Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 27 MINNINGAR að segja við mig. „Ef það tekst ekki með ást og kærleik, þá því fyrr því betra burt með það.“ „Við kyssumst í þessari fjölskyldu,“ er vel þekkt. Það fór víst ekki framhjá neinum og fer ekki enn. Góður siður enda kær- leikur og ást eitthvert dýrmætasta veganesti sem amma Sigga hefur gefið fjölskyldu sinni til að dreifa áfram til sinna barna og barna- barna. Amma Sigga. Takk fyrir allt það sem þú hefur gefið mér. Öll heil- ræðin, alla viskuna, vináttuna, skil- yrðislausa ást þína og kærleik. Ég þakka fyrir það að þú hefur hitt Maríu, konuna mína, börnin mín Orra Hrafn og Söru Soffíu og séð mig verða að manni. Ég mun lifa eftir því sem þú kenndir okkur, að halda tryggð við fjölskylduna og vini og hlúa að þeim sem við elsk- um. Hlúa að þeim sem minna mega sín og eiga bágt. Kveðja. Kjartan Hrafn. Elsku Sigga amma, nú er komið að leiðarlokum og ert þú búin að fá hvíldina sem þú varst farin að þrá, búin að hitta eiginmennina þína tvo þá Friðgeir og Sigurð sem þú sakn- aðir svo mikið og færð nú að hvíla þeim við hlið. Þú varst ávallt stór hluti af lífi mínu og mér afar kær. Ég var aðeins fimmtán ára þegar ég kom fyrst á Hjallaveginn með ömmu stráknum þínum Friðgeiri og var mér strax vel tekið. Lagðir þú mér ýmsar lífsreglur t.d. að fara vel með og aldrei henda neinu enda varst þú algjör safnari. Þegar árin liðu fór Siggi afi að gantast með að ég yrði næsta Sigga á Hjalló eftir ykkar dag, þar sem ég heiti Sigríður að millinafni. Sú varð raunin eftir að Siggi afi lést og þú fluttir á Dalbraut að ég og fjöl- skylda mín eignuðumst Hjallaveg þar sem við nú búum. Nú er ný Sigga amma á Hjalló, þar sem ég er orðin amma og þú langalangamma, það er að segja fimm ættliðir. Ég var bara rúmlega tvítug þeg- ar móðir mín lést og sýndir þú mér alltaf mikla væntumþykju og sagðir að ég mætti eiga þig sem mömmu. Þykir mér því mikil tilviljun að nú tuttugu árum seinna skuli þið eiga sömu útfarardaga. Þú varst sonum mínum afar kær og eiga þeir marg- ar skemmtilegar minningar af þér, áttir þú með okkur nokkur aðfanga- dagskvöld áður en þú veiktist á þínu gamla heimili og bjuggum við sam- an fyrstu mánuðina á Hjalló áður en þú fluttir á Dalbraut. Margs er að minnast frá liðnum árum, en síðustu þrjú árin hafa ver- ið þér, Sigga mín, erfið vegna veik- inda. Elsku Sigga amma, nú er vegferð þinni lokið í þessu lífi. Þinn vegur var ekki alltaf blómum skrýddur, en þú naust þeirra gæfu að eiga góða fjölskyldu, vini og venslafólk sem umvöfðu þig og önnuðust síðustu árin að ógleymdu starfsfólkinu á Sóltúni sem önnuðust þig af sér- stakri alúð, hlýju og nærgætni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Blessuð sé minning Siggu ömmu, Bryndís Sig. Halldórsdóttir. Í dag kveðjum við elskulega syst- ur mína, Siggu. Hún hefur lagt upp í sína hinstu för. Síðustu árin hafa verið henni erfið, þar sem hún þurfti að liggja lömuð og hjálpar- vana langt á 4. ár. Það eru þung ör- lög ekki síst fyrir þá sem eru stór- huga og vilja bjarga sér sjálfir. Hún kynntist snemma mótlæti lífsins, því hún var aðeins 13 ára þegar móðir okkar lést frá okkur sjö börnum, einungis uppeldissystir okkar var fermd, hin öll yngri. Mér er minnisstætt að einhverju sinni vorum við börnin á æskuheimili okkar eitthvað sorgmædd yfir ör- lögum okkar að missa móður okkar og fleiri raunir sem okkur fannst skaparinn hafa lagt á okkur. Þá sagði pabbi: Elsku börnin mín, þið verðið að muna það að Drottinn leggur ekki þyngri byrðar á okkur en okkur er ætlað að bera. Ég held að með þetta í huga höfum við geng- ið í gegnum lífið. Systir mín fór snemma að heim- an. Hún fór í húsmæðraskólann að Staðarfelli á Fellsströnd og kynnt- ist síðan dásamlegum ungum manni, Friðgeiri Sveinssyni frá Sveinsstöðum. Giftust þau síðan ár- ið 1944 og stofnuðu glæsilegt heim- ili í Reykjavík. Þann sómamann missti hún árið 1952, frá fjórum ungum börnum, það elsta tæplega 8 ára gamalt. Síðar eða árið 1966, giftist systir mín