Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 53

Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 53 Jeep Grand Cherokee LTD Hemi, nýr, Tilbúinn til afhending- ar. Vel útbúinn 25K, dráttarbeisli, topplúga og hiti í sætum. Ath. gott verð. www.automax.is, sími 899 4681. Ford Mustang GT, 300 hö. Vel búin, premium, leður, shaker 500 w 6 diska CD, þjófavörn o.fl. Uppl. á www.automax.is, sími 899 4681. Ford Explorer, árg. '04, ek. 30 þús. km. Hvítur, ek 30 þ. km, 6xCD, 2xloftkæling, ónotuð dekk, stigbretti, dráttarpakki, 7 manna o.fl. Glæsilegur bíll í topp ástandi. Verð 2.990 þús. stgr. Sími 821 2066. VW Golf 9/2000 Sjálfskiptur, ál- felgur, ek. 72 þús. Verð 1050 þús. Upplýsingar í síma 691 1944. Bílavarahlutir Alternatorar og startarar í fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar og bátavélar. Á lager og hraðsend- ingar. 40 ára reynsla. Bílaraf, Auðbrekku 20, sími 564 0400. Ökukennsla Ökuskóli. Veiti alla þjónustu er varðar ökukennslu og ökupróf. Birgir Bjarnason, sími 896 1030. Fellihýsi Truma gasmiðstöðvar F. felli og hjólhýsi,húsbýla o.fl. Hitar m/blæstri,Thermost. sér um rétt hitastig. Engin mengun eða súrefnistaka í rými. Mjög hljóðlát- ar 50 ára reynsla. Truma umboðið. Bílaraf Auðbr. 20. S,564 0400 Mótorhjól Viltu nýta hagstætt gengi doll- ars og flytja inn mótorhjól? Aðstoða einstaklinga við innflutn- ing frá USA. Sími 661 7085 eða suzuki@mexis.is Varahlutir Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia Sportage '02, Pajero V6 92', Terr- ano II '99, Cherokee '93, Nissan P/up '93, Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza '97, Legacy '90-'94, Isuzu pickup '91 o.fl. Til sölu Toyota Double Cap, árgerð 1990. Óryðgaður og einn eigandi. Er með 130 ha túrbínuvél með millikæli. Ekinn 100 þús. Ný- upptekinn gírkassi, kúpling og pressa. Loftpúðar og konídemp- arar að aftan, lækkuð drif og loft- læsingar. 38 tommu dekk. NMT sími og CP talstöð getur fylgt með. Verð 850 þús. Uppl. í síma 566 6441 eða 699 8441. Smáauglýsingar 569 1111 www.mbl.is/smaaugl Rútur til sölu Til sölu M. Benz 54 manna, stærri gerð, 400 ha, M. Benz 34 manna, Scania 42 manna grindarbíll,_fjallabíll. Tilboð. Uppl. í síma 862 8799, Email tve@mmedia.is sjá einnig á www.abus.is Nýr og ókeyrður Hyundai dísel, sjálfskiptur, leður, 12 manna. Verð 2,8 millj. Athuga skipti. Sími 565 6024 og 897 7006. Fréttir á SMS Pera vikunnar: Hvaða tveggja stafa tala er jöfn fjórfaldri þversummu sinni og stækkar um 18 ef maður víxlar tölustöfunum? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 13 föstudaginn 22. apríl. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur.is Dregið er um þrenn verðlaun úr réttum lausnum. Ný þraut birtist þar fyrir kl. 16 sama dag ásamt lausn þessarar og nöfnum vinningshafanna. Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins SVONEFNDUM Hugaraflshópi, sem starfar að aukinni þátttöku og ábyrgð geðsjúkra á eigin bata, barst á dögunum öflugur liðsauki, en Héð- inn Unnsteinsson, fræðimaður og starfsmaður WHO, tók nýlega sæti sem oddamaður í stjórn hópsins. Þetta segja Hugaraflsmenn skipta miklu máli, enda sé Héðinn sann- kallaður reynslubrunnur. Héðinn þurfti sjálfur að glíma við geðrask- anir fyrr á ævinni og hefur átt mikil samskipti við fólk í öllum geirum geðheilbrigðiskerfisins, bæði fagfólk og notendur. „Héðinn hefur verið að vinna að þessum málum í áratugi,“ segir Bergþór G. Böðvarsson, einn af stjórnarmönnum Hugarafls. „Hann