Morgunblaðið - 10.05.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 10.05.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 11 FRÉTTIR Ger›u flér dagamun og fagna›u vorinu á Flughóteli. Vi› bjó›um sannkalla›a draumadaga í maí; gistingu fylgir a›gangur a› golfvellinum í Leiru, heitur pottur og gufa og drykkur. Bóka›u gistingu og láttu drauminn rætast. E N N E M M / S ÍA / N M 16 15 1 Á FLUGHÓTELI Í MAÍ DRAUMADAGAR • Heilsulind - sána, nudd • Fyrsta flokks veitingar • Upphitu› bílageymsla • Vildarpunktar www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra› Sími: 444 4000 TILBO‹ Gisting eina nótt, morgunver›arhla›bor›, a›gangur a› golfvelli, heitur pottur og gufa, vínglas í pottinn. á mann alla virka daga 7.900 kr.Frá Frambo› á herb. er takmarka›. FLUGÞJÓNUSTAN á Keflavíkur- flugvelli braut gegn samkeppnis- lögum með skaðlegri undirverð- lagningu og óuppsegjanlegum samningum til þriggja ára þegar samið var um þjónustu við þýska flugfélagið LTU, að því er fram kemur í bráðabirgðaákvörðun Samkeppnisstofnunar. Vallarvinir ehf. rekur þjónustu fyrir flugafgreiðslu á Keflavíkur- flugvelli, í samkeppni við Flugþjón- ustuna á Keflavíkurflugvelli (Ice- landic Ground Service, IGS), sem er systurfélag Icelandair. Vallar- vinir kvörtuðu til Samkeppnis- stofnunar fyrir um 10 mánuðum vegna samkeppnishamlandi verðtil- boðs sem IGS gerði flugfélaginu LTU, sem flýgur reglulega hingað til lands yfir sumartímann. Í bráðabirgðaákvörðun Sam- keppnisstofnunar kemur fram að brot IGS sé líklega tvíþætt, annars vegar sé um skaðlega undirverð- lagningu að ræða af hálfu Flug- þjónustunnar, en hins vegar sé samningurinn til þriggja ára en ekki með hefðbundnu uppsagnar- ákvæði, sem takmarki möguleika samkeppnisaðila verulega, sér í lagi á svo litlum markaði. IGS með 90–95% markaðshlutdeild Þar kemur einnig fram að hlut- deild IGS á markaðinum sé um 90– 95%, en hlutdeild tveggja annarra aðila sem þar starfi – Vallarvina og Suðurflugs – sé að hámarki 5% hjá hvorum aðila. Vallarvinir óskuðu eftir því að Samkeppnisstofnun tæki bráðabirgðaákvörðun í málinu vegna þröngs tímaramma og mark- aðsráðandi stöðu IGS á Keflavík- urflugvelli. Því var fyrst um sinn hafnað og hafin hefðbundin rann- sókn á ásökunum Vallarvina. Nú hefur verið tekin sú ákvörð- un að koma með ákvörðun til bráðabirgða þar sem í ljós hefur komið að þær upplýsingar sem IGS gaf Samkeppnisstofnun um raun- kostnað fyrirtækisins við að fulln- usta samning sinn við LTU voru rangar. „Er ámælisvert hversu illa IGS hefur sinnt óskum Samkeppn- isstofnunar um gögn og upplýs- ingar,“ segir í ákvörðuninni. Gætu hrökklast af markaðinum Stofnunin metur það svo að verði of löng bið eftir endanlegri nið- urstöðu geti það leitt til enn frek- ari röskunar á samkeppni á þess- um markaði. „Er veruleg hætta á því að Vallarvinir hrökklist út af markaðnum ef ekki er gripið til bráðabirgðaráðstafana nú þegar,“ segir í bráðabirgðaákvörðun Sam- keppnisstofnunar. Niðurstöður stofnunarinnar eru að IGS hafi að líkindum brotið gegn samkeppnislögum með tvenn- um hætti. Annað brotið varðar verðlagningu á þjónustu við flug- félagið LTU í samningi sem gerður var við flugfélagið, sem áður hafði verið í viðskiptum við Vallarvini. Í ákvörðun Samkeppnisstofnunar kemur fram að stofnunin telji að tekjur IGS af samningi við LTU séu undir heildarkostnaði félagsins, þótt þær séu yfir meðaltali breyti- legs kostnaðar. „Verðið er á hinn bóginn langt frá því að standa undir þeim heild- arkostnaði sem til fellur við hverja afgreiðslu eins og IGS hefur þó ítrekað haldið fram. Þannig er það mat Samkeppnisstofnunar að kostnaðargreining sú sem IGS lét stofnuninni í té upphaflega, gefi ekki rétta mynd af öllum raun- kostnaði félagsins,“ segir í niður- stöðum stofnunarinnar. „Með hliðsjón af einstakri yf- irburðastöðu IGS á þeim markaði sem hér um ræðir er það mat Sam- keppnisstofnunar að gera verði þá lágmarkskröfu til fyrirtækisins að tekjur vegna flugafgreiðsluþjón- ustu standi a.m.k. undir þeim kostnaði, bæði breytilegum og föst- um, sem til fellur við hverja af- greiðslu. Af framangreindu má hins vegar ljóst vera að svo er alls ekki.