Sigurði Sveins- syni, ólíkum manni en öðlingi samt og reyndist hann henni og börnum hennar vel. Þau eignuðust saman eina dóttur, auk þess sem elsta barnabarn hennar ólst að nokkru upp hjá þeim. Sigurður lést árið 1994. Ég ætla ekki að rekja frekar lífs- hlaup systur minnar og vil heldur ekki dvelja við sorgarstundirnar sem fjölskylda okkar hefur þurft að ganga í gegnum, en langar að fara fáeinum orðum um allar þær fjöl- mörgu ánægjustundir sem okkur hafa verið gefnar. Í huganum sé ég okkur hlaupandi um túnið heima í Bæ, flýta okkur að ljúka önnum dagsins svo við gætum gert okkur eitthvað til gamans, ým- ist úti eða inni. Ekki skorti hug- myndaflugið, þótt ekkert væri sjón- varpið eða annað það skemmtiefni sem fólk er matað á nú til dags. Þar sem Sigga var eldri en ég þurfti hún oft að siða mig. Ég var ekki nógu mikil dama, en sjálf var hún mjög dömuleg og hafði gaman af að punta sig. Hún og Hulda fóst- ursystir okkar voru sennilega með fyrstu ungu stúlkunum í sveitinni sem eignuðust hælaháa skó. Það þótti toppurinn á tilverunni fyrir ungar dömur. Æskuheimili okkar var oft sem miðstöð unga fólksins í sveitinni og víðar að. Þar ómaði söngur og hljóð- færaleikur og dans var stiginn, hve- nær sem tækifæri gafst. Faðir okk- ar var mikill söng- og gleðimaður og reyndar flest systkinin líka. Sigga fékk að læra á orgel þegar hún var unglingur. Það nýttist henni vel og settist hún oft við hljóðfærið, ekki síst ef henni fannst hún þurfa að dreifa huganum eftir erfiðan dag, en ekki síður þegar gestir voru samankomnir á heimili hennar. Hún var mjög gestrisin og vildi helst alltaf hafa fullt hús af fólki í kring- um sig, enda heimili hennar rómað fyrir myndarskap. Hún var sann- arlega höfðingi heim að sækja og rausnarleg í öllum sínum gjörðum og gjöfum. Við þessa kveðjustund eru minningarnar sem koma fram í hugann ótæmandi. Ég ætla að geyma þær í hjarta mér, en þakka systur minni allar okkar góðu sam- verustundir í gleði og sorg. Systir mín lifði það að ættliðir hennar urðu fimm, allt hið elskuleg- asta fólk. Börn hennar, tengdabörn og barnabörn hafa umvafið hana ást og kærleika og heimsótt hana hvern dag eftir að hún veiktist. Og trygga vini átti hún einnig, sem reyndust henni vel við þessar aðstæður. Við þökkum góðum Guði fyrir að dóttir hennar var hjá henni þegar hún kvaddi. Það er okkur öllum mikil huggun. Það hefur verið þungbært að fylgjast með systur minni síðustu árin eftir að heilsu hennar hrakaði. Stundum hefur hún þekkt okkur og getað svolítið talað við okkur, en margar voru stundirnar sem við bara sátum og héldum um hönd hennar í von um að hún vissi af okk- ur. Það er alltaf sárt að kveðja sína nánustu, en þegar svona er komið verðum við að þakka Guði fyrir að leysa hana þrautum frá. Ég þakka starfsfólki á Sóltúni fyrir hve vel var um hana hugsað. Börnum henn- ar, tengdabörnum og öllum afkom- endum votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að blessa minningu elsku systur minnar og þakka henni fyrir það sem hún var mér og minni fjöl- skyldu. Hún hefur örugglega fengið góða heimkomu. Hún hvíli í friði. Arndís Magnúsdóttir (Dísa systir). Enn einu sinni er komið að kveðjustund í fjölskyldu okkar. Hún Sigga frænka, systir mömmu, hefur fengið langþráða hvíld frá veikind- um og kvölum og við efum ekki að það hefur verið stór móttökunefnd sem tók á móti henni þegar hún fór héðan og það er okkur huggun harmi gegn. Það er alltaf sárt að missa ástvini, en við getum ekki bara hugsað um okkar sorg við missinn, því þegar við vitum að viðkomandi er laus við ánauðina sem veikindin hafa lagt á hana síðastliðin ár þá verðum við bara að þakka Guði fyrir að gefa henni grið. Við minnumst Siggu frænku með gleði í huga, alltaf vorum við systk- inin innilega velkomin á heimili hennar og Sigga á Hjallaveginn, þau með sína stóru fjölskyldu, mun- aði ekki um að bæta við nokkrum aðilum í viðbót, enda vön því frá unga aldri að hafa marga í kringum sig, þetta gera þeir sem hafa stórt hjarta eins og frænka okkar hafði. Það var alltaf gaman að koma á Hjallaveginn, gleði og gamansemi með ættingjum og/eða vinum, hlát- ur, glens og gaman ásamt brauði, kleinum og hnallþórum, svo maður tali nú ekki um keppni í hinum ýmsu þrautum og oft lágum við af- velta af hlátri yfir þeirri íþrótt, sem var nefnd „Hjallavegsgrín“ Elsku systkin öll frá Hjallaveg- inum (nánast sem okkar systkin) við biðjum Guð að blessa ykkur og fjölskyldur ykkar og þökkum fyrir að hafa fengið þau forréttindi að eiga ykkur að sem frændsystkin og vini. