Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 32
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Svínið mitt
© DARGAUD
VIÐ ERUM BÚIN AÐ
FINNA ALLA NEMA
RÚNAR VIÐ
ERUM BÚIN
AÐ VERA AÐ
LEITA Í
KLUKKUTÍMA
ÞIÐ VITIÐ AÐ
HANN ER
BESTUR Í
FELULEIK
HALDIÐ
ÁFRAM AÐ
LEITA EN ÉG
GET SAGT
YKKUR AÐ
HANN ER
LANGT Í
BURTU
HANN ER ÞÁ
RÉTT HJÁ VIÐ ERUM BÚIN AÐ
LEITA ÚT UM ALLT! LÍKA ÍTRJÁNUM!
GROIN!!
VIÐ ERUM BÚIN AÐ FINNA
HANN. HANN VAR UNDIR
PILSINU HJÁ ÖMMU ÞINNI!
GROIN!
RÚNAR!
HANN ER
EKKI MJÖG
ÁNÆGÐUR
HVAÐ ER AÐ
VINUR MINN?
GROIN!
GROIN.. GROIN
GROIN GROIN....
GROIN
HVAÐ VAR
HANN AÐ
SEGJA?
HANN SAGÐI AÐ
ENGINN HEFÐI
FUNDIÐ HANN EF
AMMA HEFÐI EKKI
PRUMPAÐ
GRETTIR!
GRETTIR!
GRETTIR!
GRETTIR!
ÞÚ ÆTTIR AÐ
SJÁ SJÁLFAN ÞIG
ÞAÐ ER RÉTT HJÁ JÓNI.
ÉG LÍT ÚT FYRIR AÐ
VERA SVANGUR
BÆKUR ERU
EKKI ALLT!
VIÐ HÖFUM ORÐIÐ
VIÐSKILA VIÐ HÓPINN!
VIÐ ERUM
DAUÐADÆMDIR!
VIÐ VERÐUM AÐ BJARGA
OKKUR HJÁLPARLAUST Í
FRUMSKÓGINUM MEÐ
HÖFUÐIÐ EITT AÐ VOPNI
SKÁTAFORINGINN
SEGIR AÐ ÞÚ EIGIR AÐ
DRÍFA ÞIG AF STAÐ OG
REYNA AÐ VERÐA EKKI
SVONA LANGT Á EFTIR
ÖLLUM HINUM
VIÐ REYNUM BARA AÐ
TÝNA ÞEIM AFTUR Á
LEIÐINNI UPP HÆÐINA
Dagbók
Í dag er þriðjudagur 10. maí, 130. dagur ársins 2005
Chelsea er verðugurmeistari í ensku
knattspyrnunni. Yfir-
burðir liðsins hafa ver-
ið miklir í vetur. Það
hefur þegar jafnað
stigametið í 38 leikja
úrvalsdeild, 91 stig, og
getur hæglega slegið
gildandi met, 92 stig,
sem Manchester Unit-
ed setti í 42 leikja
deild árið 1994 en
Chelsea á tvo leiki
óleikna.
Að meðaltali hafa 83
stig dugað til að vinna
enska meistaratitilinn
á undanförnum níu árum í 38 leikja
keppni, sem undirstrikar enn frekar
afrek Chelsea.
Annað met sem fellur að líkindum
í vor snýr að vörn liðsins en ekkert
lið hefur í annan tíma fengið á sig
færri mörk í efstu deild í Englandi,
þau eru nú 13. Metið á Liverpool sem
fékk á sig 16 mörk í 42 leikjum vetur-
inn 1978–79. Arsenal á metið í úr-
valsdeildinni, fékk 17 mörk á sig
veturinn 1998–99, þó ekki dygði sá
árangur til meistaratignar.
Það er með ólíkindum að portú-
galski knattspyrnustjórinn José
Mourinho hafi náð þessum glæsilega
árangri á fyrsta ári sínu í starfi enda
þótt hann hafi úr meira
fé að moða en gengur
og gerist í sparkheim-
inum. Hann gerði tals-
verðar breytingar á
liði Chelsea síðastliðið
sumar og andardrátt-
ur aðdáenda félagsins
hefði eflaust ekki orðið
óreglulegur þó hann
hefði gefið sér eitt til
tvö ár til uppbygg-
ingar. Það fannst
kappanum hins vegar
óþarfi, virtist raunar
ekki efast eitt augna-
blik um það að hann
væri með meistaralið í
höndunum. Og hálfrar aldar bið er á
enda. Vel gert, Chelsea.
En það er ekki bara Mourinho
sem hefur slegið í gegn á stjórastóli í
Englandi í vetur. Norður á bítlaslóð
hefur annar ungur maður, David
Moyes, unnið það undraverk að
koma fábrotnu liði Everton í Meist-
aradeild Evrópu. Frammistaða sem
er engu minna afrek, að áliti Vík-
verja. Everton hefur á eftirminni-
legri leiktíð skotið mun betur mönn-
uðum sveitum ref fyrir rass, svo sem
Liverpool, Middlesbrough, New-
castle, Tottenham og Bolton. Vont er
að meta hvor þeirra er maður ársins,
Moyes eða Mourinho.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Nexus | Myndasöguverslunin Nexus á Hverfisgötu hélt upp á Fría mynda-
sögudaginn (Free Comic Book Day) síðasta laugardag. Myndasöguverslanir
um allan heim fagna þessum degi, en þá geta áhugasamir nálgast fríar
myndasögur.
Ýmsar uppákomur voru líka í gangi, m.a. lét þessi stormsveitarmaður úr
Stjörnustríði sjá sig. Þar sem stormsveitarmenn ferðast iðulega í hópum
verður að gera ráð fyrir því að hér sé um liðhlaupa að ræða. Það kemur lítið á
óvart svosem, enda ekki öfundsvert að vera undir stjórn hins grimmlynda
Svarthöfða!
Morgunblaðið/Golli
Stormsveitarmaður í stuði
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á
himni og jörðu.“ (Matt. 28, 18.)