Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 1
Allir ganga í fötum Linda Björg hannar efni fyrir hátískuhús | Daglegt líf Í rólegri kantinum Fyrsta plata Hildar Völu kemur út í dag | Menning Íþróttir í dag Meisturum síðasta árs spáð sigri  Steve Nash leikmaður ársins í NBA  Ólafur Gíslason spilar í Sviss ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur breytt reglu- gerð um samræmd stúdentspróf til bráða- birgða þannig að nemendur geta útskrifast stúdentar í vor án þess að hafa þreytt sam- ræmt stúdentspróf í tveimur námsgreinum. Ástæðan er sögð vera sú að dæmi eru um að skráningar í prófin hafi misfarist auk þess sem veikindi og aðrar ástæður komu í veg fyr- ir að sumir nemendur gátu tekið prófin. Eins og fram kom í Morgunblaðinu voru samræmd próf í stærðfræði og ensku hald- in í fyrsta skipti í vor en samræmd próf í íslensku hafa verið haldin nokkrum sinn- um. Samkvæmt þágildandi reglugerð urðu stúdentsefni að hafa lokið a.m.k. tveimur samræmdum prófum til að geta útskrifast og þar sem ekki er boðið upp á sjúkrapróf leit út fyrir að útskrift þeirra sem voru veikir á prófdegi myndi tefjast um hálft ár. Ekki er gerður greinarmunur á nem- endum sem voru veikir eða ákváðu af öðr- um ástæðum að taka ekki prófin. Eftir breytinguna eru heldur engin ákvæði um að nemandi skuli hafa lokið a.m.k. einu samræmdu stúdentsprófi til að útskrifast. Ekki gert ráð fyrir sjúkraprófi Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðar- maður menntamálaráðherra, segir að reglugerð frá 2003 um samræmd stúdents- próf geri ekki ráð fyrir sjúkraprófum. „Hins vegar var talið nauðsynlegt að veita þessa undanþágu nú, í þetta eina skipti, þar sem fyrir lá að nokkur fjöldi nemenda hefði annars ekki getað útskrifast með eðlilegum hætti. Enda má segja að að- stæður séu sérstakar þar sem þetta var í fyrsta skipti sem nemendur höfðu tæki- færi til að þreyta próf í ensku og stærð- fræði,“ sagði hann. Nemendur geta útskrif- ast án þess að taka prófin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Sydney. AP. | Embættismenn í Risd- on-öryggisfangelsinu á eynni Tasmaníu í Ástralíu fengu því framgengt aðfaranótt mánudags að fangar, sem tekið höfðu vörð í gíslingu, létu hann lausan. Fang- arnir höfðu krafist þess að fá 15 bökur fyrir að sleppa gíslinum og var orðið við kröfunni. Fangarnir hófu á laugardag mótmæli vegna slæms aðbúnaðar en húsakynnin munu vera komin til ára sinna. Tóku þeir vörðinn, Ken Hannah, í gíslingu til að fylgja kröfunum eftir. Um 20 fangar tóku þátt í uppreisninni, þeir lögðu undir sig hluta fangelsisins og gafst sá síðasti upp í gærmorgun. „Síðasta ágreiningsefnið við fangana var að þeir kröfðust þess að fá bökur,“ sagði Graeme Barber, embætt- ismaður í Risdon. Órói hefur verið meðal fanganna síð- ustu mánuði en engan sakaði í uppreisn- inni um helgina. Lausnargjaldið var 15 bökur Páfagarði. AFP. | Dómstóll í Róm hefur dæmt tvo embættismenn hjá útvarpi Páfagarðs, Roberto Tucci kardínála og föður Pasquale Borgomeo, í 10 daga, skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa átt sök á útvarpsbylgjumengun í grennd við stöðina. Um er að ræða geysiöflugan sendi í Cesano, norðan við Róm og ná útsendingarnar um allan hnött- inn. Nágrannar stöðvarinnar hafa lengi kvartað undan því að útsend- ingin sé svo öflug að hún valdi miklum truflunum í raftækjum. Einnig fullyrða þeir að mengunin valdi sjúkdómum, þ.