Morgunblaðið - 10.05.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.05.2005, Qupperneq 2
HÖFUÐSTÖÐVAR Kaupþings banka munu rúmlega tvöfaldast að stærð þegar nýtt hús við Borgartún 17 rís. Þegar er byrjað að rífa hús sem stendur á lóðinni, en þar er áætlað að reisa 4.400 fermetra bygg- ingu sem mun tengjast núverandi höfuðstöðvum bankans í Borgartúni 19. Núverandi höfuðstöðvar bankans eru um 4.000 fermetrar að stærð og verða þær því um 8.400 fermetrar þegar nýbyggingin er risin, auk 1.700 fermetra bílageymslu. Ásgeir Ásgeirsson, arkitekt hjá Tark arki- tektum, segir að nýbyggingin verði nokkurs konar viðbygging við Borg- artún 19 og eftir að hún er risin verði þetta eitt hús sem teljist standa við Borgartún 19. Nýja húsið verður á fjórum hæð- um og með tveggja hæða bíla- geymslu neðanjarðar, segir Sigurð- ur Guðmundsson, forstöðumaður eignastýringar Kaupþings banka. Hann segir að reiknað sé með því að það taki um þrjá mánuði að rífa húsið sem nú stendur við Borgartún 17 og grafa grunn fyrir nýju húsi, og hafist verði handa við að reisa nýja húsið um leið og það gamla hafi vikið. Ekki hægt að nýta húsið Í Borgartúni 17 voru áður verk- fræðistofur og arkitektastofa, en húsið, sem var byggt fyrir um 27 ár- um, þótti ekki henta undir starfsemi Kaupþings banka. Upphaflega var hugmyndin sú að tengja húsið sem nú stendur við Borgartún 17 við Borgartún 19 með glerskála, og byggja 1.000 fermetra bílakjallara þar undir. Nú hefur verið fallið frá því og segir Sigurður að komið hafi í ljós að húsið hafi ekki uppfyllt kröfurnar sem gerðar séu. „Það [húsið] er barn síns tíma þar eru of litlar lofthæðir til þess að hægt sé að koma fyrir loft- ræstingu og öðru þess háttar sem þarf í húsnæði í dag. Það var því ekki um annað að ræða en að fjarlægja það.“ Nýtt hús fyrir höfuðstöðvarnar Morgunblaðið/Árni Torfason Húsið við Borgartún 17 víkur fyrir stækkuðum höfuðstöðvum Kaupings banka. Þessi tölvugerða mynd sýnir hvernig nýjar höfuðstöðvar Kaupþings banka gætu litið út, séð frá Borgartúni. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is 2 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SLYS VIÐ KÁRAHNJÚKA Fjórir menn sluppu lítið slasaðir eftir að hafa fallið níu og ellefu metra með vinnupöllum við Kára- hnjúkastíflu í gær. Í fyrstu var talið að tveir mannanna hefðu slasast al- varlega og voru þeir fluttir með sjúkraflugi á gjörgæsludeild Land- spítalans. Þar kom í ljós við skoðun að hvorugur þeirra var alvarlega slasaður. Minntust sigursins Vladímír Pútín Rússlandsforseti, George W. Bush Bandaríkjaforseti og nær 60 aðrir þjóðarleiðtogar tóku í gær þátt í hátíðarhöldum í Moskvu í tilefni þess að 60 ár voru liðin frá sigrinum á herjum Þjóðverja. Lagði Pútín í ræðu sinni áherslu á frið- arvilja Rússa og hét því að berjast gegn jafnt stríði með vopnum og „köldu stríði“ milli hugmyndakerfa. Bush kom í gær til Tbilisi í Georgíu og sagði forseti landsins komu Bush vera stuðning við lýðræði og sjálf- stæði landsmanna. Breyttar reglur um próf Menntamálaráðherra hefur breytt reglugerð um samræmd stúdentspróf til bráðabirgða þannig að nemendur geta útskrifast stúd- entar í vor án þess að hafa þreytt samræmt stúdentspróf í tveimur námsgreinum. Er ástæða breyting- arinnar sú að dæmi séu um að skrán- ingar í prófin hafi misfarist auk þess sem veikindi og aðrar ástæður komu í veg fyrir að sumir nemendur gátu tekið prófin. Málsókn fyrir Félagsdómi Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur falið framkvæmdastjóra BHM að sækja mál fyrir Fé- lagsdómi á hendur Heilsugæslunni í Reykjavík vegna svonefnds umbun- arbréfs, sem forstjóri heilsugæsl- unnar sendi nokkrum hjúkr- unarfræðingum á seinasta ári eftir deilu um aksturssamninga. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 22 Úr verinu 12 Viðhorf 24 Viðskipti 13 Bréf 25 Erlent 14/15 Minningar 26/29 Akureyri 17 Dagbók 32 Höfuðborgin 17 Víkverji 32 Austurland 18 Velvakandi 33 Suðurnes 18 Staður og stund 33 Landið 18 Menning 35/37 Daglegt líf 19 Ljósvakamiðlar 42 Listir 20 Veður 43 Umræðan 21/25 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #          $         %&' ( )***                      GAMLIR rafgeymar, ruslapokar með málningarafgangi, pakkningar utan af húsgögnum, plasthlífar innan úr brettum og bílum, bunki af Frétta- blaðinu og tugir herðatrjáa í hrúgu. Lýsingin minnir kannski helst á öskuhaug en svo er þó ekki því svona lýsti vegfarandi um Öskjuhlíðina því sem fyrir augu bar í einni helstu úti- vistarperlu Reykvíkinga. Vegfarandinn segist ganga reglu- lega um Öskjuhlíð og að honum of- bjóði umgengnin. Þar séu ónýtir grill- bakkar, alls konar rusl og dæmi um að fólk sturti úr öskubökkum. „Þetta er svo í fimm mínútna fjarlægð frá Perlunni sem er einn af þeim stöðum sem flestir útlendingar heimsækja,“ sagði vegfarandinn áhyggjufullur en það er augljóst að Íslendingar geta ekki verið stoltir af umgengninni á þessum vinsæla útvistarstað.Morgunblaðið/Árni Torfason Öskjuhlíð eða ösku- haugur? MANNBJÖRG varð þegar skyndi- legur leki kom að vélbátnum Ásdísi Ólöfu SI 23 í fyrrinótt. Tveir menn voru um borð og komust þeir í björg- unarbát og var bjargað af björgunar- bátnum Sigurvon nokkru síðar, sem einnig tókst að draga Ásdísi Ólöfu til hafnar marandi í hálfu kafi. Ókunnugt er um orsakir slyssins. Málsatvik eru þau að klukkan tæplega tvö í fyrrinótt kom neyðar- kall í gegnum kerfi sjálfvirku til- kynningarskyldunnar frá Ásdísi Ólöfu sem var að línuveiðum um átta sjómílur norðvestur af Siglunesi, eða um tíu sjómílna fjarlægð frá Siglu- firði. Reynt var að ná sambandi við bátinn en án árangurs og var þá björgunarbátur frá Siglufirði kallað- ur út, svo og þyrla Landhelgisgæsl- unnar og haft samband við nær- stadda báta. Línubáturinn Óskar, sem staddur var á Skagafirði, fór strax áleiðis á staðinn. Gott veður var og sjólaust þegar slysið varð. Verið var að draga lín- una þegar lekinn kom að bátnum. Um klukkutíma eftir að tilkynn- ingin barst tilkynnti áhöfn björgun- arbátsins að hún sæi neyðarblys og skömmu síðar var báðum mönnun- um bjargað um borð í bátinn úr gúmmíbjörgunarbátnum. Þá maraði Ásdís Ólöf í hálfu kafi. Taug var komið í bátinn og ákveðið að freista þess að taka hann í tog. Komst björgunarbáturinn heilu og höldnu til Siglufjarðar með mennina og bát- inn í togi um áttaleytið í gærmorgun. Tveir björguðust er línubátur sökk                                            LÖGREGLAN í Reykjavík leitar tveggja stúlkna, Steinunnar Dóru Jónasdóttur og Lovísu Jónsdóttur. Ekkert hefur spurst til þeirra frá því síðastliðinn fimmtudag er þær hurfu frá meðferðarheimilinu Stuðlum, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Steinunn Dóra er fædd árið 1990 og er til heimilis í Garðabæ. Hún er grannvaxin, um 160 cm á hæð, dökk- hærð og með millisítt hár. Hún var klædd í svarta peysu, gallabuxur og íþróttaskó þegar síðast var vitað. Lovísa er fædd 1989 og er til heimilis í Reykjanesbæ. Hún er grannvaxin, 163 cm á hæð og með liðað ljóst hár. Hún var klædd bláum gallabuxum og svörum hettujakka. Þeir sem vita um ferðir stúlkn- anna eru beðnir um að gera lögreglu viðvart í síma 444 1100. Lögregla leitar tveggja stúlkna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.