Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HANNES Hólm- steinn Gissurarson krefst þess að máli sem Auður Sveins- dóttir Laxness, ekkja Halldórs Laxness, höfðaði gegn honum vegna brota á höf- undarrétti, verði vís- að frá dómi. Ef málið verður tekið til efnis- meðferðar fyrir dómi krefst hann til vara sýknu og til þrauta- vara krefst hann sýknu að svo stöddu eða a.m.k. fram að því að þriðja og síðasta bindi ævisögunnar kemur út. Fjallað verður um frávísunar- kröfuna í Héraðsdómi Reykjavíkur undir lok mánaðarins. Auður lagði fram stefnuna í lok nóvember í fyrra vegna 120 meintra brota á höfundarrétti í bókinni Halldór sem Hannes Hólmsteinn ritaði og fjallar um fyrstu þrjátíu árin í ævi Halldórs Laxness. Hannes Hólmsteinn hef- ur nú lagt fram greinargerð þar sem hans hlið á málinu er rakin. Þar er tekið fram að hann telji sig á engan hátt hafa brotið gegn ákvæðum höfundalaga við samn- ingu bókarinnar og krefjist því sýknu en á hinn bóginn séu svo miklir annmarkar á málatilbúnaði stefnanda að rétt sé að vísa málinu frá dómi. Í stefnu Auðar séu máls- ástæður vanreifaðar og m.a. sé hvergi að finna heildstæða lýsingu á þeim brotum sem Hannes Hólm- steinn er sagður hafa framið. Þess í stað sé vísað til tölusettra dóm- skjala sem lögð voru fram við þing- festingu málsins en með réttu hefði átt að lýsa þeim í stefnunni sjálfri. Skrifaði bara handritið Jafnframt byggist frávísunar- krafan á því að stefnan hefði einnig átt að beinast gegn útgefanda bók- arinnar, þ.e. BF-út- gáfu ehf. og Almenna bókafélaginu – Eddu útgáfu hf. Bent er á að samkvæmt höfundar- lögum sé heimilt að gera eintak til einka- nota af verki sem háð er höfundarrétti ann- ars manns og því sé einnig heimilt að gera eintak af manns eigin sjálfstæða höfundar- verki þar sem vísað er til verka annarra. Í þessu sambandi sé að- alatriðið að Hannes Hólmsteinn sé aðeins höfundur handrits bókarinnar en ekki útgáfunnar. Þetta sé grundvallaratriði þar sem hin meintu brot gegn höfundar- rétti hafi fyrst átt sér stað með út- gáfu og birtingu bókarinnar. Það hafi verið útgefandinn sem stóð fyrir birtingu bókarinnar og því hefðu hin meintu brot ekki getað verið framin fyrr en útgefandinn gaf hana út. Stefnt of seint Ennfremur er byggt á því að heimild til að höfða einkamál til refsingar falli niður sé málið ekki höfðað innan sex mánaða frá því aðilum berist vitneskja um brotið. Í þessu tilfelli hafi meint brot verið mikið til umfjöllunar í fjöl- miðlum vikurnar eftir að bókin kom út, m.a. hafi aðstandendur Auðar Laxness tjáð sig í fjölmiðl- um í lok árs 2003 og byrjun árs 2004 og þjófkennt Hannes Hólm- stein. Stefna hafi aftur á móti ekki verið birt fyrr en tæplega ári síðar en þá hafi fresturinn fyrir löngu verið runninn út. Allsherjartilvísun Í rökstuðningi fyrir sýknukröfu er því neitað að notkun Hannesar Hólmsteins á ýmsum upplýsingum úr bókum Halldórs Laxness, eink- um endurminningarbókum, stang- ist á við höfundarlög. Því er mót- mælt að hann hafi afritað texta Halldórs með brotlegum hætti, textinn sé hvergi samhljóða þótt vissulega séu þeir stundum líkir. Þá er því mótmælt að heimilda sé getið á ófullnægjandi eða villandi hátt og í allsherjartilvísun í eftir- mála bókarinnar sé vísað til þeirra rita