Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 47
frænda og geta ornað sér við þær
hvenær sem er.
Elsku Halli og Sigga, við Albert
vottum ykkur innilega samúð, Guð
gefi ykkur styrk í sorginni.
Ragna Valdimarsdóttir.
Dagur var afburðagreindur og
hæfileikaríkur drengur sem lifði
alltof stutt.
Alltaf var jafn gott að koma til
Halla, Siggu og Dagsa. Þegar við
vorum börn nutum við þess öll að
ærslast og leika okkur saman. Aldr-
ei missti Dagur þennan eiginleika
því hann hafði alltaf mikla ánægju af
því að leika við börn, líka á fullorð-
insárum. Það var alveg einstakur
hæfileiki hjá honum hvað hann náði
vel til barna og hvað þau nutu þess
að vera í návist hans. Þessi áhugi
hans og gleði var svo einlæg og hélst
alla tíð. Upp úr menntaskólaárunum
tók Dagur að draga sig til hlés.
Hann var þó alltaf sami frændinn,
en erfiðara varð að nálgast hann.
Við systkininin höfum öll verið í
góðu sambandi við Dagsa. Alla bjó
t.d. hjá Halla, Siggu og Dagsa í
nokkra mánuði fyrir um tíu árum
síðan. Þar var virkilega gott að vera.
Fyrir utan góða matinn hennar
Siggu. Þá hafði Dagur góðan húmor
og gat verið svo skemmtilega glett-
inn. Dagsi gerði einu sinni heiðar-
lega tilraun til að kenna Tobbu að
keyra, en gafst fljótt upp á því eftir
náin kynni við trjábol. Eitthvað
gekk honum þó betur að kenna
Valda og var ávallt gott og sérstakt
samband þeirra á milli. Svenni er
svo sér kapítuli út af fyrir sig. Þeir
Dagsi voru góðir vinir og þá sér-
staklega í æsku. Einu sinni lamdi
Svenni Dagsa t.d. í hausinn með
hamri og voru varla liðnar nema
fimm eða tíu mínútur þegar þeir
voru aftur farnir að leika sér. Þetta
er til marks um hve náinn vinskap-
urinn var. Hann hélst alla tíð. Þarna
voru þeir litlir guttar sem dáðu hvor
annan, oft kallaðir jólasveinn og
jóladagur. Þó var það þannig að þeg-
ar hann og Svenni voru að prakk-
arast þá dró Dagur frekar úr, þegar
komið var gott, því hann var svo
góður drengur.
Það var fastur punktur á sumrin
að fara í bústað, og það vantaði mik-
ið ef Dagur kom ekki. Þar var margt
brallað. Boltaleikir, hellaskoðun,
fjallgöngur, bátsferðir, gufubaðið og
svo grillveislurnar góðu. Á kvöldin
sameinaði spilamennskan svo allan
hópinn með Valda afa í broddi fylk-
ingar.
Það eru þessar stundir þegar við
öll vorum saman, sem eru svo dýr-
mætar. Þær gleymast aldrei.
Dagur gleymist aldrei.
Kæri frændi, hvíl í friði.
Aðalbjörg, Sveinn Þrándur,
Þorbjörg og Valdimar.
Dagur. Takk fyrir þær stundir
sem við fengum að njóta samveru
þinnar. Þú varst mikils metinn á
meðal okkar. Við munum minnast
þín sem hjálpsams og góðs félaga og
kveðjum þig með mikilli sorg.
Hvíld er hverjum heitin
hvað sem yfir dynur.
Guð og góðir englar
gæti þín, elsku vinur.
Meinabætur margar
minningarnar geyma.
Til eru ljós, sem lýsa
langt inn í æðri heima.
(Davíð Stef.)
Við vottum foreldrum og öðrum
nákomnum einlæga samúð okkar.
Sjúkraþjálfunarnemar
á fyrsta ári.
um þau, hvar, hvers vegna og til
hvers þau voru til. Ég sé fallegan
dreng með glettni í augum, gott
hjartalag og húmorinn í lagi.
Dagur óx úr grasi umvafinn ást og
umhyggju foreldra sinna. Hann var
bráðgreindur og vel af Guði gerður í
alla staði. Heilbrigð áhugamál tengd
útivist áttu hug hans allan. Var mik-
ið í fjallaferðum og fjalla- og kletta-
klifur varð hans aðaláhugamál u.þ.b.
er hann var í efstu bekkjum mennta-
skóla. Það var oft gaman að ræða við
hann um þessa útivistarástríðu og
áhuginn á efninu leyndi sér ekki
þegar fundum bar saman, t.d. í sum-
arlok. „Sæl frænka, hvernig var á
Hornströndum?“ Og maður spurði á
móti, en hvernig var á Hvannadals-
hnúki?