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson.) Jóhanna Hauksdóttir (Hanna Stína) Magnús, Guðlaugur og fjölskyldur okkar. Það er sól í heiði og sumar í sveit- inni. Sigga Magg, Siggi frændi og Sigurveig renna að Kastalabrekku á sínum vínrauða bíl, drossíu úr Reykjavík. Fagnandi kveðjur, hlýja og faðmlög. Minningarnar safnast saman í huganum. Atburðir liðinna tíma, sveipaðir ævintýraljóma, tjaldferðir, veiðitúrar og útilegur. Uppbyggjandi kynni ungra stelpna við þessi einstöku hjón sem alltaf voru svo hlý og hvetjandi. Sólin í landi minninganna segir eitthvað um þá birtu og hlýju sem frá þeim stafaði. Hlýju sem ekki síst endur- varpaðist þeirra á milli þannig að ekki duldist að hjörtun slógu í takt með takmarkalausri ást og virðingu í garð hvort annars. Vináttu sem öllum hjónum væri til eftirbreytni. Stundirnar á Hjallaveginum eru ógleymanlegar. Faðmlögin, gest- risnin og veitingarnar sem Sigga töfraði fram, hreint ótrúleg veislu- föng, hvenær sem mann bar að garði. Allt í bland við glettin tilsvör og sögur úr sveitinni hennar fyrir vestan. Þá var oft hlegið svo inni- lega að tárin runnu niður kinnarn- ar. Fyrir okkur systurnar sem komu til Reykjavíkur til að stunda nám, var Hjallavegurinn hjá Siggu og Sigga eins og annað heimili. Það var aldrei svo að þau höfðu ekki tíma eða aðstöðu til að hjálpa okkur og styðja og alltaf var hægt að leita hjá þeim ráða. Það var eins og þau ættu í manni hvert bein. Nú er Sigga horfin til framliðinna ástvina sinna. Þótt hún væri ávallt tilbúin að létta öðrum lund með glettni og gríni bjó undir niðri raunsæ alvaran sem mótuð var af lífsins reynslu. Því lífið var ekki alltaf dans á rósum fyrir Siggu. Hún mátti sjá eftir tveimur eigin- mönnum og feðrum barna sinna og síðast efnilegum sonarsyni. Siggi frændi dó fyrir rúmum 10 árum eft- ir margra ára hjartasjúkdóm sem gert hafði margar atlögur að lífi og heilsu. Í þeirri baráttu var Sigga eins og kletturinn, studdi sinn mann af ráð og dáð og lét ekki bugast þótt óttinn væri oft skammt undan. Á síðustu árum hefur Sigga átt við veikindi að stríða. Hún var sanntrú- uð og bað þess heitt að Drottinn hlífði henni yngra fólki og að næsta brottkvaðning yrði hennar. Nú hef- ur sú stund runnið upp. Við sjáum hana fyrir okkur í grænni náttúru framtíðarlandsins, umvafða ástvin- um og vinum. Dillandi hláturinn og ástúðlegi faðmurinn virkar þar eins og hér eins og segull. Við þökkum fyrir þær dýrmætu stundir sem við áttum með Siggu. Við þökkum fyrir þátt hennar í lífi Sigga frænda og þá fyrirmynd sem þau gáfu okkur sem eftir lifum um ást, viðingu og kærleika. Elsku Sigurveig, Jóhanna, Hrefna, Salla, Maggi og fjölskyldur, innilegustu samúðarkveðjur frá okkur, systkinum okkar og foreldr- um vegna fráfalls yndislegrar móð- ur, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu. Drottinn blessi minningu hennar. Sigurveig Þóra og Hildur. Elsku Sigríður mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hafðu þökk fyrir allt. Guð blessi minningu þína. Hvíl í friði. Sigrún. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HARALDUR HALLDÓRSSON bifreiðastjóri, Bleiksárhlíð 14, Eskifirði, andaðist á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar laugar- daginn 7. maí. Útförin tilkynnt síðar. Sigrún M. Bjarnadóttir, Ragnheiður B. Haraldsdóttir, Jón Ævar Haraldsson, Huldís S. Haraldsdóttir, Heimir Haraldsson, Bjarnrún K. Haraldsdóttir, Júlíana Haraldsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.