Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING DÓMNEFND Þjóðleikhússins hefur valið athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2004–2005 og varð sýning Stúdentaleik- hússins, Þú veist hvernig þetta er, fyrir valinu. Hún verður sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhúss- ins í byrjun júní. Tólf leikfélög sóttu um að koma til greina við valið með alls fjórtán sýningar. Handrit Þú veist hvernig þetta er er skrifað af leikhópi Stúdentaleikhússins og leik- stjóra sýningarinnar, Jóni Páli Eyjólfssyni. Þetta er í annað sinn sem sýning Stúdentaleik- hússins er valin áhugasýning ársins, en leikfélagið sýndi Ung- ir menn á uppleið fyrir fjórum árum. Umsögn dómnefndar um sýninguna er svohljóðandi: „Sýning Stúdentaleikhússins á Þú veist hvernig þetta er, er hárbeitt og djörf háðsádeila á ís- lenskan samtíma, sett fram í revíuformi sem allur leikhóp- urinn kemur að. Hún kemur sem hressilegur gustur inn í áhugastarf leikfélaganna, text- inn er bæði fyndinn og alvar- legur og kemur við kaunin á áhorfendum. Framsetning og túlkun hópsins er í ætt við póli- tískt leikhús eins og það gerðist best á síðustu öld. Uppsetn- ingin, útlit og hönnun leiksviðs- ins er stílhrein og einföld eins og vera ber og hitti beint í mark. Leikhópurinn er ekki feiminn við að setja fram róttæka þjóð- félagsgagnrýni og láta okkur fá það óþvegið, hvort sem um er að ræða Íraksstríð, kynþátta- fordóma eða fjölmiðlaklám. Það er greinilegt að hópurinn hefur unnið undir samstilltu átaki leikstjórans Jóns Páls Eyjólfs- sonar og áttu margir leikaranna frábæra spretti eins og t.d. í atriðinu Dauðinn í beinni. Leik- sýningin var eins og ferskur andblær í sinnuleysi neyslu- menningar og það var bæði gott og gaman að finna fyrir því að ungt fólk í leikhúsi tæki afstöðu gagnvart pólitík samtímans jafnt innanlands sem utan.“ Auk verðlaunasýningarinnar hlutu nokkrar sýningar sér- staka viðurkenningu dómnefnd- ar: Sambýlingar í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar hjá Leikfélagi Húsavíkur; Náttúran kallar hjá Leikfélagi Selfoss; Memento Mori, sýning Leik- félags Kópavogs og Hugleiks í leikstjórn Ágústu Skúladóttur og Fiðlarinn á þakinu í leik- stjórn Ingunnar Jensdóttur hjá Leikfélaginu Grímni. Tilkynnt var um valið á áhugasýningu ársins á þingi Bandalags íslenskra leikfélaga sem haldið var í Stykkishólmi nú um helgina. Dómnefnd Þjóð- leikhússins í ár var skipuð Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóð- leikhússtjóra, Hlín Agnars- dóttur, leiklistarráðunauti Þjóð- leikhússins, og Þórhalli Sigurðssyni leikstjóra. Sýningin á Þú veist hvernig þetta er verður sem fyrr segir á Stóra sviði Þjóðleikhússins í byrjun júní. Leiklist | Áhuga- leiksýning ársins „Hárbeitt og djörf háðs- ádeila“ Jón Páll Eyjólfsson Anne Sofie von Otter syngur áListahátíð 4. júní. Þeir semeitthvað hafa fylgst með sönglistinni í heiminum, vita að söngkonan sænska er enginn venju- legur raulari, heldur dáðasta óp- erusöngkona Norðurlanda í dag. Og hún er meira en það. Þeir sem eru svo vel að sér í sönglistinni að þekkja ólíkar greinar hennar vita líka að Anne Sofie, er ekki bara dáð óperusöngkona, heldur einnig róm- uð ljóðasöngkona, virt í túlkun bar- rokk- og endurreisnartónlistar, og á sér sitt fjórða sjálf í heimi dæg- urlaga og popps. Og þar með er sjálfsagt ekki allt upp talið. Gagn- rýnendur hafa hrósað henni fyrir að geta sungið allt – já hvað sem er, og leggja sömu músíkölsku alúð og færni í túlkun sína, hvort sem það er slagarinn hans Weills um Bödda sem vinnur á færibandi á næturvöktum einhvers staðar vestur í Ameríku, Buddy on the night shift, jafn ólík óperuhlutverk og Öskubuska, Neró, sem spilaði á eitthvað allt annað en fiðlu meðan Róm brann, sígauna- drósin hún Carmen, Hans Grétu- bróðir og yndislegi rósariddarinn Oktavían; eða þá vorljóð Schuberts og ástarljóð Schumanns; ellegar norræn sönglög um demanta í marssnjónum og sofandi sumarnæt- urskóga – og allt hitt sem óupptalið er, poppið, dægurlögin, þjóðlögin … Anne Sofie von Otter rokkar, en er það satt að hún geti sungið allt?    