hefur einmitt verið að vinna mikið með Elínu Ebbu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa og hefur einnig verið að vinna hjá WHO og þekkir þannig inn á alþjóðlega markaðinn. Hann hefur mikla yfirsýn yfir hvað er að gerast úti í heimi. Við erum á þeirri braut að samfélagið eigi að byggja upp þjónustuna, að það séu ekki bara einhverjir sérfræðingar, heldur líka fólkið í samfélaginu sem vinnur í kerfinu. Hann hefur þá yfirsýn að vera bæði að vinna með fagaðilum og notendum auk þess sem hann er fyrrverandi notandi sjálfur.“ Sameiginleg ábyrgð mikilvæg Margrét Guttormsdóttir, leiklist- arkennari og Hugaraflsmaður, segir Héðin ekki síst koma inn í stjórnina vegna þess að Hugarafl sé að vinna á svipuðum nótum og fremstu geð- heilbrigðisaðilar í Evrópu eru nú að vinna. „Það er notendasýnin,“ segir Margrét. „Það eru ekki sérfræðing- ar sem segja bara hvað virkar, held- ur er það notandinn, einstaklingur- inn, sem tekur ábyrgð með sérfræðingunum á því að vinna að bata.“ Geðheilbrigðismál eru að sögn Margrétar mjög pólitísk. „Það hefur alltaf verið þessi tilhneiging í þjóð- félaginu að hver vísar á annan,“ seg- ir Margrét. „Að okkar málum koma heilbrigðismálaráðuneytið, félags- málaráðuneytið, Tryggingastofnun, lífeyrissjóðirnir og fleiri. Við vinnum að því að ná þessum aðilum og at- vinnulífinu saman, að tengja okkur við aðalbroddana í þjóðfélaginu, sem fjalla um hvert fjármagnið fer.“ Fólk, sem hefur átt við geðsjúk- dóma að stríða er að sögn Bergþórs í auknum mæli farið að miðla af reynslu sinni bæði til fagfólks og þeirra sem nú glíma við veikindi, notenda heilbrigðiskerfisins. „Það hefur gefið rosalega gott af sér. Við erum að sýna fólki að það hefur val, það getur gert eitthvað í sínum mál- um og unnið með fagaðilum. Það þarf ekki að vinna á móti. Það hefur verið svolítil barátta milli fagaðila og notenda. Hugarafl leggur áherslu á að þarna sé um jafningjagrundvöll að ræða og unnið saman með reynslu beggja að veganesti,“ segir Bergþór. Margrét tekur í þessu ljósi dæmi um það þegar fólk með geðröskun fær lyf. „Ef það lítur á lækninn sem guð almáttugan og tekur þessi lyf, fer síðan að líða illa og engin eft- irfylgd er, þá hættir það að taka lyf- in vegna þess að því líður betur án lyfjanna,“ segir Margrét. „Það þarf að vera þarna samvinna.“ Bergþór tekur undir þetta sjón- armið. „Það er oft talað um að fólk setji ábyrgðina yfir á læknana en forðist hana sjálft, en hvað gerir maður sjálfur þegar maður er að vinna í einhverju og það virkar ekki? Maður reynir eitthvað annað. Það er eins í þessu, maður reynir að leita að því sem virkar best fyrir mann. Áð- ur fyrr var ekki hlustað á sjúkling- inn og meira litið á hann sem sjúk- dóm en ekki sem manneskjuna á bak við sjúkdóminn.“ Margrét segir ekki nóg að segja við geðsjúklinga: „Ábyrgðin er þín,“ því ef fólk sé orðið veikt þurfi það aðstoð. „Það er ekki nóg að segja því að fara út að ganga þótt það sé vís- indalega sannað að ganga geti haft jafn góð áhrif og lyf. Það þarf aukið val á úrræðum,“ segir Margrét. „Ábyrgðin er bæði einstaklingsins og samfélagsleg, eins og í skólum. Jafnt foreldri, skóli og nemandi verða að vinna að því að sem mest hljótist út úr náminu.“ Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi segir hópinn líta á reynslu notenda sem verðmæti. „Að hafa veikst, fundið leið til bata og vilja miðla þessari reynslu, bæði til annarra sem eru að taka sín fyrstu spor og einnig til að hafa áhrif á hvernig þjónusta er mótuð, að hún sé mótuð eftir þörfum þeirra sem til þekkja,“ segir Auður. „Við byggjum á hugmyndafræði valdeflingar, þar sem einstaklingur- inn er efldur til að ná valdi á eigin aðstæðum á hverjum tíma. Markmið okkar er að efla notendaáhrif, efla hlutverk og atvinnutækifæri og móta þjónustu út frá okkar reynslu.“ Hlutverkasetur stóra verkefnið Hugaraflshópurinn er skipaður hópi geðsjúkra í bata og iðjuþjálfa sem starfa saman að því að móta þjónustu við notendur geðheilbrigð- iskerfisins. Eitt af helstu verkefnum Hugar- aflshópsins er að koma svonefndu Hlutverkasetri á fót, nokkurs konar upplýsinga-, samfélags- og rann- sóknamiðstöð. „Hlutverkasetrið er það sem Hugarafl er fyrst og fremst að einblína á,“ segir Bergþór. „Þar verður kaffihús til að draga að fólk. Þar getur fólk hist á jafningjagrunni og fengið gott kaffi og spjallað. Síð- an getur það labbað yfir í upplýs- ingadeildina og aflað sér upplýsinga um sinn sjúkdóm. Ef það hefur áhuga á að starfa með hópnum getur það sótt um að vera aðili.“ Margrét segir vissulega vanta bæði húsnæði og peninga. Einnig sé verið að vinna í því að fyrrverandi notendur verði heilbrigðisstarfs- menn. „Til þess að vera til staðar fyrir þá sem eru að nýta þjónustuna núna, af því þeir hafa oft miklu betri yfirsýn yfir möguleikana heldur en starfsfólk sem ekki býr að sömu reynslu.“ Bergþór segir einnig gríðarlega mikilvægt að fólk sem sé að glíma við svipaðar geðraskanir geti komið saman á viðeigandi grundvelli og rætt saman. „Þegar ég var að byrja að veikjast lagðist ég alltaf inn á geðdeild og fór svo að vinna,“ segir Bergþór. „Ég var einhvern veginn til skiptis geðveikur og vinnandi. Ég náði ekkert að tengja þetta saman og eðlilega fór ég ekki að tala um geðsjúkdóminn á almennum vinnu- markaði. Ástæðan var sú að ég bæði skammaðist mín fyrir sjúkdóminn og gat heldur ekki ætlast til þess að fólk skildi hvað ég var að tala um, þegar ég skildi það ekki sjálfur. Þeg- ar ég ákvað að hætta að vinna fór ég að vinna í sjálfum mér og velta þessu fyrir mér. Síðan ákvað ég að fara að vinna á vernduðum vinnu- stað og það gaf mér mjög mikið að geta verið að gera eitthvað. Nú er ég í námi í Hringsjá, starfsþjálfun fatl- aðra, og það er ekki síður mikilvæg- ur stuðningur sem ég fæ þar til að vinna að mínum málum.“ Bergþór, Margrét og Auður segja öll afar mikilvægt að halda fólki starfandi og úti á vinnumarkaðnum, enda tapi samfélagið gríðarlega á því að einstaklingur hætti að vinna. Að sama skapi græði samfélagið mjög á því að fólk haldi starfsorku. Eitt af brýnustu verkefnum fyrir- hugaðs Hlutverkaseturs segir Auð- ur að efla atvinnutækifæri geð- sjúkra og efla starfsendurhæfingu. „Þetta viljum við gera í samvinnu við alla aðila, eins og vinnumarkað- inn. Við viljum skapa fleiri tækifæri og meiri sveigjanleika á vinnumark- aði. Við höfum fundið fyrir jákvæðni á vinnumarkaðnum, en þetta þarf að vera samstarf og við þurfum að finna leiðir á báða bóga. Hlutverka- setur á að vera vinnustaður fagfólks og notenda, þar sem við nýtum þekkinguna frá báðum aðilum til að hafa þróunina í takt við það sem skiptir máli.“ Héðinn Unnsteinsson sest í stjórn Hugaraflshópsins Morgunblaðið/Sverrir Margrét Guttormsdóttir, Auður Axelsdóttir og Bergþór G. Böðvarsson hafa starfað með Hugaraflshópnum og segja árangur hans vera mikinn. Notendur og fagfólk taki sameiginlega ábyrgð á bata Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.