Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 16
Akureyri | Það var mikið um að vera í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina en þar fór fram hið árlega Hængsmót, sem er opið íþróttamót fyrir fatlaða. Rúm- lega 200 keppendur frá 12 fé- lögum víðs vegar um landið voru mættir til leiks. Keppt var í boccía, borðtennis og lyftingum en mótinu lauk með glæsilegu lokahófi og verðlaunaafhend- ingu á laugardagskvöld. Það er Lionsklúbburinn Hængur sem stendur fyrir mótinu og sjá klúbbfélagar einnig að mestu leyti um alla dómgæslu. Einn þeirra er Ólafur Ólafsson, hér- aðsdómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra, sem stund- ar því einnig dómarastörf í frí- tíma sínum. Morgunblaðið/Kristján Ólafur Ólafsson mælir hvor er nær hvíta boltanum, rauður bolti eða blár. Dæmir líka í frístundum Hængs- mótið Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Smám saman nær vorið yfirhöndinni hérna við sjóinn þótt hægt hafi gengið síð- ustu vikur. Vorið er búið að vera álíka köfl- ótt og veturinn enda eðlilegt að í náttúrunni skiptist á skin og skúrir. Þegar þessar línur eru skrifaðar er beðið með óþreyju eftir að krían láti sjá sig. Þegar hún er komin er ekki um að villast. Sumarið er á næsta leiti. Í sæmilegu kríuvarpi ríkir varla þögn nema rétt yfir blánóttina. Síðsumars þegar hún yfirgefur landið hljóðnar allt og maður finnur óneitanlega fyrir söknuði yfir því að sumarið sé að verða búið. Nú er því best að vera viðbúin og tilbúin að njóta þessara fáu vikna sem sumarið staldrar við hér.    Dónalegir ferðamenn eru það fyrirbæri sem helst veldur manni kvíða fyrir sumr- inu. Nú reka eflaust margir upp stór augu. En því miður hafa margir aðrir sem búa á sveitabæjum þar sem nokkuð er um ferða- menn sömu sögu að segja. Reglan er nefni- lega oftast sú að ferðamenn láta ekki vita af sér og vaða um allt, kíkja á glugga, vaða yf- ir girðingar hvar sem er, aka utan vega og bjóða ekki góðan daginn þótt maður mæti þeim á hlaðinu. Ég á bágt með að sjá þá sjálfa sætta sig við slíka framkomu inni í þeirra eigin görðum. Eflaust finnst fólki að setja eigi upp skilti og leiðbeiningar, en væru það ekki hálfgerð náttúruspjöll að vera með skilti alls staðar? Sérstaklega hjá þeim sem hafa ekki áhuga og ætla sér ekki að vera með ferðaþjónustu? Ég lenti tvisv- ar í því í fyrrasumar að ferðafólk skammaði mig fyrir að það væri flóð þegar það kom því það hafði ekið langa leið til að komast í fjöruna. Hvað gat ég gert annað en að biðj- ast afsökunar á að ég réði ekki gangi him- intunglanna?    Kurteisir ferðamenn eru sem betur fer til og ekki er nema sönn ánægja að hitta þá. Þeir hafa líklega verið aldir upp við að láta vita af sér þegar þeir koma heim á bæi. Slík- ir ferðamenn hafa venjulega raunverulegan áhuga á sögu staðarins og náttúrunni og leita sér upplýsinga um hvar er best að fara um og hvort það sé í lagi. Þar sem þetta er yfirleitt fróðleiksfúst fólk spinnast oft skemmtilegar samræður um menn og mál- efni og maður er ríkari eftir að hafa hitt það. Sem betur fer fara enn einhverjir eftir gullnu reglunni að kurteisi kosti ekkert þótt hún virðist, því miður, á hröðu undanhaldi. Úr sveitinni ÁLFTANES Á MÝRUM EFTIR ÁSDÍSI HARALDSDÓTTUR BLAÐAMANN Miklar umræðurhafa að und-anförnu verið um lausagöngu búfjár í Keldu- hverfi en hreppsnefnd hef- ur nú skipað vörslumann með girðingum sem liggja meðfram þjóðvegi 85 í hreppnum. Kvartanir höfðu borist frá vegfar- endum, enda mikil slysa- hætta sem sem stafar af búfé við vegi. Í samþykkt hreppsnefndar kemur fram að landeigendur eigi að annast viðhald girðinga þannig að þær hafi fullt vörslugildi og séu ekki hættulegar eða til óprýði. Landeigandur skulu fyrir 10. júní ár hvert hafa lokið viðgerð á girðingum er liggja meðfram þjóðvegi 85 ella verður gert við þær á kostnað eigenda. Vörslumaður Félagar í Kiwanis-klúbbnum Helga-felli hafa afhent Taflfélagi Vestmanna- eyja að gjöf 20 sett af tafl- borðum, taflmönnum og taflklukkum. Mikil gróska er í Taflfélaginu og er greinilegt