Morgunblaðið - 10.05.2005, Side 24

Morgunblaðið - 10.05.2005, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að er aldrei gaman að vera klisja. Kannski sök sér þótt maður gerir sig sjálfur að klisju, það er þó all- tént sjálfvalið hlutskipti. Hitt er aftur verra þegar sjálfskipaðir „fulltrúar þjóðarinnar“ láta sig hafa það að draga Íslendinga alla með sér í einhverskonar heild- arklisju. Og það bítur svo höfuðið af skömminni ef enginn eða tak- markaður fótur er fyrir um- ræddri klisju. Ein af gömlu klisjunum um Ís- lendinga er að þeir þjáist af minnimáttarkennd. (Það er svo önnur og alþjóðleg klisja að ekki sé hægt að alhæfa um heilar þjóðir.) Svo sannarlega eru til Ís- lendingar sem þjást af minni- máttarkennd, bæði persónulegri og þjóðlegri. Því verður ekki neitað, að Ísland er minni máttar í samfélagi þjóðanna, en hitt er fráleitt að allir Íslendingar séu illa haldnir af minniversakomplex – nema síður sé. Til dæmis verð- ur áreiðanlega engum neitt ágengt í viðskiptum, hvort heldur innanlands eða utan, ef honum finnst hann vera lítilla sæva og lítilla sanda. Ein af nýju klisjunum um Ís- lendinga er að þeir séu lauslátar fyllibyttur sem vilji vera í partí- um fram á morgun. Þessi klisja er náttúrulega himnasending fyr- ir þá Íslendinga sem eru lauslátir og/eða drykkfelldir, því að skyndilega geta þeir skákað í því skjóli að þeir séu bara „ekta“ Ís- lendingar. Þeir Íslendingar sem aftur á móti eru hvorki lauslátir né drykkfelldir, og leiðist í partí- um, fá ekkert við gert – þeir hverfast inn í klisjuna og sitja uppi með það að vera álitnir „óekta“ Íslendingar. Einhvern tíma var ég að ræða við breskan kunningja minn um kvikmyndir og þá barst í tal sú ágæta kvikmynd „A Fish Called Wanda“. Í þeirri mynd fer John Cleese með eintal um vandann við að vera breskur. Ég nefndi þetta atriði við breska kunn- ingjann og hafði orð á því hvað þetta hefði verið fyndið. Hann ranghvolfdi í sér augunum og varð afskaplega pirraður: Öm- urleg mynd, sagði hann, mér til mikillar furðu, og ég fór að hafa orð á því að hún hafi verið af- skaplega bresk – eða eitthvað í þá áttina. Hann hélt nú síður: Bara sömu gömlu ömurlegu klisj- urnar, til þess gerðar að seljast á alþjóðamarkaði. Breska kunn- ingjanum fannst lélegt af Cleese að taka þátt í því að festa í sessi hallærislegar klisjur. En það má þó segja Cleese til afbötunar að kvikmyndagerð er bara bisniss. Hann og ýmsir fleiri höfðu ágætlega upp úr klisjusöl- unni, og svo sem fátt við því að segja. Þjóðareinkennaklisjur geta vísast verið ágætis útflutn- ingsvara, rétt eins og þorskur. En þessi breski kunningi minn var alls ekki hrifinn af því að vera dreginn nauðugur viljugur inn í einhverja breska heildarklisju sem kveður á um bælingu, sér- visku, „stífa efrivör“ og sitt hvað fleira. Þessarar sömu tilfinningar varð vart hjá ófáum Íslendingum þegar fregnir bárust af því að einhverjar konur hefðu tekið að sér í þætti Oprah Winfrey – sem er eitthvert vinsælasta sjón- varpsefnið í Bandaríkjunum – að hjakka á gömlu klisjunni um lauslátar, íslenskar fyllibyttur sem vilja bara vera í partíum. Hvort þess eru dæmi að ís- lenskir krakkar hefji kynlíf fimmtán ára er ekki mergurinn málsins – og eiginlega er hálf- smekklaust að vera að fullyrða eitthvað um slíkt bara af því að maður er spurður. Mergurinn málsins er sá, að það er af- skaplega dapurlegt að þeir sem skipa sjálfum sér