Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 29 MINNINGAR inni. Eitthvað fannst þér skrítið við þá fyrst og vildir helst ekki koma of nálægt þeim en forvitnin var alltaf sterk í þér og fljótlega varst þú kom- inn með hendurnar á kaf í fötuna til þess að hjálpa þeim aftur ofaní vatn- ið. Þú varst alltaf mikill dýravinur og áttir margar góðar stundir fyrir norðan á Bakka í sveitinni, þrátt fyr- ir heimþrá öðru hvoru þá leið þér alltaf mjög vel i kringum dýrin og hugsaðir alltaf vel um hann Breka okkar. Ég gleymi ekki hvað þú varst montinn þegar ég tók hjálpardekkin af hjólinu þínu uppi á Selbraut hjá afa og ömmu og þú hjólaðir þar um á stéttinni með glottið sem ég þekki svo vel. Einnig eru margar minning- ar frá ísbúðinni hjá þeim í vestur- bænum þar sem við sátum oft systk- inin og borðuðum ís og afi lagði fyrir okkur gátur og sagði brandara. Ég veit að í dag sitjið þið nafnarnir sam- an og hafið auga með okkur hinum. Tíminn er svo fljótur að líða og áð- ur en ég vissi af varstu orðinn stærri en ég. Það var alltaf stutt í stríðnina hjá þér og þú varst ekki lengi að nota tækifærið og klappa mér á kollinn og sagðir „hvað segir litli bróðir“ með glottið góða. Það var líka mikið keppnisskap í þér og þau voru mörg kvöldin sem við sátum saman og kepptumst í ýmsum playstation-leikjum og þó að ég hafði flutt út þá var það ekki til að stoppa keppnina heldur spiluðum við sömu leikina og svo hringdir þú yfir til að kanna hvort þú værir ekki örugglega kominn lengra en ég í leiknum. Þú fórst svo þínar eigin leiðir í gegnum unglingsárin og áttir góða vini og marga kunningja og ég reyndi að hjálpa þér og leiðbeina eft- ir bestu getu að leysa lífsins þrautir og þær sem við gátum ekki leyst lærðum við báðir af. Það var alltaf svo gott að tala við þig, því að þú varst alltaf einlægur og hlustaðir vel. Þó svo að þú hefðir kannski ákveðna skoðun varstu alltaf tilbú- inn að sjá hina hliðina líka. Elsku bróðir minn, ég sakna þín svo gríð- arlega mikið og ég vil þakka þér fyr- ir samfylgdina i gegnum lífið. Ég vildi óska þess að við hefðum fengið lengri tíma saman en ég veit að þú munt ganga með mér og munt ávallt lifa áfram í hjarta mínu. Ég er stoltur af því að vera bróðir þinn. Síðustu vikurnar a spítalanum voru mjög erfiðar en þú barðist vel á móti og ég er þakklátur fyrir að hafa getað haldið í hönd þína til hinstu stundar. Guð veri með þér elsku bróðir. Brynjar Örn Sveinjónsson. Elsku frændi minn, ég get bara ekki skilið hvernig þetta líf þarf að láta stundum. Ég átti eftir að ræða svo margt við þig, við áttum eftir að gera svo margt, hlusta á svo margt, en alltaf hélt ég að ég ætti allan heimsins tíma. En tíminn er allt í einu búinn og frændi farinn. Fyrstu minningarnar mínar um þig eru frá því að ég hélt til í Reykjavíkinni hjá þér, Brynjari og mömmu ykkar part úr vetri. Þá varst þú skemmtilegur pjakkur, sveitalubbi af lífi og sál eins og ég. Varst í sveit fyrir norðan á sumrin, og við gátum verið enda- laust hallærisleg saman. Talandi um hunda sem kunnu fótbolta, kindur sem stálust í túnið og fleira sem laut að málefnum landbúnaðarins og aðr- ir í kringum okkur kunnu lítil skil á. Ég man ekki lengur hvað ég kallaði þig, elsku frændi minn, sennilega skítapjakk eða eitthvað álíka sætt, en ég ætla alltaf að muna gælunafnið þitt á mér. „Halló sauður,“ sagðirðu glottandi, og það var söngur í eyrum einmana