Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 19
Hannar efni fyrir hátískuhús ÞÓTT margir vilji læra fatahönnun hefur ekki alltaf reynst auðvelt að fá vinnu við fagið hér heima eða ná samböndum úti í hinum stóra tísku- heimi. Linda Björg Árnadóttir var ein af hinum heppnu því hún hefur starfað í greininni frá því hún út- skrifaðist og tók auk þess þátt í að skipuleggja fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Það eru ekki margir fatahönnuðir sem starfa við fagið hér heima að sögn Lindu. Þetta hefur þó aðeins verið að skána, en viðhorfið til fata- hönnunar hefur lengi verið neikvætt hér á landi og margir talið þetta vera kerlingaföndur, segir hún. „En við göngum öll í fötum og okkur er ekki sama hvernig þau líta út. Nokk- ur íslensk fyrirtæki hafa þó ráðið fatahönnuði á undanförnum árum og eru það helst fyr- irtæki sem framleiða úti- vistarfatnað.“ Linda útskrifaðist frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995. Hún hélt þá til Par- ísar og lauk diploma- námi í fatahönnun frá Studio Bercot árið 1997. „Ég var ótrú- lega heppin að fá strax launaða vinnu að loknu námi því margir þurfa að vinna frítt í ein- hvern tíma til að komast inn í þenn- an bransa. Víða er- lendis styrkja for- eldrar börn sín lengur til náms en hér tíðkast svo þetta gengur upp hjá mörgum. Íslenskir fatahönnuðir eru því ekki í góðri sam- keppnisstöðu hvað þetta varðar." Vinnur fyrir Anna Molinari Sama ár og Linda útskrif- aðist hóf hún störf við fata- hönnun hjá Martine Sitbon. Þar starfaði hún til 2003 að ýmsum verkefnum auk ann- arra verkefna. Hún hannaði meðal annars efni og fatalínu fyrir Top Shop, hannaði sína eigin línu 1997–1999, var við búningahönnun 2001–2002 hjá Borgarleikhúsinu, var stílisti fyrir íslensk tónlistarmyndbönd með Björk, Sigur Rós, GusGus og fleirum, við rannsóknir og leð- urhönnun fyrir Icelandic leather inc og búningahönnun fyrir kvikmynd- ina Nói albínói 2001. Nú vinn- ur hún fyrir ítalska fyr- irtækið Anna Molinari ásamt því að kenna og stýra fatahönnunardeild- inni við Listaháskólann. „Þótt það hafi ekki verið ætlunin í byrjun hef ég að- allega fengist við að hanna efni undanfarin 10 ár, bæði prentuð, bróderuð og ofin, fyrir hátískuhús. Ég hef ver- ið ótrúlega heppin með að fá vinnu. Skólinn minn í París hafði góð sambönd og þannig komst ég inn í fataiðn- aðinn og hef náð að skapa mér mín sam- bönd þar. Nemendur kynnast alvörunni í tísku- heiminum Þessi sambönd hef- ur Linda nýtt sér til að koma nemendum sín- um í LHÍ á framfæri erlendis. „Á 1. ári fara nemendurnir í 5 vikur til Parísar. Þar starfa þeir við lítil sem stór fyrirtæki og lenda í mismunandi verk- efnum. Sumir vinna með hönnuðum, aðrir hjálpa til við að undirbúa tískusýn- ingar svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru þau komin inn í al- vöruna í tískuheiminum og fá allt aðra sýn á fagið og koma svo heim með þessa reynslu. Mér hefur stundum fundist nemendur ekki hugsa mikið um framtíðina. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir að þeir munu þurfa að vinna fyrir sér og námið er til að búa þá undir það. Þeir þurfa líka að átta sig á hvernig viðskiptahliðin virkar og eitt námskeiðið í LHÍ er í samvinnu við Háskólann í Reykja- vík. Þar vinna þau með viðskipta- fræðinemum að því að koma með viðskiptahugmynd, gera áætlun og setja upp fyrirtæki, hanna vöru og gera auglýsingar. Einn liður í nám- inu er að dvelja í mánuð hjá íslensku fyrirtæki og hanna fatalínu, skil- greina fyrirtækið og skrifa ritgerð um það. Þarf að breyta ímynd greinarinnar Áður en nýja hönnunardeildin varð til fór kennsla í fatahönnun fram í textíldeild og var aðallega handverk. Linda segist vilja tengja deildina fataiðnaðinum