Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 17 F A B R IK A N Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími: 569 6900 - 800 6969 Fax: 569 6800 Þjónusta eftir lántöku: Þú getur breytt lánstíma lána* sjóðsins þannig að lánstími eftir lengingu/styttingu verði minnst 20 og mest 40 ár. Nú getur þú sett nýtt lán á undan eldri lánum** Íbúðalánasjóðs. Nýja lánið ásamt lánum Íbúðalánasjóðs má þó ekki fara yfir 15,9 milljónir. Við bjóðum þér upp á víðtæka aðstoð vegna greiðsluerfiðleika s.s.; samninga, lán til skuldbreytingar vanskila, frystingu lána og lengingu lána. * ÍLS-veðbréfa, fasteignaveðbréfa og lána úr Byggingarsjóði ríkisins ** Fasteignaveðbréfum, lánum úr Byggingarsjóði ríkisins, sérþarfalánum og viðbótarlánum Við hvetjum þig til að kynna þér hugsanlega yfirtöku lána á íbúðinni sem þú ert að kaupa. Kjör eldri lána koma fram á söluyfirliti sem þú færð hjá fasteignasala. Með reiknivélinni „á ég að yfirtaka lán” á vefsíðunni www.ibudalan.is er einfalt að reikna út hvort hagstætt er að yfirtaka eldri lán á eign. Af eldri lánum þarf ekki að greiða lántöku- og stimpilgjöld (2,5%). Kynntu þér málið á www.ibudalan.is Lenging/stytting lánstíma Veðleyfi án íbúðarkaupa Aðstoð vegna greiðsluerfiðleika Íbúðalánasjóður - fyrir alla 90% af kaupverði íbúðar 4,15% vextir 1% lántökugjald Nú tökum við að okkur að greiða upp eldri áhvílandi lán með nýjum lánum frá Íbúðalánsjóði ���� �������� ���������� ���� ���������� ��� ����� ��� �������������� ��� ����� ������������ Karlakórinn Stefnir Vortónleikar Karlakórsins Stefnis úr Mosfellsbæ verða haldnir í Langholtskirkju mánudaginn 18. apríl kl 20:00 og í Hlégarði, Mosfellsbæ laugardaginn 23. apríl kl 16:00 Fjölbreytt efnisskrá. Einsöngvarar úr röðum kórmanna. Aðgöngumiðar við innganginn. vegna bólgan væri líka á ökkl- anum, þ.e. að bólgan hefði sigið niður vegna þyngdarlögmálsins. Hann vissi hins vegar ekki hvað þyngdarlögmál var á sænsku og ákvað að nota enska orðið gravity í bland við sænskuna. En konan skildi þetta sem svo að bólgan stafaði af því að litla stúlkan væri ófrísk.“ Mjög svipað og á Íslandi Ég var mjög þreyttur meðan ég var að læra sænskuna. Þegar sam- starfsfólk mitt var að borða og ég sat með því til borðs bar eitt og annað á góma en ég leiddi það hjá mér og samræðurnar fóru að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Svo var stundum málum skotið til mín og ég spurður hvern- ig þetta og þetta væri á Íslandi. Ég svaraði þá jafnan: Þetta er mjög svipað og í Svíþjóð, og komst oftast upp með það svar. Ekki síst vegna þess hve illa ég var að mér í sænsku fannst mér það mikill heiður að fá kennslu- verðlaun eftir fyrsta misseri mitt við Karólínska sjúkrahúsið. Þetta eru verðlaun sem læknanemarnir sjálfir veita þeim sem þeir telja að hafi kennt þeim best. Þetta eru diplómu- og peningaverðlaun. Ég spurði hvort þetta væru innflytj- endaverðlaun, en þetta voru þá verðlaun sem allir læknar á Karól- ínska sjúkrahúsinu hefðu getað fengið árlega.