Dagur lauk þriðja stigi í Vélskóla
Íslands, en sneri við blaðinu og dreif
sig í sjúkraþjálfaranám í haust eftir
að hafa staðist inntökuprófið í sumar
með sóma. Það var tilhlökkunarefni
að fylgjast með honum í náminu,
áhuginn leyndi sér ekki. „Sæl
frænka, nú er ég að læra um heilann
og taugakerfið, hvernig líst þér á
það?“ Við ræðum það sem er auð-
skilið og annað sem er flóknara í
taugakerfi líkamans. Dagur þurfti
alltaf að skilja allt til fullnustu, hon-
um var ekki nóg að ná prófunum,
hann þurfti að hafa þekkinguna á
hreinu.
Það er sagt að vegir Drottins séu
órannsakanlegir, sumt er okkur ekki
ætlað að skilja, eða eins og fram
kemur í eftirfarandi ljóðlínum:
Vér vitum svo margt sem
vísindin hafa kannað
og að sumu leyti sannað.
En á lífi og dauða fást
ei skýringar neinar
nema tilgátur einar.
(Gréta Sigfúsdóttir.)
Ég grátbið tímann að bakka en
ekkert gerist, sólin heldur líka
áfram að koma upp. Óskiljanlegt.
Hlekkur úr keðjunni er farinn en
keðjan slitnar ekki, hinir hlekkirnir
bogna en þeir verða að halda áfram
að mynda keðjuna, þannig er það.
Óskiljanlegt. Það fást ei skýringar
neinar, nema tilgátur einar.
Það er erfitt að skilja hvers vegna
forlögin haga því þannig að jafn
hæfileikaríkur og yndislegur dreng-
ur eins og Dagur er hrifinn á brott í
blóma lífs síns. En eins og segir í
ljóðinu, á lífi og dauða fást ei skýr-
ingar neinar. Dagur er horfinn frá
okkur en við sem þekktum hann er-
um ríkari eftir kynni við hann. Þrátt
fyrir ungan aldur setti hann mark
sitt á okkur flest. Ljósið í myrkrinu
er að eiga minningar um ljúfan
✝ Dagur Halldórs-son fæddist í
Reykjavík 11. októ-
ber 1973. Hann lést á
heimili sínu 1. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru : Sigríður
Sigurgeirsdóttir, f.
17. apríl 1950 í
Reykjavík, og Hall-
dór Valdemarsson, f.
21. febrúar 1951 í
Kópavogi.
Dagur ólst upp í
Reykjavík og bjó þar
alla ævi að tveimur
árum undanskildum,
sem hann bjó í Svíþjóð ásamt for-
eldrum sínum. Ungur að árum
gerðist hann félagi í Flugbjörgun-
arsveitinni og tók fullan þátt í
þeirri starfsemi sam-
hliða menntaskóla-
og háskólanámi.
Fjallamennska og
útivist átti hug hans
allan.
Að loknu stúdents-
prófi hóf hann nám
við Háskóla Íslands,
en hætti þar og söðl-
aði um og hóf nám
við Vélskóla Íslands.
Að loknu námi þar
starfaði Dagur hjá
Björgun h.f. í u.þ.b.
fimm ár. Haustið
2004 hóf hann aftur
nám við Háskóla Íslands í sjúkra-
þjálfun.
Útför Dags fór fram í kyrrþey
hinn 11. apríl.
Elsku Dagur, ástkæri sonur. Við
munum minnast þín í hjarta okkar
alla tíð með þessum ljóðlínum Dav-
íðs Stefánssonar:
Ég man þig enn og mun þér aldrei
gleyma.
Minning þín opnar gamla töfraheima.
Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu.
Brosin þín mig að betri manni gjörðu.
Brjóst þitt mér hlýju og hvíldar ennþá
veldur.
Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa
og eldur.
Megi hið skærasta ljós lýsa þér
um alla eilífð.
Hvíl í friði. Hinsta kveðja.
Mamma og pabbi.
