Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 20

Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 20
20 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ íslensku. Þegar maðurinn hafði heyrt erindi frú Margrétar sagði hann: „Gerið allt sem frúin bið- ur um.“ Að styrjöldinni lokinni, yfirtók Sölunefnd setuliðseigna birgðastöð hersins við Njarð- argötu. Hún var vestan núverandi gatnamóta Fossagötu-Skerplugötu. Veturinn 1946–47 var mikill innbrota- og þjófnaðafaraldur í Reykja- vík, eitt gengið braust inn í geymslur sölunefnd- arinar og var upprætt í framhaldi af því. Íbú- arnir steinsváfu og höfðu ekki hugmynd um þessa dramatísku atburði. Nokkrum árum seinna var svo í þessum skemmum sett upp heimsins fyrsta flotvarpa, gerði það Jón E. Helgason, bátsmaður á togaranum Neptúnusi. Vorið 1946 var sett upp Tívolí við syðri enda Njarðargötu, í Tívolíinu var bílabraut, hring- ekjur, skotbakkar og tjörn þar sem gestir gátu siglt á litlum bátum. Leiksvið var þarna, yfir því var 20 metra hár gálgi, þar sem erlendir loftfim- leikamenn sýndu listir sínar, þegar gjaldeyr- isleyfi fengust fyrir slíku. Eitt sinn um versl- unarmannahelgi var Brynjólfur Jóhannesson að fara með gamanmál þarna á sviðinu. Þegar fyrstu setningu lauk hló fólkið, þegar hláturinn þagnaði krunkaði hrafn uppi á skyggnisbrún- inni, hló þá fólkið aftur, svona gekk öll sýningin, krummi lék á móti Brynjólfi. Skýringin á þessu skemmtilega atviki var sú að flugvirkjar Flug- félagsins höfðu farið út á land að gera við flugvél um vorið, með þeim kom hrafnsungi sem þeir ólu í flugskýlinu. Um verslunarmannahelgina áttu flugvirkjarnir frí, krumma leiddist og þá flutti hann sig í Tívolíið. Seinna gerðist krummi svo sjálfboðaliði í ruslahreinsun. Þarna í tív- olíinu safnaði hann saman öllu sælgætisbréfi á næturnar og setti í rólubát. Í Tívolíinu var reistur veitingaskáli sem kall- aður var Vetrargarðurinn, þar voru haldnir dansleikir og gat orðið sukksamt á þeim. Áfengi var ekki veitt þarna, því var annaðhvort smygl- að inn eða forstjórinn sá um að koma því inn gegn aukagjaldi. Þegar heitt var orðið inni í Vetrargarðinum voru opnaðar hurðir út í garð, staðkunnugir klifruðu þá bara yfir Tívolígirð- inguna, inn um vængjahurðina, út um aðal- innganginn og fengu miða hjá dyraverðinum til að komast inn aftur. Miðana fengu svo ein- hverjar stelpur sem komust ekki inn af því að húsið var orðið fullt. Svo var bara farið aftur yfir girðinguna. Geiri dyravörður stoppaði einn á þriðja hring og sagði að fjölkvæni væri bannað á Íslandi. Á laugardaginn fyrir páska árið 1948 voru nokkrir ungir menn að æfa svifflug á A-V flug- brautinni, börnin í hverfinu voru við flugvall- argirðinguna og fylgdust með. Svifflugan var dregin upp með Dodge-sjúkrabíl frá hernum. Eitthvað mistókst í flugtakinu og dráttarvírinn slitnaði. Flugan tók u-beygju til vinstri og rakst húsið nr. 9 við Hörpugötu, nefið festist í þakinu, vængirnir brotnuðu af, annar hékk í stjórnvír- unum niður suðurgaflinn og hinn hékk yfir mæninn að vestanverðu. Fastir þarna í þakinu voru tveir helsærðir menn og fátt til bjargar nema ein járnsög og kúbein sem nágrannar lögðu til. Svo kom stigabíll slökkviliðsins, hon- um var bakkað inn í garðinn og mennirnir náð- ust niður. Þeir dóu báðir um nóttina. Eftir þetta var svifflug bannað á flugvellinum. Einu sinni kom málari