Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 64

Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 64
64 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Frábær ævintýrahasarmynd sem líkt hefur verið við Indiana Jones og James Bond myndirnar. Byggð á 1000 sönnum sögum. Mögnuð og sláandi mynd frá Kolumbíu en leikkonan Catalina Sandino Moreno var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Napoleon Dynamite kl. 4.15 - 6 - 8 - 10 Beyond the Sea kl. 2 - 5.30 - 8 og 10.30 Á Köldum Klaka (Cold Fever) kl. 4,30 Omagh kl. 6,10 The Motorcycle Diaries kl. 8 9 Songs b.i. 16 kl. 10,30 Imaginary Witness kl.2 Fine art of Whistling kl. 4 Min Misunderlige Frisör kl. 2 Vera Drake kl. 3,30 Garden State kl. 6 b.i. 16 Maria Full of Grace kl. 8 b.i. 14 ára Don´t Move kl. 10,05 b.i. 16 Million Dollar Baby kl. 5,30 b.i. 14 Life and Death of Peter Sellers kl. 3 - 8 - 10.30 Ævintýri hafa tekið nýja stefnu. TOPPMYNDIN Í USA i t ri f te i j stef . I Í Sennilega ein hispurslausasta kvikmynd sem gerður hefur verið, eftir snillinginn Michael Winterbottom, um ást, kynlíf og tónlist. Frábær lifandi tónlist með Franz Ferdinand, Primal Scream, Elbow, Dandy Warhols o.fl. Stranglega bönnuð innan 16 ára og alls ekki fyrir viðkvæma. Aðsóknamesta óháða myndin í USA í fyrra. Ein vinsælasta kvikmyndin á Sundance kvikmyndahátíðinni. Ein besta mynd ársins eftir Kevin Spacey sem hlaut Golden Globe tilnefningu fyrir frammistöðu sína í hlutverki Bobby Darin. Hlaut 2 Golden Globe verðlaun sem besta gamanmynd ársins.Geoffrey Rush sem besti leikari. S.K. DV Stórkostleg vegamynd sem hefur farið sigurför um heiminn, fengið lof gagnrýnenda og fjölda verðlauna. 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR H.L. MBL  Ó.H.T Rás 2 LEIKRITIÐ Mýrarljós eftir Mar- inu Carr er sýnt um þessar mundir á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Þar segir frá Hester nokkurri og fjöl- skyldu hennar, þar á meðal tengda- móður hennar og dóttur. Svo skemmtilega vill til að amman og sonardóttirin í Mýrarljósi, eru ein- mitt leiknar af tveimur leikkonum sem eru amma og sonardóttir í al- vörunni. Morgunblaðið hitti þær Kristbjörgu Kjeld og Kristbjörgu Maríu Jensdóttur að máli. „Já, ég leik föðurömmu hennar, og er föðuramma hennar,“ segir Kristbjörg eldri og Kristbjörg María kinkar kolli. Þær segjast ekki vitund líkar persónunum sem þær túlka í Mýrarljósi. Þar er amman vægast sagt sérstök, en sonardóttir hennar, sem heitir Josie Kilbright, er góð stelpa þrátt fyrir erfiðar að- stæður sem hún býr við. „Ekki baun, hvorug okkar,“ segja þær hlæjandi. „Enda held ég að amman sem ég er að leika sé afar sjaldgæf,“ bætir Kristbjörg við. Kristbjörg María deilir hlutverki Josiear með Bríeti Ólínu Krist- insdóttur og segir reynsluna hafa verið mjög skemmtilega. Hún segist þó ekki vera búin að ákveða hvað hún ætlar að starfa við þegar hún verður eldri, það gæti alveg eins orðið leiklist eða eitthvað allt annað. Hún hefur ýmis járn í eldinum sem gætu komið henni að gagni ef hún kæmi fram á sviði í framtíðinni, því hún æfir ballett í Listdansskóla Ís- lands og lærir á píanó. En það er að ýmsu öðru að huga þegar maður leikur í leikriti heldur en bara að kunna textann sinn. Það er líka mikilvægt að hafa gott fólk með sér á sviðinu, og þá er ekki verra að hafa ömmu sína, að sögn Krist- bjargar Maríu. Kristbjörg eldri seg- ist líka fagna því að fá tækifæri til að stíga á svið með sonardóttur sinni. „Mér finnst það alveg óskap- lega gaman,“ segir hún. „Þetta er síðasta árið sem ég er ráðin í leik- húsinu, því ég er hætta vegna ald- urs. Svo mér finnst nú ekki verra að hafa fengið tækifæri til að leika með henni nöfnu minni,“ en Kristbjörg María er skírð í höfuðið á ömmu sinni og ömmusystur, Maríu systur Kristbjargar. Þær segja Mýrarljós afar spenn- andi og gott leikrit. „Þetta er mjög áhrifamikið leikrit, sem hefur verið gaman að taka þátt í. Við hvetjum alla til að koma og sjá það,“ segja nöfnurnar brosandi að lokum. Amma og barnabarn á leiksviði Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Kristbjörg Kjeld og Kristbjörg María Jensdóttir leika ömmu og sonardóttur í leikritinu Mýrarljósi, og eru amma og sonardóttir í raunveruleikanum líka. ingamaria@mbl.is Bandaríski leikarinn ForestWhitaker, sem fer með aðal- hlutverkið í mynd Baltasars Kor- máks A Little Trip To Heaven, mun leika einræðisherrann í Idi Amin í pólitíska dramanu The Last King of Scotland. Myndin mun byggja á skáldsögu eftir Giles Fod- en sem á að gerast árið 1970 og fjalla um skosk- an lækni sem gerist einka- læknir einræð- isherrans sem þá var nýorðinn for- seti Úganda. Ke- vin MacDonald, sem gerði heim- ildarmyndina, One Day in September, mun leik- stýra og hefjast tökur í Úganda í sumar. Fólk folk@mbl.is DEPECHE Mode vinnur nú að nýrri breiðskífu. Fjögur ár eru síð- an Exciter kom út, plata sem fékk víðast hvar góða dóma og inniheld- ur m.a. lagið „I Feel Loved“. Upp- tökur fara fram í Santa Barbara en upptökustjóri ásamt sveitinni er Ben Hillier (Elbow, Doves, Blur). Dave Gahan, söngvari, segir and- an í herbúðum Mode frábæran og eigi Hillier mikinn þátt í því. Gahan og Martin Gore, lagahöfundur sveitarinnar, gáfu báðir út sólóplöt- ur í hitteðfyrra og þá flugu ill- kvittin skeyti á milli þeirra beggja í viðtölum. Allt slíkt virðist því fyrir bí. Þess má geta að endurhljóð- blöndunarsafn sveitarinnar, Remix- es 81-04, hefur selst í yfir milljón eintaka. Ný plata Dave Gahan Tónlist | Depeche Mode

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.