Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
Rómuð
gestasýning!
Græna landið
Eftir Ólaf Hauk Símonarson
Gestasýning frá Þjóðleikhúsinu
Fös 13. 5 kl. 20
Lau 14. 5 kl. 15
Leiklistarnámskeið í sumar.
Námskeið fyrir alla aldursflokka.
Nánari upplýsingar á
www.leikfelag.is
Skráning stendur yfir.
10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400
Ath. Aðgangur ókeypis
Apótekarinn eftir Haydn
Óperustúdíó Íslensku óperunnar og Listaháskóla Íslands
Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is
Miðasala í síma 568 8000 -
og á netinu: www.borgarleikhus.is
A›alfundur Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands
ver›ur haldinn fimmtudaginn 12. maí 2005 kl. 17.45
í Sunnusal Hótel Sögu. Á dagskrá fundarins eru
venjuleg a›alfundarstörf.
Fundarbo›
Stjórn Vinafélags
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
JÓN Hallsson, meðlimur í Karla-
kór Reykjavíkur til fimmtíu ára,
var heiðraður fyrir þátttöku sína í
starfi kórsins í síðustu viku. Veitti
hann viðtöku áletruðum viðurkenn-
ingargrip á vortónleikum kórsins,
sem fram fóru í Ými um helgina.
„Já, ég tók inntökupróf í kórinn
1. október 1954 og komst inn.
Mætti held ég á fyrstu æfinguna
síðar í þeim mánuði,“ segir Jón í
samtali við Morgunblaðið. Hann
segir alltaf hafa verið jafngaman
að starfa með kórnum. „Ég held
nú það. Annars væri ég ekki búinn
að vera í þessu svona lengi,“ segir
hann og hlær. „Þetta hefur verið
alveg dásamlegur tími.“
Margt breyst á hálfri öld
Á þessari hálfu öld hlýtur kór-
starfið í Karlakór Reykjavíkur að
hafa tekið nokkrum stakkaskipt-
um. Jón hefur til dæmis starfað
með öllum kórstjórum kórsins og
segir þá alla hafa verið góða, þó
vinnubrögðin hafi verið ólík. „Það
er auðvitað talsverður munur á
þessum mönnum og maður þarf að
læra inn á hvern og einn fyrir sig.
Þeir hafa mjög ólíka hætti við
stjórnun. En það hefur verið gam-
an að vinna með þeim öllum,“ seg-
ir hann.
Þá hefur æfingamynstur kórsins
talsvert breyst í áranna rás, að
sögn Jóns, en áður var sá háttur
hafður á að æfa í röddum fram að
jólum og síðan saman sem kór eft-
ir jól, og afrakstur vinnunnar síðan
gerður heyrinkunnur á vortón-
leikum. Um þrettán ára skeið hef-
ur kórinn hins vegar haldið tvenna
fasta tónleika auk annarra verk-
efna á ári hverju, árlega jóla-
tónleika sem oftast eru haldnir í
Hallgrímskirkju, og vortónleika –
þá sömu og kórinn hélt í Ými á
dögunum. „Þetta hefur breyst
mjög mikið í áranna rás og við
höldum miklu fleiri tónleika núorð-
ið, auk annarra verkefna,“ segir
Jón.