Það er fallegur morgunn. Alla og
Svenni vakna í fyrra fallinu, það er
spenna í loftinu, eitthvað skemmti-
legt er í vændum. Mamma, hann
Dagur kemur í dag, er það ekki? Ég
sé eftirvæntinguna í augum þeirra,
þau vita svarið, en þurfa samt að
heyra það. Jú, hann kemur og þar
með er tryggingin fyrir skemmtileg-
um degi í höfn. Ég heyri systkinin
tala saman, þið látið sko dótið mitt í
friði! segir Alla við Svenna. Svenni
er ekki að hlusta. Við Dagur ætlum á
leynistaðinn okkar í dag og þú mátt
ekki koma með, segir hann. Mér er
alveg sama, svarar hún, þið komið
örugglega heim jafn skítugir og síð-
ast og mamma verður alveg spól
þegar forstofan verður öll útötuð í
mold eftir ykkur. Dyrabjallan hring-
ir, Alla er á undan til dyra, Svenni er
svo þungur á sér. Ég sæki hann
rúmlega fimm, segir Sigga, hún er
að flýta sér í vinnuna. Daxi minn,
vertu nú góður strákur hjá frænku.
Hann er ekki að hlusta. Svenni
sjáðu, pabbi gaf mér handjárn í sum-
argjöf, segir hann. Þeir dást að
handjárnunum og ræða saman um
notagildi þeirra. Dagur segir: „Við
skulum fara með handjárnin í sum-
arbústaðinn um helgina.“ „Já, og við
getum handjárnað Öllu og Guð-
nýju,“ segir Svenni. Væntingar
morgunsins voru orðnar að veru-
leika, Dagur var kominn og það
myndi eitthvað skemmtilegt gerast í
dag. Þennan dag byrjaði það með
plasthandjárnum sem líklega voru
orðin ónýt að kvöldi, í önnur skipti
var það eitthvað annað. Minninga-
brotin sem flæða um hugann eru
óteljandi þegar ég hugsa um bróð-
urson minn, Dag Halldórsson, sem
horfinn er frá okkur löngu fyrir ald-
ur fram. Ég sé stígvélin hans í gang-
inum, sem pabbi hans merkti og
skrifaði á strigann með tússi, Daxi,
sé fyrir mér alla litlu bílana, græna
bílinn, gula bílinn, rauða bílinn, Dag-
ur þekkti litina áður en hann var tal-
andi. Ég sé dýrasafnið, sem hann
raðaði í kringum sig, sjaldgæf dýr úr
öllum heimshornum, hann vissi allt
DAGUR
HALLDÓRSSON
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 47
MINNINGAR
Samúðarblóm
Helluhrauni 10, 220 Hf.,
sími 565 2566,
www.englasteinar.is
Englasteinar
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI VILHJÁLMSSON,
Gullengi 9,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 7. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Lilja Ísfeld,
Vilhjálmur S. Helgason, Teresíta E. Helgason,
Kristín Helgadóttir,
Helgi Snær Sigurðsson, Ólöf Ólafsdóttir,
Ari Freyr Hermannsson, Eva Ómarsdóttir,
Helgi Sebastian Vilhjálmsson,
Andreas Máni Helgason.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGFÚS PÁLMI JÓNASSON
frá Pálmholti,
lést á hjúkrunarhiemilinu Hlíð, Akureyri, mánu-
daginn 11. apríl.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn
19. apríl kl. 13.30.
Snjólfur H. Pálmason,
Hreiðar Pálmason, Eva Sigurðardóttir,
Magnús Pálmason,
Brynja M. Pálmadóttir, Kári Sigurðsson,
Guðmundur L. Blöndal,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra,
GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR
frá Miðgili,
lést fimmtudaginn 7. apríl.
Útförin hefur farið fram.
Örn Berg, Ragnhildur Gröndal,
systur hinnar látnu
og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
ODDNÝ HANSÍNA RUNÓLFSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum fimmtu-
daginn 14. apríl.
Friðrik Jósepsson, Kristín Árdal,
Oddný og María.
Ástkær móðir mín,
ERNA RAGNARSDÓTTIR
fyrrv. bankastarfsmaður,
er látin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sérstakar þakkir fá fjölskyldan Hofslundi 6,
Garðabæ, og starfsfólk á 14-G, Landspít-
alanum við Hringbraut.
Ösp Viggósdóttir.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma
og langamma,
HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR,
Kóngsbakka 14,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi
fimmtudaginn 14. apríl.
Einar Þ. Jónsson,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.