að aðstæður höfðu breyst, dreg- ið hafði úr hættunni sem var fyrir hendi í kalda stríðinu. Umbyltingin sem Rumsfeld hefur unnið að und- anfarin ár sé hins vegar alvöru til- raun til að endurskilgreina upp- byggingu herja Bandaríkjanna og viðveru Bandaríkjahers á erlendri grundu. Hreyfanleiki er lykilorðið í nýrri stefnu Pentagon en jafnframt hefur það verið keppikefli manna þar á bæ að færa herlið frá svæðum, þar sem ekki þarf að búast við hern- aðarátökum, t.d. í Vestur-Evrópu (og þar með Íslandi). Ráða má að önnur sjónarmið séu uppi í bandaríska utanríkisráðu- neytinu og í Hvíta húsinu heldur en í Pentagon, þar horfa menn til póli- tískra þátta einnig; sem skýrir í raun hvers vegna bandaríski herafl- inn í Keflavík er ekki þegar horfinn frá landinu. Viðbúið er að í tengslum við fækkun herstöðva í Bandaríkjunum kvarti einhverjir undan því, að hald- ið sé opnum herstöðvum á erlendri grundu, s.s. á Íslandi, á meðan bandarískir ríkisborgarar missi vinnuna í sinni heimabyggð vegna lokunar herstöðva þar. Vekur í því samhengi athygli að á vefsíðu sem Pentagon heldur úti í tengslum við BRAC er þessu atriði svarað sér- staklega á undirsíðu er ber yfir- skriftina „algengar spurningar“ (e. frequently asked questions). Segir þar frá því að nú sé unnið að um- fangsmikilli endurskoðun á her- stöðvum Bandaríkjanna erlendis, gera megi ráð fyrir fréttum af lokun stöðva, þar sem það á við, síðar á þessu ári. Kemur síðan nokkuð loðið orðalag um að þessir hlutir muni verða skoðaðir í samhengi. (Þar segir á ensku: „This effort will in- form the BRAC process as the statutory requirement for publish- ing BRAC recommendations in May 2005 will accommodate decisions regarding overseas basing generated by the effort that is now underway.“) Ísland skilgreint sem „samstarfsöryggissvæði“? Sú hugsun sem liggur að baki endurskoðun á uppbyggingu herja á erlendri grundu byggist á því að mögulegt verði að hafa tiltækar mjög svo hreyfanlegar hersveitir sem eru undir það búnar að fara á vettvang annars staðar í heiminum, hvar sem er í heiminum, á einungis tíu dögum; ráða niðurlögum þess andstæðings sem við er að etja á þrjátíu dögum; og vera reiðubúnar í átök á nýjan leik þrjátíu dögum síð- ar. Hermálaspekúlantarnir vestra sjá fyrir sér að margar þessara léttu, hreyfanlegu sveita gætu gert út frá Bandaríkjunum sjálfum. Menn sjá ennfremur fyrir sér að um þrjár tegundir herstöðva verði að ræða: „meginaðgerðabækistöðvar (e. main operating bases)“, þar sem hersveitir verði staðsettar varan- lega; „útvarðaraðgerðastöðvar (e. forward operating bases)“, bæki- stöðvar sem geti verið svolítið breytilegar að stærð og umfangi, en þar sem nokkur fjöldi hermanna verði þó með varanlegar bækistöðv- ar; og loks „samstarfsöryggissvæði (e. cooperative security locations)“, aðstaða sem önnur ríki bjóði uppá, þar sem verði lítil eða nánast engin varanleg viðvera bandarískra her- sveita en þar sem verði hins vegar að finna ýmsan tækjabúnað og/eða tilbúnar áætlanir er varða skipu- lagningu (er tengist flutningi her- sveita eða undirbúningi einhverra aðgerða á vegum hersins). Þegar þessir þrír flokkar eru bornir undir Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við Boston-háskóla, segir hann að „meginaðgerðabækistöðvar“ yrðu t.d. í Austur-Evrópu, til „útvarðar- aðgerðastöðva“ teldust t.a.m. stöðin í Kirgistan en Ísland félli skv. skil- greiningunni undir þriðja liðinn; þ.e.a.s. yrði „samstarfsöryggis- svæði“ einfaldlega vegna þess að fjöldi hermanna í Keflavík yrði allt- af lítill þegar mannafli Bandaríkja- hers í heild sinni væri hafður í huga. „Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna [þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi], ræddi ein- mitt þennan þriðja kost á fundi með helstu embættismönnum úr banda- ríska utanríkisráðuneytinu og varn- armálaráðuneytinu fyrir ári,“ segir Valur Ingimundarson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands um þetta efni. „Efni fundarins var lekið í The New York Times, og þar var haft eftir Rice, að Bush forseti vildi ekki kalla heim orrustuþoturnar frá Ís- landi nema fundin væri leið til að „sefa“ íslensk stjórnvöld, eins og hún komst að orði.“ Valur bætir því við, að Banda- ríkjamenn vilji í raun gera Keflavík að varastöð vegna þess, að hern- aðargildi landsins hafi gufað upp eftir lok kalda stríðsins, án þess þó að segja upp varnarsamningnum. Hann túlkar það svo, að Rice hafi litið á þennan þriðja kost sem mála- miðlun eftir þá kreppu sem kom upp í samskiptum ríkjanna árið 2003, en draga megi í efa, að ís- lenskum stjórnvöldum hugnist hún ef niðurstaðan yrði sú, að þoturnar hyrfu. Þeirri afstöðu hafa þau raunar komið til skila og hafa ber í huga að síðan Rice lét umrædd ummæli falla hefur Davíð Oddsson utanríkisráð- herra tvívegis fundað vestra, með Bush forseta í júlí á síðasta ári og Colin Powell í nóvember. Ummæli Davíðs eftir fundinn með Powell benda til að niðurstaðan verði ekki endilega algerlega eftir forskrift Rumsfelds og hans bandamanna í Pentagon en Davíð sagði m.a. að „það sé orðið viðurkennt sjónarmið að það eigi að vera tilteknar var- anlegar loftvarnir á Íslandi, þær eigi að vera í samræmi við varn- arsamninginn, þær eigi að vera tryggðar á milli Íslands og Banda- ríkjanna, en ekki í tengslum við aðra bandamenn í Evrópu“. Á móti muni Íslendingar taka að sér aukna hlutdeild í kostnaði sem fellur til vegna reksturs Keflavíkurflugvallar og aukins borgaralegs flugs á vell- inum. Herstöðvamál í brennidepli Fréttaskýring | Fyrir dyrum stendur mikil fækkun innanlandsbækistöðva Bandaríkjahers. Davíð Logi Sigurðsson ræðir hér um hvernig sú endurskoðun tengist málefnum varnar- stöðvarinnar í Keflavík. AP Donald Rumsfeld með bandarískum hermönnum í Camp Liberty-herstöð Bandaríkjamanna í Bagdad sl. þriðjudag. Rumsfeld fór frá Írak til fundar við ráðamenn í Afganistan og Kirgistan og kom einnig við í Azerbaídjan og Pakistan. david@mbl.is  Meira á mbl.is/ítarefni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.