Morgunblaðið - 17.04.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 17.04.2005, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hér á landi munu næstafáir kannast við nafneistneska sagnfræð-ingsins Raimo Pullat ení hópi þeirra er fást við sögu þjóðanna er byggja löndin sunn- an og austan Eystrasalts er hann vel þekktur – og nánast þjóðhetja í heimalandi sínu, Eistlandi. Má kannski gleggst marka stöðu hans þar af því að hann var gerður að heið- ursborgara í Tallinn á 65. afmælisdegi sínum árið 2000 og þegar hann varð sjötugur nú í byrjun apríl efndi há- skólinn í Tallinn til fjölmennrar ráð- stefnu og bauð til fræðimönnum úr ýmsum löndum. Hún bar yfirskriftina Modus Vivendi – lífshættir – og fjöll- uðu fyrirlesarar, sem alls voru tutt- ugu og einn, allir um efni úr sögu dag- legs lífs í borgum og bæjum í norðanverðri Evrópu á liðnum öldum. Fyrirlestrarnir voru allir gefnir út í 16. bindi ritraðarinnar Vana Tallinn [Gamla Tallinn], sem Pullat hefur rit- stýrt frá því hún var endurreist árið 1990. Á afmælisdaginn hélt borgarstjór- inn í Tallinn Pullat veglega veislu í hinu fornfræga ráðhúsi borgarinnar og var þar mikið um dýrðir. Veislan stóð í u.þ.b. átta klukkustundir og meðal þeirra er tóku til máls var fulltrúi háskólans í Riga, sem afhenti afmælisbarninu skjal til merkis um að hann hefði verið kjörinn heiðursdokt- or þar. Í tilefni afmælisins var Pullat einnig sæmdur ýmsum heiðurs- merkjum, m.a. í Póllandi og Finnlandi og í háskólabókasafninu í Tallinn var opnuð sýning á ritum hans og verk- um. Fyllir hún um tuttugu hillumetra. Afkastamikill fræðimaður Vinsældir Pullats og virðingin sem hann nýtur í heimalandi sínu eiga sér ýmsar orsakir. Hann hefur um árabil verið óhemju afkastamikill fræðimað- ur og komið víða við í rannsóknum sínum. Alls hefur hann skrifað og annast útgáfu á rösklega fimmtíu bókum, sem flestar byggjast á frum- rannsóknum hans sjálfs. Var sú vinna oft unnin við erfiðar aðstæður. Lang- flestar þessara bóka eru að vonum rit- aðar á eistnesku, en átta á öðrum tungum, ensku, finnsku, pólsku, rúss- nesku og þýsku. Þá hefur Pullat ritað yfir tvö hundruð tímaritsgreinar, sem birst hafa í viðurkenndum fræðitíma- ritum, og er þá enn ótalinn sægur blaðagreina og ýmissa styttri rit- smíða, t.d. ritdóma og ritfregna. Í til- efni afmælisins á dögunum var gefin út vönduð ritaskrá Pullats og fyllir hún heilar 42 þéttprentaðar blaðsíð- ur. Fræðileg viðfangsefni Pullats hafa verið ærið fjölbreytileg. Framan af sinnti hann einkum fólksfjöldasögu borga og sögu borgarlífs en á síðari árum hefur hann fjallað mikið um sögu utanríkismála og þá einkum um samskipti þjóða við sunnan- og aust- anvert Eystrasalt í aldanna rás. Auk þessa hefur hann gegnt prófessors- embætti í Tallinn og Tartu um langt árabil, var forstöðumaður sagnfræði- stofnunar eistnesku Vísindaakademí- unnar og hefur haft umsjón með fjölda doktorsnema. Sjálfur hefur hann skrifað og varið tvær doktors- ritgerðir. Hin fyrri kom út í Eistlandi árið 1972 og síðari doktorsvörnina þreytti