Það er rétt að ég kem víðar við ísöngnum en flestir kollegar mínir, bæði í stíl og verkefnavali, en auðvitað get ég ekki sungið allt – nógu mikið þó til að viðhalda ham- ingjunni í söngnum. Það er ýmislegt sem ég syng ekki, eins og stóru ítölsku bel canto óperuhlutverkin, og flest Wagnerhlutverk eru líka of þung fyrir röddina mína. Í rokkinu og poppinu verð ég að vera varkár og velja vel það sem ég syng – óperusöngvari getur auðveldlega hljómað hjákátlega í þeirri tónlist ef hann veldur ekki verkefninu, sumt af því syng ég, en ekki það sem ég finn að býður röddina ekki vel- komna,“ segir von Otter, sem hefur heyrst syngja jafnt Bítlalög, Abba- lög og Elvis Costello, en með honum gaf hún út plötu fyrir nokkrum ár- um sem vakti mikla athygli – sænska dívan þótti hugrökk að þora að storka viðtekinni sundurgerð í sor- teringum tónlistar í gott og vont. „Þegar ég feta mig áfram á þess- um ferðalögum mínum yfir landa- mæri stíltegunda, þá verð ég að byrja á því að hljóðrita söng minn, bara fyrir sjálfa mig. Þá hlusta ég, og átta mig á því að sum lög henta mér prýðilega og önnur alls ekki. Stundum kemur niðurstaðan mér á óvart, en oftast er niðurstaðan í samræmi við það sem ég hafði ímyndað mér.“ Von Otter segir að margir aðdá- endur hennar sem óperu- og ljóða- söngkonu séu ánægðir með að heyra hana syngja allt öðru vísi tónlist og að þeir komi gjarnan til hennar eftir tónleika með bros í kinnum og blik í augum og tjái henni aðdáun sína á þessum hliðarsporum hennar. „Al- menningur tók þessu vel. En gagn- rýnendur voru ekki allir jafn hrifnir – og sumir voru bókstaflega mjög neikvæðir, sérstaklega þeir sænsku. Ég man eftir rokkkrítíker sem sagði skelfilega hluti, en það skein í gegn að hann hafði fyrirfram mótaða skoðun á því að þessi sam- vinna rokkarans og óp- erusöngkonunnar væri handónýt, og var sármóðg- aður fyrir hönd sænskrar dægurmenningar. Sumum fannst þetta kjánalegt, en langflestum fannst þetta fínt.“    Umburðarlyndi í tónlist-inni ber á góma og von Otter segist þrátt fyrir allt ekki viss um að múrarnir séu að lækka. Hún kveðst þó oft sjá í viðtölum við tónlist- armenn í rokki og poppi, að þeir lýsi hrifningu sinni á klassískri tónlist og þeim áhrifum sem hún hafi haft á tónlist þeirra, og það sama eigi við um klassíkerana og dægurtónlistina. „Mér finnst ég oft- ast verða vör við fordóma hjá fólki sem hlustar bara á rokk og popp. Margir úr þeirra röðum myndu aldr- ei nokkurn tíma stíga fæti inn í tón- leikasal, í vissu sinni um að klassísk tónlist væri ekkert fyrir þá. Ein ástæða fyrir þessu er hve klassíkin heyrist óvíða. Það er nánast búið að útrýma henni úr fjölmiðlum, al- mennum skólum og öðrum stöðum þar sem hún átti athvarf áður. Þetta er harður heimur fyrir klassíkina, en tónlistarmenn almennt finnst mér mjög umburðarlyndir á alla vegu.“ Von Otter segir markmið sitt með því að teygja sig yfir landamæri dægurtónlistarinnar alls ekki þau að veiða „glataðar sálir“ poppsins yfir í klassíkina, þótt það gerist alltaf líka. „Ég er fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig, vegna þess að ég nýt þess. Þegar ég var að alast upp hlustaði ég á klassíska tónlist, sér- staklega balletttónlist Tsjaíkovskíjs, og naut þess að dansa með, því mig langaði að verða dansari – og svo alla dægurtónlistina, sem fór virki- lega að verða almenningseign á sjö- unda áratugnum. Það voru Bítl- arnir, Hollies, Beach Boys, Bee Gees og fleiri og fleiri, dægurtónlistin var alls staðar og aðgengileg.