sveitamanns í borginni. Ég hitti þig sjaldan frá fermingunni þinni og þar til fyrir tæpum tveimur árum, þá var pjakkurinn stálpaður unglingur, og svo nærri því fulltíða karlmaður. En það var stutt í sveitapjakkinn, það sá ég í haust þegar þú og mamma þín komuð í réttirnar. Það var ekki merkilegur gæðingur sem þú fékkst til afnota, hann Meistari gamli sem er svo hastur að það tekur út yfir allt velsæmi. En þú brostir bara og klappaðir þeim gamla. Ég þekkti þig bara ekki nærri nóg, ég vissi ekki fyrr en of seint að þú hélst upp á Nirvana. Ég vildi svo óska að við hefðum fengið annað tækifæri til að vera hallærisleg saman, syngja „Come as you are“ á þriðja glasi í réttunum, og skála fyrir Kurt Coba- in. Ég fékk í haust að heyra disk með hljómsveitinni sem þú varst í og eins og ég sagði þér þá: „Bassinn er alltaf mesti töffarinn.“ Þannig ert þú í minningunni, „mesti töffarinn“ með svarta hárið og gullkrossinn um hálsinn, tónlistarsnillingurinn, dýra- vinurinn, sveitapjakkurinn. Frændi minn. Hvíldu í friði. Þín frænka Heiða Guðný Ásgeirsdóttir. Elsku Steini. Við vorum góðir vinir þegar við vorum yngri og þú varst oft í pössun hjá okkur. Þegar ég hugsa til baka man ég eftir mörgum góðum stund- um sem kalla fram bros hjá mér. Þar sem ég var aðeins eldri þá vildi ég oft hafa vit fyrir þér og fannst þú oft mikill kjáni. Mér þótti þó alltaf mjög vænt um þig og gaman var að fá að hafa svona lítinn „bróður“ inni á heimilinu öðru hvoru. Eftir að við urðum eldri minnkaði sambandið og þykir mér leiðinlegt að sambandið hafi ekki verið meira núna síðustu ár. Ég er þó þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman og á ég margar góðar minningar um þig sem ég gleymi aldrei. Elsku Kolla, Aníta og Brynjar, hugur minn er hjá ykkur á þessum erfiðu tímamótum. Þín frænka Bergdís Björk. Elsku Steini. Mig langaði til að kveðja þig með örfáum orðum. Þegar þú varst yngri þá dvaldir þú mikið hjá okkur á Sól- heimum. Það er óhætt að segja að það var alltaf líf og fjör þar sem þú varst og oft mikill hamagangur. Þar sem ég var svolítið eldri en þú, var ég stundum að reyna að siða þig að- eins til, en því er ekki að neita að þegar þú sást ekki til þá gat maður oft ekki annað en brosað af vitleys- unni í þér. Núna ertu farinn til nýrra heimkynna þar sem afi hefur beðið þín með útbreiddan faðminn. Ég efast ekki um að þar líði þér vel. Elsku Kolla, Aníta og Brynjar, ég bið Guð um að styðja ykkur í þessari miklu sorg. Þín frænka Berglind Bára. Ég kveð þig Steini frændi. Ég á margar yndislegar minningar um þig en þær eru best geymdar í mínu hjarta. Við eigum eftir að hittast ein- hvern tímann þarna hinum megin. Þá skulum við tala um þær og hlæja saman. Mínar helstu minningar eru frá Kýpur þegar ég heimsótti þig, Brynjar bróður þinn og mömmu þína, þú varst svo stríðinn en á skemmtilegan hátt og brostir alltaf af því sem þú gerðir. Það þótti öllum vænt um þig sem ég þekki, þú varst svo einlægur strákur og skemmti- legur. Þú varst alltaf kurteis við mig og yndislegt að vera með þér. Ég veit að það er tekið vel á móti þér þarna hinum megin. Afi þinn hann nafni þinn á eftir að hugsa vel um þig þar og margir fleiri sem þekktu þig. Ég á eftir að sakna þín og ég gleymi þér ekki, Steini minn. Ég kveð þig núna. Guð blessi þig. Ásgeir Steindórsson (Addi frændi). Elsku Alli minn, ég trúi ekki að þú sért farinn. Ég var svo viss um