Morgunblaðið - 10.05.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 10.05.2005, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lloret de Mar 27. maí frá kr. 39.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða ein- stakt tilboð á einn vin- sælasta áfangastað Costa Brava strandar- innar við Barcelona, Lloret de Mar. Gott hótel með góðri aðstöðu, fallegum garði, sundlaug og veitingastöðum. Örstutt í golf og á strönd- ina. Öll herbergi með baði, sjónvarpi og síma. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is 5 nætur - fullt fæði Verð kr. 39.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með fullu fæði á Hotel IFA í 5 nætur. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800 hvora leið. GEISLAVIRK efni hafa lekið úr vinnslurás í endurvinnsluverinu í Sellafield í Skotlandi. Efn- in hafa ekki náð út í umhverfið, samkvæmt upp- lýsingum breskra stjórnvalda, heldur eru í sér- stökum safntönkum, sem eru gerðir til þess að taka við leka af þessu tagi. Íslensk stjórnvöld eru á varðbergi vegna þessa og umhverfisráð- herra hafði samband við breska sendiherrann hér í gærmorgun og óskaði upplýsinga um hver væru viðbrögð breskra yfirvalda vegna þessa. Samkvæmt upplýsingum breskra stjórnvalda kom upp leki í vinnslurásinni í endurvinnslu- verinu. Um 70 rúmmetrar af hágeislavirkum vökva sem inniheldur bæði plúton og úran rann úr röri milli tanka og í þar til gerða safntanka, en öryggisbúnaður verksmiðjunnar gerir ráð fyrir að svona lekar geti komið upp. Fram kem- ur á heimasíðu Geislavarna ríkisins að geisla- virku efnin eru úr notuðu brennsluefni sem hef- ur verið leyst upp í saltpéturssýru, en það er eitt skrefið í endurvinnsluferlinu. Bresk stjórn- völd segja að engin geislavirk efni hafi borist út í umhverfið vegna lekans og lekinn hafi heldur ekki valdið aukinni geislun á starfsfólk endur- vinnslustöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að stöðin verði lokuð næstu mánuði, þar sem gera þarf við rörið áður en starfsemi getur hafist á ný og orðið af flutningi geislavirku efnanna inn í vinnslurásina á ný. Verður að notast við fjarstýrð vélmenni við hreinsun og viðgerðir þar sem geislunin við rör- ið og í safntankinum er það mikil. Alvarlegt mál Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráð- herra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að búið væri að loka verinu. Það væri mjög alvar- legt mál þegar svona nokkuð gerðist og það sýndi náttúrlega alvarleika málsins að stöðinni hefði verið lokað strax og þetta hefði komið upp. Sigríður Anna bætti því við að þetta leiddi einnig hugann að öryggismálum í Sellafield. Í vetur hefðu komið fréttir um að það bæri ekki saman bókhaldi og birgðum í stöðinni. Þá hefði hún óskað eftir skýringum frá breskum yf- irvöldum og fengið þær upplýsingar að við nán- ari skoðun hefði þetta misræmi ekki reynst óeðlilegt. „Ég verð nú að viðurkenna það að við þessar fréttir setur að manni mikinn ugg og mér finnst líklegt að umræðan um lokun Sellafield muni fara af stað á ný,“ sagði Sigríður Anna. Hún benti á að við Íslendingar hefðum haft miklar áhyggjur af starfsemi Sellafield vegna mengunar hafsins og gert kröfur um að tryggt væri að engin úrgangsefni frá stöðinni færu út í umhverfið. Verulegar lagfæringar hefðu verið gerðar á stöðinni í þeim efnum og stórlega dregið úr slíkri losun og krafan væri sú að allri slíkri losun yrði hætt. Sellafield lokað vegna leka á geislavirkum efnum Íslensk stjórnvöld á varðbergi Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Reuters ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið ætlar að opna nýja sjónvarpsstöð sem ein- göngu verður helguð enska bolt- anum. Undanfarið ár hefur félagið sýnt enska boltann í opinni dagskrá á Skjá einum en með þessari breyt- ingu verður tekið upp áskriftar- gjald. Að sögn Snorra Más Skúlasonar, verkefnisstjóra enska boltans á Skjá einum, verður stöðin send út í gegn- um breiðbandið en þá geta áskrif- endur valið milli allt að fjögurra leikja á sama tíma en margir hafa þurft að sætta sig við að missa af leik með sínu liði vegna þess að ann- ar leikur er á dagskrá. Snorri segir að fólk sem ekki nær breiðbandinu geti orðið áskrifendur í gegnum ADSL tengingu en að hans sögn er Síminn að vinna að því að auka og bæta aðgengi að ADSL. „Það er reiknað með að 93% landsmanna geti strax í haust fylgst með enska boltanum í gegnum þessi kerfi. Það er rétt rúmlega það sem við erum með í dreifingu á Skjá ein- um í dag.