Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Sími 551 3485 • Fax 551 3645
Áratuga reynsla í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 896 8284
Eyþór Eðvarðsson
útfararstjóri
Sími 892 5057
Vaktsími allan sólarhringinn
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj,
s. 691 0919
Vönduð og persónuleg þjónusta
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
✝ Geir Björgvins-son bifreiðastjóri
fæddist í Reykjavík
7. september 1932.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 6. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Ingigerð-
ur Marteinsdóttir
húsmóðir, f. á Hólum
í Norðfjarðarsveit
14. maí 1906 og
Björgvin Björnsson
sjómaður, f. í Mjóa-
fjarðarsókn 25. maí
1904.
Geir kvæntist 11. október 1967
Helgu Ásmundsdóttur ljósmóður
frá Eyrarbakka, f. 30. janúar
1942. Foreldrar hennar voru Ás-
mundur Eiríkson bóndi, f. í Þórð-
arkoti í Árnessýslu 11. október
1897 og Guðlín Katrín Guðjóns-
dóttir húsmóðir, f. á Gamla
Hrauni í Flóa í Stokkseyrarsókn
3. febrúar 1905.
Geir og Helga
eiga fjórar dætur:
Katrín Inga hjúkr-
unarfræðingur, f. 9.
desember 1969, í
sambúð með Magn-
úsi Arngrímssyni,
börn þeirra eru
Geir, f. 1992, Arn-
grímur, f. 1999 og
Kolfinna, f. 2001.
Björg Helga leik-
skólakennari, f. 1.
maí 1971, gift Brynj-
ari Jónssyni, börn
þeirra eru Orri, f.
1992, Ísak, f. 1999 og Helga, f.
2001. Sóley Ósk sjúkraliðanemi, f.
1. febrúar 1976, gift Kristjáni
Erni Kristjánssyni, dóttir þeirra
Erna, f. 1996. Sonja Iðunn skrif-
stofunemi, f. 2. mars 1977, sonur
hennar og Haraldar Sveinssonar
er Gauti Snær, f. 2000.
Útför Geirs fór fram frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 11. apríl,
í kyrrþey að ósk hins látna.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Hvíl þú í friði, pabbi minn, þín
Katrín Inga.
Elskulegur pabbi minn, Geir
Björgvinsson, lést á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi hinn 6. apríl síð-
astliðinn, eftir löng og ströng veikindi.
Pabbi var duglegastur allra manna
sem ég þekki. Þrátt fyrir fötlun sína
og veikindi var hann alltaf kátur,
ósérhlífinn, bjartsýnn og góður um-
fram allt. Það var ekkert sem að hann
treysti sér ekki til þess að gera eða
takast á við í lífinu. Pabbi hafði þann
hæfileika að sjá alltaf jákvæðar hliðar
á öllum málum og styrk til þess að
framkvæma, t.a.m. er hann réðst í það
verkefni að safna styrkjum, hingað og
þangað, í fyrirtækjum, til þess að
hægt væri að reisa Íþróttahús fatl-
aðra.
Einnig fylgdu honum pabba miklir
persónutöfrar, hann laðaði að sér flest
allt það fólk sem á vegi hans varð og
allir urðu vinir hans, enda voru allir
ávallt velkomnir inn á heimili hans og
mömmu hvort sem það voru vinir
okkar systranna eða ókunnugir.
Pabbi talaði mjög oft um það hvað
hann hafði átt góða og viðburðaríka
ævi, hve lánsamur hann var að kynn-
ast henni mömmu og að eignast okkur
allar fjórar stelpurnar sínar, sem að
hann var svo óendanlega stoltur af.
Það var alveg sama hvað lítið við syst-
urnar gerðum, alltaf var hann yfir sig
montinn og hrósaði okkur og verð-
launaði. Svo þegar barnabörnin 8
fæddust, eitt af öðru, stækkaði hjarta
hans ennþá meira og stoltið líka.
Fyrir okkur öll, fjölskylduna hans
pabba, systurnar, tengdasyni og
barnabörn er sorgin þung og erfið,
því farinn er góður og mikill maður,
en þó aldrei eins sár og þung og fyrir
mömmu, sem staðið hefur við hliðina
á pabba í gegnum súrt og sætt allt líf-
ið og hlúð að honum eins og henni
einni er lagið síðustu árin, hennar
missir er mikill.
Þrátt fyrir þann undirbúning og að-
draganda sem við fengum þá er mað-
ur aldrei undir það búinn að missa
foreldri sitt, maður er aldrei tilbúin að
missa þá skilyrðislausu ást, vernd og
umhyggju sem hann pabbi gaf okkur.