að þarna er verið að gera góða hluti og meðal annars eignuðust Eyjamenn fyrsta Íslandsmeistara í skák í langan tíma nú í vetur, segir í frétta- tilkynningu klúbbsins. Jafnframt er látin sú ósk í ljós að gjöfin verði Tafl- félaginu frekari hvatning til afreka í framtíðinni. Taflfélagið fær gjöf Athygli vekur aðGunnar Birgissonleggur fram eigin vegaáætlun á þingi. Hjálmar Freysteinsson yrkir: Til að sanna mátt og megin og minnka fylgishrun sumir hafa sína eigin samgönguáætlun. Kristján Eiríksson yrkir með mislægri kveðju að sunnan: Feiknlega stígur fast til jarðar, fyllir oss syðra trú og von, heiðursborgari Héðinsfjarðar, háttvirtur Gunnar Birgisson. Davíð Hjálmar Haralds- son setur atburðinn í samhengi við Íslandssög- una: Sem oft gerðist forðum í odda hér skerst, nú eigast við hetjurnar kunnar. Frá strandbyggðum nyrðra til Stórhöfða berst Sturla með Héðni við Gunnar. Af vegaáætlun pebl@mbl.is Eyjafjörður| Níu sveitarfélög við Eyjafjörð hafa að beiði félagsmálaráðuneytisins skip- að fulltrúa sína í samstarfsnefnd um sam- einingu Eyjafjarðar. Stýrihóp samstarfsnefndarinnar skipa Valdimar Bragason, Dalvík, Unnar Már Pétursson, Siglufirði og Sigrún Björk Jak- obsdóttir, Akureyri, sem jafnframt er for- maður nefndarinnar. Hlutverk nefndarinnar er að undirbúa at- kvæðagreiðslu um sameiningu og gerð kynningarefnis um áhrif hugsanlegrar sam- einingar. Ef tillaga sameiningarnefndar í heild hlýtur ekki samþykki íbúa í öllum hlutaðeig- andi sveitarfélögum, en meirihluti þeirra sem afstöðu taka í atkvæðagreiðslu um sameiningartillögu lýsir sig þó fylgjandi sameiningu, verða at- kvæði greidd að nýju hinn 29. október nk. í þeim sveitarfélögum þar sem tillagan var felld. Skilyrði fyrir þessu er að tillaga hafi verið samþykkt í a.m.k. tveimur sveitar- félögum. Að lokinni síðari atkvæðagreiðslu er sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga þar sem sameiningartillaga var samþykkt heim- ilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfé- laga. Þetta verður þó ekki gert nema til- lagan hafi verið samþykkt í a.m.k. 2⁄3 sveitarfélaganna og í þeim sveitarfélögum búi a.m.k. 2⁄3 íbúa á svæðinu. Á næstu mánuðum verður unnið að gerð málefnaskrár og kynningarefnis og kynn- ingarfundir í öllum sveitarfélögunum munu fara fram í haust. Fundargerðir og skýrslur nefndarinnar verða birtar á www.eyjafjor- dur.is og þar mun almenningi einnig gefast kostur á að senda inn athugasemdir og til- lögur. Kjördagur sameiningarkosninga í Eyjafirði verður 8. október næstkomandi. Unnið að gerð kynn- ingarefnis Grundarfjörður | Franskir nemendur frá Paimpol eru nú í heimsókn í Grundarfirði og verða til 11. maí. Heimsóknin er liður í samstarfsverkefni á milli skólanna sem byggist á verkefnavinnu, tölvusamskiptum og gagnkvæmum heimsóknum. Frakkarn- ir gista heima hjá 9. bekkingum sem þeir hafa verið í tölvusamskiptum við í vetur. Nemendur 9. bekkjar Grunnskóla Grund- arfjarðar fara til Frakklands hinn 30. maí nk. og verða þeir á heimilum Frakkanna fyrri hluta ferðarinnar en fara síðan til Parísar og verða þar í 3 daga. Áætluð heimkoma er 12. júní. Á forsíðu á vef Grundarfjarðarbæjar eru Frakklandsverkefni grundfirskra skóla- barna og vina þeirra í Paimpol gerð skil. Frakkar í heimsókn ♦♦♦ MÁLÞING um samhliða innflutning lyfja með Dr. Panos Kanavos Síðastliðið ár hafa átt sér stað líflegar umræður um samhliða innflutning á lyfjum og ýmsar skoðanir verið uppi um hver hagnist og hver spari á slíkum innflutningi. Lyfjafræðingafélag Íslands efnir til málþings í Félagshúsi Þróttar í Laugardal þann 12. maí kl. 16.30. Á málþinginu mun Dr. Kanavos fjalla um stefnumótun í lyfjamálum í Evrópu og kynna efni skýrslunnar „The Economic Impact of Pharmaceutical Parallel Trade in European Union Member States: A Stakeholder Analysis,“ - en niðurstöður hennar kunna að koma ýmsum á óvart. Málþingið er öllum opið en vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 561 6166 eða í netfang lfi@lfi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.