Morgunblaðið - 10.05.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 10.05.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 33 DAGBÓK Félag háskólakvenna var stofnað 1928 oger hluti af alþjóðlegum samtökum há-skólakvenna. Félagið hefur alla tíð ver-ið mjög lifandi félag að sögn Geirlaugar Þorvaldsdóttur formanns félagsins. Styrkveit- ingar eru stór hluti af starfi félagsins en auk þess að veita íslenskum konum styrki hefur það að- stoðað sambærileg félög erlendis sem eru illa stödd. Veittir eru styrkir þriðja hvert ár. Fyrir þremur árum fékk bókasafn félags háskólakvenna í Nepal styrk en í ár fer hann á tvo staði. Fyrst má nefna tækninámskeið fyrir konur í háskólanum í Dakar í Síerra Leone og einnig fá ungar stúlkur í Senegal sem hafa þurft að hætta í skóla vegna fá- tæktar styrk. Í félaginu eru um 400 konur. „Okkar félag er svolítið sérstakt í alþjóðasamtökunum því félagið er ekki eingöngu fyrir háskólakonur, heldur líka þær, sem eru með stúdentspróf og hafa alltaf möguleika á að bæta við menntun sína,“ segir Geirlaug. Mottó alþjóðlegu samtakanna er að mennta konur eða mennta heila fjölskyldu. „Menntun kvenna skilar sér yfirleitt til annarra fjölskyldumeðlima,“ útskýrir Geirlaug nánar. Vorfundir félagsins hafa verið vel sóttir og Geirlaug segir ástæðuna vera skemmtilegt yf- irbragð þeirra og útskýrir nánar: „Fundirnir hafa verið matar- og fræðslufundir þar sem við tökum fyrir eitt land sem er í alþjóðlegum samtökum há- skólakvenna, til dæmis höfum við kynnt okkur Mexíkó og Japan. Þá hefur verið fyrirlestur um landið, menningu þess og stöðu kvenna í því landi og borðum mat frá viðkomandi landi.“ Annað kvöld verður aðeins breyting á en þá verður Ís- land tekið fyrir og íslensk myndlist verður aðal- viðfangsefni fundarins. Tímarit félags íslenskra háskólakvenna sem kom út í nóvember tengdist líka list en það var að þessu sinni tileinkað nýja samnorræna menningarhúsinu sem er staðsett á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Í blaðinu voru viðtöl við til dæmis Vigdísi Finnbogadóttur og Önnu Maríu Bogadóttur um húsið. Á morgun er árlegur vorfundur félagsins og hefst hann á því að fundargestir skoða listasafn Hótels Holts undir leiðsögn Aðalsteins Ingólfs- sonar listfræðings. Í boði verður góður, íslenskur matur en gestur kvöldsins er Karólína Lár- usdóttir myndlistarkona. „Mikil áhersla er á ís- lenska náttúru og fólkið í landinu í myndum Karólínu og hún tekur konur sérstaklega fyrir. Það er því mjög áhugavert að kíkja í hugarheim hennar,“ segir Geirlaug að lokum. Árlegur vorfundur Félags íslenskra háskóla- kvenna verður á morgun kl. 18. Skráning fer fram hjá formanni félagsins. Fundur | Félag háskólamenntaðra kvenna Konur styrkja konur til náms  Geirlaug Þorvalds- dóttir er formaður fé- lags íslenskra háskóla- kvenna. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1960. Hún lauk BA-prófi í lat- ínu frá Háskóla Íslands og prófi frá Leiklist- arskóla Þjóðleikhússins árið 1972. Geirlaug starfaði við leiklistarstörf um árabil. Hún var kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð í 30 ár. Undanfarið hefur hún unnið við rekstur og viðskipti. 