Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINUFRÉTTIR DAGSKRÁIN Óskalög sjómanna, skemmtun og fjöldasöngur, verður flutt fimmtudaginn annan júní, fyr- ir sjómannadag, á veitingastaðnum Salthúsinu í Grindavík. Flutt verða gömul og sígild sjómannalög eins og Síldarvalsinn, Allt á floti alls staðar, Á sjó, Þórður sjóari, Vertu sæl mey, Ship ohoj og fleiri og fleiri. Það er tónlistarfólk úr Grindavík sem stendur fyrir fjörinu með dyggri aðstoð hljóðfæraleikara úr næsta nágrenni! Ætlunin er að taka forskot á sæluna og byrja sjó- mannadagshelgina í Grindavík á fimmtudagskvöldi, skemmta sér og og syngja á þeim einstaka veitinga- stað sem Salthúsið er. „Menningararfur okkar Íslend- inga inniheldur ógrynni frábærra sjómannalaga og texta sem vitna til þessa lífs sem mjög margir Íslend- ingar þekktu hér á árum áður og gátu samsamað sig við á einn eða annan hátt. Sjómennirnir fóru út á sjó til veiða og þá dreymdi stundum um konur og vín. Suma daga voru þeir syngjandi sælir og glaðir en aðra daga urðu þeir að glíma við sjávarrok og öldubrot og fjarvistir frá sínum heittelskuðu! Þetta er gömul saga og ný og því vitum við að hún á fullt erindi og meira en það við okkur öll,“ segir í frétt frá Grindavík. Flytjendur eru meðal annarra Dagbjartur Willardsson, Rósa Signý Baldursdóttir, Inga Þórðar- dóttir, Inga Runólfsdóttir, Fróði Oddsson og feðgarnir Björn og Erlingur. Sjómannalögin Þau ætla að hita upp fyrir sjómannadaginn í Grindavík. Óskalög sjómanna ÁTTA skip hafa tilkynnt um 11.500 tonna afla af kolmunna síðustu daga. Íslenzku skipin eru því komin með um 76.400 tonn samkvæmt upplýs- ingum frá Samtökum fiskvinnslu- stöðva. Erlend skip hafa landað hér um 82.800 tonnum á vertíðinni og hafa því verksmiðjurnar hér tekið á móti nærri 160.000 tonnum. Skipin sem lönduðu síðustu dagana eru Ásgrím- ur Halldórsson SF með 950 tonn, Ás- kell EA með 750 tonn, Guðmundur Ólafur ÓF var með 1.150 tonn, Björg Jónsdóttir ÞH með tæp 1.300 tonn, Börkur NK var með 1.800 tonn, Jón Kjartansson SU með 1.500 tonn, Ingunn AK með 1.800 tonn og Hólmaborg SU með 2.200 tonn. Til Seyðisfjarðar hafa borizt ríf- lega 38.000 tonn, Eskja er næst með 30.000 tonn, Loðnuvinnslan er með 24.300 tonn og Ísfélagið með 23.800 tonn, Neskaupstaður er með 22.500 tonn, aðrir minna. 160.000 tonn af kolmunna komin á land  !   $     / 0 5"" %                   6! 78  6  9%" ""% : ; -  9/  ;4 8. ""% #,  ;4 : " #5  /% :  <"   ': # ': = 8  /4 >% #, '  8  ( ?   ?5 6.! ;4"4  9/  ( > ':  &$ :  #+  6."% ':  6. ?  ""% 8 #  :   " ': 6  78  /- ': 6 ':                                                    #> 7# 5@ A:  ' +  9%" ""% : # A: / ': B"  / 4"" #5  94 #5 ( ': #% #  "% ': 9%"  9/  C "$ A:  #+  (8  6 78  B" : ;4 '   BA  /$ ':  /%  #, '" /5  #  "                             #- D% #- D% ÁRIÐ 2004 var metveiði á urriða, staðbundnum og sjóbirtingi, en það kom fram í erindi Guðna Guðbergs- sonar á ársfundi Veiðimálastofnun- ar. Urriðar skráðir í veiðibækur voru alls 45.864. Af þessum fjölda var rúmlega 6.000 fiskum sleppt aft- ur. Frá 1998 hefur urriðaveiðin verið á mikilli uppleið, en reyndar ber að hafa í huga að á þeim tíma hefur skráning á silungi í veiðibækur batn- að umtalsvert. Guðni sagði þó að ljóst væri að aukning sé á veiðinni, og búast mætti við að sú þróun héldi áfram. Mest veiddist af urriða í Veiði- vötnum, 10.926 fiskar og í Fremri Laxá á Ásum, 4.602. Í Laxá í Mý- vatnssveit veiddist 4.481 og í Laxár- dalnum 1.812. Þegar við bætist að Laxá í Aðaldal er í sjötta sæti, á eftir Grenlæk, með 1.386, þá má ljóst vera að vatnasvið Laxár, frá Mý- vatni til sjávar, gefur hátt í átta þús- und urriða og ber hún því höfuð og herðar yfir aðrar urriðaár hvað fjölda veiddra fiska varðar. En um margar stangir er líka að ræða. Bleikjuveiðin hefur verið nokkuð stöðug á síðasta áratug. Samkvæmt skráningu veiddust 36.389 á stöng á síðasta ári. Af þeim var 5.131 bleikju sleppt aftur. Arnarvatn stóra ásamt Austurá er aflahæsta bleikjuveiðisvæði lands- ins, með 3.004 skráða fiska. Þar á eftir koma Hlíðarvatn, með 2.772 bleikjur, Flókadalsá