í það hlutverk að kynna Ísland erlendis skuli einfaldlega spila með í því að festa í sessi einfalda, yfirborðs- kennda og útjaskaða klisjumynd af Íslendingum. En kannski er þetta skilj- anlegt, ef nánar er að gáð. Það eru sjálfsagt til Íslendingar sem eru lauslátar fyllibyttur, og eins eru vísast til Íslendingar sem þjást af minnimáttarkennd. Og minnimáttarkennd á það einmitt til að koma þannig fram, að mað- ur er til í að ganga í hvert það hlutverk sem aðrir skipa mann í ef maður getur með þeim hætti fengið athygli og viðurkenningu frá öðrum – maður einfaldlega selur sig honum á vald og í versta falli leyfir maður honum að ákveða fyrir mann hvað maður er. Og þá er hætt við að maður verði að klisju. Þetta hefur reyndar löngum verið hlutskipti Íslands í sam- skiptum við útlönd og útlendinga. Íslenskir fjölmiðlar eru óþreyt- andi við að lepja upp klisju- kennda umfjöllun erlendra fjöl- miðla um Ísland, nú síðast um kaupsýslumenn sem sífellt er tal- að um sem „víkinga“ sem gera „strandhögg“ í útlendu viðskipta- lífi, eins og það sé eitthvað já- kvætt að vera líkt við óuppdreg- inn og siðlausan ribbaldalýð frá fornöld. En við erum alveg til í að vera „víkingar“, bara ef það þýðir að útlendingar veita okkur at- hygli smástund og viðurkenna að við séum til. Og eins erum við fullkomlega til í að vera lauslátar fyllibyttur í endalausum partíum ef það dug- ar til að við komumst að í banda- rísku sjónvarpi – meira að segja hjá sjálfri Ópru! Einhvers má hún nú við. Og það er nú ekki eins og maður fari mikið að malda í móinn þegar hún á í hlut; það er einfaldlega of mikið í húfi, freistingin er of stór, og maður veit ekki fyrr en allt í einu að „it happens“ án þess að maður fái rönd við reist. Æ, kannski er þetta bara við- kvæmni í heimóttarlegum Íslend- ingum sem hafa ekki skilning á „eðli sjónvarpsins“ … hallærisleg nesjamennska bókaþjóðarinnar sem hefur ekki áttað sig á því að 21. öldin er komin. Maður hristir þetta af sér og segir eins og Am- eríkanar: „Shit happens.“ Einhvers má Ópra við Og eins erum við fullkomlega til í að vera lauslátar fyllibyttur í endalausum partíum ef það dugar til að við kom- umst að í bandarísku sjónvarpi – meira að segja hjá sjálfri Ópru! VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is HALLDÓR Guðmundsson sendi nýlega frá sér ævisögu Halldórs Laxness (hér skst. HG). Þetta er mikið rit, nær 800 bls. HG rekur efnið ítarlega, m.a. út frá greinum Laxness, bréfum frá honum og til hans, og byggir þar að auki á vasakomp- um sem hann hafði jafnan á sér og krot- aði í minnisatriði, áætlanir og hug- dettur. – Vonandi verður rækilegt úrval þessa tvenns síðast- talins gefið út áður en langt um líður. HG virðist hafa unnið vel úr þessu efni, en hefði mátt fá að líta í bókaskápa Laxness líka. Auðvit- að segir bókaeign ekki allt um hvað maður las, gjaf- ir og kjaratilboð geta gefið aðra mynd. En forvitnilegt væri að vita t.d. hvort vísindarit voru áberandi eða fjarlæg, bækur um skáldskap- arfræði, voru þær margar eða fá- ar, útkrotaðar eða hvað? Aðalgallinn er samt ótalinn. En það er, að þessi „bókmenntafræð- ingur“, HG (hann væri betur nefndur hugmyndafræðingur), sullar saman bókmenntalegum sérkennum, svo að allt verður óskýrt um hvernig Halldór Lax- ness skrifaði á mismunandi tím- um. En fyrir allan almenning hlýtur það að vera meginatriði í ævi hans. Fyrst er að nefna ljóðagerð Halldórs. HG skrifar mjög yf- irborðslega um hana, og án grein- armunar (t.d. bls. 215 o.