Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MJÓLKURSAMLAGSHÚSIÐ Í BORGARNESI Mjólkursamlagshúsið í Borgarnesihefur sett svip á þennan fallegabæ í marga áratugi. Að mörgu leyti má segja, að Mjólkursamlagshúsið ásamt Brákareyju séu eins konar tákn Borgarness. Þegar Laxfoss og síðar Akraborg komu siglandi til Borgarness og lögðust að bryggju í Brákarey blasti þessi glæsilega bygging við. Borgarnes er byggð, sem stendur á óvenjulega skemmtilegum stað. Þar var fyrr á árum þjónustumiðstöð við blómleg- ar sveitir Borgarfjarðar. Þangað leituðu bændur eftir nánast allri þjónustu og þar var unnið úr afurðum þeirra. Borgarnes er byggð, sem býr yfir sér- stökum töfrum vegna legu sinnar og vegna tengsla við sveitirnar. Þar voru menn, sem þekktu hvern einasta sveitabæ í Borgarfirði og fólkið á bæj- unum vegna starfa sinna, hvort sem um var að ræða mjólkurbílstjóra eða aðra. Í dag er Borgarnes annars konar mið- stöð. Borgarfjörður og Borgarfjarðardal- ir eru að byggjast upp ekki fyrst og fremst vegna búskapar heldur vegna há- skólasamfélags, sem þar er að verða til, menningarstofnana og fólks, sem er að leita úr þéttbýlinu í kringum höfuðborg- ina í dreifðari byggð. Borgarnes og Borg- arfjörður munu blómstra á næstu árum og áratugum. Þar er gott að vera. Það væru grundvallarmistök að rífa gamla Mjólkursamlagshúsið, sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Hann var einn merkasti arkitekt, sem þjóðin hefur alið og þegar af þeirri ástæðu á að varðveita byggingar hans eins og kostur er. Mjólk- ursamlagshúsið í Borgarnesi er alveg sér á parti. Um miðja síðustu öld var ævintýri að koma í mjólkurbúðina, sem þar var rekin og var öðru vísi en allar aðrar mjólkurbúðir í landinu. Borgnesingar eiga ekki að rífa þetta hús. Þeir eiga að varðveita það og hlú að því. Þeir eiga ekki að endurtaka þau hroðalegu mistök, sem gerð voru við Laugarvatn, þegar gamla sundlaugin þar, sem Guðjón Samúelsson hafði teiknað, var brotin niður. Víða um land hefur tek- izt ótrúlega vel til um varðveizlu gamalla bygginga og taka þær í notkun til þess að fullnægja nýjum þörfum. Glæsilegt dæmi um það er gamla sjúkrahúsið á Ísafirði. Endurnýjun þess hefur tekizt afburða vel og er Ísfirðingum til mikils sóma. Ef rétt er á haldið getur gamla Mjólkursamlags- húsið í Borgarnesi orðið aðdráttarafl fyr- ir fólk, sem þangað kemur eða á leið um. Það er vel hægt að skilja að Borgar- byggð telji sig ekki hafa efni á að varð- veita bygginguna og koma henni í not. Þá kemur til kasta þingmanna Norðvestur- kjördæmis að tryggja fjárveitingar úr al- mannasjóðum til þess að varðveita megi húsið. Menntamálaráðherra og landbún- aðarráðherra eiga að leggja hönd á plóg- inn. Og vel má vera að Borgnesingar geti náð samstarfi við aðila, sem hafa orðið reynslu af því að varðveita merkar bygg- ingar. Það er t.d. ekki ólíklegt að Borg- nesingar geti notið góðs af reynslu Ísfirð- inga í þessum efnum. Borgarnes mundi bíða hnekki, ef þetta hús yrði rifið. Bærinn yrði ekki sá sami. Borgnesingar hafa lagt áherzlu á að end- urbyggja gömul hús á þessu svæði og varðveita þau. Með því stuðla þeir að því að Borgarnes haldi sínum gömlu töfrum. Húsfriðunarfólk, hvort sem er í Borg- arnesi og nágrannasveitum eða annars staðar á að slá skjaldborg um Mjólkur- samlagshúsið í Borgarnesi. Það er þess virði að varðveita og ekki á að vera erfitt að finna því menningarlegt hlutverk við hæfi. Vonandi munu Borgnesingar og íbúar nærliggjandi byggða rísa upp og koma í veg fyrir að þetta hús verði rifið. Stór hópur þeirra mun áreiðanlega eiga minn- ingar, sem tengjast þessu húsi sterkum böndum. REFSINGAR