“ Í samningi IGS við flugfélagið LTU felst veruleg verðlækkun samanborið við samning sem flug- félagið var áður með við Vallarvini, að því er fram kemur í ákvörðun Samkeppnisstofnunar. „Ætla má að hina miklu verðlækkun sem felst í samningnum megi a.m.k. að hluta rekja til þess að um verð- lagningu undir kostnaðarverði sé að ræða.“ Beinskeytt og sértæk aðgerð Í ákvörðuninni segir ennfremur: „Þegar allt það sem að framan er ritað er metið í samhengi verður að telja ljóst að sú aðgerð IGS sem fólst í gerð samningsins við LTU, var beinskeytt og sértæk aðgerð, til þess fallin að draga úr um- svifum Vallarvina og þar með sam- keppni á hinum skilgreinda mark- aði þessa máls.“ IGS braut að líkindum einnig gegn samkeppnislögum með því að gera samning til þriggja ára við LTU, án þess að í samningnum sé hefðbundið uppsagnarákvæði. Flugfélagið var því í raun bundið samningnum nema IGS brjóti gegn honum. Hafa ber í huga að IGS er með fastan samning við systurfélag sitt, Icelandair, en í ákvörðun sam- keppnisráðs höfðu upplýsingar um hvaða ár sá samningur rennur út verið þurrkað út vegna trúnaðar við aðila málsins. „Misnotkun á markaðsráðandi stöðu“ Það er mat Samkeppnisstofnun- ar að sennilegt sé að samningur IGS við LTU feli í sér „misnotkun á markaðsráðandi stöðu“, og sé fé- lagið þar með brotlegt við sam- keppnislög. „Hér skiptir einnig máli að samningurinn gildir til þriggja ára og er því verið að takmarka að- gang Vallarvina og annarra hugs- anlegra keppinauta IGS að um- ræddum markaði í umtalsverðan tíma. Þá ber einnig að líta til tengsla IGS við systurfyrirtæki sitt, Icelandair, og stöðu þess á tengdum mörkuðum. Þykir því ljóst að samningurinn er til þess fallinn að takmarka verulega sam- keppni og viðhalda eða styrkja markaðsráðandi stöðu IGS á hinum skilgreinda markaði.“ Bráðabirgðaákvörðun Samkeppnisstofnunar vegna Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli Brotið var gegn samkeppnislögum með tvennum hætti Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason „ÞETTA tekur undir öll okkar sjón- armið og verður væntanlega til þess að laga það samkeppnisumhverfi sem við búum við,“ segir Sigþór Skúlason, framkvæmdastjóri Vall- arvina. Hann er ánægður með bráðabirgðaákvörðun Samkeppn- isstofnunar og að niðurstaða sé kom- in í málið. Sigþór segir að þessi ákvörðun hafi mikið að segja hvað varðar samninga við þýska flugfélagið LTU, og vonast hann til þess að Vall- arvinir nái þeim viðskiptum aftur. LTU flýgur hingað með ferðamenn yfir sumartímann, og kemur fyrsta vél félagsins til Keflavíkur næstkom- andi föstudag. Sigþór segir á þessari stundu ekki ljóst hver muni afgreiða þessa fyrstu vél félagsins í sumar. Lagar samkeppnisumhverfið ÁKVÖRÐUN Samkeppnisstofn- unar kemur forsvarsmönnum Flug- þjónustunnar á Keflavíkurflugvelli (IGS) á óvart, og eru þeir að vinna athugasemdir við úrskurðinn, en frestur aðila til að skila andmælum rennur út 20. maí. Gunnar Olsen, framkvæmda- stjóri IGS, segir að of snemmt sé að segja til um hvert framhald málsins verður, ef Samkeppnisstofnun tek- ur ekki mark á andmælum IGS. „Bráðabirgðaákvörðunin er komin og það er lítið annað að gera en vinna áfram í því að fara yfir hana og svara.“ Gunnar segir að trúlega sé það ekki heimilt að semja til þriggja ára án þess að hafa inni uppsagn- arákvæði, eins og gert var þegar IGS samdi við þýska flugfélagið LTU, en það var talið annað af tveimur brotum IGS gegn sam- keppnislögum. Hann segir að samn- ingum verði væntanlega breytt til samræmis við það. Gunnar tekur þó alls ekki undir það álit Samkeppn- isstofnunar að IGS hafi brotið sam- keppnislög með því að verðleggja þjónustu sína undir kostnaði eða að það hafi verið gert til þess að klekkja á samkeppnisaðilanum. „Það eru þrjú félög sem eru í flug- afgreiðslu, og að sjálfsögðu er til- boði okkar ekki beint gegn einum aðila frekar en öðrum. Þetta er op- inn markaður og menn leita að sjálfsögðu að viðskiptum á þeim markaði.“ Spurður hver muni þjónusta flug- félagið LTU þegar fyrsta vél fé- lagsins kemur hingað til lands nk. föstudag segir Gunnar: „Ég reikna með að við munum gera það. Eins og málið horfir við okkur höfum við ekki verið að selja þjónustu undir kostnaði.“ Hann segir að andmæla- réttur félagsins verði nýttur, hvað gerist þegar það hafi verið gert verði að koma í ljós. Ákvörðunin kemur á óvart

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.