“ Ef til vill má segja að kynslóðirnar sem ólust upp á sjötta og sjöunda áratugnum hafi verið þær fyrstu sem höfðu gegnheilt rokk og popp í eyrunum alla daga – tónlist sem var markaðs- sett sérstaklega fyrir unga fólkið. Þessar kynslóðir áttu sér uppáhalds- hljómsveitir og uppáhaldssöngvara og höfðu ráð á að kaupa sér plötur, og því ekki að undra að upp frá því yxi úr grasi fólk sem hafði jafn sterkar taugar til dægurtónlistar og annarrar og sterkari taugar en kyn- slóðirnar á undan, sem ólust upp við prúða ástarsöngva og stríðs- áramúsík. Þeir sem uxu úr grasi til að verða óperusöngvarar voru engin undantekning frá þessu. En hvaða fyrirmyndir hafði von Otter – hverj- ir voru þeir músíkantar sem hún leit upp til og dáði? „Christa Ludwig og Agnes Baltsa voru þær söngkonur sem ég dáði mest. Þegar ég þurfti að takast á við Mahler í fyrsta sinn og þegar ég stóð í fyrsta sinn frammi fyrir ljóðum Schuberts og Wolfs, þá leitaði ég í Christu, sem mér fannst syngja bæði músíkalskt og smekklega og beita góðum gáfum sínum í túlkun sinni. Ég varð aldrei leið á túlkun hennar. Ég hlustaði á Baltsa syngja ítalska fagið, til dæmis Carmen, sem mér fannst – og finnst enn – óskaplega spennandi í túlkun hennar. Þetta eru söngkonur með sterkan per- sónuleika.“    Persónuleiki í söngnum er nokkuðsem mér finnst Anne Sofie von Otter alltaf hafa haft til að bera. Ég velti því hins vegar fyrir mér að hve miklu leyti líf söngvarans; lífsskoð- anir, viðhorf, persónueinkenni og slíkir hlutir móta söngpersónu þeirra. „Líf söngvarans hefur allt áhrif á söngpersónu hans. Þú þarft ekki annað en að hlusta á Elvis Cost- ello til að heyra það. En hann semur auðvitað sín lög og sína texta sjálfur. Ég held að hjá söngvurum í klass- íkinni skíni þetta ekki eins auðveld- lega í gegn, þótt það sé til staðar. Persóna Bjarkar skín í gegnum söng hennar, enda skapar hún allt sitt hljóðumhverfi sjálf. Það er þó synd hve margir klassískir tónlistarmenn þora illa að leyfa persónu sinni að njóta sín í túlkun, þeir mættu gera það mun meira, án þess að það þyrfti að verða ýkt eða of mikið.“    Ég á mér uppáhaldslag í flutningiÖnnu Sofiu von Otter, og það er Skogen sover, eftir landa hennar Hugo Alfvén. Það kom út á plötunni Vingar i Natten, eða Wings in the Night, eins og hún hét á alþjóða- markaði, fyrir þónokkrum árum. Söngur von Otter þar er engu líkur, og með píanóleikara sínum til margra ára, Bengt Forsberg, skapar hún þar unaðsríka stemningu þar sem ástin og björt sumarnótt í sænskum skógi fléttast saman í dásamlega litla söngperlu. Ég er forvitin að vita hvernig söngkonan tekur á slíku lagi – hvernig hún ákveður hvað skuli gera – hvernig hún lærir það og hvernig hún kemst að niðurstöðu um hvernig beri að túlka það. „Í Skogen sover, er feg- urðin öll í laginu sjálfu. Mitt hlut- verk þar er að leita uppi stemningu lags og ljóðs og miðla til hlustenda. Sum lög geta verið mjög erfið tækni- lega, og önnur erfið fyrir röddina, en það er rétt að þetta er ein- staklega fagurt lag. Mér finnst ég ekki þurfa að gera mikið sjálf, því lagið kallar sjálft á þessa friðsælu stemningu. Það getur oft verið snúið að blása lífi í lög, en þetta er svo fullt af andríki, að það veitist mér ekki erfitt. Píanóparturinn er mjög ein- faldur, en sindrandi fallegur. Það sem er tæknilega erfitt í þessu til- tekna lagi, er það hvað það byrjar á háum tón – og veikt. Ef maður er yf- irspenntur eða röddin ekki alveg á sínum stað, getur þessi upphafstónn eyðilagt lagið.