sem helst var stuðst við. Þá sé fjöldi tilvísana neðanmáls til þeirra rita sem meint höfundarréttarbrot séu sögð beinast að. Þá blasi það við að víða sé stuðst við endur- minningarbækur Halldórs. Varðandi kröfu um „sýknu að svo stöddu“ er bent á að í bókinni Halldór sé tekið fram að rækileg heimildaskrá verði birt í þriðja bindi verksins sem muni koma út fyrir jólin 2005. Ekki verði því unnt að slá því föstu fyrr en að verkinu öllu útgefnu, hvort nægjanlega sé getið heimilda þannig að það sam- rýmist ákvæðum höfundaréttar- laga. Stefnunni aðeins ætlað að torvelda verkið Ásamt stefnunni lagði Hannes Hólmsteinn fram ítarlega aðila- skýrslu í þremur hlutum. Í fyrsta hlutanum er forsaga málsins rakin „til að sýna fram á, að stefnan á hendur Hannesi Hólmsteini miðast við það eitt að torvelda eða koma í veg fyrir, að hann geti haldið áfram og lokið verki sínu um Hall- dór Kiljan Laxness. Þar er einnig sýnt fram á, að Hannes Hólm- steinn hefur kostað kapps um að brjóta ekki höfundarlög og að hann hefur reynt eftir fremsta megni að hafa gott samstarf við handhafa höfundarréttar Laxness,“ eins og þar segir. Í öðrum hluta er bent á að þær aðferðir sem hann beitti við ritun ævisögunnar séu í samræmi við aðferðir í viðurkenndum fræði- ritum, bæði nýlegum verðlauna- verkum á sviði ævisagna og rit eft- ir kunna fræðimenn á sviði lögfræði, auk verka Halldórs Lax- ness sjálfs. Í þriðja hlutanum er farið yfir hin meintu 120 brot á höf- undarrétti. Hannes Hólmsteinn Gissurarson leggur fram greinargerð vegna meintra höfundarréttarbrota Krefst þess að málinu verði vísað frá dómi Hannes Hólmsteinn Gissurarson Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÖLLUM vinnureglum á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi var fylgt í máli karlmanns um tvítugt sem ruddist inn í tvær bifreiðar í Reykjavík og Mosfellsbæ í fyrra- dag en hann hafði skömmu áður verið útskrifaður af bráðamóttöku og göngudeild geðdeildar Land- spítalans. Þetta er mat Halldóru Ólafsdóttur, yfirlæknis deildarinn- ar. Halldóra sagði að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk væru bundin trúnaði um mál einstakra sjúklinga en eftir að hafa farið yfir skýrslur sem gerðar voru þegar sjúklingurinn kom á spítalann, gæti hún þó sagt að í umræddu til- felli hefði öllum vinnureglum verið fylgt í hvívetna og vinnubrögð ver- ið með eðlilegum hætti. Ekki hefði verið hægt að sjá fyrir þá atburða- rás sem varð eftir að manninum var sleppt. Hún bjóst ekki við að málið yrði kannað frekar innan spítalans. Aðspurð sagði hún að geðlæknar deildarinnar gætu haldið sjúkling- um þar inni, gegn þeirra vilja, í allt að 48 klukkustundir. Hægt væri að framlengja þá dvöl enn lengur en slíkt væri aðeins gert ef ríkar ástæður væru til. Nokkuð væri um að slíkum úrræðum væri beitt. Öllum vinnu- reglum fylgt Í TILEFNI 60 ára afmælis stríðs- loka seinni heimsstyrjaldarinnar í gær var minnisvarði afhjúpaður í Fossvogskirkjugarði af Alexander Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og fulltrúum rúss- neskra og íslenskra sjómanna frá stríðsárunum. Styttan nefnist Von og er gerð af Vladímír Súrovtsev, einum þekktasta myndhöggvara Rússa. Er hún reist til minningar um fallna þátttakendur í sigl- ingum