Morgunblaðið - 10.05.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 10.05.2005, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ þykir ganga kraftaverki næst að fjórir erlendir starfsmenn við Kárahnjúkastíflu skyldu sleppa lítið slasaðir er tveir vinnu- pallar sem þeir voru á féllu úr mik- illi hæð við Kárahnjúkastíflu í gær. Í fyrstu var talið að tveir mann- anna, Portúgali og Pólverji, hefðu slasast alvarlega og voru þeir fluttir með sjúkraflugi á gjör- gæsludeild Landspítalans í Foss- vogi. Þar kom hins vegar á daginn að hvorugur þeirra var alvarlega slasaður. „Líðan þeirra er ótrúlega góð og með ólíkindum hvað þeir sluppu vel,“ sagði vakthafandi læknir í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Við fyrstu skoðun kom í ljós að annar mannanna hafði hælbrotnað. Voru þeir til öryggis undir eftirliti á gjörgæsludeild í nótt. Voru að losa palla af steypu- móti er þeir féllu skyndilega Slysið varð um kl. 13 í gærdag. Voru mennirnir fjórir að störfum á tveimur vinnupöllum við að losa þá af steypumótum sem notuð voru við að steypa upp svonefndan tá- vegg í Kárahnjúkastíflu. Vinnu- pallarnir sem voru í níu og ellefu metra hæð féllu skyndilega beint til jarðar og mennirnir fjórir með. Einnig hrundi hluti steypumótsins niður. Komu mennirnir niður á sand- og malarfyllingu sem er lón- megin við távegginn, skv. upplýs- ingum Ómars Valdimarssonar, talsmanns Impregilo. Mennirnir tveir sem talið var í fyrstu að hefðu slasast alvarlega voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkra- hús á Egilsstöðum og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Hinir mennirnir sem báðir eru Pólverjar sluppu lítið sem ekkert meiddir. Annar þeirra hlaut þó skrámur og tognaði á fæti. Fengu þeir að- hlynningu læknis á virkjanasvæð- inu. „Mér finnst alveg ótrúlegt að nokkur hafi getað lifað þetta af,“ segir Sigurjón Andri Guðmunds- son, lögreglumaður á Seyðisfirði, Svæðinu lokað Lögregla og Vinnueftirlitið hófu þegar í gærdag rannsókn málsins á vettvangi en svæðinu þar sem slysið átti sér stað hefur verið lok- að. Fyrir nokkrum dögum voru settar upp öryggisgirðingar við tá- vegginn til að vernda starfsmenn- ina fyrir grjóthruni. Sigurjón segir að mennirnir hafi verið að losa skrúfboltafestingar á vinnupöllunum, og voru tveir á hvorum palli. „Þeir voru að losa pallana niður og virðast hafa stað- ið í þeim á meðan þeir voru að losa þá að mestu. Hugsanlega hafa þeir losað þá of mikið þar sem ekki var búið að festa krækju í pallana með krana,“ segir hann. eftir að hafa verið við rannsókn á vettvangi í gær ásamt fulltrúum Vinnueftirlitsins. Að sögn hans er bæði sandur og stórgrýti á jörðinni þar sem pall- arnir féllu niður. Þar lágu einnig barkar af hitablásara sem hugs- anlega hafa dregið úr högginu þegar mennirnir féllu niður, að sögn hans. Fjórir menn sluppu lítið slasaðir þegar þeir féllu níu og ellefu metra með vinnupöllum við Kárahnjúkastíflu í gær „Ótrúlegt að nokkur skuli hafa lifað þetta af“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd. Verkamenn að störfum á vinnupöllum sem festir eru við steypumót á svonefndum távegg Kárahnjúkastíflu, þar sem slysið átti sér stað í gær. Myndin var tekin síðastliðinn sunnudag. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FLUGÞJÓNUSTAN á Keflavíkurflugvelli (Iceland Ground Service, IGS) braut gegn samkeppnislögum með tvennum hætti þegar félagið samdi við þýskt flugfélag. Verð í samningnum var undir kostnaði og samning- urinn var til þriggja ára án uppsagnar- ákvæðis, að því er fram kemur í bráðabirgða- ákvörðun Samkeppnisstofnunar. Vallarvinir, samkeppnisaðilar Flugþjón- ustunnar í þjónustu fyrir flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli, kvörtuðu til samkeppn- isyfirvalda vegna samnings Flugþjónust- unnar við þýska flugfélagið LTU, sem áður hafði verið þjónustað af Vallarvinum. