Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 21
Í framhaldi af viðtali sem birtist íMorgunblaðinu við Maríu, dóttur
Tryggva Gunnarssonar alþingis-
manns og bankastjóra fyrir
skömmu, hefur fólk víst margt hvert
velt nokkuð fyrir sér fjárhag
Tryggva um það
leyti sem hann lést
1917. Dætur hans
fengu ekki arf eftir
hann samkvæmt
upplýsingum Mar-
íu dóttur hans - var
það af því að hann
væri eignalaus eða
gekk hann framhjá
dætrum sínum sem erfingjum?
Að athuguðu máli kom í ljós að
Tryggvi gerði arfleiðsluskrá sem
blaðið Ísafold segir frá á forsíðu 3.
nóvember 1917.
Arfleiðsluskrá opnuð
„Arfleiðsluskrá Tryggva heit.
Gunnarssonar var opnuð í fyrradag.
Er þar svo fyrir mælt, að allar eigur
hans, þegar undan eru skildir ein-
stakir munir, sem hann hefir
ánafnað nánustu vandamönnum,
skuli renna til Dýraverndunarfélags-
ins, í sérstakan sjóð, er heita skal
Tryggva-sjóður og Dýraverndunar-
félagið geri nánari ákvarðanir um,
hvernig sjóðinn skuli nota.
Þenna veg hefur dýravinurinn Tr.
G. reist sér fagran minnisvarða.“
Tryggvi átti Þrastarskóg
Meðal eigna Tryggva var talsvert
land í Þrastarskógi í Grímsnesi, sem
Tryggvi gaf Ungmennafélagi Ís-
lands snemma á 20. öld samkvæmt
upplýsingum Alfræðiorðabókarinn-
ar. Fróðlegt væri að vita hve mikið fé
hafi upphaflega verið í Tryggva-
sjóði, hvað gert hafi verið við fjár-
muni úr sjóðnum meðan hann enn
var við lýði og loks hvort hann sé
kannski enn til í einhverju formi inn-
an vébanda Sambands dýraverndun-
arfélaga á Íslandi.
Samband dýraverndunarfélaga á
Íslandi varð nefnilega 1958 arftaki
Dýraverndunarfélags Íslands sem
stofnað var 1915 úr Dýraverndunar-
félagi Reykjavíkur sem Tryggvi
Gunnarsson hafði frumkvæði að
stofnun að árið 1914. Það ár var elsta
dóttir hans og Helgu Jónasdóttur
tveggja ára.
Tryggvagata og
hnípin fjallkona
Tryggvi var augljóslega mikils
metinn af ýmsum samtíðarmönnum
sínum t.d. hjá Ísafold og bæjarstjórn
Reykjavíkur. Í fréttinni á forsíðu
Ísafoldar er þess einnig getið að bæj-
arstjórn Reykjavíkur hafi heiðrað
minningu hans með því að ákveða á
bæjarstjórnarfundi, þeim síðasta
fyrir 3. nóv. 1917, að hin nýja aðal-
gata, (eins og hún er nefnd), niður
við höfninni skuli nefnd Tryggva-
gata.
Á forsíðu Ísafoldar, þar sem frétt-
irnar um arfleiðsluskrána og
Tryggvagötu er að finna, er líka
minningarkvæði um Tryggva Gunn-
arsson bankastjóra.
Kvæðið er sjö erindi og skulu hér
tilfærð tvö þeirra.
Fjallkonan hljóð og hnípin sat
þá heldimmu næturstund,
hún leit nú einn kærsta soninn sinn
siginn í dauðablund.
Genginn er Tryggvi Gunnarsson,
göfugmennið, á braut,
hraustmennið glaða með höfðingslund
hylur nú foldarskaut.
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Hvað fengu dýrin í
sinn hlut?
Arfleiðsluskrá
Tryggva
Gunnarssonar
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
VOR 2005
Sölustaðir: sjá www.bergis.is
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Helgarferð - 4 nætur
Búdapest
28. apríl
frá kr. 39.990
Heimsferðir bjóða helgarferð í beinu flugi til þessarar stórkostlegu
borgar þann 28. apríl. Búdapest er einn aðal áfangastaður Íslendinga,
enda býður hún einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að
ógleymdri gestrisni Ungverja. Góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta
Búdapest og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða.
Verð kr. 39.990
Flug, gisting, skattar og íslensk
fararstjórn. M.v. 2 í herbergi í 4 nætur
á Hótel Tulip Inn með morgunmat.
Netverð á mann.
SUMARFAGNAÐUR AUGNABLIKS
MYNDASÝNING OG DANSLEIKUR
http://this.is/augnablik
Landið sem má ekki hverfa
kynnist göngusvæði norðan Vatnajökuls
kl. 20:00 - 21:00, aðgangur ókeypis
Dansleikur
Magga Stína og Hringir spila fyrir dansi
kl. 21:30, aðgangur kr. 2000
IÐNÓ
föstudaginn 22. apríl
allir velkomnir