“ Sigurður hefur haldið fyrirlestra á Karólínska sjúkrahúsinu og einnig á læknaþingum. Ég spyr hann um hvað hann hafi fjallað í fyrirlestrum sínum. „Ég hef birt rannsóknir mínar á fjórum erlendum læknaþingum. Ég var t.d. valinn til að halda fyr- irlestur á evrópska þinginu í Genf í sumar. Þúsund áheyrendur voru í salnum þegar ég gerði grein fyrir hvernig lífslíkur sjúklinga með myeloma hefðu breyst á 30 ára tímabili. Fólk með umræddan sjúkdóm lifir nú almennt lengur, konurnar þó lengur en karlar, þeir sem greinast á háskólasjúkrahúsi hafa forskot á aðra, sem og þeir sem greinast ungir. Þing sem þessi eru á við að komast yfir heila kennslubók á fimm dögum – svo margt heyrir maður og sér á þeim samkomum.“ En er mikil framþróun á sviði blóðmeinafræða? „Já, þekkingin er að færast dýpra og dýpra inn í frumuna og ónæmiskerfið og þar með finnast lyf sem virka æ betur og nákvæm- ar á krabbameinsfrumur. Flokk- unarkerfi og greining eru og að verða æ betri. Menn eru kannski að komast að því að það, sem menn héldu að væri einn sjúkdóm- ur, er kannski tveir eða þrír sjúk- dómar og haga þá meðferð í sam- ræmi við það. Ég er einkum að fást við sjúk- dóma í blóði og beinmerg og al- mennt má segja að horfur fari batnandi eftir því sem þekkingu og framförum fleygir fram. Hin nýju lyf vekja vonir um að hægt sé að meðhöndla sjúklinga með vissa sjúkdóma án þess að fram þurfi að fara mergskipti. Nýju lyfin ráðast aðeins á sjúkar frumur en ekki heilbrigðar, það er lykilatriði – aukaverkanir minnka oft að sama skapi. Sálgæsluþátturinn í læknanámi mætti vera fyrirferðarmeiri Í þessu starfi þarf maður því miður oft að segja fólki slæm tíð- indi, bæði af veikindum þess sjálfs og aðstandendum frá slæmum horfum og dauða. Ég hef sjálfur misst ástvini, báða afa mína, sú reynsla hjálpar mér í erfiðum til- vikum, hins vegar er því ekki að leyna að sálgæsluþátturinn í kennslu læknanema mætti vera fyrirferðarmeiri. Það krefst þjálf- unar að geta setið og leyft þögn- inni að ríkja án þess að fá í sig ónotahroll.“ Sigurður er nú starfandi í litlum rannsóknarhópi sem einkum fæst við rannsóknir á multiple mye- loma, þetta er nokkuð algengur sjúkdómur, það greinast um 400 til 500 slík tilfelli í Svíþjóð á ári. Rannsóknirnar eru unnar í sam- starfi við National Institute of Health í Bandaríkjunum. „Doktorsverkefni mitt gengur út á að skoða sjúklinga með forstig þessa sjúkdóms og skyldra sjúk- dóma og faraldsfræði þeirra inn- byrðis, þróun frá forstigi yfir í sjúkdóminn, fjölskyldur þeirra sem greinast með þessa sjúkdóma og fleira,“ segir hann. „Við vitum ekki hvað veldur flestum þessara sjúkdóma, nema hvað þekkt eru eitrunar- og geisl- unaráhrif eftir slys á borð við það sem varð t.d.í Tsjernobyl á sínum tíma. Ég reikna með að hafa lokið sér- námi mínu árið 2008 en ég er að skrá mig í doktorsnám og ég veit ekki hve langan tíma það tekur, svo það er nokkur óvissa um hve- nær ég kem til starfa. Það er blóð- sjúkdómadeild á Landspítalanum við Hringbraut og þar langar mig til að starfa „þegar ég verð stór“.“ gudrung@mbl.is Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.