að þú myndir vakna og hringja í mig og allt yrði í lagi. Þegar ég fékk fréttirnar, að þú værir farinn, brotnaði ég niður og fannst eins og tíminn stoppaði. Síðast þegar ég heyrði í þér, fyrir mánuði, ætluðum við að hittast en ég var upptekinn. Mér finnst rosalega sárt að hafa ekki fengið að kveðja þig en ég veit að þú vakir yfir mér. Þú varst minn besti vinur í mörg ár og ég gleymi aldrei öllum góðu stundunum okkar saman. Ég mun aldrei gleyma þér og þú verður ávallt í hjarta mínu. Ég votta Kollu og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Elsku vinur minn, ég vona að þér líði betur núna og ég veit að Guð geymir þig. Þinn vinur að eilífu Svavar Þór. Elsku Alli minn. Hversu sárt það er að sjá þig fara svo snemma. Þú áttir allt lífið eftir. Ég vildi óska þess að þetta hefði ekki farið svona. Við áttum svo margar góðar stundir þegar við ræddum saman líf- ið og tilveruna og hvert við vildum stefna í lífinu, hvað við vildum vera. Hversu yndislegur strákur þú varst alltaf, elsku Alli minn. Ég á engin orð til að lýsa því hversu mikið og sárt ég mun sakna þín. Það er eins og það hafi verið í gær þegar við hittumst og töluðum um allt milli himins og jarðar, allt sem strákar eins og við tölum um. Þú varst alltaf litli saklausi strák- urinn sem alla langaði að koma vel fram við og öllum þótti vænt um. Auðvitað eins og hjá öllum þá komu upp erfiðleikar í vináttu okkar sem við komumst samt alltaf í gegnum. Vináttan styrktist alltaf um helming eftir að greitt var úr þeim. Ég mun alltaf muna eftir þér, elsku Alli minn, allt bröltið sem við áttum í saman, öll strákapörin og allt það sem gerði okkur að vinum. Leiðir okkar skildi oft, en við hitt- umst alltaf aftur, og vorum alltaf jafn góðir vinir. Þannig eru líka bestu vinirnir. Vini sem eru alltaf er jafn gott að hitta, sama hversu langt er síðan maður sá þá síðast. En núna skilur leiðir. Ég er full- viss um að þú ert á betri stað en áður og fylgist með og hlúir að okkur á erfiðum tímum. Þú stendur við hlið allra þeirra sem þótti vænt um þig og styrkir okkur. Guð sé með þér, elsku Alli minn, ég mun aldrei gleyma þér og mun alltaf sakna þín og þykja jafn vænt um þig – svo lengi sem ég lifi. Hvíldu í friði, elsku vinur minn. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Kristján Haraldsson. Kæri vinur. Nú er komið að kveðjustund. Margt höfum við brallað í gegnum árin og átt góðan tíma saman. Mús- íkin átti hug okkar allan, þú á bassa, en ég að tromma. Við vorum einmitt að tala um það í janúar, eftir að pabbi minn dó, að fara að læra eitt- hvað saman í haust. En nú ert þú líka farinn svo ég er frekar tómur í huganum núna. Ég vona að þú sért kominn á góðan stað og afi þinn hafi tekið vel á móti þér, ég er viss um að pabbi hefur verið þar líka. Þú varst sannur vinur og studdir mig mikið þegar ég missti pabba. Ég sakna þín, en við hittumst síðar. Þinn vinur Gísli Finnsson. Elsku ástin mín. Þegar við hittumst átt- um við bæði í erfiðleik- um en urðum strax ástfangin. Okkar framtíðarsýn var að búa saman og giftast eftir tvö ár en Guð hefur ætlað þér önnur verk á himnum. Ég kem til með að sakna návistar þinnar vegna þess þú varst alltaf svo hress og í góðu skapi. Þú hafðir mjög stórt hjarta og það var svo auðvelt að umgangast þig. Þú varst alltaf svo hrifin af englum og nú ertu og verður minn engill að eilífu. Ég veit að Guð tók vel á móti þér og þér