Pullat í Finnlandi árið 1998, þá orðinn 63 ára gamall. Pullat nýtur hvarvetna virðingar fyrir ritstörf sín, en í heimaborg sinni, Tallinn, og í Þýskalandi er hann ekki síður mikils metinn vegna annars máls. Það kalla sumir diplómatískt af- rek og er kannski helst að jafna við það ef einhverjum einstaklingi hefði á sínum tíma tekist að leysa handrita- málið á eigin spýtur og fá íslensku handritin í Árnasafni send heim vafn- ingalaust. Þetta mál átti sér djúpar sögulegar rætur og endurspeglar á vissan hátt sögu þjóðanna við Eystrasalt. Tallinn, sem þjóðverjar nefndu Reval, var öld- um saman þekkt Hansaborg og ein meginstoðin í verslunarveldi Hansa- manna við norðanvert Eystrasalt. Þar varð smám saman til mikið og gott skjalasafn, sem hafði að geyma ómetanlegar heimildir um sögu borg- arinnar, Eystrasaltssvæðisins og Hansasambandsins á miðöldum. Safnið var opnað almenningi árið 1883 og eftir það og allt fram til síðari heimsstyrjaldar lögðu fræðimenn gjarnan leið sína til Tallinn í skjala- leit. Var þá stundum haft á orði, að út- lendingar sem kæmu til borgarinnar væru annaðhvort kaupahéðnar í við- skiptaerindum eða sagnfræðingar í heimildaleit. Sjálfir voru Tallinnbúar stoltir af skjalasafninu, litu á það sem eitt helsta djásn borgarinnar, og þótt oft munaði litlu er styrjaldir geisuðu tókst alltaf að varðveita safnið og verja það skemmdum. „Ég er kominn með skjalasafnið“ Það varð því Eistlendingum mikið áfall er Þjóðverjar lögðu hald á skjalasafnið á árum síðari heimsstyrj- aldar og fluttu það til Þýskalands árið 1944. Þar var það næstu 46 árin en haustið 1990 kom bílalest skyndilega skröltandi eftir ósléttum þjóðvegin- um frá Riga og hafði þá ekið alla leið frá Lübeck. Við hlið ökumanns fremsta bílsins sat kempan Raimo Pullat. Hann vísaði ökumanni leiðina að gömlu skjalasafnsbyggingunni og þegar þangað kom stökk hann út, ýtti við hálfsofandi dyraverði (klukkan var 5 að morgni) og sagði: „Opnaðu dyrnar og farðu svo og vektu borg- arstjóra. Ég er kominn með skjala- safnið.“ Nú varð uppi fótur og fit og margar vinnufúsar hendur hjálpuðust að við að koma hinum fornu dýrgripum fyrir þar sem þeir áttu heima. Sjálfur gerði Pullat hins vegar stuttan stans. Hann hélt rakleiðis til Moskvu og þaðan með annarri bílalest yfir þvera Evr- ópu, til gömlu Hansaborganna, Lü- beck, Bremen og Hamborgar. Þjóð- verjar vildu nefnilega fá eitthvað fyrir sinn snúð og það sem þeir fengu voru miðaldaskjalasöfn þessara borga, sem Rússar höfðu haft með sér heim í lok síðari heimsstyrjaldar. Um það hafði Raimo Pullat tekist að semja við utanríkisráðherra Sovétríkjanna og Vestur-Þýskalands. Höfundur hefur þekkt Raimo Pull- at lengi og var einn þeirra fræði- manna, sem boðið var að sækja ráð- stefnuna Modus Vivendi í Tallinn. Að henni lokinni bað hann Pullat að segja lesendum Morgunblaðsins lítið eitt frá ævi sinni og starfsferli. „Ég fæddist hér í Tallinn 3. apríl árið 1935,“ sagði Pullat „Faðir minn var frá Viruhéraði en móðir mín frá eynni Dagö, sem á eistnesku heitir Hiiumaa. Ég ólst upp