Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 37 MENNING SÍÐASTLIÐINN áratug eða svo hefur Norðmaðurinn Örnulf Opdahl getið sér gott orð fyrir landslags- myndir sínar. Fyrr á ferli sínum málaði Opdahl fígúratíft í anda súr- realisma en sl. fimmtán ár eða svo hefur landslagið verið allsráðandi í myndverkum hans. Í Norræna húsinu sýnir Opdahl myndir af tvennum toga, annars vegar vatnslitamyndir og mónótýp- ur unnar í kjölfar þátttöku Opdahls í leiðangri norska rannsóknaskips- ins GO Sars sumarið 2004 sem og einkaferðar hans til Suðurskauts- landsins 2003, hins vegar mynd- skreytingar við Brekkukotsannál. Í báðum tilfellum túlkar listamað- urinn nokkuð öfgafulla heima, ógn- vekjandi og mannlausan heim hafs- ins sem býr þó yfir litríkum undrum undir yfirborðinu og síðan afmarkaðan heim íbúanna í Brekku- koti og umhverfi, en þessir heimar eiga það þó sameiginlegt að vera kannski hrjúfir á yfirborðinu en luma á ýmsu undir niðri. Myndröðin sem sýnir hafið og Suðurskautslandið einkennist af seríum eða tvennum, listamaðurinn setur oft tvær eða fleiri myndir í sama rammann. Myndefnið er öldur hafsins, fjöll, lífríki sjávar, himinn- inn. Kraftmiklar myndir og sér- staklega tekst Opdahl vel upp þeg- ar hann túlkar birtu sem skín í gegnum myrkrið, sól á drungaleg- um himni eða birtubrigði undir yf- irborði. Hrikaleiki hafsins kemst vel til skila, öldur rísa himinhátt á alla kanta en á næstu mynd skín sólin í gegn, gul birta lýsir upp gráan flöt. Fyrr á tímum fóru listamenn eða drátthagir gjarnan með í könn- unarleiðangra til að teikna upp það sem fyrir augu bar, nokkuð sem ljósmyndatæknin hefur gert útlægt. En það er augljóst hversu hughrif þau sem listamaður verður fyrir af umhverfi sínu miðla miklu meira um einhvern tiltekinn raunveruleika en nokkur ljósmynd getur gert. Það felst ákveðinn sannleikur í þessum myndum, sannleikur á borð við þann sem finna má í skáldsögum og á ekki skylt við vísindalegar stað- reyndir heldur mannlega tilvist. Op- dahl túlkar það sem hann sér en til- finningar hans birta sammannlega reynslu. Þetta verður enn augljós- ara þegar myndir Opdahls eru bornar saman við ljósmyndir Dav- ids Shale af fiskum og fyrirbærum í hafinu í anddyri Norræna hússins, heillandi heimur út af fyrir sig en sýna fyrst og fremst raunveruleik- ann frekar en hugmyndir okkar um hann. Myndskreytingar Opdahls við Brekkukotsannál eru kannski ekki af ósvipuðum toga og myndir hans frá Barentshafi, listamaðurinn fer hér í ferð inn í heim Halldórs Lax- ness og færir áhorfandanum síðan upplifun sína. Brekkukotsannáll er myndræn bók þar sem dregin er upp skýr mynd af sögusviði og per- sónum. Opdahl sýnir m.a. litla bæ- inn og portrett af ýmsum per- sónum, sem ég gat að vísu ekki alveg heimfært með fullri vissu nema sumar, öllu sterkari er t.a.m. myndin sem sýnir Álfgrím og Björn róa eftir hrokkelsum í dögun, á ör- lagastund í lífi Álfgríms. Græni lit- urinn i myndunum af Brekkukoti lifir líka í minningunni, hlýr og mildur eins og allt það góða í þess- um litla heimi. Á þessari sýningu birtir Opdahl mikilvægan þátt í sköpun lista- manna, þátt túlkunarinnar sem var kirfilega ýtt til hliðar í málverkinu með tilkomu abstraktsins. Þannig afneitaði rússneski málarinn Mal- evitch hringforminu í verkum sínum við upphaf abstraktsins, því það tengdist hugsanlega einhverjum ytri raunveruleika. Framúrstefnan eins og hún lagði sig í upphafi 20. aldar lagði kapp á að afneita lista- mönnum sem túlkuðu náttúruna í verkum sínum, fútúristarnir vildu tækni, dadaistarnir and-list, súr- realistarnir innri heim. En lands- lagsmálverkið lifir enn góðu lífi þrátt fyrir allar atlögurnar gegn því og Opdahl sýnir einmitt með ágæt- um hversu lítið það á skylt við eft- iröpun af náttúrunni og mikið við birtingu innri heims. Listamaðurinn sem túlkandi afl MYNDLIST Norræna húsið Til 12. júní. Sýningarsalur Norræna húss- ins er opinn alla daga frá kl. 12–17. Vatnslitamyndir Örnulfs Opdahl „Kraftmiklar myndir og sérstaklega tekst Opdahl vel upp þegar hann túlk- ar birtu sem skín í gegnum myrkrið, sól á drungalegum himni eða birtu- brigði undir yfirborði,“ segir Ragna Sigurðardóttir m.a. í umsögninni. Ragna Sigurðardóttir Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Hjá Vöku-Helgafelli er komin út Þú getur ennþá grennst og breytt um lífsstíl eftir Ásmund Stefánsson og Guðmund Björnsson. Um er að ræða nýja og endurbætta útgáfu Þú getur grennst og breytt um lífsstíl sem kom út 2003. Ásmundur Stefánsson var orðinn vondaufur um að geta lést þegar hann komst í kynni við megrunar- aðferð sem olli því að hann léttist úr 120 kílóum í 80. Nú heldur Ásmund- ur sér í kringum 85 kílóin án þess að finna fyrir því. Í bókinni er þessi áhrifaríka aðferð kynnt. Ásmundur segir sögu sína – hvernig hann fór að þessu – og vísar veginn til betra lífs. Guðmundur Björnsson læknir útskýrir hvað býr að baki aðferðinni – m.a. hvað beri að varast – í ljósi læknisfræðinnar. „Í kjölfar fyrstu útgáfu bókarinnar urðu miklar umræður um þessa að- ferð Ásmundar og sumir læknar og næringarfræðingar hafa varað við því mataræði sem hann boðar. Nýjar rannsóknir benda hins vegar ákveðið til að þessar viðvaranir byggist ekki á vísindalegum forsendum og skamm- tímarannsóknir hafa hnekkt fullyrð- ingum þeirra sem mest töluðu gegn bókinni. Offita er alvarlegt og vaxandi heil- brigðisvandamál. Ekki er fullyrt að það mataræði sem bókin lýsir sé heilsufæði sem allir eigi að tileinka sér, en það hefur sýnt sig að það hentar mörgum vel,“ segir í kynn- ingu. Margrét Þóra Þorláksdóttir mat- gæðingur leggur fram fjölda girni- legra uppskrifta með þessum kúr sem byggist á því að borða helst kjöt, fisk og grænmeti en sneiða hjá kolvetnaríkum mat. Bókin er: 156 bls. Verð: 1.999 kr. Lífsstíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.