Morgunblaðið - 17.04.2005, Side 18
18 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Skerjafjörður gengur inn úr Faxaflóa.Fjörðurinn dregur nafn af skerjumsem liggja út eftir honum. Skerin eruleifar af eldstöð sem gaus fyrir löngu,sjórinn hefir mulið stöðina niður og er
nú sáralítið dýpi fyrir innan skerin. Milli skerj-
anna og Álftaness er áll þar sem hægt er að
sigla djúpristum skipum í öruggt var innst á
firðinum.
Hlutafélagið Höfn áformaði hafnargerð við
Nauthólsvík, það keypti hluta jarðarinnar
Skildinganess og ætlaði að byggja borgina Port
Reykjavík. Ábúendur Nauthóls voru afgreiddir
með því, að bær þeirra var brenndur, vegna
taugaveiki sem var nú bara orðrómur.
Vorið 1913 var byrjað að leggja járnbraut úr
Öskjuhlíð og niður að höfn í Reykjavík, vestur-
sporið var lagt um þar sem nú er afgreiðsla
Flugfélagsins, vestur þar sem seinna varð
Þjórsárgata og til norðurs neðst í Skildinga-
nesshólum. Óskar Halldórsson (Íslands-Bersi)
setti upp lifrarbræðslu þar sem nú teldist Þjórs-
árgata 13 og var í beinu járnbrautarsambandi
við Reykjavíkurhöfn árið 1921. Um svipað leyti
stofnuðu Jón Þorláksson, Thor Jensen o.fl. sam-
eignarfélagið BAUG, ætluðu þeir að setja upp
stálskipasmíðastöð við Skerjafjörð. Þessi ráða-
gerð náði ekki lengra en leggja veg að stöðvar-
lóðinni. Var það Baugsvegur, nú Bauganes.
Einhver þeirra Baugsmanna fékk þá hugmynd
að skipuleggja þéttbýli og selja stórar lóðir.
Lóðirnar voru óspart notaðar til matjurtarækt-
unar, sumir voru með hænsni og ein fjölskylda
var með auk hænsnanna, kú í bílskúrnum fram
undir 1960.
Hálfnaður að skjóta naut
Bóndi á Reynistað var Georg Jónsson. Hann
seldi grönnum sínum mjólk, mykju, egg og
rauðmaga. Georg var enn að aka út brúsamjólk
á hestvagni fimmtán árum eftir setningu af-
urðasölulaga. Georg bóndi var ráðagóður mað-
ur, einu sinni þurfti hann að fella naut, batt
hann það við snúrustaur og skaut það í hausinn.
Skotið var ekki nógu kraftmikið svo kúlan dró
ekki gegnum hauskúpuna. Tuddinn hristi bara
hausinn yfir þessum mislukkaða slátrara, út
undan sér sá Georg strætó koma eftir Baugs-
veginum, hann setti aukalykkju á staurinn og
stökk upp í strætó þarna á stoppistöðinni. Þeg-
ar vagninn var kominn kom niður á torg, bað
Georg Pétur vagnstjóra að fara ekki á undan
sér, hann þyrfti að skreppa upp í Sportvöruhús.
Þegar þangað kom bað hann afgreiðslumanninn
að skrifa hjá sér fimm Remington extra-long
skot, „ég er nefnilega hálfnaður að skjóta naut“,
bætti hann við. Svo tók hann strætó til baka og
kláraði slátrunina. Á þessum árum voru margir
málaflokkar á hendi sveitarfélaga og útsvör því
tiltölulega há. Þeir Baugsmenn stofnuðu hluta-
félag um veitukerfin og húsin voru öll tryggð
beint erlendis án milligöngu innlendra trygg-
ingafélaga. Með þessu var orðin til eins konar
skattaparadís, sem var í göngufæri við höfuð-
staðinn. Þarna reisti fjármálaráðherrann sér
sumarbústað og fór á hesti í vinnuna. Fyrrver-
andi foringi í þýska flotanum og leynilegur er-
indreki sama flota, á Íslandi, reisti þarna litla
höll með loftvarnabyrgi í kjallaranum.
Nýja þéttbýlið fékk nafnið Skildinganes-
kauptún, í daglegu tali Skerjafjörður. Aðal-
gatan hét auðvitað Reykjavíkurvegur, þar var
pósthús og nýlenduvöruverslun. Þvert á
Reykjavíkurveg var svo Þvervegur og í fram-
haldi af honum Shellvegur sem endaði við
birgðastöð H.F. Shell sem reist var árið 1927.
Barnaskóli var í húsi við Baugsveg. Sjóklæða-
gerð Íslands byggði hús við Reykjavíkurveg þar
sem saumaðir voru sjóstakkar. Við Hörpugötu
var bakarí sérhæft í tvíbökum og kringlum og
var framleiðslan seld um land allt. Bakarinn hét
Árni Strandberg og hafði hann verið í Ameríku.
Setti hann ekki fyrir sig smámuni og kunni að
brugga öl. Einu sinni á kreppuárunum var kona
Árna að baka kleinur, það kviknaði í feitinni og
húsið brann.
Bakarinn byggði upp aftur en lenti í skuld við
J. Þorláksson & Norðmann, þeir gengu að Árna
og hann varð gjaldþrota. „Já, þær geta orðið
dýrar þessar kleinur,“ sagði hann þá. Árni
byggði sér lítinn skúr á auðri lóð aftan við bak-
aríið og fór að vinna hjá bakara niðri í bæ.