Fjölskyldan vill þakka þeim sem
hlúðu að honum í veikindum hans og
þá sérstaklega heimahlynningu
krabbameinssjúkra og líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Með stolti í hjarta yfir því að vera
dóttir hans pabba kveð ég hann í
hinsta sinn.
Sóley Ósk
Nú er hann elsku pabbi minn látinn
eftir mikla baráttu við krabbamein.
Pabbi á svo sérstakan stað í mínu
hjarta og á ég því mjög erfitt með að
sætta mig við að hann sé farinn frá
okkur.
Ég er yngst fjögurra systra og þar
sem mikið var að gera hjá mömmu á
þessum tíma að hugsa um okkur allar
sagði pabbi alltaf að hann ætti mig
bara einn, og þótti mér og þykir mjög
vænt um þessi orð.
Pabbi var mikill bílakall og snérist
hans ævi meira og minna um rútur og
bíla, og hann gat sagt manni ótrúleg-
ar sögur af hinum og þessum ævin-
týrum sem hann hafði lent í.
Hann var vel þekktur fyrir bílana
sem hann átti, ævinlega voru þeir stíf-
bónaðir og tandurhreinir, hann átti
einnig oft til að vera fyrstur til að
panta nýja bíla eða rútur frá útlönd-
um og það sem framtíð var í.
Ég kveð hann pabba minn með
miklum söknuði og á svo ótal yndis-
legar minningar um þennan mikla og
sterka mann sem ylja mér í þeirri
sorg sem ég er að ganga í gegnum.
Hann var eitt stórt hjarta og laðaði
alla að sér með góðmennsku, örlæti
og jákvæðni.
Við systurnar vorum honum allt, þó
svo hann hafi nú alltaf langað til að
eignast strák til að hafa með sér í bíl-
skúrnum. Við vorum stolt hans og
yndi og alltaf sagðist hann vera rík-
astur allra manna og enn meira stolt
kom þegar barnabörnin hrönnuðust
niður og er nú átta samtals. En hann
gaf manni ótrúlega ást og umhyggju
sem hefur með árunum gert mig að
betri manneskju, alltaf var maður
umvafinn hlýju og væntumþykju,
bæði með snertingu og umhyggju,
það sparaði hann alls ekki.
Og nú í seinni tíð er maður að heyra
ýmsar skemmtilegar sögur um hann
og hans dugnað frá fyrstu tíð, bæði í
vinnu og öðru, hann lét fötlun sína
aldrei draga sig aftur í vinnu eða öðru,
og þá varð ég alltaf voða montin af
pabba mínum.
Hann og mamma voru miklir vinir
og hugsaði hún ótrúlega vel um hann í
hans miklu veikindum og mat hann
það mikils að fá að vera heima nánast
fram á síðasta dag.
Elsku pabbi minn, þú varst svo
yndislegur og öfunduðu vinkonur
mínar mig oft og sögðu að ég ætti
besta pabba í heiminum, sem var svo
sannarlega rétt. Það var alveg sama
hvað mann vantaði eða bað um, hann
reyndi eftir bestu getu að gera það
fyrir mann.
Ég kveð þig nú í hinsta sinn og
geymi mínar yndislegu minningar um
þig, elsku pabbi minn, megi guð
geyma þig um alla tíð.
Augu mín legg ég til svefns,
hjarta mitt til guðs.
Drottinn minn frelsari,
syngdu mig sofandi,
varðveittu mig vakandi.
Unn mér að sofa í friði,
vakna hjá góðum guði,
það sé og verði
í Jesú nafni. Amen.
(Höf. óþekktur.)
Þín dóttir
Sonja.
Geir var ekki til stórræðanna ný-
fæddur, aðeins fimm merkur og
fyrsta barn á Íslandi sem sett var í
ljósakassa. En það rættist úr strák og
hann varð bæði stór og sterkur, sem
gekk á sínum tveim þó að hann næði
ekki göngulaginu fyrr en á unglings-
árum. Uppeldið hvíldi mest á Ingu
móður hans, sem vakin og sofin hugs-
aði um velferð hans. Björgvin faðir
hans var sjómaður og lést þegar Geir
var níu ára. Mér er það í fersku minni
þegar Geir kom á vorin austur á
Norðfjörð í sumardvöl til afa og
ömmu. Hann kom alltaf með stóran
poka af sælgæti og var ekki nískur á
það. Hann var nefnilega sérlegur vin-
ur Magnúsar, eiganda sælgætisgerð-
arinnar Freyju, sem framleiddi svo-
nefndar „haltu kjafti“-karamellur,
sem voru með eindæmum eftirsókn-
arverðar.