í Tallinn en þeg- ar Rússar gerðu miklar loftárásir á borgina 9. mars 1944 eyðilagðist heimili okkar og við lentum á hálf- gerðum vergangi um hríð. Ég lauk skyldunámi í Rakvere en hélt síðan til háskólanáms í Tartu og lauk þar fyrrihlutaprófi í sagnfræði árið 1958. Þá tók við nám í listasögu og því næst framhaldsnám við Sagnfræðistofn- unina í eistnesku Vísindaakademí- unni, en hún var staðsett í báðum borgunum, Tallinn og Tartu. Þar lauk ég kandídatsprófi og varði síðan dokt- orsritgerð mína um mannfjöldaþróun í eistneskum borgum á 18. öld árið 1972. Árið 1979 varð ég prófessor við akademíuna og kenndi bæði í Tallinn og Tartu. Því starfi gegni ég í raun- inni enn, en frá 1995 hef ég einungis kennt hér í Tallinn, er prófessor í borgasögu við háskólann hér.“ Saga borga og bæja Hvað áttu við með borgasögu? „Borgasaga er í sjálfu sér býsna víðtækt hugtak. Þetta er sú grein sagnfræðinnar, sem á þýsku kallast Stadtgeschichte og Urban History á ensku. Hún tekur til allra þátta í sögu borga, borgarlífs og menningar og er í raun óendanleg uppspretta rann- sóknarefna, ekki síst í löndum eins og Eistlandi og öðrum Eystrasaltslönd- um þar sem borgir eru gamlar og eiga sér fjölbreytilega og viðburðaríka sögu. Sjálfur hef ég mest fengist við sögu mannfjöldaþróunar í eistnesk- um borgum og bæjum, einkum á 18. öld, og svo við sögu daglegs lífs borg- arbúa. Það er ærið fjölbreytilegt við- fangsefni og býður upp á afar skemmtilegar samanburðarrann- sóknir.“ Þú ert einn fárra sagnfræðinga í löndum fyrrverandi Sovétríkja, sem gegndu prófessorsembætti á sovét- tímanum og hafa haldið stöðu sinni, jafnvel frekar vaxið en hitt eftir 1990. Geturðu sagt mér hvernig var að vera eistneskur sagnfræðingur á tímum Sovétríkjanna? Raimo brosir í kampinn, lítur kank- vís á spyrjandann og svarar með ann- arri spurningu: „Hvernig heldur þú að það hafi verið?“ Svo bætir hann við: „Það var oft erfitt, en kannski ekki eins slæmt og margir Vestur- landamenn virðast hafa haldið. Við nutum tiltölulega mikils rannsókna- frelsis, höfðum fullt frelsi til að velja okkur rannsóknarefni eða gera tillög- ur um þau. Stjórn Vísindaakademí- unnar varð að samþykkja þessi efni. Það gerði hún undantekningarlítið og auðvitað höfðum við vit á því að gera ekki tillögur um efni sem við vissum að yrði umsvifalaust hafnað. Á hinn bóginn urðum við að fara varlega, „Þetta hefur verið samfellt ævintýr“ Pullat í veislu, sem haldin var honum til heiðurs eftir að hann hafði varið aðra doktorsritgerðina sína í Oulu 2. maí 1998. Pullat fór á fund Jóhannesar Páls II. páfa í Páfagarði vorið 2004, afhenti hon- um eina bóka sinna og hlaut páfablessun. Morgunblaðið/Jón Þ. Þór Raimo Pullat sagnfræðingur á skrifstofu sinni. Eistneski sagnfræðingurinn Raimo Pullat er nánast þjóð- hetja í heimalandi sínu. Jón Þ. Þór talaði við hann um rit- un borgarsögu og hlutskipti sagnfræðings í Eystrasaltsríkj- unum á tímum Sovétríkjanna. á morgun Morgunblaðið og mbl.is velja hljómsveit fólksins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.