Smátt og smátt varð þetta að skúraborg með
torgi í miðjunni. Þegar byggingafulltrúinn fann
að þessum framkvæmdum, sagði Árni bara:
„Hann Claessen heitinn sagði að þetta mætti
vera svona.“
Við Þjórsárgötu setti Jónas Halldórsson upp
netaverkstæði. Á stríðsárunum var netaverk-
stæðinu breytt í sápugerð og varð þar til hið
magnaða Mjallarbón. Meðeigendur Jónasar í
sápugerðinni voru Runólfur Pétursson, fyrrver-
andi formaður Iðju, og Einar Sæmundsson sem
seinna varð formaður KR en Einar átti heima
við Reykjavíkurveg þarna í miðju Þróttarhverf-
inu. Sonur Einars er dr. Ásbjörn sem skrifaði
doktorsritgerð um efnarafala, aldarfjórðungi
áður en byrjað var að tala um slíkt hér á landi.
Sápugerðin átti þriggja hæða geymsluhús, sem
leigt var ritfangaversluninni Pennanum. Sendi-
bílstjóri Pennans var kallaður Óli. Þegar hann
brunaði inn í hverfið heyrðist kallað, „Óli í
Pennanum, Óli í Pennanum“. Krakkarnir þutu á
staðinn til þess að hjálpa Óla að bera vörurnar,
því þarna í húsinu voru ýmsir vöruafgangar sem
Óli notaði sem gjaldmiðil til þess að greiða sín-
um verkamönnum kaup.
Með samningi við Seltjarnarneshrepp var
kauptúnið lagt undir Reykjavíkurbæ um ára-
mótin 1931–32. Með lagningu Reykjavíkur-
flugvallar klofnaði kauptúnið í tvennt, þau hús
sem hægt var að flytja var farið með í Laug-
arneshverfi. Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd-
sens sá um þessa flutninga og var húsunum rúll-
að eftir olíutunnum á næturnar. Eitt þessara
húsa er víðförlasta hús Reykjavíkur, gamla
pósthúsið. Fyrst stóð það við Pósthússtræti svo
við Reykjavíkurveg og endaði við Brúnaveg á
Laugarási. Hverfið sunnan flugbrautarinar var
kallað stóri Skerjafjörður og norðan brautar litli
Skerjafjörður.
Sjóklæðagerðin brann árið 1941, hitinn var
svo mikill að pottablóm í gluggum handan göt-
unar þornuðu upp og drápust. Ef flugvall-
arslökkviliðið hefði ekki komið til aðstoðar
hefðu þrjú hús til viðbótar brunnið.
„Gerið allt sem frúin biður um“
Innan hverfisins voru reist þrjú herskála-
hverfi, Selkirk Camp við Fossagötu, Whitley
Camp milli Baugsvegar og Þvervegar, Camp
Edgewater var við Shellveg. Af því að flugvöll-
urinn skipti hverfinu í tvennt, urðu íbúar norð-
urhlutans að sækja verslun á Grímsstaðaholt,
um Reykjavíkurveg, sem lá gegnum Camp
Stonehenge, þar sem voru mannaðar loftvarna-
byssur. Af Þjórsárgötu að austan var hlið inn á
flugvöllinn, við hliðið var sett upp sjoppa sem
sumarið 1952 var flutt í Trípolícamp og varð
gamla húsið í sögu Einars Kárasonar.
Vorið 1942 brotlenti Hudson sprengjuflugvél
á Þjórsárgötu, brak úr henni kastaðist á húsið
nr. 5 og kveikti í því. Eigandi hússins, Margrét
Halldórsdóttir, vildi fá húsið bætt af trygg-
ingum en þeir sögðu að þetta væri stríðsskaði
sem væri ekki á þeirra vegum, bærinn (Borgin)
gat ekkert, enginn vildi bæta þetta tjón. Mar-
grét strunsaði þá upp í Trípolícamp, spurði eftir
flugmarskálknum og las honum pistilinn á góðri
Skildinganeskauptún
Aðrir byggja minna: Húsið á Fossagötu 2 var reist um 1930. Húsin við Þjórsárgötu 1 og 3. Rauða húsið stendur innar í lóðinni
vegna þess að þegar það var reist lágu þarna járnbrautarteinar.
Skerjafjörðurinn hefur alltaf
verið dálítið sér á parti í borgarsam-
félaginu og á sér merkilega sögu.
Hana þekkja fáir betur en
Gestur Gunnarsson, sem hefur
safnað saman sögum og fróðleiks-
molum um Skildinganeskauptún
og Skerjafjörð.
Morgunblaðið/RAX
Gestur Gunnarsson við miðunarskúrinn í apríl
2005. Hjallarnir eru löngu horfnir, en skúrinn
stendur þó enn, tæplega hálfri öld síðar.
Sumir byggja stórt: Júlíus Schopka átti húsið á Shellvegi 6.
Höfundur við miðunarskúrinn í fjörunni fyrir
neðan vesturenda austur/vestur-flugbraut-
arinnar á Reykjavíkurflugvelli árið 1956.
Landamerkjasteinninn frá 1839. Á hann er letrað „Landamerki“ og ártalið 1839 og markar hann
landamerki milli Skildinganess og Reykjavíkur.
Ljósmynd/Gunnar Gestsson
Ljósmynd/Gestur Gunnarsson