á m. hvítblæði. Luisa Martoni dómari sagði að dómurinn yrði felldur úr gildi ef bundinn yrði endi á umræddar truflanir og embættismennirnir tveir, sem gegna embættum for- stjóra og aðalframkvæmdastjóra útvarpsstöðvarinnar, greiddu sekt. Verjandi Páfagarðs sagðist myndu áfrýja. Páfagarður sagður menga með útvarpi ♦♦♦ HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra var við- staddur hátíðarhöld í Moskvu í gær í tilefni þess að 60 ár voru liðin frá lokum seinni heimsstyrjald- arinnar í Evrópu. Þar hitti Halldór Vladímír Pútín, forseta Rúss- lands, og fleiri leiðtoga helstu ríkja heims, m.a. for- seta Bandaríkjanna, forseta Frakklands, kanslara Þýskalands og forsætisráðherra Japans. Í samtali við Morgunblaðið segir Halldór andrúmsloftið við þessa athöfn hafa verið þægilegt. Það hefði sett sinn svip á hana hve margir þjóðarleiðtogar voru við- staddir en þeir voru yfir sextíu./22 Ljósmynd/Steingrímur S. Ólafsson Halldór hitti Pútín og fleiri leiðtoga FORSETA Bandaríkjanna, George W. Bush, var tekið með kostum og kynjum er hann kom til Tbilisi í Georgíu í gær eftir að hafa um morguninn tekið þátt í hátíð- arhöldum í Moskvu í tilefni þess að 60 ár voru frá lokum styrjaldarinn- ar í Evrópu. Hafði fjöldi manna safnast saman við leiðina sem bíla- lest Bush og gestgjafa hans, Mikhails Saakashvilis Georgíufor- seta, ók um á leið inn í borgina. Saakashvili sagði fréttamönnum að með komu sinni sendi Bush þjóð- um Sovétríkjanna fyrrverandi „öfl- ug skilaboð um að hann styðji lýð- ræði og sjálfstæði“. Bandaríkja- forseti mun í dag ávarpa útifund á Frelsistorginu í borginni en í gær sagði hann í sjónvarpsviðtali að Georgíumenn hefðu verið góð fyr- irmynd í baráttunni fyrir lýðræði. Georgía komst undir yfirráð Rússa fyrir nær tveim öldum og var hluti Sovétríkjanna gömlu en fékk sjálfstæði 1991. Er ríkið eitt af mörgum fyrrverandi sovétlýðveld- um sem leggja nú áherslu á að efla böndin við Vesturlönd. Saakashvili tók ekki þátt í hátíðinni í Moskvu og vildi þannig mótmæla því að Rússar styðja enn aðskilnaðar- sinna í tveim héruðum Georgíu. Einnig neita þeir að leggja niður tvær herstöðvar sem þeir hafa enn í landinu. Bush sagði í gær í viðtali við georgíska sjónvarpsstöð áður en hann kom til landsins að sér fyndist mikið til um það hvernig Georgíu- menn hefðu haldið á málum eftir lýðræðisbyltinguna 2003. „Mig langar til að fara til landsins ykkar og þakka georgísku þjóðinni fyrir að hafa verið svo góð fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir,“ sagði Bush. Lýðræðissinnar í Úkraínu horfðu mjög til „Rósabyltingarinn- ar“ í Georgíu er þeir brutu á bak aftur tilraunir til að ræna núver- andi Úkraínuforseta, Viktor Jústsj- enkó, sigri í kosningum. Bush lagði hins vegar áherslu á að best væri að leysa deilurnar um herstöðvarnar við Rússa með viðræðum. Bush ræddi við andstæðinga Pútíns í Moskvu Bush og Condoleezza Rice utan- ríkisráðherra áttu í Moskvuferð sinni fund á hóteli sínu með 18 fulltrúum ýmissa rússneskra lýð- ræðis- og mannréttindahópa sem hafa gagnrýnt stefnu Pútíns. „Ástand mannréttindamála er betra en í tíð Sovétríkjanna en verra en fyrir tveim árum,“ sagði Ljúdmíla Alexejeva, formaður Rússlandsdeildar Helsinki-sam- takanna. „Bush hét því fyrir sitt leyti að aðstoða frjáls félagasam- tök borgara í Rússlandi.“ Segir Georgíumenn „góða fyrirmynd“ grannþjóða Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters Bush Bandaríkjaforseti heilsar börnum sem tóku þátt í hátíðardagskrá í tilefni komu hans til Tbilisi í gær.  Hafnar/14 STOFNAÐ 1913 125. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.