Morgunblaðið - 10.05.2005, Page 38

Morgunblaðið - 10.05.2005, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MIÐASALA á tónleika Joe Cocker, sem fram fara 1. september í Laugardals- höll, hefst í dag. Tak- markað magn miða er í boði. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar, BT á Akureyri og Selfossi, Pennanum Akranesi sem og á www.concert.is. Miðaverð er 7.500 krónur í stúku A, 6.500 krónur í stúku B og 5.500 krónur í stæði. Miðasala hefst á Joe Cocker Joe Cocker Miðasala opnar kl. 15.003 WWW.BORGARBIO.IS Frá leikstjóra Die Another Day  Sýnd kl. 8 og 10 B.I 12 ÁRA Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.I 12 ÁRA  TV Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.20 , 8 og 10.45. B.I 16 ÁRA Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Magnaður spennutryllir T H E INTERPRETER  ÓÖH DV Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari Sýnd kl. 5.30. B.I 16 ÁRA Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl taliSýnd kl. 10.15 . B.i. 14 ára. Sýnd kl. 8 og 10.30. Skráðu þig á bíó.is Sýnd kl. 5.45 og 8. kl. 4, 7 og 10. Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. Frá leikstjóra Die Another Day Frá leiks óra Die Another Day RODNEY Bingenheimer er að- alpersóna heimildarmyndarinnar Borgarstjóri Sunset-strætis en þó ekki eina viðfangsefni hennar. Myndin fjallar nefnilega um frægð, um stjörnudýrkun, og þann sess sem stjörnur hafa hlotið í ímynda- samfélagi nútímans. Sem slík er myndin afar áhugaverð. Og Rodney er í senn kaldhæðnisleg og við- kunnanleg vitundarmiðja í frásögn- inni. Rodney þekkir alla – hann var maðurinn sem kynnti David Bowie fyrir rokksenunni í Los Angeles í upphafi áttunda áratugarins, hann var fyrstur til að spila Ramones og Sex Pistols á hinni nú frægu KROQ út- varpsstöð. Sid Vicious hringdi meira að segja í hann, og símtalið er spilað í myndinni. Þannig stendur hann nærri stjörnunum en samt er hann sjálfur ekki stjarna (er satt að segja ósköp fátækur). Hann er dálítið eins og hinn hvers- dagslegi Jón sem fyrir hálf- gerða tilviljun þekkir Bowie, hitti Elvis, og er alltaf í partíum hjá fræga fólkinu. Hann er brúin milli bjartrar og glitrandi stjörnunætur og gráleits hvunndagsins. En hann er líka dálítið eins og Zelig, hin þekkta kvikmynda- persóna Woodys Allen, sem ávallt var stödd þar sem saga tuttugustu aldarinnar var að ná einum af sín- um mörgu hápunktum, en var sjálf- ur hálf ómerkilegur og skipti engu máli. Þannig er Rodney líka, hann „þekkir“ stjörnurnar, hann hefur löngum verið aðeins á undan smekk almennings (hann var líka sá fyrsti sem spilaði Coldplay í Bandaríkjunum, og var einn af þeim fyrstu þar í landi til að kynna Oasis) en sem persóna er hann hálfgert tómarúm, og spurningin vaknar: hvers vegna eru allar stjörnurnar tilbúnar til að verja tíma með hon- um, koma fram í mynd um hann, og tala um hann? Svarið hlýtur að vera að Rodney Bingen- heimer er einmitt alveg hlutlaus, hann er ekki beinlínis að reyna að græða á fræga fólkinu, þess í stað virðist hann njóta þess í ákveðnum skilningi að miðla bæði tónlist og töfrum rokk- goðanna. Og endar hann sem nokkurs konar gæludýr eða lukkutröll fræga fólksins, nokkurs konar Öskubuska sem situr eftir í tötrum þegar klukkan slær tólf. Rokkálfurinn góði KVIKMYNDIR Háskólabíó - IIFF Leikstjórn: George Hickenlooper. Fram koma: Rodney Bingenheimer, David Bowie, Debbie Harry, Courtney Love, Cher, Nancy Sinatra, Mick Jagger o.fl. Bandaríkin, 94 mín. Borgarstjóri Sunset-strætis / Mayor of the Sunset Strip  Bingenheimer ásamt Joey heitnum Ramone. Heiða Jóhannsdóttir NÝTT lag með hljómsveitinni Ensími er komið í spilun á útvarpsstöðvum. Lagið heitir Slow Return og er eins og Arnar Gíslason trommuleikari segir, „rokkslagari eins og þeir ger- ast bestir“. Ensími hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið en í staðinn unnið hörðum höndum að nýrri plötu sem Arnar segir að komi að öllum lík- indum út seinna á þessu ári. „Við er- um búnir að taka upp sextán lög. Sum eru lengra komin en önnur og svo er bara að velja úr þessum lögum og gefa út góða tíu, tólf laga plötu.