og tengd vötn með 2.473 og Veiðivötn með 2.374 bleikjur. Þrátt fyrir að sífellt sé bet- ur staðið að skráningu á veiddum sil- ungi, þá má engu að síður gera ráð fyrir að umtalsvert magn af fiski sé ekki fært til bókar. SVFR fær Gufuá Stangaveiðifélag Reykjavíkur átti hæsta tilboðið í veiðirétt Gufuár í Borgarfirði. Gufuá er lítil á, eða læk- ur, rétt vestan Gljúfurár og rennur í ósasvæði Hvítár. Síðustu ár hefur netaveiði verið stunduð við ósa ár- innar. Í fyrra veiddust 454 laxar í netin og hefur veiðin verið þyrnir í augum margra stangaveiðimanna, þar sem talið er að laxar á leið í aðrar ár á svæðinu hafi orðið netunum að bráð. Landeigendur hafa staðið fyrir utan netaveiðibannið sem gilt hefur á vatnasvæði Hvítár. Þrjú tilboð bárust í veiðiréttinn, þar af eitt frá aðilum sem hugðust nýta svæðið til netaveiða. Mun Gufuá fóstra einhvern heimastofn, þannig að lax gengur í ána á vatna- vöxtum á haustin. Samningur um Víðidalsá Gengið hefur verið frá samningi Veiðifélags Víðidalsár og félagsins H&S Ísland. Eins og fram hefur komið leigir H&S Ísland lax- og sil- ungsveiðiréttinn í Víðidalsá frá og með sumrinu 2006 á 52,2 milljónir á ári. Samningurinn er til fimm ára. Að sögn Stefáns Sigurðssonar, forsvarsmanns leigutakanna, verður nú ráðist í að undirbúa verðskrá en gengið hefur verið frá samningi við Lax-á um að sjá um söluna. Sala leyfa á silungasvæðið, sem hingað til hefur verið selt sér, verður einnig í umsjá Lax-ár.     &   (  &        '!  5 E@  B" E@ )F "" E@ E@ ( 1 E@   )  "   " 4 % "  E  /4"+% " 1  " 4 % "  /   5 4 " % !  '!  '  " % 5 . :$. . #4 6  # +4 " % /% " ' " " " "1                                   5.!  " 5.!  " Stjórnarmenn Veiðifélags Víðidals- ár og fulltrúar H&S Ísland hand- sala samninginn um Víðidalsá. Arnarvatn stóra og Veiðivötn gáfu flesta silunga á síðasta ári STANGAVEIÐI HJÚKRUNARFRÆÐINGAR um allan heim helga 12. maí, Alþjóða- degi hjúkrunarfræðinga í ár, bar- áttunni gegn notkun falsaðra og ófullnægjandi lyfja, með því með- al annars að vekja athygli al- mennings á hinni ógnvænlegu aukningu á fölsuðum lyfjum á markaði í dag. Í tilefni dagsins stendur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í samvinnu við fræðslunefnd félags- ins að opnum fundi á Grand Hót- eli, fimmtudaginn 12. maí kl. 20. Fundurinn ber yfirskriftina „Föls- uð lyf geta valdið örkumli og dauða“. Hann hefst með ávarpi formanns Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, Elsu B. Friðfinns- dóttur og síðan flytja erindi Þor- björg Kjartansdóttir lyfjafræðingur, Arnór Víkingsson læknir og Áslaug Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Ragnheiður Gröndal syngur og leikur á píanó. Dagskráin verður send út á land í gegnum fjarfundabúnað og er miðað við einn fundarstað í umdæmi hverrar svæðisdeildar félagsins. Berjast gegn fölsuðum lyfjum ÞORVALDUR Kristjánsson heldur erindi í Vestursal Landbúnaðarhá- skóla Íslands, föstudaginn 13. maí kl. 13, um meistaraverkefni sitt sem nefnist Skyldleikaræktar- hnignun og verndun erfðafjöl- breytileika í íslenska hrossastofn- inum. Leiðbeinandi verkefnisins er Ágúst Sigurðsson rektor en aðrir í meistaranefnd eru Þorvaldur Árna- son frá Svíþjóð og Emma Eyþórs- dóttir, dósent við Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Áslaug Helgadóttir, deildarforseti auðlindadeildar, stjórnar athöfninni. Er þetta fyrsta meistaragráðan frá Landbúnaðar- háskóla Íslands. Fyrirlestur um erfðafjölbreytni OPIÐ hús skógræktarfélaganna verður í Mörkinni 6 (hús Ferða- félags Íslands), í dag, þriðjudag, kl. kl. 20–22. Þar mun Gísli Sigurðs- son, rithöfundur og listmálari og um langt skeið ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, flytja erindi í máli og myndum um skóga og skógrækt á Suðurlandi. Gísli hefur ákveðnar skoðanir á skógræktarmálum, enda fæddur og alinn upp að heita má í skógi, í Úthlíð í Biskupstungum, segir í fréttatilkynningu. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir, veitingar verða seldar í hléi. Opið hús skóg- ræktarfélaganna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.