hér og tísku- iðnaðinum erlendis. Nægur er áhug- inn á fatahönnun því um það bil 40 sækja um á hverju ári en hægt er að taka inn 8–10 á ári. Fatahönnun er þriggja ára BA-nám og frá því að deildin tók til starfa hefur hún að- eins einu sinni útskrifað nemendur. „Ég vona að þessir nemendur drífi sig til útlanda í frekara nám og reyni að koma sér á framfæri og byggi upp sambönd og reynslu. Það þarf að breyta ímynd greinarinnar hér- lendis. Ennþá verð ég vör við að fólk gerir sér ekki grein fyrir að ég vinni fyrir mér í þessu starfi. Enn er ég til dæmis spurð hvert sé hitt starfið mitt. Nú eru sífellt fleiri möguleikar að opnast og fyrirtæki setja ekki fyr- ir sig þótt hönnuðir búi í öðru landi. Ódýrari flugfargjöld og tölvupóst- urinn hafa mikið að segja og fyr- irtæki hafa nú efni á að ráða hönn- uði sem staðsettir eru á Íslandi. Ég verð samt að viðurkenna að ef ég starfaði ekki við Listaháskólann væri ég líklega enn búsett erlendis,“ sagði Linda Björg Árnadóttir.  FATAHÖNNUN Morgunblaðið/Ásdís Linda Björg Árnadóttir vinnur m.a. fyrir ítalska fyrirtækið Anna Molinari. Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is TENGLAR .............................................. www.lhi.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 19 DAGLEGT LÍF Við mælum blóðfitu Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 Verslanir Odda Borgartúni 29 • Sími 515 5170 Höfðabakka 3 • Sími 515 5105 www.oddi.is 38%afsláttur 3.429kr Verð áður 5.530kr Flettistandur A4 Verslanir Odda Borgartúni 29 • Sími 515 5170 Höfðabakka 3 • Sími 515 5105 www.oddi.is Límbandsstandar 40%afsláttur 159kr Verð áður 269kr Verslanir Odda Borgartúni 29 • Sími 515 5170 Höfðabakka 3 • Sími 515 5105 www.oddi.is 50%afsláttur 149kr Verð áður 299kr Bréfabindi 7 sm breið DANSKA neytendastofnunin hefur gert gæðakönnun á tíu mismunandi gerðum lítilla barnakerra. Á vef Neytendasamtakanna er greint frá útkomu könnunarinnar og kemur þar fram að af tíu barnakerrum eru fimm þeirra metnar lífshættulegar. Þær kerrur sem danska neyt- endastofnunin telur hafa alvarlega öryggiságalla og geta verið hættu- legar fyrir börn eru Quinny Buzz, PegPergego Pliko P3, Brio Tridem, Basson 207 og Emmaljunga Softy. Tvær hættulegar kerrur á markaði Neytendasamtökin könnuðu markaðinn hér á landi og fundu fjór- ar af þessum tíu kerrum úr könn- uninni í verslunum. Þetta eru kerr- urnar Carena Easy, Graco Mirage plus, Basson 207 og Brio Tridem. Sú fyrstnefnda, Carena Easy, kemur einna best út úr könnuninni með ein- kunnina 3–4 af 5 mögulegum. Graco Mirage plus fær aðeins lakari ein- kunn eða 3. Hinar tvær kerrurnar, Basson 207 og Brio Tridem, fá ein- kunnina 2 og geta verið lífshættu- legar börnum. Skermurinn á Brio Tridem er ekki nægjanlega fastur á kerrunni, að mati dönsku neyt- endastofnunarinnar og á þetta einn- ig við um Quinny Buzz og PegPer- gego Pliko P3-kerrur sem Neytendasamtökin fundu ekki í sölu hér. Basson 207-kerran er hættuleg þar sem á henni er snúra sem er lengri en leyfilegt er samkvæmt staðlinum sem er 22 cm. Hætta er á að barn geti kafnað með því að vefja snúrunni um hálsinn. Slök þægindi Allar kerrurnar tíu eiga það sam- eiginlegt að þær fá slæma einkunn varðandi þægindi. Sem dæmi má nefna er að sætið er í sumum til- vikum miðað við stórt barn en bakið á kerrunni miðað við minna barn. Enginn vagnanna fékk hærri ein- kunn en 3 af 5 mögulegum fyrir þægindi.  NEYTENDUR | Dönsk gæðakönnun Sumar kerrurn- ar hættulegar börnum Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessa könnun betur er bent á www.ns.is eða á heimasíðu dönsku neytendastofnunarinnar www.forbrug.dk/test/testbasen/ boern/klapvogne Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.