“ Snorri segir að viðtökur við enska boltanum á Skjá einum hafi verið gríðarlega góðar og að dæmi séu um að fólk hringi og bjóðist til að borga eitthvað fyrir þjónustuna. „Það var alveg fyrirsjáanlegt þegar Skjár einn fékk enska boltann að hann færi fyrr eða síðar í læsta dag- skrá, kostnaðarins vegna. Þetta er feikilega dýrt efni en við viljum gera þetta vel,“ segir Snorri sem telur þó ekki að Skjár einn hafi tapað á því að bjóða enska boltann í opinni dag- skrá heldur hafi það komið nokkurn veginn út á sléttu. Ætla að vera ódýrari en Sýn Snorri bendir á að enski boltinn hafi stundum stangast á við annað vinsælt efni á Skjá einum en að nú verði það vandamál úr sögunni og fólk sem engan áhuga hefur á fót- bolta getur horft óáreitt á sína eft- irlætisþætti. „Við stefnum að því að hafa ítarlega fréttaskýringarþætti um ensku úrvalsdeildina og þá þarf ekki að taka tillit til hefðbundinnar dagskrár venjulegra sjónvarps- stöðva,“ segir Snorri og áréttar að áskriftargjöldum verði stillt í hóf. „Það er ekki búið að negla það endanlega niður en við horfum á það að vera töluvert langt fyrir neð- an Sýn og það sem tíðkast á áskrift- arstöðvum. Við verðum náttúrlega eingöngu með enska boltann en ef við myndum bjóða upp á aðrar íþróttir hefði það aukinn kostnað í för með sér. Við viljum halda kostn- aðinum eins mikið niðri og hægt er,“ segir Snorri. Áhugasömum tilvonandi áskrif- endum er bent á að skrá sig á heimasíðu Skjás eins til að tryggja sér aðgang að stöðinni. Veffangið er: http://www.s1.is. Sérstök stöð fyrir ensku knattspyrnuna næsta vetur Útsendingar í gegnum breiðbandið eða með ADSL NÍU af hverjum tíu Íslendingum eiga farsíma en hins vegar veit innan við fimmtungur þeirra hvað mínútan í farsímtali kostar. Enn færri vita hvað það kostar að hringja á milli síma hjá farsímafyrirtækjunum tveimur, Símanum og Og Vodafone. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Póst- og fjarskiptastofnun í apríl. 55% senda sjaldan eða aldrei SMS-skilaboð Í könnuninni kom einnig í ljós að tiltölulega fáir skipta um GSM þjón- ustuaðila, en einungis tæplega 16% aðspurðra höfðu gert það á síðustu tveimur árum. Þá telur tæplega helmingur símnotenda upplýsingar frá fjarskiptafyrirtækjum flóknar. Tæp 70% sögðust vera með GSM kort hjá Símanum og tæp 32% hjá Og Vodafone. Höfðu hlutföllin nán- ast ekkert breyst frá könnun fyrir ári síðan. Þá sögðust 80,8% kaupa þjónustu fyrir heimilissímann hjá Símanum og 15,3% hjá Og Vodafone. Fram kom að 25% sögðust aldrei senda SMS skilaboð úr GSM síma og 30,3% sögðust gera það sjaldnar en einu sinni í viku. Mikill minnihluti svarenda sagðist vita hvað símtalið kostar en þeir sem gátu svarað því og voru með heimilissíma hjá Síman- um sögðu mánaðarlegt grunngjald vera 1.707 kr. Viðskiptavinir Og Vodafone sögðu grunngjald heimilis- símans hjá sér vera 1.542 kr. Meðalkostnaður vegna farsíma 6.536 kr. á mánuði Alls 83,1% heimila eru með net- tengingu skv. könnuninni. 75,4% þeirra sögðust vera með ADSL teng- ingu. Heildarkostnaður heimila vegna farsímanotkunar er að meðaltali 6.536 kr. á mánuði skv. niðurstöðum könnunarinnar. Heildarkostnaður vegna netnotkunar er að meðaltali 4.032 kr. og vegna heimilissímanotk- unar að meðaltali 5.153 kr. á mánuði. Könnunin náði til tæplega 1.300 manns á aldrinum 16–75 ára á land- inu öllu. Svarhlutfall var rúmlega 62%. Fæstir vita hversu mikið farsíma- samtalið kostar     !  "                !"  #   $  % & '% %  $  % (#)*"    "  (#)*"  +* "  ,--+ "* .  / 0 ' "  $ 1.    2 /1   - 3.4"  3 " .  "    . " ÓLAFUR E. Magnússonar, faðir Jóns Ólafssonar, íslenska öryggis- varðarins sem særðist í sprengju- árás í Bagdad á laugardag, segir að sonur sinn hafi slasast mjög lítið, að- eins hlotið brunasár á hendi og skrámur í andliti þegar árás var gerð á bílalest sem hann var í. „Jón hringdi sjálfur í okkur eftir sprengjuárásina á laugardag. Hann sagði fréttir af árásinni koma fljót- lega í fjölmiðlum og vildi hann láta okkur vita að hann hafi særst mjög lítið,“ sagði Ólafur. Jón og fjórir samstarfsmenn hans óku bíl sem var í bílalest þegar tveir menn komu aðvífandi á sínum bíln- um hvor og sprengdu sig í loft upp. Sex létust í árásinni og um 30 slös- uðust. Starfsmenn öryggisþjónust- unnar slösuðust hins vegar lítið og fengu að fara fljótlega heim að lok- inni læknisskoðun. Hryðjuverka- samtökin al-Qaeda lýstu ábyrgð á árásinni á hendur sér en sú yfirlýs- ing hefur þó ekki verið staðfest. Að sögn Ólafs hefur Jón starfað við öryggisgæslu í meira en áratug og auk þess þjálfað menn til slíkra starfa. Hann hafi farið til Íraks fyrir um einu og hálfu ári síðan og starfað þar á vegum verktakafyrirtækisins CTU Consulting. Jón gætir banda- rískra ríkisborgara sem ferðast um landið og hvíli mikil leynd yfir ferð- um hans og starfi. Hann lætur for- eldra sína þó vita reglulega af sér. Ólafur segir að hálfgert fréttabann hafi verið sett á Jón og samstarfs- menn hans meðan verið sé að fara yf- ir atburðarrásina. Lét foreldra sína vita af árásinni Jón Ólafsson á vettvangi sprengju- árásarinnar í Írak á sunnudag. Morgunblaðið/Einar Falur Áhangendur enska boltans þurfa að borga fyrir að sjá leiki næsta vetur. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.