Vegna veikleika fóta Geirs reyndi
mikið á hendurnar, það gerði hann
svo handsterkan að sextán ára dró
hann í kefli eða felldi í sjómann hvaða
fullorðinn karlmann sem var. Hugur
hans snerist fljótt um bíla og sautján
ára eignaðist hann fyrsta bílinn,
gamlan „Dodge Weapon“. Þessi bíll
var öðrum gömlum bílum líkur, hann
bilaði oft. Geir sá við því, hann lærði
að gera við sjálfur, og ef hann fékk
ekki varahluti sem til þurftu fann
hann einhver önnur ráð til að komast
sína leið. Mér er minnisstætt þegar
afturdrif þessa umrædda bíls bilaði
austur á Norðfirði og af þeim sökum
dreif bíllinn ekki upp brekkur nema í
aftur á bak. Á sama tíma þurfti Geir
að fara til Reykjavíkur. Mjög brattur
fjallvegur liggur upp úr Norðfirði og
margar brekkur þurfti að komast yfir
á leiðinni um Norðurland. Ekki var þá
búið að opna þjóðveginn um Suður-
land. Hann lét þetta ekki stoppa sig,
hann fór suður og bakkaði bara upp
allar brekkurnar á leiðinni. Geir var
fljótur að rétta öðrum hjálparhönd ef
gera þurfti við bilaðan bíl, hann var
snöggur að átta sig á hvað var að og
oft var eins og hann heyrði það á
hljóðinu. Ákafinn var svo mikill að
iðulega var hann lagstur undir bílinn
og byrjaður að gera við áður en hann
áttaði sig á því að hann var í sparibux-
unum. Greiðvikni hans var annáluð,
hann taldi ekki eftir sér að skutla
manni bæjarleið eða hjálpa kunningj-
um að austan að reka viðskipti í borg-
inni.
Rúmlega tvítugur starfaði Geir um
tíma á Keflavíkurflugvelli og keyrði
þar strætisvagn. Stuttu seinna eign-
aðist hann sinn fyrsta nýja bíl, glans-
andi nýjan Ford, og hóf leigubílaakst-
ur í Keflavík og einnig á sumrin
austur á Norðfirði. Ýmsum fannst
hann aka of hratt og til er saga af því
þegar ábyrgur bæjarbúi lét málið til
sín taka. Sá hringdi í sýslumanninn á
Eskifirði um leið og hann sá Geir
leggja af stað yfir Oddsskarð frá
Norðfirði og bað hann að taka Geir
fyrir of hraðan akstur um leið og hann
kæmi niður af skarðinu hinum megin,
því að vegurinn lá framhjá sýslu-
mannsbústaðnum. Þegar sýslumaður
kom úr símanum var Geir farinn
framhjá. Það skríkti í Geir þegar
hann var minntur á þetta og hann full-
yrti að enn væri ekki búið að slá
hraðamet hans yfir Oddsskarð. En
þrátt fyrir að hann æki greitt var
hann afar öruggur bílstjóri og laus við
óhöpp.
Fyrir þrítugt byrjaði Geir í rútu-
bílaútgerð með sérleyfi milli Egils-
staða og Norðfjarðar. Það var eins og
hann væri framsýnni en aðrir í bíla-
kaupum þegar hann flutti inn 18
manna Benz, en kollegar hans hlógu
að uppátækinu. Stuttu síðar fetuðu
þeir í fótspor hans því að mikil við-
skipti fengust út á þessa stærð bíla.
Aftur varð hann brautryðjandi þegar
hann flutti inn fyrstu rútuna með far-
angursrými undir sætunum. Nú
þekkist varla annað. Fyrirtækið gekk
vel í nokkur ár, en erfitt var að reka
sérleyfi í öðrum landsfjórðungi svo að
hann hætti og seldi rúturnar. Þá kom
líka ástin til sögunnar og hann giftist
Helgu Ásmundsdóttur ljósmóður árið
1967. Hann sneri sér aftur að leigu-
bílaakstrinum og þeim fæddust fjórar
yndislegar dætur á fáum árum. Síðan
fluttu þau í Garðabæ og ráku í nokkur
ár bílaleigu, en þegar hún var seld var
heilsu Geirs farið að hraka. Hann ein-
beitti sér þó um hríð að uppbyggingu
Íþróttahúss fatlaðra og keyrði þá um
á rafmagnsbíl og vildi beita sér fyrir
notkun slíkra bíla hérlendis. Um dag-
ana eignaðist Geir um hundrað bíla,
margur eignast ekki svo marga skó
um ævina þó að í stykkjum sé talið.
Ég kveð frænda minn með virðingu
og þökk, af lífshlaupi hans stendur
ljómi hins ljúfa góðviljaða manns.
Ingibjörg Sigfúsdóttir.
GEIR
BJÖRGVINSSON
Elsku afi minn, ég vildi að þú
værir á lífi, en mér finnst samt
gott að þú sért ekki lengur veikur.
Þín afastelpa,
Erna.
HINSTA KVEÐJA