Morgunblaðið - 10.05.2005, Síða 34

Morgunblaðið - 10.05.2005, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn er önnum kafinn í dag. Not- aðu tímann í verslun og viðskipti eða samningaviðræður við aðra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið hugsar talsvert um peninga í dag. Dagurinn hentar vel til þess að versla, en hann er líka vel fallinn til þess að vera á höttunum eftir auknum tekju- möguleikum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tunglið (vanahegðun) er í tvíburamerk- inu í dag. Tvíburinn er tilfinningasamari en ella fyrir vikið, en jafnframt eilítið heppnari. Þú hefur smáforskot núna. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn þarf að fá að vera í einrúmi í dag. Hann þarf á meiri bjartsýni á lífið og tilveruna að halda. Dragðu þig í hlé og dekraðu við sjálfan þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samræður við vinkonur verða líflegar og áhugaverðar í dag. Ljónið þyrstir eftir nýjasta slúðrinu og fréttum af mönnum og málefnum. (Er það virkilega?) Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Tunglið trónir efst í sólarkorti meyj- unnar núna, sem beinir sjónum um- hverfisins að henni. Það fellur henni kannski ekki í geð, en svona er þetta bara. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að bregða út af vananum í dag ef þú getur. Vogina langar sumpart til þess að lenda í ævintýrum í dag eða upplifa eitthvað nýtt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Notaðu daginn í dag til þess að pæla í því hvernig þú getur farið að því að deila einhverju ótilgreindu með einhverjum. Gættu hagsmuna þinna en vertu sann- gjarn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Tunglið er beint á móti bogmanninum í dag. Hann beinir sjónum sínum að öðr- um fyrir vikið, ekki síst maka eða nánum vinum. Kannski laðast hann sterklega að einhverjum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gerðu hvað þú getur til þess að bæta skipulag þitt í dag. Reyndu að draga úr óreiðu í lífi þínu. Steingeitinni er illa við sóun, en það er óþarfi að geyma alla hluti endalaust. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Glens og grín með smáfólkinu gleður hjarta vatnsberans í dag. Líka er upp- lagt að sinna listsköpun eða álíka iðju, eða daðra sér til skemmtunar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Samræður við foreldra eru þýðing- armiklar í dag. Ekki vera píslarvottur, þú getur ekki hjálpað öðrum nema þú hjálpir sjálfum þér fyrst. Stjörnuspá Frances Drake Naut Afmælisbarn dagsins: Þú ert athafnasöm og djörf manneskja og líka gædd innsæi. Þú þarft að vera á hreyfingu og finnur hjá þér hvöt til þess að leiðbeina öðrum og sýna þeim hvað þú kannt. Margir fæddir þennan dag eru einstaklega hæfileikaríkir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 haltra, 4 þref, 7 hnöttum, 8 sterk, 9 álít, 11 sleit, 13 eru minnugir á misgerðir, 14 starfið, 15 sjálfshreykni, 17 líkams- hluta, 20 elska, 22 dug- lausi maðurinn, 23 fjandskapur, 24 drepa, 25 nemum. Lóðrétt | 1 tvínónar, 2 dýs, 3 sárt, 4 rök og svöl, 5 fisk- ar, 6 hlýða, 10 dugnaður- inn, 12 raklendi, 13 bókstafur, 15 tölum, 16 kaldur, 18 huldumaður, 19 tómum, 20 ilma, 21 tölustafur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 páfagauks, 8 skæli, 9 göfgi, 10 níu, 11 asinn, 13 narri, 15 starf, 18 hrasa, 21 lár, 22 lagni, 23 orgar, 24 passasamt. Lóðrétt | 2 áræði, 3 arinn, 4 augun, 5 kofar, 6 assa, 7 gili, 12 nýr, 14 aur, 15 síld, 16 angra, 17 fliss, 18 hross, 19 augum, 20 arra.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Grand Rokk | Tónleikar kl. 22 með James Apollo (USA) ásamt hljómsveit. Nánar á www.jamesapollo.com. