Morgunblaðið - 10.05.2005, Page 39

Morgunblaðið - 10.05.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 39 DAGINN fyrir Prix Föroyar 2005/ Atlantic Music Event voru haldnir rokktónleikar í Mentanarhúsinu í Fuglafirði, vel útbúnu og hljómgóðu tónlistarhúsi. Fuglafjörður er á Aust- urey, stutt frá Götu, þar sem helsti vaxtarbroddur færeyskrar tónlistar hefur verið hin síðustu ár. Tónleik- arnir voru haldnir sem mótvægi við hina umdeildu Prix-keppni, og ætl- unin að bjóða upp á ferskari tónlist en þá sem þar heyrðist. Erlendum blaðamönnum var þess vegna ferjað til Fuglafjarðar, og var meira að segja boðið í mat og drykk fyrir tón- leika. Framkvæmdastjóri Ment- anarhússins, eldsálin Sólarn Sól- munde, kynnti tónleikana á þann veg að ef hinir erlendu gestir ætluðu að heyra almennilega færeyska tónlist yrði það hér en ekki á Prix-keppninni. Og sú varð reyndin. Fyrst á svið var þungarokkssveitin Braquet, sem nýverið gaf út sex laga samnefnda plötu undir merkjum Tutl. Tónlistin var nú ekki beint ný- stárleg; klassískt keyrsluþungarokk, melódískt nokk og með heilnæmum slatta af hetjugítarsólóum. Fremstur á meðal jafningja var gítarleikarinn Arni Zachariassen sem þykir efnileg- asti gítarleikari eyjanna um þessar mundir. Hann fór á kostum á gítarinn og einnig var sviðsframkoma hans eftirtektarverð. Bandið var afar þétt og samleikur hljóðfæraleikaranna svo gott sem hnökralaus. Til- komumikið og bara fjári gott. SIC er byggð á leifum hljómsveit- arinnar Krít, sem heimsótti Ísland fyrir ca tveimur árum. SIC spilaði svo í Vestmannaeyjum í janúar á þessu ári ásamt fleiri sveitum. Tónlistin dá- lítið úr sér gengið nýþungarokk, hljómaði líkt og Dimmu Borgir væru að spila Kornlög. Bandið átti þó fína spretti, var þétt og hávaðasamt og söngvarinn, Mikkjal Gaard Hansen, er forvígismaður af guðs náð. Allt annar tónn var svo í Paradox. Meðlimir ekki nema fimmtán ára og tónlistin hrátt og losaralegt bretta- pönk í anda Blink 182. Þetta var Mús- íktilraunaband kvöldsins, viljinn var tekinn fyrir verkið en viljinn var sterkur. Kvöldið pompaði svo niður þegar Direct Level komu á svið, óspennandi popprokk sem ráfaði stefnulaust út í buskann. Gestir eru hins vegar eitt allra besta band Færeyja í dag og eru sig- urvegar Prix-ins frá því í hittifyrra og tónlistin er dramatískt rokk í anda Coldplay og Radiohead. Það er eitt- hvað sérstakt við þessa sveit sem forðar henni frá því að afrita áð- urtaldar sveitir og gefur henni um leið sérstæða áru sem er hennar og engrar annarrar. Síðasta sveitin var svo Side Effect, hart og grimmt Prodigyrokk, sæmi- legt til sín brúks og virkaði fínt á sviði. Tónleikarnir á heildina litið því upp og ofan, eins og gengur, en upplifunin óneitanlega „eðlilegri“ en sú sem rýn- ir varð vitni að daginn eftir. Fár í Fuglafirði TÓNLIST Mentanarhúsið í Fuglafirði, Færeyjum Fram komu Braquet, SIC, Paradox, Di- rect Level, Gestir og Side Effect. Föstu- dagurinn 22. apríl 2005. Tónleikar sex færeyskra rokksveita Heini Andersen, söngvari og gítarleikari Paradox, sem var á meðal þeirra sveita sem léku í Mentanarhúsinu í Fuglafirði. Arnar Eggert Thoroddsen UPPHAF sumar- vertíðarinnar í norð- ur-amerískum kvik- myndahúsum þótti afar slakt en tekjur af myndinni Kingdom of Heaven, sem fékk mesta aðsókn vest- anhafs um helgina, námu aðeins um 20 milljónum dala, sem þykir lítið. Kvikmyndin, sem kostaði 150 milljónir dala í framleiðslu, var gerð af leikstjóranum Ridley Scott og skart- ar Orlando Bloom í aðalhlutverki. Hún fjallar um franskan járnsmið sem tekur þátt í krossferðunum á 12. öld. Myndin var einnig frum- sýnd hér á landi í vikunni. Aðsókn í kvikmyndahús í Norð- ur-Ameríku hefur verið dræm að undanförnu og á síðustu 11 vikum hefur hún verið minni en á sama tímabili á síðasta ári. Hryllingsmyndin Vaxmyndasafn- ið, með hótelerfingjanum Paris Hilton í einu af aðalhlutverkunum, fór beint í 2. sætið en tekjur af myndinni námu 12,2 milljónum. Kvikmyndin The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy, sem var í efsta sæti um síðustu helgi, fór niður í 3. sætið. Kvikmyndir | Sumarvertíðin í norður-amerískum kvikmyndahúsum Léleg byrjun Atriði úr Kingdom of Heaven. 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningarmerktar með rauðu - BARA LÚXUS553 2075☎Nýr og betri Hverfisgötu ☎ 551 9000 Miðasala opnar kl. 15.007 3 Sýnd kl. 8 og 10.15 b.i. 12. Sýnd kl. 6  HJ. MBL Nýjasta mynd eins allra virtasti leikstjóri heims Pedro Almódavar sem hefur fengið lof gagnrýnenda og verðlaun um allan heim. „Sterkasta mynd Almódavar í tvo áratugi.“ (Village Voice). Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 5.50 og 8 House of the Flying Daggers Sýnd kl. 10.15 SV. MBL Sýnd kl. 6 og 9. Sýnd kl. 5.45, og 8 B.I 12 ÁRA  Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins!  KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16. Sýnd kl. 5, 8 og 10. B.I 16 ÁRA Frá leikstjóra Die Another Day Frá leikstjóra Die Another Day kl. 5.45, 8 og 10.15. B.I 16 ÁRA Magnaður spennutryllir T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann r tr llir Forsetinn er í lífshæt u og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann Glæsilegt sérblað um Kópavog fylgir með Morgunblaðinu á morgun Á morgun fylgir Morgunblaðinu glæsilegt 32 síðna sérblað í tilefni 50 ára afmælis Kópavogs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.