til að mála þak á einu húsinu. Í kjallara hússins fann hann tóg sem hann festi í strompinn. Eftir hádegismatinn var húsmóðirin að vaska upp og horfir út um gluggann. Sér hún þá málarann detta ofan af þakinu, beint fyrir framan gluggann. Frúnni brá. Þegar málarinn skaust svo á fleygiferð upp aftur leið yfir hana. Skýringin á þessu yfirnátt- úrlega atviki var sú að öryggistógið var teygja, gerð til að skjóta á loft svifflugum. Með stúdentshúfu í málningarvinnunni Sunnudagaskóli var haldinn í kapellu Háskól- ans, guðfræðinemar æfðu sig á börnum úr ná- grenninu sem settu þessa prúðu menn ósjálfrátt í samband við himnaríki og fannst skólinn vera hluti af því. Stúdentarnir gengu með sérstakar húfur og var mikil virðing borin fyrir þeim, ef einhver slíkur kom inn í strætó datt allt í dúna- logn. Svo gerist það eitt vorið að nýr maður er kominn í hverfið. Sá sat ekki auðum höndum heldur byrjaði strax að mála húsið upp í leiguna. Þessi málari bylti öllu sem börnin höfðu lært í sunnudagaskólanum, hann var nefnilega með stúdentshúfu á hausnum í málningarvinnunni og sú varð fljótlega öll útbíuð í málningu. Hver var þessi maður, jú þarna var kominn Sverrir Hermannsson, seinna þingmaður, ráðherra og bankastjóri. Að styrjöldinni lokinni áttu Íslendingar mikið af peningum sem lítið var hægt að kaupa fyrir. Tóku sig þá til nokkrir menn og stofnuðu Ís- lendingasagnaútgáfuna. Settu þeir upp verk- smiðju sem framleiddi Íslendingasögur. Prent- smiðjur voru í kjallaranum á Hörpugötu 14 og skúrunum bak við Hörpugötu 13, afgreiðsla og pökkun voru á miðhæðinni á Hörpugötu 13. Þegar mest var að gera í jólamánuðinum gengu starfsmennirnir fyrir amfetamíni. Þegar sögu- markaðurinn var mettur, flutti þarna á hæðina Gunnar Guðmundsson, fyrrverandi SS-maður og meistaranjósnari, ásamt konu sinni sem köll- uð var Labba. Gunnar stundaði frímerkja- viðskipti á alþjóðamarkaði og gat útvegað er- lendan gjaldeyri. Sá er þetta ritar fór eitt sinn í sendiferð fyrir Gunnar, kom hundblautur til baka og var þá fylltur af heitum pönnukökum og kakói. Þeir voru ekki alvondir þessir SS- menn. Þegar prentsmiðjan hætti þarna á þrett- án tók til starfa í skúrunum eggjasölusamlag, forstöðumaðurinn hét Ágúst Jóhannesson, átti hann heima innst við Þverveg og var með hænsnabú nálægt þeim stað sem Davíð Odds- son á nú heima. Í eggjasölusamlaginu var tekið við eggjum til dreifingar í verslanir og selt hænsnafóður. Ég steig þarna mín fyrstu spor á vinnumarkaði, 10 ára gamall, og vann við að mála eggjakassa, aðstoða við fóðurflutning og sendast. Fljótlega fór Ágúst að selja matvöru með hænsnafóðrinu, svo lagðist eggjasamlagið af og þetta breyttist í matvöruverslun. Á Þvervegi 2 var KRON-búð, þannig að íbúar austast í hverfinu áttu nokkuð langt að sækja verslun, þetta hagnýtti Ágúst og var með marg- ar fjölskyldur þarna í föstum viðskiptum. Vör- urnar fluttum við strákarnir í strætó og fengum 5 kr. á tímann. Lærlingarnir í prentsmiðjunni höfðu á kvöldin verið að æfa sig í prentlist og bókaútgáfu, framleiðslan var ljósblá smárit sem þeir seldu í sjoppur. Lögreglan komst í málið og þá var lagerinn falinn á millilofti þarna í skúr- unum. Seinna fundum við Gunnlaugur Jónsson þennan litteratúr og fórum að selja verkamönn- um sem unnu að viðgerð á flugbrautinni. Menn- irnir voru sólgnir í þetta, eins og allt sem bann- að er. Þróttmiklir