“ Sein- asta breiðskífa Ensími kom út á veg- um Crown Recordings í Írlandi og Ensími spilaði í kjölfarið í Dyflinni, Cork og Limerick. „Það var mjög skemmtilegt. Við fórum í svona kynn- ingartónleikaferð til þessara borga um leið og platan kom út og vænt- anlega endurtökum við leikinn. En hvað með tónleika á Íslandi? „Já! Núna fer allt á fullt. Lagið komið í spilun og þá er að fylgja þessu eftir. Við höfum allir verið mjög iðnir í öðrum verkefnum með öðrum hljómsveitum en í sumar ætlum við að taka Ensími föstum tökum og spila eins mikið og við getum.“ Morgunblaðið/Árni Torfason Ný Ensími-plata væntanleg. Nýtt lag frá Ensími hoskuldur@mbl.is Í DAG kemur út sóló-plata Idol-stjörnunnar Hild- ar Völu. Þetta er í annað skiptið sem afrakstur Idol-stjörnuleitarinnar kemst á breiðskífu og við- bótin við íslenska tónlistarflóru bæði kærkomin og hressandi, sér í lagi ef hún blæs meira lífi í sumarútgáfurnar. Platan, sem heitir einfaldlega Hildur Vala, er tólf laga breiðskífa þar sem Hildur gerir að sínum bæði íslensk og erlend lög, gömul í bland við ný- legri. Jón Ólafsson stjórnaði upptökum á plötunni en hann hefur áður stýrt af miklum myndarbrag upptökum hjá mörgum af þekktustu tónlistar- mönnum landsins. Óhætt er að segja að platan sé í rólegri kantinum, kvenlæg jafnvel en mjög vel unnin og sérstaklega vel sungin, enda Hildur Vala músíkölsk með afbrigðum. Aðspurð segist Hildur Vala vera sátt við útkom- una, „Ég er mjög ánægð með hana og mjög spennt, þetta er náttúrlega mín fyrsta plata svo að það er ekki annað hægt. Það eru þrjú lög þarna sem ég söng í Idol-stjörnuleit, Líf eftir þá Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson, síðan er lagið The Boy Who Giggled So Sweet, eftir Jón og Emilíönu en í annarri útsetningu og The Dark End of the Road, eftir Chips Moman og Dan Penn. Svo eru hin lögin mörg af mínum eftirlætislögum eða lög sem mér finnst bara skemmtilegt að syngja.“ Og Hildur Vala lætur vel af upptökuferlinu: „Þetta voru mjög skemmtilegar tvær vikur sem fóru í upptökur og alveg frábært að vinna með öllum þessum færu hljóðfæraleikurum. Ég hefði glöð viljað vera lengur í hljóðverinu. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími.“ Útgáfutónleikar verða á hvítasunnudaginn 15. maí, í Salnum í Kópavogi, en svo hyggst Hildur Vala fylgja plötunni eftir í sumar. „Það er ekkert ákveðið ennþá með sumarið en ég býst við því að vera á ferðinni og spila hér og þar.“ Spurð að því hvort annir hjá Stuðmönnum flæki hennar eigin sólóferil segir Hildur Vala að svo sé ekki. „Nei, nei. Þetta á alveg að geta virkað saman. Það er líka svo skemmtilegt að syngja með Stuðmönnum að ég gæti ekki gefið það upp á bátinn núna, fær- ari tónlistarmenn er líklega ekki hægt að finna né betri skóla fyrir söngkonu eins og mig að sækja.“ Verður háskólanámið þá sett á ís í bili? Já, ég verð bara að leggja það til hliðar um stundarsakir. En það er alls ekki slæmt, ég sest bara aftur á skólabekk um leið og tækifæri gefst aftur. Það er nægur tími.“ En hvað á að gera í tilefni dagsins? „Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér, ég er ekki alveg búin að ákveða það. Kannski ég fari bara út í búð og kaupi plötuna.“ Engin áritun í Kringlunni eða eitthvað slíkt? „Nei. Ég verð líklega ekkert að árita fyrr en í fyrsta lagi um næstu helgi en þetta er ekki alveg komið á hreint,“ segir Hildur Vala og kveður, furðulega afslöppuð miðað við aðstæður. Tónlist | Fyrsta plata Hildar Völu kemur út í dag „Ótrúlega skemmtilegur tími!“ Ljósmynd/Atli Mar Hafsteinsson Hildur Vala er ánægð með afraksturinn. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.