Það er barítónrödd sem Jón hef-
ur og því syngur hann 1. bassa
með kórnum, með stöku und-
antekningu þó. „Eitt árið söng ég í
2. bassa, þó ég hafi barítónrödd,“
útskýrir hann. „En það var nú
bara mér til gamans og vegna þess
að það vantaði raddir í 2. bassa.“
Jón segir mun færri söngmenn
hafa verið í kórnum á fyrstu
starfsárum hans en nú eru. End-
urnýjun hafi þó verið stöðug og
sérstaklega hafi margir nýir bæst í
hópinn undanfarin þrjú ár. En
enginn í kórnum hefur starfað eins
lengi og Jón. „Ekki í Karlakór
Reykjavíkur, ég veit ekki til þess,“
segir hann, en viðurkennir að það
hafi nokkrum sinnum hvarflað að
honum að hætta í kórnum – og
jafnvel látið verða af því. „Ég fyllt-
ist hins vegar óyndi þegar ég
hætti að mæta á æfingar. Þoldi
ekki við, gekk bara um gólf þegar
ég vissi að það voru æfingar. Það
leið aldrei langur tími þar til ég
var byrjaður að mæta aftur.“
Sungið alla ævi
Líf Jóns hefur því einkennst af
söng, því auk áranna fimmtíu í
Karlakór Reykjavíkur hefur hann
sungið frá blautu barnsbeini. „Ég
byrjaði ungur að syngja, strax í
barnaskóla og það fylgdi mér upp í
gagnfræðaskóla þar sem við sung-
um þrír piltar saman undir stjórn
Ragnars Björnssonar. Svo fór ég í
kirkjukór Siglufjarðar, sem Ragn-
ar stjórnaði líka,“ segir Jón, sem
síðan hóf fyrstu spor sín í karlakór
í Menntaskólanum á Akureyri. Það
var þó fyrst og fremst af þeirri
ástæðu að stúlkurnar létu sig
vanta á æfingar, að kórinn varð
karlakór. „Já, þær mættu svo illa,
dömurnar. En þegar ég kom hing-
að suður söng ég eitt ár með Stúd-
entakórnum og síðan tók Karla-
kórinn við, 1954.“
En er hann á leiðinni að hætta?
„Ja, nú er ekki gott að segja,“
svarar Jón og hlær. „Meðan ég hef
heilsu og getu til, þá hef ég svo
mikið gaman af þessu. Það hefur
auðvitað allt sín takmörk, eins og
maður segir, og ef röddin fer að
bresta þá verð ég fljótur að hætta.
En meðan það gengur eins og í
dag er bara svo gaman og á meðan
félagarnir vilja hafa mig, þá…“
Tónlist | Jón Hallsson, meðlimur í Karlakór Reykjavíkur,
heiðraður fyrir fimmtíu ára starf með kórnum
„Þetta hefur verið al-
veg dásamlegur tími“
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Jón Hallsson hlaut viðurkenningu um helgina en hann hefur starfað í hálfa öld með Karlakór Reykjavíkur.
HJÁ Máli og menningu eru komn-
ar út fjórar af vinsælustu bókum
Astridar Lindgren, Elsku Míó
minn, Kalli á þakinu, Bróðir minn
Ljónshjarta og Lína á Katt-
arattey. Allar bækurnar hafa ver-
ið ófáanlegar um nokkurt skeið.
Elsku Míó minn fjallar um níu ára
gamlan dreng Búa Vilhjálm Ólafs-
son. Elsku Míó minn þykir ein af
perlunum úr sagnasafni Lindgren.
Heimir Pálsson þýddi. Kalli á þak-
inu er sannarlega óvenjulegur vin-
ur. Hann er gráðugur og eigin-
gjarn og hagar sér alls ekki eins
og Bróa er kennt að gera. En
hann er líka skemmtilegur og
uppfinningasamur – og sum
vandamál Bróa getur enginn leyst
betur en Kalli á þakinu. Hér kem-
ur bókin út í nýrri þýðingu Silju
Aðalsteinsdóttur.
Lína langsokkur á Kattarattey
er byggð á texta Astridar Lind-
gren í bókinni Lína Langsokkur í
Suðurhöfum. Sigrún Árnadóttir
þýddi. Bróðir minn Ljónshjarta er
að margra mati ein fallegasta saga
Astridar Lindgren. Jónatan segir
litla bróður sínum, Snúði sem er
dauðvona, frá Nangijala, landinu
sem maður fer til þegar maður
deyr. Þorleifur Hauksson þýddi.
Verð hverrar bókar um sig er
2.490 kr., nema Lína á Katt-
arattey sem kostar 1.990 kr.
Barnabækur endurútgefnar
Klapparstíg 44
sími 562 3614
Gluggagrind 60 cm.
Verð kr. 1.900
Gluggagrind (smíðajárn) með fóðri
60 cm. Verð kr. 2.700