þróttarar Fram á sjötta áratuginn fór fisksölubíll um hverfið og stjórnaði honum Halldór Sigurðsson, höfuðpaur í stofnun knattspyrnufélagsins Þróttar og fyrsti formaður. Dóri stoppaði á ákveðnum stöðum, blés í lúður og þá þustu hús- mæður á vettvang. Fiskinn viktaði Dóri með einhverju apparati sem hann hélt á í hægri hendi og sagði svo bara túkall eða fimmkall, svo var þræddur vírspotti gegnum hausinn og allir voru ánægðir. Strákarnir í hverfinu urðu auðvit- að Þróttarar. Á miðvikudagskvöldum klukkan sex voru kvikmyndasýningar á vegum félagsins í bragga við Grímsstaðavör og það kostaði krónu inn. Sýningarmaður var Gunnar Eyland sem vann við Trípolíbíó. Leiðin úr Skerjafirði í bíóbragg- ann, var í gegnum fiskverkunarstöð Alliance við Þormóðsstaði, þar var vaktmaður sem hét Ol- sen og var gamall norskur veiðimaður, orðróm- ur var um að nú veiddi hann bara smástráka sem væru þarna í óleyfi. Íþróttamennirnir not- uðu því sérstakt indíánagöngulag, þegar þeir fóru þarna gegnum stöðina, aldrei varð vart við Olsen og sennilegt að hann hafi sett orðróminn af stað til að spara sér vinnu. Eftir að Þróttur var stofnaður var farið að æfa knattspyrnu af kappi. Útbúinn var æfingavöllur á túninu aust- an hólanna. Þegar fréttist að til stæði að fara í keppnisferð til Danmerkur og aðeins þeir bestu fengju að fara með, færðist fjör í leikinn. Æft var myrkranna á milli og smáatriði eins og skólaganga iðkuð í hægagangi. Þetta stúss í kringum Þrótt leiddi til þess að tveir strákanna urðu íþróttafréttaritarar og seinna ritstjórar og fréttastjórar. Stúlkur voru einnig í Þrótti, en þær unnu það afrek að vinna alla flokka á Ís- landsmótinu í handbolta árið 1957. Það kom stundum fyrir í suðaustan haust- veðrum að tívolígirðingin við Njarðargötu féll á hliðina, við það varð allt Tívolíið sjálfvirkt leik- svæði barnanna í hverfinu. Einhvern tíma var brotist inn í skotbakkana og stolið byssum. Gylfi Helgason fann loftriffil frosinn í forarpolli, hann losaði riffilinn og fór rakleitt með hann til Rann- sóknarlögreglunnar á Fríkirkjuvegi 11. Lög- reglumennirnir vildu fá að vita hvernig svona byssa virkaði. Gylfi spennti upp byssuna og hleypti af, út úr hlaupinu kom brúnn strókur sem varð að risastórri drulluklessu á betrekk- inu í þessu fína húsi Thors Jensens sáluga. Skýringin á þessu var sú að á meðan Gylfi beið hafði vatnið í hlaupinu þiðnað. Nú hófust samn- ingar um fundarlaun, stóðu þeir fram á vor. Niðurstaðan varð sú að Gylfi fékk stóra loft- skammbyssu. Hann sagði lögreglumönnunum það að fundarlaun væru 33% og ef þeir létu sig hafa peninga gæti hann lent í óreglu og þá yrði þetta ennþá meira vesen fyrir lögregluna. Sunnan í Skildinganeshólum stóð veglegt steinhús, þar átti heima frú sem hét Margrét. Börnum stóð stuggur af frúnni og kölluðu krakkarnir hana Hóla-Möngu. Þegar Margrét, sem alltaf var prúðbúinn utandyra, sást fara með strætó niður í bæ, áræddu krakkarnir að leika sér sunnanmegin í hólunum. Þar efst var steinn sem í var grafið LANDAMERKI 1839. Hver var þessi dularfulla kona? Fullu nafni hét hún Margrét Friðriksdóttir Möller Árnason og var systir Ólafs Friðrikssonar ritstjóra. Mar- grét hafði á árum áður verið moldrík, eiginkona Ólafs kaupmanns Árnasonar á Stokkseyri. Gáfu þau út sína eigin seðla og áttu húsið Suðurgötu 14 í Reykjavík. Ólafur gerðist aðili að fjár- glæfrafélögum