Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
STUNDUM er þægileg tilfinning
að finna að maður er hluti af ein-
hverju stóru. Þessi tilfinning hellist
gjarnan yfir mann þegar maður
ferðast um heiminn. Maður upplifir
veröld sína í stærra samhengi og
líður eins og maður sé hluti af ein-
hverju risastóru og
merkilegu.
Heimurinn sam-
anstendur af ólíkum
menningarheimum,
kynþáttum og trúar-
brögðum. Í æðum
okkar allra rennur þó
sama heita rauða
blóðið og öll erum við
full af tilfinningum og
draumum. Annað
virðumst við líka eiga
sameiginlegt, það er
hatur og grimmd.
Oft er talað um að
raunveruleikinn sé
skáldskapnum ótrú-
legri. Það á vægast
sagt við í hinni marg-
verðlaunuðu kvik-
mynd Terry George
Hotel Rwanda sem
frumsýnd var á dög-
unum á kvikmyndahá-
tíðinni Iceland Int-
ernational Film
Festival og er nú í
sýningu í Regnbog-
anum. Fyrir utan að
vera frábær kvik-
myndagerð í alla staði
er hún heimild um atburði sem áttu
sér stað í Afríku fyrir aðeins 11 ár-
um síðan. Kvikmyndin lýsir þjóð-
armorðum í Rwanda þar sem um 1
milljón barna, kvenna og karla var
slátrað með grimmdarlegum og til-
efnislausum hætti á aðeins 100 dög-
um. Það sem gerir þessa atburði
enn merkilegri er að umheimurinn
sýndi þessum þjóðarmorðum lítinn
sem engan áhuga og takmarkað var
fjallað um þau í fjölmiðlum hins
vestræna heims. Þetta afskiptaleysi
umheimsins hefur síðan verið harð-
lega gagnrýnt. Meðal þeirra sem
gagnrýnt hafa þetta harðast er
hershöfðinginn Romeo Dallaire sem
sendur var með lítinn frið-
argæsluliðahóp til Rwanda og
reyndi hvað hann gat að fá liðsauka
sendan til að geta spornað við
fjöldamorðunum án þess að fá
nokkurn hljómgrunn frá Banda-
ríkjastjórn Clintons og yfirmönnum
Sameinuðu þjóðanna. Heim-
ildamynd um Romeo Dallaire og
þessa atburði er einnig sýnd á kvik-
myndahátíðinni og heitir hún Shake
Hands with the Devil.
Það virðist stundum
vera afstaða íbúa hins
vestræna heims að líta
á vandamál þriðja
heimsins sem okkur
óviðkomandi. Við reyn-
um frekar að rækta
okkar eigin garð og
fría okkur allri ábyrgð.
Við hugsum „æ voða-
lega er þetta sorglegt“
og höldum svo áfram
að horfa á Idolið. Stað-
reyndin er hins vegar
sú að slíkt afskiptaleysi
getur orðið til þess að
hlutirnir fara algerlega
úr böndunum eins og í
tilfelli Rwanda þjóð-
armorðanna.
Hotel Rwanda vekur
mann sannarlega til
umhugsunar eins og öll
góð kvikmyndagerð.
Hún fyllir mann van-
mætti og skömm sem
við verðum að horfast í
augu við. Því öll erum
við að vissu leyti með-
sek um slíka atburði ef
við tökum þátt í því að
láta eins og ekkert sé.
Og ef við kunnum að skammast
okkar núna er kannski örlítið meiri
von um að við látum svona atburði
ekki óskipta í framtíðinni. Þótt óra-
fjarlægð og menningaráherslur að-
skilji okkur íbúunum í Rwanda þá
erum við öll hluti af þessum stóra
og merkilega heimi. Öll erum við
manneskjur sem látum okkur
dreyma. Ég vil nota tækifærið og
þakka aðstandendum kvik-
myndahátíðarinnar Iceland Int-
ernational Film Festival fyrir stór-
kostlega kvikmyndaveislu og hvetja
sem flesta til að kíkja í bíó til að
heillast, hlæja, gráta og skammast
sín.
Að skammast sín
Unnur Ösp Stefánsdóttir fjallar
um athyglisverða kvikmynd
Unnur Ösp
Stefánsdóttir
’Það virðiststundum vera
afstaða íbúa
hins vestræna
heims að líta á
vandamál þriðja
heimsins sem
okkur óviðkom-
andi.‘
Höfundur er leikkona.
L á g m ú l a 7 , s í m i 5 5 1 2 3 4 5
Arnar Sölvason,
sölumaður
Jón G. Sandholt,
sölumaður
Gunnar Jóh. Birgisson hrl.
löggiltur fasteignasali
Sigurbjörn Magnússon hrl.
löggiltur fasteignasali
Sérhæfð fast-
eignasala fyrir
atvinnu- og skrif-
stofuhúsnæði
Atvinnuhúsnæði til sölu/leigu
Völuteigur 6, Mosfellsbæ
Vorum að fá í einkasölu 1432 fm iðnaðar- og/eða
skrifstofuhúsnæði á góðum stað í Mosfelsbæ, sem
hýsir í dag skrifstofur Atlanta flugfélagsins.
