Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 25
aratriði fræðimennsku átaldi ég í Mogganum í fyrra, enda hefði umfjöllun Þorleifs getað orðið ólíkt skarpari ef hann hefði tekist á við fyrri umfjallanir, í stað þess að draga fjöður yfir þær, af því hlýst bara loðmullulegt „annars vegar – hins vegar“. En nú hefur HG hefnt þessa, því hann nefnir aldrei 50 bls. umfjöllun Þorleifs um stíl Halldórs Laxness í árs- gamalli bók! Þetta verður að kalla reginhneyksli. Og eina skýringin sem ég get séð á þessari van- rækslusynd er, að hefði HG vikið að umfjöllun Þorleifs, þá hefði hann ekki getað haldið sér við íhaldskreddu sína að kalla Hall- dór Laxness realista. En að líta hjá bókmenntalegum sérkennum hans, það er að gera minna úr honum en maklegt var. Af þessari bók verður ekki séð hvernig HKL bar af öðrum skáldsagnahöf- undum. Það er helst í umfjöllun um síðustu sögur hans sem HG kemur að bókmenntalegum sér- kennum. Sagnamunur Það er óhjákvæmilegt að bera HG saman við þriggja binda ævi- sögu Hannesar Hólmsteins um sama efni, ævi Halldórs Laxness. Þótt hún sé miklu lengri, sé ég ekki að það saki, sjaldnast verður talað um smásmygli þar. HG er hinsvegar yfirfull af óþörfum end- urtekningum, t.d. endursegir hann jafnan auðskildar tilvitnanir sínar þegar á eftir. Umfjöllun Hólmsteins um bókmenntaleg sérkenni Laxness er miklu fremri en HG, enda þótt Hólmsteini sé hráefni og viðtökur sagna Lax- ness hugleiknara en efnistök hans. Það er hörmulegt til þess að hugsa, að fjölskylda Laxness skuli hafa einskorðað not af skjalasafni hans við Halldór Guðmundsson og Helgu Kress(!). Höfundur er bókmenntafræðingur. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 25 UMRÆÐAN NÝLEGA hafnaði héraðsnefnd Austur-Húnvetninga því að Blönduósbær verði slitinn frá þjóðvegi nr. 1. vegna fyrirhug- aðrar styttingar þjóðvegar nr. 1. Ekki finnst mér neitt undarlegt við ákvörðun héraðsnefndar í A-Hún. að vilja ekki slíta Blönduós frá þjóðvegi nr. 1 enda er Blöndu- ós stærsti þjónustukjarninn í Austur-Húnavatnssýslu. Blöndu- ósbær væri reyndar ekki til nema fyrir það að vera við þjóðveginn. Blanda var mikill faratálmi áður fyrr og byggðist snemma upp þjónusta fyrir ferðamenn við Blöndu sem varð síðar Blönduós- bær og er reyndar enn einn af helstu þjónustustöðum við okkar ágæta hringveg í dag. Akureyr- ingar eru afar hneykslaðir yfir af- stöðu Húnvetninga og skilja ekk- ert í því að Húnvetningar vilji ekki stytta leiðina milli Reykja- víkur og Akureyrar um nokkra kílómetra þó svo að Blönduósi sé fórnað. Bæjarstjórinn á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson, hefur tjáð sig opinberlega um þetta mál og var ekki annað að heyra en að hann væri mjög hneykslaður og jafnvel bara fúll yfir þessu skiln- ingsleysi í Húnvetningum í garð Akureyringa. Mér finnst þetta satt best að segja afskaplega undarleg afstaða sem Akureyr- ingar hafa. Á hringvegurinn bara að liggja frá Reykjavík til Akureyrar? Það er nokkuð ljóst að Akureyringar telja sig varla tilheyra landsbyggðinni með þessu háttarlagi og hafa greini- lega engan skilning á því að líf og störf Blönduósinga eru í upp- námi í þessari umræðu. Á sama tíma eru Akureyringar að krefjast þess að fá ríkisfyr- irtæki norður til Akureyrar. Það er dálítið undarlegt að svona smábær eins og Akureyri sé með slíka heimtufrekju eins og raun ber vitni. Það væri miklu nær að flytja stór og öflug ríkisfyrirtæki á