“ Samstarf von Otter og píanóleik-arans Bengts Forsberg, sem leikur með henni á tónleikunum á Listahátíð, hefur verið afar farsælt. Hún kveðst hafa kynnst honum þeg- ar hana vantaði eitt sinn píanóleik- ara, en milli þeirra hafi fljótt skap- ast jákvæð vinnugleði og vinátta sem skipti hana miklu. Þau vinna saman, segir hún, og hann hefur al- veg jafn mikið til málanna að leggja um verkefnaval þeirra og hún sjálf, þótt hún, eigandi raddarinnar, hafi oftar síðasta orðið um það sem syngja skal.    En úr sönglögum og ljóðum yfir íóperuna, sem von Otter eyðir drjúgum hluta vinnu sinnar í. Ég freistast til að leita álits hennar á stöðu óperunnar í nútímanum, enda umræða um hana stöðugt í deigl- unni. „Þeir sem segja að óperan sé að verða að safnlist vegna þess hve endurnýjun í listgreininni er lítil, hafa rétt fyrir sér – því miður. Óper- an lifir hættulegu lífi í dag, og ég vildi að ég vissi hvað er til ráða. Það eru þó til undantekningar. Í París lifir óperan góðu lífi, þar eru fjögur óperuhús, og fólk kemur í óperuna, og nánast uppselt á allar sýningar í þeim öllum, öll kvöld. Til þess að svo geti gengið þarf margt að koma til. Söngvararnir þurfa að vera góðir, uppfærslurnar sjálfar þurfa að vera áhugaverðar, hljómsveitarstjór- arnir þurfa að vera góðir og síðast en ekki síst þurfa stjórnendur óp- eruhúsanna að vera snjallir og vita hvað þeir vilja. Það er því miður sjaldnast raunin, því víða eru óperu- stjórar ýmist of íhaldssamir og fylgja ekki tíðarandanum, eða of fullir af tilraunatiktúrum. Það þarf að vera svigrúm fyrir hvort tveggja til að viðhalda spennunni, fjöl- breytninni og áhuga áhorfenda. Í París er klassísk tónlist ennþá stór þáttur í listuppeldi skólabarna, og það skilar sér að sjálfsögðu í al- mennum áhuga fólks á tónlist. Sum- ir fá áhuga á avant garde óperu, meðan aðrir aðhyllast sígildu upp- færslurnar, og í París er hvort tveggja til staðar. En formúlan fyrir velgengni óperunnar er ekki ein- föld.    Það eru líka skiptar skoðanir umlíf ljóðasöngsins í nútímanum – sumir segja það fínt, meðan aðrir telja honum hnigna. Mín reynsla er sú, að það sé aðeins á færi vel þekktra og vel kynntra söngvara að reyna að halda úti ferli í ljóðasöng samhliða öðru. Og því miður virðast ungir söngvarar ekki eiga greiða leið inn í þessa grein sönglistar- innar. Ljóðið krefst mikillar einbeit- ingar, bæði af tónlistarmönnunum og áheyrendunum, og í dag veitist fólki það hreinlega erfitt að sitja undir allt að tveimur tímum af dramatískri tjáningu eins söngvara og eins píanóleikara á lögum og ljóðum. Fólki sem eyðir öllum sínum tíma í sjónvarp og blaðalestur, finnst þetta einfaldlega hundleið- inlegt – eins og kammertónlistin. Ég er ekki einu sinni viss um að ég nennti sjálf að fara á ljóðatónleika, nema að vera viss um að söngvarinn væri afburða góður.“ Anne Sofie von Otter kemst þó vart hjá því að mæta í Háskólabíó 4. júní, þar sem ljóðatónlistin er kjarni dagskrárinnar, ásamt þó ýmsu öðru, því þá syngur hún sjálf með Bengt Forsberg. Norrænu lögin, sem henni lætur svo vel að syngja, fylla fyrri hluta efnisskrárinnar, en eftir hlé kemur að þýsku ljóðameisturunum, Schubert og Mahler, og í kjölfarið fylgja lög úr Túskildingsóperu Kurts Weills og Bertolds Brecht. Tónleikunum lýkur á írskum söngv- um eftir Howard Ferguson. Mitt hlutverk að leita uppi stemningu lags og ljóðs ’Það er synd hve marg-ir klassískir tónlistarmenn þora illa að leyfa persónu sinni að njóta sín í túlkun – þeir mættu gera það mun meira, án þess að það þyrfti að verða ýkt eða of mikið.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Getur hún sungið allt? Anne Sofie von Otter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.