Einars Benediktssonar og tap- aði í því kompaníi auð sínum og lífi. Ólafur rit- stjóri var í átta ár umboðsmaður þeirra hjóna í Kaupmannahöfn, þar sem hann jafnframt nam félagsmálafræði. Þekkinguna flutti hann með sér heim og varð hún upphaf öflugrar alþýðu- hreyfingar. Holræsamál í háskólahverfinu Oft er það haft í flimtingum að húsameistari ríkisins hafi gleymt salernum í aðalbyggingu Háskólans, eitt er víst, ekkert var holræsið og rann frárennslið niður í skurðina í Vatnsmýr- inni, sömu skurði og við vorum að veiða í horn- síli. Einhverjir veiktust og þetta varð leiðinda- mál. Árið 1955 var svo byrjað að leggja ræsi frá Háskólahverfinu, ræsið var lagt austan Reykja- víkurvegar gegnum lóðirnar á Reykjavíkurvegi 31 og Hörpugötu 1 og þaðan niður í fjöru. Skurðurinn var svo djúpur að þegar flóð var mátti sigla bát langt inn í land. Eigandi Hörpu- götu 1, Elíeser Jónsson flugmaður, sagði að þetta væri í þágu samfélagsins og ekki hægt að setja sig upp á móti því. Þegar rörið, sem var metri í þvermál, var komið gegnum endilanga lóðina, sá Elíeser að nú væri lóðin verulega skert, hann fékk bætur frá borginni og keypti flugvél. Þetta óx og dafnaði, varð á endanum heljarmikill flugrekstur sem kallaður var Flug- stöðin. Eitt vorið var komin í hverfið ný fjölskylda, kom hún akandi á heljarstórum Buick-bíl. Þetta var Gunnar Jósefsson og hans fólk. Gunnar hafði átt dráttarbraut á Akureyri og hafði pirr- að KEA. Dráttarbrautin hafði orðið til í fjörunni fyrir neðan Hótel KEA og ekki á neinum skipu- lagsuppdráttum. Bæjarstjórnin lét þá gera nýtt skipulag með breiðgötu sjávarmegin við skipa- smíðastöðina. Vegna þessa gerði Gunnar upp öll sín mál og flutti suður, þarna í litla Skerjafirði hafði fjölskyldan keypt hús og Gunnar var orð- inn byggingameistari Hitaveitu Reykjavíkur. Gunnar beitti sér fyrir því að lögð var hitaveita í hverfið. Fyrst norðan flugbrautar 1965 og svo að sunnanverðu fimm árum síðar. Í Skerjafirði átti heima moldríkt fólk, einnig örsnautt og allt þar á milli. Allt var þetta eins og stór fjölskylda og heldur eins konar ættarmót árlega. Minnis- stæður er verkamaður einn sem bjó í einu her- bergi og eldhúsi með sinni fjölskyldu. Eftir vinnu skar hann niður ónýta hjólbarða sem hann notaði fyrir eldivið. Fyrir nokkrum árum fór sá er þetta ritar á tölvunámskeið í Rafiðn- aðarskólanum, þar var þá þessi verkamaður kominn, orðinn kennari og virtist hafa yngst um tuttugu ár á fimmtíu árum. Var þar kominn son- ur verkamannsins. Á níunda áratugnum var farið að flytja í Skerjafjörð hús sem þurfti að taka af lóðum annars staðar í borginni, lagðar voru nýjar göt- ur sem fengu m.a. nöfn gatna sem lent höfðu undir flugvellinum. Þó að þetta hafi verið gert verður Skerjafjörðurinn aldrei aftur eins og hann var. Það verður engin Magga Halldórs, Margrét Árnason eða Steini í KRON. Systur höfundar, Erla og Katrín Gunnarsdætur, á hjólum í Skerjafirði árið 1956. Hörpugata 1, hús Elíesers Jónssonar, var upprunalega 40 fermetrar, en síðan hefur talsvert verið byggt við húsið og er það nú um 400 fermetrar. Húsið við Þjórsárgötu 5 sem Margrét Halldórsdóttir reisti eftir að flugvél hafði kveikt í gamla húsinu hennar. Húsið við Reykjavíkurveg 31, sem Sverrir Her- mannsson málaði vorið 1955. Höfundur er tæknifræðingur. Ljósmynd/Gunnar Gestsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.