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri IGS, segir að félagið samþykki að samningurinn hefði átt að fela í sér uppsagnarákvæði, og segir að honum verði breytt til samræmis við ákvörðun Samkeppnisstofnunar. Hann tekur þó alls ekki undir það álit stofnunarinnar að IGS hafi verðlagt þjónustu sína við þýska flugfélagið undir kostnaði, og segir að því áliti Samkeppnisstofnunar verði svarað fyrir 20. maí, þegar frestur til að skila andmælum rennur út. Samkeppnisstofnun úrskurðaði til bráða- birgða vegna þess að of löng bið eftir nið- urstöðu geti leitt til enn frekari röskunar á samkeppni á þessum markaði, og verulegrar hættu á því að Vallarvinir hrökklist út af markaðinum ef ekki er tekið í taumana. Flugþjónustan IGS brot- leg við samkeppnislög Viðurkenna sök að hluta  Braut gegn/11 FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur látið ganga frá stefnu til Félagsdóms á hendur Heilsugæslunni í Reykjavík (HR) vegna meintra ólögmætra afskipta forstjóra HR í deilu hjúkrunarfræðinga við forsvarsmenn HR um aksturssamninga á seinasta ári. Stefnt er vegna umdeilds bréfs sem forstjór- inn sendi nokkrum hjúkrunarfræðingum í júní í fyrra með sérstakri umbun sem þakklætisvott fyrir trúmennsku og ósérhlífni „í þeim erfið- leikum sem steðjuðu að Miðstöð heimahjúkr- unar í mars sl. þegar stór hluti starfsmanna sagði upp störfum“, eins og sagði m.a. í bréfinu. eða akstursfyrirkomulagi sem uppsögn starfs- sambands. Þeir félagsmenn Fíh sem litu hins vegar svo á og mættu ekki til vinnu 1. mars 2004 fengu ekki þakklætisvott. „Í kjölfar þessa leitaði stjórn Fíh til BHM um ráðgjöf varðandi stöðu málsins. Laganefnd BHM úrskurðaði að HR hefði með áðurnefnd- um þakklætisvotti brotið lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 og höfða mætti mál fyrir Félagsdómi. Stjórn Fíh fól framkvæmda- stjóra BHM sem jafnframt er héraðsdómslög- maður að sækja málið. Stefna vegna málsins er nú tilbúin,“ segir í skýrslunni. Þeir sem ekki mættu til vinnu fengu ekki þakklætisvott Lögfræðingur BHM fer með málið fyrir hönd hjúkrunarfræðinga og að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns Fíh, er stefnan tilbúin en beðið er samþykkis Félagsdóms fyr- ir að leggja megi stefnuna fyrir dóminn. Fjallað er um deiluna í skýrslu stjórnar á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga sem hófst í gær. Þar segir að aðeins þeir félagsmenn Fíh hafi fengið þakklætisvottinn, sem litu ekki á uppsögn á aksturssamningum Fjallað um deilu vegna aksturssamninga og heimahjúkrunar á fulltrúaþingi Fíh Ætla að stefna Heilsu- gæslunni fyrir Félagsdóm DREIFINGU á sérútgáfu Lesbókar Morgunblaðsins með verki eftir Ólaf Elíasson hefur verið frestað til fimmtu- dags. Til stóð að dreifa henni með Morg- unblaðinu í dag en vegna tæknilegra ástæðna varð að fresta því um tvo daga. Dreifingu frestað BRESKA tískukeðjan Oasis, sem er í eigu Baugs Group, mun bráð- lega opna sínu fyrstu deild í vöruhúsi í Peking, höfuðborg Kína, og mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opna deildina formlega. Í lok apríl rak fyr- irtækið 34 slíkar deildir í kínverskum vöru- húsum og stefnir á að reka 71 slíka þegar líða tekur á sumarið að sögn Derek Love- lock, forstjóra Mosaic sem rekur Oasis. Hann segir 60% alls tískufatnaðar sem seld- ur er í Kína vera seld í slíkum deildum. Forseti Íslands opn- ar Oasis í Peking Íslandsmeistaralið FH úr Hafnarfirði sigraði bik- armeistaralið Keflavíkur í Meistarakeppni Knatt- spyrnusambands Íslands í gær í karlaflokki, 2:0. Forsvarsmenn, þjálf- arar og fyrirliðar knatt- spyrnuliða í Lands- bankadeild karla eru sammála um að Fimleikafélag Hafnarfjarðar verji titil sinn frá því í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félags- ins í efstu deild í knattspyrnu. Samkvæmt spá sem birt var í gær verða FH-ingar Ís- landsmeistarar og KR verður í öðru sæti. Í Landsbankadeild kvenna var það sama uppi á teningnum en þar er Íslandsmeist- araliði Vals spáð titlinum en liðið varð á dög- unum deildabikarmeistari. FH og Val spáð góðu gengi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.