60 ÁRA afmæli. Sextug er í dag,þriðjudaginn 10. maí, Kristín María Eggertsdóttir, Starengi 28, 112 Reykjavík. Kristín verður að heiman á afmæl- isdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Fáum arð af sölu Símans Í LJÓSI væntanlegrar sölu Símans, væri vert að skoða hvernig söluverð- ið nýtist best. Margir vilja leggja vegi, byggja brýr, bora göng, reisa sjúkrahús, eða bara mála bæinn rauðan. Hverj- um finnst sinn fífill fagur. Sá fífill sem ég hrífst einna mest af er sá að nýta hverja einustu krónu í að greiða hluta af erlendum skuldum ríkissjóðs. Það þarf ekki greiða vaxtagjöld af uppgreiddum lánum. Ef til vill mætti þá skoða hvort nýta mætti þau spöruðu gjöld. Ég hef auðvitað fífil fyrir þá summu líka … borga upp enn meira af erlendu lánunum. Haraldur Baldursson, tæknifræðingur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft HVERN langar að kalla sig helv… hálfvita? Þetta var ég kallaður heima hjá mér af þriggja ára dóttur minni nýlega. Svo núna í vikunni var mér sagt að drulla mér í burtu. Mér sýnist því að dóttir mín sé að ná allri auglýsingunni frá Umferðarráði því ekki lærir hún þetta heima hjá sér. Þá er hægt að segja að þessi auglýs- ing sé til að vekja athygli á því hvernig á ekki að haga sér. Ég hef reynt að segja dóttur minni það og skýra það út fyrir henni að þessi auglýsing sé til að kenna fólki hvern- ig ekki á að haga sér en greinilega án árangurs. Niðurstaða mín er því að þessi auglýsing frá Umferðarráði sé fyrir neðan allar hellur. Umferð- arráð hlýtur að geta vakið athygli á sínum málstað með öðrum hætti. Mér finnst því að Umferðarráð verði að fara að taka sér tak í stað þess að vera í stríði við almenning vegna vafasamra auglýsinga. Auglýsingar Umferðarráðs síðustu vikur eru þeim ekki til framdráttar. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. SM. Aukin fátækt ÉG var á ferðalagi um Litháen um tíma og varð vitni að því að fólk kom með mat og föt í pokum og lagði við ruslagáma. Því næst kom tötrum klætt fólk, tók pokana, settist niður og skipti matvælum o.fl. á milli sín. Auk þess sá ég oft fátækt fólk leit- andi í ruslagámum, tína spýtur og alls konar rusl sem hægt var að brenna til að halda á sér hita. Fá- tækt hefur því miður aukist hér á Ís- landi og fólk stendur í biðröðun við hjálparstofnanir, sem áður fyrr þekktist ekki. Ef ekkert verður að gert til þess að vinna gegn aukinni fátækt hér gæti svo farið að það sem ég varð vitni að í Litháen verði því miður að veruleika hér. Halli. Hættum við framboð til öryggisráðs SÞ MIG langar til að hvetja utanrík- isráðherra til að hætta við framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ég vinn á fjölmennum vinnustað þar sem þetta hefur talsvert verið rætt, og það finnst varla nokkur maður sem er þessu fylgjandi. Hygg ég að því sé líkt farið víðar í þjóð- félaginu. Tryggvi. Leitar að Herberti ÉG ER að leita að manni sem heitir Herbert og kom fram í sjónvarps- viðtali hjá Eiríki Jónssyni fyrir 11 árum. Ef Herbert sér þessar línur er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 899-9955. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Be7 5. 0-0 d6 6. c3 0-0 7. He1 Ra5 8. Bb5 a6 9. Ba4 b5 10. Bc2 c5 11. Rbd2 Rc6 12. Rf1 He8 13. h3 h6 14. a4 Be6 15. d4 cxd4 16. cxd4 exd4 17. Rxd4 Rxd4 18. Dxd4 Hc8 19. Re3 d5 20. exd5 Rxd5 21. Dd3 Rf6 22. axb5 axb5 23. Dxb5 Bc5 24. Ba4 Bd7 25. Df1 Bxa4 26. Hxa4 Re4 27. Hd1 Db6 28. Hc4 De6 29. b3 Ha8 30. b4 Bb6 31. Hc2 Ha1 32. Kh1 f5 33. b5 Staðan kom upp á Azura-at- skákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Brussel í Belgíu. Arkadij Naiditsch (2626) hafði svart gegn Alexandre Dgebuadze (2.534). 