áfr.), virð- ist helst nota hana sem vitnisburð um hugarástand Laxness við Am- eríkuferð. En hann innleiddi ex- pressjónisma í íslenska ljóðagerð um 1922, með sínum alkunnu stíl- rofum („og kýrnar leika við hvern sinn fingur“ o.fl. þ.h.). Á árunum 1926–7 er hinsvegar annar uppi, því þá yrkir Laxness súrrealískt, þ.e. spyrðir saman ósamræmanlega hluti, svo útkoman verður alveg óskiljanleg rök- lega, t.d.: „Heimur vor er ljóðdjásn frá lúngunum til nefsins/ Lofdýrð vor er út- hverfa grískra sjúk- dómsnafns“ (Nótt á Tjarnarbrúnni). Allt þetta rakti ég ít- arlega í bók minni Kóralforspil hafsins (bls. 47–76), en það bítur ekki á HG. Sagnagerð Í sömu bók (1992) leiddi ég rök að því að stílrof expressjónískra ljóða Laxness hafi þróast áfram í megineinkenni sagna hans. HG kallar nafna sinn „realista“, rétt eins og hann væri af sama tagi og t.d. Jón Trausti. Þetta orð notuðu raunar margir um Laxness fyrir hálfri öld, ungverski bókmennta- fræðingurinn Georg Lukács, sænski kollega hans Peter Hall- berg, og raunar stundum Laxness sjálfur. En það sannar ekki neitt! Lukács var (réttilega) að aðgreina Laxness frá sósíalrealisma, en hefði hann orðað Laxness við módernisma (enn réttilegar!) þá hefði það verið alger fordæming meðal stalínista svo sem Lukács. Realismi birtist einkum í því að draga upp sannfærandi persónur við aðstæður sem lesendur geta tekið gildar, og láta sögugang fylgja því, helst á máli sem les- endum er tamt. Sögur Halldórs Laxness eru gerólíkar þessu. Í fyrsta lagi eru persónur hans yfirleitt goðsagnakenndar, ýktar, ýmist göfgaðar eða öfgafullar skrípamyndir, eins og margir hafa bent á, jafnvel Hallberg. Í öðru lagi er varanlegur mikill munur á málfari persóna og sögumanns. En hann er jafnan mjög ágengur, með viðhorf og talsmáta mennt- aðs heimsmanns. Þetta kallaði ég „tvíbentan stíl Halldórs Laxness“ í doktorsriti mínu Rauðu penn- arnir (1990, bls. 117–119). Fyrir áratug átaldi ég Þorleif Hauksson fyrir að gefa ekki gaum að þessu (í Íslensk stílfræði I). Hann lét sér á vissan hátt segjast, og skrif- aði langt mál um þetta í Íslensk stílfræði 2, reyndar án þess að nefna umfjöllun mína. Sömu út- reið fékk þar Matthías Sæmunds- son varðandi Gunnar Gunnarsson. Þessa vanrækslu á grundvall- Andlítil saga andríkis Örn Ólafsson fjallar um nýlega útkomna ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guð- mundsson ’...þessi „bókmennta-fræðingur“, HG, sullar saman bókmennta- legum sérkennum, svo að allt verður óskýrt um hvernig Halldór Lax- ness skrifaði á mismun- andi tímum. ‘ Örn Ólafsson HÆ, ÉG er á örorkubótum, er í sambúð og á eitt barn, hef tæplega hundrað þúsund krón- ur í mánaðarlaun. En miðað við þá umræðu sem átt hefur sér stað á undanförnum dög- um hlýt ég að vera ótíndur glæpamaður á vegum hins opinbera sem vinnur á „svörtu“ myrkranna á milli. Ég verð að við- urkenna að það er al- veg rétt, ég hef verið að vinna á fullu og fengið vel borgað fyr- ir. Ekki þó í bein- hörðum peningum heldur í ómetanlegri hamingju og vellíðan yfir því að geta tekist á við minn sjúkdóm, sinnt mínum nánustu og sjálfum mér, haldið sjálfum mér utan spítala þar sem ég veit að hvert rúm á geðdeild kostar alveg óheyrilega mikla pen- inga og ég hef verið að vinna í sjálfboðavinnu með starfsmönnum heilbrigðiskerfisins að bættri þjón- ustu