FYRIR KYNFERÐISBROT Hreyfing er augljóslega komin á þaðmál að breyta reglum um fyrning- arfresti vegna kynferðisbrota gegn börn- um. Frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar og fleiri þingmanna, þar sem afnám fyrn- ingarfrests er lagt til, hefur þannig verið afgreitt úr allsherjarnefnd Alþingis, en það sofnaði í nefnd á síðasta þingi. Í ljósi mikillar og almennrar vitundarvakningar um alvarleika kynferðisbrota gegn börn- um var auðvitað ekki annað fært en að Al- þingi tæki á málinu. Meirihluti allsherjarnefndar leggur ekki til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt, en „sem fyrsta skref“ að fyrning- arfrestur byrji ekki að líða fyrr en fórn- arlamb kynferðisglæps er átján ára, en nú er miðað við fjórtán ára aldur. Bjarni Benediktsson, formaður nefnd- arinnar, segir í Morgunblaðinu sl. laug- ardag að meirihluti nefndarinnar telji of langt gengið að fella niður fyrningarfrest í öllum kynferðisbrotum gegn börnum. Til séu aðrar og heppilegri leiðir, t.d. að taka út alvarlegustu brotin og afnema fyrning- arfrest aðeins í þeim. Hefur meirihluti nefndarinnar beint því til dómsmálaráðu- neytisins að skoða þá leið við endurskoðun hegningarlaga. Jónína Bjartmarz, varaformaður alls- herjarnefndar, hefur ritað undir nefndar- álit meirihlutans með fyrirvara. Hún segir í Morgunblaðinu á laugardag að ekki séu rök fyrir að afnema fyrningarfrestinn í vægustu brotunum, þar sem t.d. sé um kynferðislega áreitni að ræða, sem e.t.v. fari fram aðeins einu sinni, en hins vegar eigi að afnema hann í grófustu brotunum, sem geti verið samræði eða kynferðismök, sem fram fara árum saman. Jónína bendir á að mikill vilji sé til að hækka refsirammann í alvarlegustu brot- unum. Verði möguleg refsing fyrir kyn- ferðisbrot gegn börnum hækkuð í ævi- langt fangelsi, leiði það sjálfkrafa til þess að fyrningarfrestur falli brott. Augljóslega er vilji til þess hjá fulltrú- um allra flokka í allsherjarnefnd að herða ákvæði laga um refsingar fyrir kynferð- isbrot gegn börnum og viðurkenna sér- stöðu þessara brota, sem felst m.a. í hin- um gífurlega aðstöðumun glæpamannsins og fórnarlambsins og því, að barn, sem brotið er á, áttar sig oft ekki á því fyrr en löngu síður hvílíkur glæpur hefur verið framinn gegn því. Það er jákvætt að frek- ari hreyfing er nú komin á þetta mál. Morgunblaðið hefur stutt frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar og meðflutn- ingsmanna hans og ítrekar þann stuðning. Hins vegar liggur það jafnframt í augum uppi að hugmyndir Jónínu Bjartmarz geta verið til þess fallnar að viðunandi lausn fá- ist í málið. Kynferðisbrot gegn börnum er svo andstyggilegur glæpur að það er ekki síður ástæða til að þar liggi ævilöng refs- ing við alvarlegustu brotunum en við t.d. landráðum, hryðjuverkum og mannrán- um. Glæpir af síðarnefnda taginu eiga sér sem betur fer nánast aldrei stað á Íslandi. Kynferðisbrot gegn börnum eru hins veg- ar skelfilega algeng. Barnaníðingum má ekki sýna neina linkind. Það er full ástæða til að þyngsta refsing liggi við alvarleg- ustu brotum þeirra – og þau fyrnist aldrei. H ALLDÓR Ásgríms- son forsætisráð- herra var við- staddur minningarathöfn í Moskvu í gærmorgun, þar sem þess var minnst að 60 ár voru liðin frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Yfir 60 þjóð- arleiðtogar voru viðstaddir at- höfnina og í móttöku og hádegisverði að henni lokinni í Kreml hitti Halldór marga helstu leiðtoga heims. Meðal þeirra voru Vladímír Pútín Rúss- landsforseti, George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, Junichiro Koizumi, for- sætisráðherra Japans, og leið- togar Norðurlandaþjóðanna. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði sett svip sinn á athöfnina hve margir þjóðarleiðtogar voru þar sam- ankomnir, sem og fyrrum herfor- ingjar og hermenn sem komu að stríðinu með einum eða öðrum hætti. Skýrt hefði komið fram í samtölum manna og ræðum að stríðslokaafmælið væri hátíð allra. „Andrúmsloftið var að mínu mati þægilegt. Ræða Pútíns bar vott um það sem gerðist í Rúss- landi og þær miklu fórnir sem Rússar urðu að færa. Hann minntist einnig þeirra sem börð- ust gegn nasismanum annars staðar, meðal annars í Þýska- landi þar sem fólk sætti sig ekki við það sem gerðist,“ sagði Hall- dór. Hann sagði stríðslokaafmælið fara fram við allt aðrar aðstæður en fyrir 60 árum. Þá hefði kalda stríðið hafist en eftir að því lauk hefðu aðrar hættur komið til sögunnar. Þannig hefði Pútín verið tíðrætt í ræðu sinni um hryðjuverkaógnina. Bush að lesa bók um þorskastríð Íslendinga og Breta Í stuttu samtali Halldórs við Bush kom fram að Bandaríkja- forseti hefði flogið yfir Ísland í ferð sinni nú til Eystrasaltsríkj- anna og Rússlands og séð mjög vel til landsins. Bush upplýsti ennfremur að hann væri að lesa forvitnilega bók um sögu þorsks- ins, þar sem m.a. er greint frá þorskastríðum Íslendinga og Breta. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðstaddur str Fjöldi þjóðarleiðt setti svip sinn á at Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is George w. Bush, forseti Bandaríkjanna, ræðir við Halldór Ásgrím gær. Umræðuefnið var einkum saga þorsksins og þorskastríðin á Forsætisráðherra ræðir við Jacques Chirac, forseta Frakklands, ÞAÐ virðist færast í vöxt að aðstandendur látins fólks neiti beiðnum um líffæragjafir. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar fimm íslenskra sérfræðinga á sviði lækninga og hjúkrunar á líffæragjöf- um á Íslandi á tímabilinu 1992 til 2002, sem birtar eru í Læknablaðinu. Sigurbergur Kárason, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum, og einn höfunda rannsóknarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið að svo virðist sem þessi þróun hafi verið svipuð á sein- ustu tveimur árum. Það er hugsanlega áhyggjuefni, að mati höfunda rannsóknarinnar, að aðstandend- ur virðast oftar neita beiðnum um líf- færagjafir í seinni tíð. Telja þeir þetta benda til þess að kynningu og þjóðfélags- umræðu skorti hér á landi. Við rann allra sem lé vogi 1992-20 færagjafa á listum og niðurstöðun létust 527 á þeim voru vegna heila færatöku hj tilvika og fé vika. Í umfjöll kemur fram neitun aðsta 60% tilvika ið á að yfirl mennrar af mikill meir færagjöfum samþykki h því,“ segir í Skortur á líffærum til ígræðslu Runólfur Pálsson, nýrnalæknir á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi og dósent í lyf- læknisfræði við Háskóla Íslands, fjallar um niðurstöðurnar í ritstjórnargrein Læknablaðsins og segir mesta athygli vekja við rannsóknina að samþykki að- standenda látinna fyrir líffæragjöf var ein- ungis veitt í 60% tilvika þar sem óskað var eftir henni. „Þótt tíðni samþykkis fyrir líf- færagjöf hérlendis sé svipuð og meðal margra annarra þjóða [...] er hún of lág í ljósi þess að skortur er á líffærum til ígræðslu,“ segir Runólfur í grein sinni. Fram kemur að ekki er vitað hverjar eru meginástæður fyrir neitun líffæragjaf- ar hér á landi. Samanburður við Norð- urlönd bendir einnig til að líffæragjöfum á hverja milljón íbúa í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð hafi farið fækkandi á seinustu tíu árum. Niðurstöður rannsóknar á líffæragjöfum á Ís Færist í vöxt að aðstan Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.