33. ... Hxc1! 34. Hdxc1 Bxe3 35. He1 35. fxe3 hefði ekki gengið upp þar sem svartur hefði unnið hvítu drottninguna eftir 35...Rg3+. 35... Bb6 36. Kg1 De5 37. Dc4+ Kh7 38. Hee2 Hd8 39. Hc1 Df4 40. Hce1 Bxf2+ og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi ÁssGrétarsson Svartur á leik. Með kveðju. Grétar, sími 696 1126. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli FOSSVOGUR – GERÐIN, ÍBÚÐ ÓSKAST Mér hefur verið falið að leita eftir 3ja-4ra herbergja íbúð í Fossvogi eða Gerðunum fyrir ákveðinn kaupanda. Um ríflegan afhendingartíma getur verið að ræða. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Bæjargil - Einbýli - 210 Garðabæ Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Vandað ca 193 fm einbýli á tveimur hæðum, staðsett á rólegum stað í Bæjargili. Á neðri hæð eru stofur, eldhús m. nýlegri fallegri innréttingu, gestasnyrting og þvottahús. Á efri hæð eru 4 svefnher- bergi, gott sjónvarpshol og baðherbergi. Geymsluris yfir húsinu. Innbyggður bílskúr. Stór vel skipulögð lóð. Vandað hús á góðum stað. Verð 44 millj. 6426 Sumarhús - Lóubraut 5 - Flúðum Bústaðurinn, sem er 77 fm að stærð, skiptist þannig: Aðalrými 54 fm sem er með 2 rúm- góðum svefnherbergjum, baði, samliggjandi stofu og eldhúsi, manngengt 20 fm svefnloft og 3 fm geymsla. Inntak fyrir heitt og kalt vatn verður í geymslu og einnig verður kom- ið fyrir rotþró. Bústaðurinn stendur á sex steyptum veggjum á púða. Hann er tilbúinn til innréttinga og gólfefna, en hægt er að skila honum lengra komnum. Hann stendur á leigulóð með 50 ára samning, leigan er ca 30.000 á ári. Verð 10,0 millj. í núverandi ástandi en fullbúin 13. millj 109036 VÍS-kórinn heldur sína árlegu vor- tónleika í Seltjarnar- neskirkju annað kvöld. Flutt verður mess- an Misa Criolla eftir argentínska tón- skáldið Ariel Ram- irez. Einnig verða á efnisskránni lög frá Kúbu, Venezúela og víðar. Einsöngvari í messunni er Snorri Wium. Einnig syngja nokkrir kórfélagar ýmis minni einsöngs- hlutverk. Söngfólkinu til fulltingis er sex manna hljómsveit, sem saman- stendur af þrem slagverksleik- urum, sembal, kontrabassa og charango-gítar, og er þetta senni- lega í fyrsta sinn sem þessi suður- amerísk-ættaði gítar hljómar á tónleikum hér á landi. Misa Criolla hefur notið mikilla vinsælda um allan heim frá því hún var frumflutt í Buenos Aires árið 1964. Hún var fyrst flutt í Evrópu, nánar tiltekið í Hol- landi árið 1965. Allir messutextarnir eru á tungumáli uppruna- landsins, spænsku, og þykir það nokkuð sérstætt, þar eð lang- oftast eru þessir textar á latínu, sér- ílagi í þeim löndum sem aðhyllast kaþ- ólska kristni. Með þessum tón- leikum lýkur öðru starfsári VÍS-kórsins. Langflestir meðlimir kórsins eru starfsmenn Vátrygg- ingafélags Íslands, og lætur nærri að um fimmtungur starfsmanna þess í Reykjavík syngi með kórn- um. Formaður kórsins og að- alhvatamaður að stofnun hans er Ingibjörg Ólafsdóttir. Tónleikarnir hefjast kl. 20 á miðvikudagskvöldið. Miðasala er við innganginn. Stjórnandi VÍS-kórsins er Björn Thorarensen. VÍS-kórinn í Sel- tjarnarneskirkju Snorri Wium

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.