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | James Apollo, tónlistarmaður frá miðríkjum Bandaríkjanna. Grensáskirkja | Landsvirkjunarkórinn og Kór Orkuveitu Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika kl. 20.30. Ein- söngvarar eru: Þuríður G. Sigurðardóttir sópran og Þorgeir J. Andrésson tenór. Enginn aðgangseyrir og allir eru hjart- anlega velkomnir. Myndlist Artótek Grófarhúsi | Sýning á verkum Benedikts S. Lafleur myndlistarmanns er á 1. hæð. Sýningin er þriðja í röð sýninga á verkum listamanna sem eiga listaverk í Artóteki – Listhlöðu í Borgarbókasafni. Sjá vefsíðu http://www.artotek.is. Café Karólína | Myndlistarsýning Baldvins Ringsted. Gallerí Kambur | Sýning á myndum Þor- steins Eggertssonar. Opið virka daga 13–18. Lokað á miðvikudögum. Gallerí Sævars Karls | Kristján Jónsson sýnir myndir unnar með blandaðri tækni. Gel Gallerí | Ólafur grafari sýnir verk sín. Grafið er komið til að vera. Hrafnista Hafnarfirði | Stefán T. Hjaltalín sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menn- ingarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Milanó | Jón Arnar Sigurjónsson sýn- ir olíumyndir á striga. Myndefnið er borg- arlíf, tónlist og árstíðirnar. Listasafn Reykjanesbæjar | Martin Smida, þýsk/tékkneskur listamaður sýnir – 365 Fiskar. Verkið samanstendur af 365 skúlp- túrum úr alls kyns efnum og vakti athygli í Þýskalandi þegar það var fyrst sýnt í sept- ember árið 2001. Þetta er fyrsta sýning Martin Smida á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Útskriftarsýning nemenda við Listaháskóla Íslands. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn- ing á verkum Dieters Roth opnuð 14. maí á Listahátíð. Listasafn Íslands | Sýning á verkum Diet- ers Roth opnuð 14. maí á Listahátíð. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Saltfisksetur Íslands | Jónas Bragi sýnir „Ólgur“. Skriðuklaustur | Sýning 8 listamanna af Snæfelli, þ.á m. eru verk eftir Kjarval, Finn Jónsson og Guðmund frá Miðdal. Einnig er sýning á svarthvítum ljósmyndum af fólki eftir Sigurð Blöndal í galleríi Klaustri. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýning- arnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Ricc- ione – ljósmyndir úr fórum Man- fronibræðra. Listasýning Geysishúsið | Íslenska bútasaumsfélagið stendur fyrir sýningu í Geysishúsi. Sýn- ingin ber heitið Áskorun 2005 og eru öll teppin ný. Sýningin er opin til 22. maí. Listhús Ófeigs | Halla Ásgeirsdóttir sýnir raku-brennd leirverk. Halla stundaði leir- listarnám í Bandaríkjunum árin 1987 til 1993. Hún hefur tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 1. júní. Smáralind | Sýndir eru einstaklingar sem félagar Íslandsdeildar Amnesty Int- ernational hafa átt þátt í að frelsa á 30 ár- um. Heitið er tekið úr bréfi samviskufanga: Á dimmustu tímum fangavistar minnar komu orð ykkar og bréf sem dropar af regni, sem lengi hefur verið beðið eftir í endalausri eyðimörk.“ Bækur Kaffi Reykjavík | Skáldaspírukvöld verður kl. 21. Upplesarar eru: Haraldur S. Magn- ússon, les úr nýjum ljóðum, Birgitta Jóns- dóttir, les úr nýjum ljóðabókum, Stefán Máni, les úr verkum sínum, og Steinunn P. Hafstað, les úr nýjustu ljóðabók sinni. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið frá kl. 10–17. Hljóðleiðsögn um húsið, margmiðl- unarsýning um ævi skáldsins og umhverfi. Sími 586 8066 netfang: gljufrasteinn- @gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið er heiti sýningar sem segir frá ferðum fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormónanna sem settust að í Utah. Fréttir Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður með blóðsöfnun á Sauðárkróki við Skag- firðingabúð í dag kl. 10.30–17 og 11. maí kl. 9–11.30. Á Blönduósi á planinu við Esso- skálann 11. maí kl 14–17. Fundir Al-Anon | Al-Anon fjölskyldudeildirnar halda fund alla daga vikunnar. Al-Anon hef- ur aðeins einn tilgang: Að hjálpa fjöl- skyldum og vinum alkóhólista. Skrifstofa Al-Anon er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 10–13, þriðjudaga kl. 13–16. Nánari upp- lýsingar á www.al-anon.is. Eineltissamtökin | Eineltissamtökin eru með fundi alla þriðjudaga kl. 20–21, í húsi Geðhjálpar, Túngötu 7. Litla brekka – Lækjarbrekka | Feminista- félag Íslands heldur síðasta „hitt“ vetr- arins kl. 20. Fundarefni: Konur og stjórn- arskráin. Erindi flytja Brynhildur Flóvenz lögfræðingur og Rósa Erlingsdóttir stjórn- málafræðingur. Fundurinn er öllum opinn. Norræna húsið | Aðalfundur Heilsuhrings- ins verður haldinn í Norræna húsinu kl. 20. Að loknum aðalfundarstörfum flytur Jó- hann Ágúst Sigurðsson læknir erindi. Safnaðarheimili Breiðholts | Félagsfundur verður í Kvenfélagi Breiðholts kl. 19.30. Matur o.fl. Styrkur | Styrkur, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús í Skógarhlíð kl. 20. Stein- grímur