Blönduós, þar er mun meiri þörf fyrir aukin atvinnutækifæri. Ef Akureyringar vilja fá Ak- ureyrarbraut frá Reykjavík til Akureyrar þá finnst mér þeir geti bara lagt þá braut sjálfir á sinn eigin reikning og þeir geta þá kallað þann veg Helgamagra- stræti hið lengra eða eitthvað í þá áttina. Við sem borgum skatta í þessu landi eigum ekki að þurfa að taka þátt í því að greiða götur Akureyringa sér- staklega á kostnað annarra á landsbyggðinni. ARNÞÓR SIGURÐSSON, Bjarnhólastíg 12, Kópavogi. Þjóðvegur nr. 1 eða Akureyrarbraut? Frá Arnþóri Sigurðssyni: Arnþór Sigurðsson ÞRIÐJUDAGINN 3. maí sl. skrif- aði Heiðrún Ýrr Júlíusdóttir í Morgunblaðið, um orðstír ís- lenskra kvenna, að gefnu tilefni. Eitt stóð mér þó ekki á sama um, sem var að Reykjavík væri að fá á sig það orðspor að vera „Bangkok norðursins“. Hér er vægast sagt óheppilega að orði komist. Eins og Flugleiðamenn markaðssetja fóst- urlandsins Freyju (og þar með sín- ar eigin systur og dætur) er víst ekki vanþörf á að andmæla en það hlýtur að vera hægt að gera það án þess að slettist á pilsfalda annarra kynsystra en íslenskra! Allir þekkja þann ógæfulega orðstír sem höfuðborg Taílands hefur fengið, en við skulum ekki falla í gryfju alhæfinga um taílenskar konur. Fordómar gegn þeim eru nógu miklir fyrir. Ég vona að fólk hugsi sig um, láti siðprúðar konur njóta sannmælis, hvaðan sem þær eru, og forðist svona óheppilegt orðalag. VÉSTEINN VALGARÐSSON, Hólatorgi 4, 101 Reykjavík. „Bangkok norðursins“? Nei, heyrið mig nú! Frá Vésteini Valgarðssyni námsmanni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka um- ræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilis- ofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyr- ir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýsingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bíla- leigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í land- inu.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar UM þessar mundir rekur hvert glæsimótið á fætur öðru fyrir börn og unglinga. Laug- ardaginn 7. maí sl. var haldið Stelpumót Olís og Hellis sem fram fór í höfuðstöðvum fyrir- tækisins. Öllum stúlkum sem ganga í grunnskóla gafst kostur á að taka þátt og mættu alls 23 vaskar meyjar. Fyrirfram mátti búast að keppnin um efsta sætið stæði á milli Hallgerðar Helgu Þorsteinsdóttur og Elsu Maríu Þorfinnsdóttur en Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari stúlkna í yngri flokki, sló þeim ref fyrir rass. Hún fékk 5½ vinning af 6 mögu- legum en Elsa María kom næst með 5 vinninga. Sigríður Björg Helgadóttir hreppti þriðja sætið með 4½ vinning en Hallgerður Helga varð að láta sér lynda fjórða sætið með jafnmarga vinninga en færri stig. Loka- stöðu mótsins er hægt að nálgast á www.skak.is en sérstök auka- verðlaun voru veitt fyrir hvern aldursflokk. Hallgerður Helga varð hlutskörpust í þeim elsta (fædd 1989–1992), Gyða Katrín Guðnadóttir í þeim næsta (fædd 1993–94) og Hulda Hrund Björnsdóttir í þeim yngsta (fædd 1995 og síðar). Hallgerður Finnsdóttir fékk sérstök verð- laun sem yngsti keppandinn en hún er aðeins sjö ára. Hún og vinkona hennar, Auður Pálma- dóttir, voru að tefla á sínu fyrsta skákmóti og var þeim klappað lof í lófa í mótslok. Báðar stúlk- urnar höfðu daginn áður farið í sinn fyrsta skáktíma hjá Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Allir kepp- endur fengu vegleg verðlaun; þær sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin fengu frá Olís úttektir í Kringlunni og bakpoka en aðrir keppendur gátu valið sér gjafir frá Zonet og Bókabúð Máls og menningar í Síðumúla. Nöfn Huldu Hrundar og Sigríðar Bjargar voru dregin út í happ- drætti og fengu tvær Kasparov- skáktölvur. Í næsta skákþætti verður gerð úttekt á íslenskri kvennaskák en samhliða stúlkna- mótinu var haldinn drottningar- flokkur þar sem þátt tóku Ás- laug Kristinsdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Lenka Ptácní- ková, og Sigurlaug Friðþjófs- dóttir. Gamla brýnið og fyrrum Norðurlandameistarinn, Guð- laug, bar sigur úr býtum en í öðru sæti varð Guðfríður Lilja. Gunnar Björnsson og Vigfús Vigfússon sáu um skákstjórn. Ingvar Tívolímeistari í annað skiptið í röð Lokamót Tívolísyrpu Hróksins og Íslandsbanka fór fram sunnu- daginn 8. maí í höfuðstöðvum bankans. Alls tóku 16 krakkar þátt og varð Ingvar Ásbjörnsson efstur annað árið í röð. Sigur- launin voru ekki af verri end- anum en hann fékk ferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar. Þegar hann vann síðustu keppni í des- ember 2004 nýtti hann verð- launaferðina til þess að keppa á alþjóðlegu móti í Þýskalandi. Fyrsti Tívolímeistarinn, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, lenti í öðru sæti en hinn sigurstranglegi Hjörvar Steinn Grétarsson þurfti að gera sér þriðja sætið að góðu. Nánari úrslit mótsins er að finna á www.hrokurinn.is en að mótinu loknu hlutu allir þátttak- endur, sem og gestir af yngri kynslóðinni, ferðatafl að gjöf frá Íslandsbanka. Þrjú efstu hlutu verðlaunapening ásamt því að meistarinn hlaut veglegan bikar í boði Árna Höskuldssonar gull- smiðs. Þrjár öndvegis skáktölvur voru dregnar út í boði Pennans svo að allir sem þátt tóku fengu eitthvað við sitt hæfi. Næsta syrpa hefst í haust en liðsmenn Hróksins hafa haft veg og vanda af mótshaldinu. Davíð efstur en Þór skákmeistari Norðlendinga Skákþing Norðlendinga 2005 fór fram á Siglufirði dagana 6.–8. maí. Alls tóku 14 þátt í opnum flokki og varð Davíð Kjartansson hlutskarpastur með 6 vinninga af 7 mögulegum. Dagur Arngríms- son kom næstur með 5½ vinning en Þór Valtýsson fékk bronsið með 4½ vinning. Þetta þýddi að Þór varð skákmeistari Norðlend- inga þar eð efstu tveir keppend- urnir eru búsettir á höfuðborg- arsvæðinu. Nánari upplýsingar um lokastöðu mótsins er að finna á www.skak.is en einnig var keppt í nokkrum flokkum skipt eftir aldri. Mikael Jóhann Karls- son (Akureyri) varð efstur í flokki 7–9 ára, Fannar Örn Haf- þórsson (Siglufirði) varð hlut- skarpastur í flokki 10–12 ára, Ólafur Ólafsson (Akureyri) sigr- aði í flokki 13–16 ára og Ulker Gasanova (Akureyri) varð efst í stúlknaflokki. Davíð Kjartansson varð hlutskarpastur í hraðskák- móti Norðlendinga en hann fékk 11 vinninga af 14 mögulegum. Dagur Arngrímsson og Ólafur Kristjánsson komu næstir með 10 vinninga og varð Ólafur því hraðskákmeistari Norðurlands. Í hraðskákmóti barna- og unglinga varð Mikael Jóhann Karlsson efstur en Ólafur Ólafsson kom næstur. Sóknarpresturinn á Siglufirði, Sigurður Ægisson, hafði umsjón með mótinu. Jóhanna Björg og Ingvar Ásbjörnsson sigursæl SKÁK Olís og Íslandsbanki STÚLKNAMÓT HELLIS OG TÍVOLÍSYRPA HRÓKSINS 7. og 8. maí 2005 Morgunblaðið/Ómar Tívolímeistarinn, Ingvar Ásbjörnsson. Morgunblaðið/Ómar Jóhanna Björg, t.v., var í fararbroddi á mótum helgarinnar. HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.