Upplýsingar hjá Stóreign ehf.
Fasteignasalan Stóreign er sérhæfð fasteignasala
á atvinnu- og skrifstofuhúsnæði.
Bíldshöfði 12
Verslunarhúsnæði til sölu á mjög
góðum stað á höfðanum
UM ER AÐ RÆÐA HÚSNÆÐI SEM NÚ HÝSIR BÍLANAUST OG
ER UM 550 FM AÐ STÆRÐ. LOFTHÆÐ ER SAMKVÆMT EIG-
ANDA UM 3,5 M OG GRÍÐARLEGA GÓÐ SPENNIVÍDD Í HÚSINU
SEM ÞÝÐIR AÐ LANGT SÉ Á MILLI SÚLNA. NÝTIST ÞVÍ GÓLF-
PLÁSS VEL. BILIÐ ER Á JARÐHÆÐ MEÐ INNKEYRSLUHURÐ.
NÁNAST ENGIN SAMEIGN ER AÐ FRÁTÖLDUM UM 4 FM SEM
FARA Í LYFTUOPIÐ. BILIÐ SEM UM RÆÐIR ER L-LAGA OG
ER ÚTBÚIÐ SKRIFSTOFU OG KAFFISTOFU MEÐ GÓÐRI INN-
RÉTTINGU. GÓLF ER STÍFMÁLAÐ. BÍLASTÆÐI FYRIR UTAN
PLÁSSIÐ ER SAMEIGINLEGT OG ÓSKIPT MEÐ HEILDAREIGN-
INNI, EN EIGNIN HEFUR MIKIÐ AUGLÝSINGAGILDI OG ER
STAÐSETT Í EINNI AF ÞESSUM GÖTUM SEM ALLIR ÞEKKJA.
SPENNANDI KOSTUR FYRIR FJÁRFESTA OG ENN MEIRA
SPENNANDI FYRIR ÞÁ, SEM VILJA NÁ SÉR Í GOTT HÚSNÆÐI
UNDIR FYRIRTÆKJAREKSTUR.
HAFIÐ SAMBAND VIÐ SKRIFSTOFU Á OPNUNARTÍMA Í
SÍMA 534 5400 EÐA SÖLUMENN OKKAR: Hákon 821 5402,
Svavar 821 5401, Sigurður 821 5400, Valþór 896 6606,
EFTIR KL. 18.00 Á DAGINN.
KELDUHVAMMUR - SÉRHÆÐ - HF.
Nýkomin í sölu falleg 100,5 fermetra
sérbýli, jarðhæð í þriíbýli, vel staðsett
við Kelduhvamm í Hafnarfirði. Góð
aðkoma að húsinu og sérinngangur á
hlið hússins. Lýsing eignar: Góð for-
stofa. Geymsla inn af forstofu. Stór
gangur. Gott hjónaherbergi með góð-
um skápum. Baðherbergi er flísalagt
og þar er baðkar og sturta. Eldhús
með snyrtilegri hvítri innréttingu og
góðum borðkrók. Stórt barnaher-
bergi. Björt og góð stofa. Frá gangi er gengið inn í sameinlegt þvottahús.
Gólfefni að mestu parket og flísar. Sameiginlegur garður. Góð afgirt lóð
með verönd. Eign á rólegum og barnvænum stað. Verð 17,9 millj.
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali
Laufengi 3
4ra herb. íbúð á 2. hæð með opnu bílskýli
Miðtún 90
3ja herb. íbúð í kjallara í góðu þríbýli
Vorum að fá í sölu góða 112 fm
íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli.
Þrjú rúmgóð svefnherbergi,
útg. á suðaustursvalir úr einu
herb. Stór og rúmgóð og björt
stofa með útg. á suðvestur-
svalir. Fallegar innréttingar.
Stæði í opnu bílskýli fylgir.
Stutt í alla þjónustu. Íbúðin get-
ur losnað fljótlega. V. 19,9 millj.
Ívar og Anna Valdís sýnaeignina í dag, sunnudag, frá kl.
14.30–16.30.
Björt og rúmgóð 80 fm 3ja herb.
íbúð í kjallara í þríbýli. Tvö stór
herbergi og stór stofa. Baðher-
bergi nýl. endurnýjað. Góðar
eldri innréttingar. Parket, flísar
og dúkur á gólfum. Fallegur
garður í rækt. Hús og sameign í
góðu standi. Góð staðsetning.
Verð 15,6 millj.
Þórdís sýnir eignina í dag,
sunnudag, frá kl. 14.00–16.00.
OPIN HÚS Í DAG