Davíðsson húðlæknir talar um hættu af sól og ljósum. Kosin verður ný stjórn. Kaffiveitingar. Sunnusalur Hótels Sögu | Vorfundur hjá Sinawik Reykjavík hefst með borðhaldi kl. 20. Kynningar og happdrætti. Fyrirlestrar ReykjavíkurAkademían | Nína Rós Ísberg fjallar um rannsókn sína á þýskum konum sem komu til Íslands 1949 sem vinnuafl og giftust hér og eignuðust fjölskyldur. Fjallað verður um aðlögun þeirra að íslensku sam- félagi og hvernig nánasta umhverfi brást við með beinum eða óbeinum hætti við að gera þær hæfar. Fyrirlesturinn er kl. 20. Sjá akademia.is/mi. Skógræktarfélag Íslands | Opið hús skóg- ræktarfélaganna kl. 20 í Mörkinni 6. Gísli Sigurðsson, fyrrverandi ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, fjallar í máli og myndum um skóga á Suðurlandi. Öllum opið og að- gangur ókeypis. Námskeið Alþjóðahúsið | Námskeiðið konur og Islam verður endurtekið í Alþjóðahúsinu kl. 17– 20. Fjallað er um hvaða áhrif Islam hefur á líf kvenna í löndum múslima. Amal Tamimi félagsfræðingur kennir. Skráning í síma 530 9300 og á amal@ahus.is Verð 5.000 kr. Bókaútgáfan Salka | Sigurður Skúlason leikari leiðbeinir um andlega vellíðan og hvernig öðlast má innri ró. Til grundvallar notar Sigurður bókina „Um hjartað liggur leið“. Hann mun lesa úr henni valda kafla og segja frá höfundi hennar. Kl. 20–22. Skráning á audur@salkaforlag.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Fram í september er boðið upp á gönguferðir á miðvikudags- kvöldum kl. 18.30. Farið er frá Toppstöðinni í Elliðaárdal og ekið á eigin bílum út fyrir bæinn þangað sem gönguferðin hefst. Sjá kynningu á þessum ferðum í ferðaáætl- uninni. Stafganga í Laugardal | Stafganga kl. 17.30–18.30. Gengið er frá Laugardalslaug- inni, tímar fyrir byrjendur og lengra komna. Nánari upplýsingar á www.stafganga.is. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Feitur slagur. Norður ♠DG73 ♥DG N/AV ♦Á4 ♣K9872 Vestur Austur ♠Á64 ♠K ♥3 ♥Á109862 ♦G9652 ♦D1083 ♣G1064 ♣53 Suður ♠109852 ♥K754 ♦K7 ♣ÁD Fjórir spaðar er ágætt geim í NS, en virðist þó dauðadæmt frá upphafi vegna stungunnar í hjarta. En það á aldrei að gefast upp baráttulaust. Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf 1 hjarta 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur kemur út með hjartaþrist- inn, austur tekur með ás og spilar tí- unni um hæl til að panta tígul. Vestur trompar og spilar tígli, eins og um er beðið. Er einhver vinningsvon eftir þessa byrjun? Ekki með bestu vörn, en sagnhafi getur lagt lúmska gildru fyrir vestur. Hann ætti að drepa á tígulás, fara heim á laufás og spila hjartakóng. Þannig lætur hann í veðri vaka að mikið liggi á að henda niður „tapspili“ blinds í tígli og vestur gæti auðveld- lega látið sér detta í hug að trompa með hundi. Og þá hefur vestur gengið í gildr- una. Sagnhafi yfirtrompar og gefur vörninni svo feitan slag á kóng og ás í trompi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is GOSPELSYSTUR Reykjavíkur verða með tvenna vortónleika í Langholtskirkju á fimmtudaginn og bera tónleikarnir yf- irskriftina Purple rain. Stjórnandi Gosp- elsystra er sem fyrr Margrét Pálmadóttir en „hún er löngu orðin landsþekkt fyrir líf- lega framkomu og öflugt tónlistarstarf hér heima sem erlendis,“ eins og segir í kynningu. Gestasöngvari Gospelsystra að þessu sinni er Bandaríkjamaðurinn Seth Sharp. Hann hefur verið leiðbeinandi hjá kórnum á vorönn. „Samvinnan með Seth hefur verið einstaklega skemmtileg og gefandi. Hann hefur veitt kórfélögum nýja sýn inn í heim gospeltónlistar og opnað hug kórfélaga fyrir nýrri og spennandi túlkun á þessari tónlist. Seth starfar nú á Íslandi sem söngkennari og hefur sett upp tvær sýningar í Loftkastalanum sem báð- ar vöktu verðskuldaða athygli, Ain’t Mis- behavin’ og Harlem Sophisticate,“ segir ennfremur. Á efnisskrá tónleikanna eru lög úr ýms- um áttum, allt frá íslenskum vorlögum til bandarískrar kvikmyndatónlistar með gospelívafi. Hljóðfæraleikarar eru Agnar Már Magnússon, píanó, Stefán S. Stef- ánsson, slagverk, saxófónn og flauta og Bjarni Sveinbjörnsson, kontrabassi. Tón- leikarnir hefjast kl. 20 og kl. 22. Miðaverð er 2.000 kr. Morgunblaðið/Golli Gospelsystur í Langholtskirkju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.