skipalesta á stríðsárunum. Að athöfn lokinni fór guðsþjón- usta fram í Fossvogskirkju. Við- staddir voru sendiherrar erlendra ríkja, fulltrúar íslenskra stjórn- valda, Rússar búsettir á Íslandi og nokkrir aðstandendur þeirra ís- lensku sjómanna sem fórust í stríðinu. Fengu fimm fjölskyldur afhent virðingarmerki af því til- efni í gær. Minntust látinna sjómanna úr stríðinu Morgunblaðið/Golli ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra segir mik- ilvægt að rödd eldri borgara heyrist og að þeir fái sjálfir að hafa áhrif á mótun og skipulagningu þjón- ustu sem þeim sé ætluð, á landsfundi Landssam- bands eldri borgara sem hófst í gær, en fundurinn er haldinn annað hvert ár. Varðandi félagslegar að- stæður eldri borgara segir Árni að það hljóti að verða stefna ríkis og sveitarfélaga til framtíðar að aldraðir, sem ekki geta lengur búið heima og flytj- ast á dvalarheimili, fái þar einstaklingsaðstöðu og aukið einkarými. „Það er ekki sanngjarnt að bjóða fólki að deila herbergi með ókunnugum undir þess- um kringumstæðum.“ Fulltrúar félaga eldri borgara tjáðu sig um hin ýmsu málefni aldraðra en þar ber einna hæst kraf- an um hækkun frítekjumarka og hækkun grunnlíf- eyris, sem verði undanþegin skatti. Árni benti á þá staðreynd að eldri borgurum væri að fjölga og að atvinnuþátttaka eldra fólks á vinnumarkaði væri mikil, og umtalsvert meiri en hjá nágrannaþjóðum okkar. Einnig skæru Íslend- ingar sig verulega úr í alþjóðlegum samanburði. Ljóst væri að aldurinn hefði mismunandi áhrif á lífsstíl fólks. Aldraðir ættu það þó allir sameigin- legt að fara á eftirlaun 67 ára gömul og almennt væri ekki gert ráð fyrir öðru en að fólk ynni en til sjötugs. Árni segir lífeyrismálin vera einn stærsta þáttinn sem hafi áhrif á málefni aldraðra. „Það virðist vera að þær breytingar sem gerðar hafa verið á vettvangi lífeyrismála hér á landi undan- farna áratugi hafi verið skynsamlegar og muni stuðla að auknum lífsgæðum eldri borgara hér á landi í framtíðinni.“ Almannatryggingar að hluta til félagsmálaráðuneytis Í ræðu sinni vék Árni að þeirri umræðu að hugs- anlega flytjist almannatryggingar að hluta til frá heilbrigðisráðuneytinu til félagsmálaráðuneytis- ins. T.d. hafi verið skoðaðir kostir og gallar við að flytja ákveðinn hluta starfsemi Tryggingastofnun- ar ríkisins til félagsmálaráðuneytisins. „Reyndar kæmi vel til greina, frá mínum bæjardyrum séð, að sameina þessi ráðuneyti að hluta til undir hatti vel- ferðarhugtaksins – en það er önnur saga,“ sagði Árni og bætti því við að hann vildi sem félagsmála- ráðherra fá tækifæri til þess að móta með eldri borgurum heildstæða stefnu gagnvart þeim fjöl- menna hópi. Landsfundur eldri borgara heldur áfram í dag og mun Karl Steinar Guðnason, forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins, flytja erindi. Um 130 fulltrúar taka þátt í fundarhöldunum en sambandið er heildarsamtök 53 félaga eldri borgara um land allt. Fundurinn er haldinn á Kaffi Reykjavík. Félagsmálaráðherra ávarpaði landsfund Landssambands eldri borgara Aldraðir sem ekki geta búið heima fái einstaklingsaðstöðu Morgunblaðið/Eyþór Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, ávarpaði landsfundinn í gær. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.