innan sem utan spítala, hvort sem það er starfsendurhæfing eða endurhæfing innan veggja spít- alans. Þetta verður vonandi til þess að ég get hætt á þessum glæp- samlega háu örorkulaunum og far- ið að vinna mér inn „heiðarleg“ laun. Það er nefnilega þannig að ég er einn af þeim fjölmörgu öryrkjum hér á landi sem hafa innan við hundrað þúsund krónur í mán- aðarlaun en reyna þó að sýna fram á að þeir séu að vinna fyrir þess- um launum. Og hvernig geri ég það? Jú, eins og ég sagði hef ég verið að vinna hörðum höndum að því að bæta þjónustuna í heilbrigðiskerfinu hér á Íslandi, en það geri ég með því að vinna með gæðaráði geðdeilda Landspítala, en bæði mér og Jóni Ara Arasyni, meðlimi í not- endahópi Hugarafls, var boðið að taka þátt í þeirri vinnu eftir að við unnum að verkefn- inu „Notandi spyr notanda“, en það verkefni var unnið ásamt fleiri notendum Hugarafls. Það eru úrræði til staðar fyrir fólk sem þarf á stuðningi að halda við að geta fót- að sig, hvort sem það er í námi, vinnu eða bara í lífinu almennt, sem er vissulega gott því það eru margir sem þurfa á stuðningi að halda. En þessi úrræði eru bara af mjög skornum skammti og þegar leitað er eftir stuðningi á þessum stöðum er yfirleitt spurt á móti: „Er viðkomandi öryrki?“ Nei, við- komandi vill reyna að fá stuðning til að geta komist hjá því að vera dæmdur öryrki, en það er ekki hægt því hann er ekki orðinn ör- yrki. Samt sem áður er þessi þjónusta af svo skornum skammti að það er engin trygging fyrir því að ör- yrkjar komist í endurhæfingu. Örorka virðist hins vegar notuð nú til dags af læknum sem úrræði þar sem ekkert annað er í boði. Örorkumat er læknisfræðilegt en tekur alls ekkert mið af daglegri færni hvers og eins. Ég get lofað ykkur því að ég sem 75% öryrki hef mun meiri færni á vissum svið- um heldur en sumir sem ekki eru á örorku. Það er líka staðreynd að eftir að fólk er komið á örorku fær það litla sem enga eftirfylgni, maður fær það oft á tilfinninguna að ör- yrkjar eigi bara að þiggja sínar bætur og þegja. Ég hef verið svo heppinn að ég hef notið starfsend- urhæfingar nú síðustu ár og ég á líka mjög góða fjölskyldu og vina- hóp sem staðið hefur þétt við bak- ið á mér þannig að ég hef haldið tengslum við mitt nánasta um- hverfi sem er gífurlega mikilvægt þegar fólk fer að veikjast. Án þessa fólks hefði ég ekki náð þeirri starfsorku sem ég bý yfir í dag. Ég get ekki annað en brosað þegar ég hugsa til þeirra aðila sem standa að lögum og reglugerðum um þessi úrræði, ég sé þá fyrir mér klóra sér í hausnum yfir ótrú- legri fjölgun öryrkja síðustu ár. Er ekki kominn tími á að ræða við öryrkjana sjálfa og hafa þá með í stefnumótun? Hvernig væri að við færum að hætta að framleiða öryrkja og not- uðum endurhæfingarbætur sam- hliða því að við hjálpum fólki að komast hjá því að verða öryrkjar. Það er eitthvað mikið að ef litið er á örorkubætur sem einhverja gróðaleið. Að verða öryrki er ekki eitthvað sem fólki dreymir um, leyfum því að velja. Andleg og líkamleg starfsorka hlýtur að vera mikilvægari. Sjónarmið „launþega“ á örorkubótum Bergþór Grétar Böðvarsson fjallar um örorkubætur ’Þetta verður vonanditil þess að ég get hætt á þessum glæpsamlega háu örorkulaunum og farið að vinna mér inn „heiðarleg“ laun. ‘ Bergþór Grétar Böðvarsson Höfundur er meðlimur í notendahópi Hugarafls. Hann stundar nám í Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.