mun líða vel í Paradís. Hvíl þú í friði, elsku ástin mín. Ástarkveðja. Dialo Ousmann. Elsku Gunna mín, ekki óraði mig fyrir því að þegar við hittumst síð- ast að það væri í síðasta sinn – að ég mundi aldrei hitta þig aftur, en við kvöddumst innilega. Þú varst svo stolt af börnunum þínum og það var gaman að koma til þín í búðina sem sonur þinn átti og hlakkaðir mikið til þegar hann var að stækka við sig búðina 9. apríl. Við flissuðum og hlógum mikið, þegar ég var að skoða jakka, þú í þínum ljósbleika jakka eins og unglingstelpa og ég fékk mér ljósbláan. Við töluðum um að við værum eins Steini og Olli, stór og smá eins og þeir. Þú talaðir mikið um hann Dialo (unnustann þinn) og hlakkaðir mikið til að fá hann í júní, sagðir að þið ætluðuð að GUÐRÚN SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR ✝ Guðrún Sigur-björg Sigurðar- dóttir fæddist í Reykjavík 22. nóv- ember 1952. Hún lést af slysförum 26. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá safnaðarheim- ilinu í Sandgerði 3. maí. ferðast, en það gerðuð þið líka þegar hann kom síðast. Þér fannst erfitt hvað hann var langt í burtu, en ég sagði að ástin yrði bara sterkari og þér fannst eins og þú vær- ir orðin unglingur aft- ur. Leiðir okkar skildu í nokkurn tíma vegna aðstæðna hjá okkur. Þótt þú værir kát og hress var innri sárs- auki sem fylgdi þér, það vantaði þennan innri frið. Þitt líf var ekki alltaf dans á rósum. Þegar þessi sjúk- dómur tekur völdin getur það skað- að mann, en þú hélst í vonina. Þú varst svo glöð að sjá börnin fara út í lífið með gott veganesti, sem þú hafðir haft áhyggjur af að yrði ekki vegna þeirra aðstæðna sem voru, þegar þú varst að ala þau upp, en þú mátt vera stolt af þeim sem ég veit að þú ert. Ég sendi börnum, barnabörnum, móður, systkinum og unnusta inni- lega samúðarkveðju. Megi Guð styrkja þau í hinni miklu sorg þeirra. Minning um góða móður, ömmu, dóttur, systur og unnustu mun lifa. Það vita fáir, vinur minn, hve vel þú afbarst sjúkdóm þinn. Þú lést sem allt þér líki í hag, þú lifðir sérhvern glaðan dag. Þann elskar Guð, sem ungur deyr, og andar Drottins mildi þeyr. Sem vanga hans og vermir hlýtt, uns vaknar aftur lífið nýtt. Það huggun er og harmabót að hvert sem liggja vegamót, við sjáumst aftur seinna þar, í sæluríki unaðar. (Aðalst. Aðalst.) Ólöf Jónsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, HALLDÓRU AUÐAR JÓNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar 4B, Hrafnistu Hafnarfirði, fyrir góða umönnun. Ingibjörg Árnadóttir, Snorri Kjartansson, Árni Árnason, Svava Níelsdóttir, Helgi Árnason, Ingibjörg Sigvaldadóttir, Anna Þóra Árnadóttir, Jón Már Jónsson, Vilhjálmur Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum öllu því yndislega vinafólki, sem studdi okkur með nærveru sinni við útför eig- inkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, JÓDÍSAR A. SIGURÐARDÓTTUR, Spóarima 27, Selfossi. Sérstakar þakkir til þeirra, sem linuðu þjáning- ar hennar og þeirra fjölmörgu, sem lögðu hönd á plóginn til að gera kveðjustundina jafn eftirminnilega og hún var. Eysteinn Ó. Jónasson, Axel Örn Cortes, Arndís Einarsdóttir, Sigurður Jónas Eysteinsson, Kristján Hannesson, Arnrún Ósk Eysteinsdóttir, Halldór Snær Bjarnason, Einar Marlin, Védís Drótt, Áslaug Hlökk, Eysteinn Aron, Anna María Elísabet, Hulda María og þeirra fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.