Morgunblaðið - 10.05.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.05.2005, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tekst „Gata-gaur“ að skjótast á milli krummaskuðanna með glaðninginn? Fjöldi manna þarf aðkljást við of miklalíkamsþyngd ein- hvern tímann á ævinni, sumir nánast frá fæðingu en aðrir á tilteknu ævi- skeiði. Íslendingar eiga við offitu að stríða í sama mæli og annað fólk og fram hefur komið að á síð- ustu árum hefur algengi ofþyngdar meðal 9 ára barna aukist úr um 10% í nærri 20%. Reykjalundur og Landspítali – háskóla- sjúkrahús meðhöndla tugi sjúklinga vegna offitu á ári hverju. Ofþyngd og offita frá fæðingu til fullorðinsára, orsakir og með- ferð, var yfirskrift ráðstefnu sem læknadeild Háskóla Íslands, land- læknisembættið og franska sendi- ráðið gengust fyrir í síðustu viku. Þar voru flutt erindi um nýjar hugmyndir um líffræðilegar or- sakir offitu barna og síðan um áhrif offitu á meðgöngu, um offitu ungbarna, um umfang offitu barna um meðferðaraðferðir er- lendis og hérlendis og fram komu einnig sjónarmið geðlæknis. Sigurður Guðmundsson land- læknir segir brýnt að stemma stigu við offitu sem hér sé vaxandi vandi, ekki síst meðal barna, og Íslendingar séu engir eftirbátar annarra Evrópuþjóða hvað of- þyngd varði. Sigurður segir að afla þurfi meiri upplýsinga um af- leiðingar offitu meðal barna, m.a. að rannsaka þurfi algengi sykur- sýki hjá of þungum börnum sem geti gefið vísbendingar um slíkar afleiðingar. Hann segir að grípa þurfi til samfélagslegra aðgerða og fræðslu til að draga úr afleið- ingum offitu eins og tekist hefur með slíkum aðgerðum að draga úr reykingum, alvarlegum umferðar- slysum og kransæðasjúkdómum. Samstarf LSH og Reykjalundar Reykjalundur og LSH hafa um skeið átt með sér samstarf við meðferð offitusjúklinga. Hefst hún með viðtalsmeðferð á Reykja- lundi og nái sjúklingar ákveðnum árangri gefst þeim einnig kostur á að fara í skurðaðgerð á LSH. Meðferðin á Reykjalundi er veitt í litlum hópum og byrjar hún á ráð- gjöf og verkefnum sem menn verða að leysa. Snúast þau m.a. um mataræði og hreyfingu eða breytingar á lífsstíl og þegar fólk hefur lést verulega er því gefinn kostur á að fara í skurðaðgerð á LSH. Snýst hún um að minnka rúmtak magans þannig að matar- lyst minnki. Mikill meirihluti þeirra sem hefja offitumeðferð á Reykjalundi fer einnig í skurðaðgerð. Þremur mánuðum eftir aðgerðina koma sjúklingar síðan til framhaldsmeð- ferðar á Reykjalundi sem gengur út á að styðja þá og styrkja í því að tryggja varanlegan árangur. Meðferðina á Reykjalundi hef- ur Ludvig Guðmundsson yfir- læknir skipulagt en Karl Krist- jánsson, læknir á Reykjalundi, greindi frá meðferðinni á mál- þinginu. Á LSH sinna skurðlækn- arnir Björn Geir Leifsson og Hjörtur Gíslason þessari meðferð. Anna Björg Aradóttir, hjúkrun- arfræðingur og verkefnastjóri hjá landlæknisembættinu, flutti er- indi um umfang og úrræði varð- andi offitu barna. Hún sagði hlut- fall of þungra barna hafa farið vaxandi síðustu árin og kringum 18% barna væru of þung. Anna Björg dró einnig fram hversu syk- urneyslan hefði aukist síðustu tvo áratugi. Hefur hún tvöfaldast frá árinu 1983, úr 80 kg á mann á ári í 160 kg. Í sykurneyslu er meðtal- inn sykur í matvöru, svo sem kexi, sætindum og gosdrykkjum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Anna Björg að ekki væri þó hægt að kenna aukinni sykur- neyslu um alla offitu, ástæðurnar væru einnig hreyfingarleysi og al- menn ofgnótt fæðu. Hún sagði áhrif offitu á börn koma fram í sál- félagslegum vandamálum, slík börn hefðu lélega sjálfsmynd og offita hefði í för með sér kostnað bæði fyrir samfélagið og einstak- linginn. Aðgerðir á börnum undantekningartilvik Meðal áhættuþátta er leitt geta til ofþyngdar sagði Anna Björg vera erfðir, einstaka erfðagalla, mikla sjónvarpsnotkun og fleira. Hún sagði erfðir ekki hafa breyst og því væru það breyttir lífshættir sem hefðu mest áhrif til ofþyngd- ar. Hefðbundin meðferðarúrræði sagði hún vera m.a. breytt mat- aræði, meiri hreyfingu og leið- beiningu foreldra og sagði hún einnig nauðsynlegt að börnum væru sett markmið hvað varðaði stjórnun á líkamsþyngd sinni. Hún sagði brýnt að foreldrar og öll fjölskyldan tæki þátt þegar börn yrðu að breyta lífsháttum vegna offitu. Aðrar aðferðir eru orkusnautt fæði, lyfjameðferð og skurðaðgerð og sagði Anna Björg aðgerð ekki beitt nema í undantekningartil- vikum þegar um börn væri að ræða. Þá sagði hún brýnt að sem flestir þættir væru nýttir til að ráðast gegn offitu barna. Átti hún þar við stefnumörkun yfirvalda, fjölskyldurnar, skóla, íþrótta- og æskulýðsstarf, markaðsfólk og fjölmiðla. Fréttaskýring | Offita og ofþyngd vaxandi hér eins og í flestum Evrópulöndum Rannsaka þarf afleiðingarnar Tugir sjúklinga meðhöndlaðir árlega vegna offitu á Reykjalundi og LSH Fæðan skiptir máli og ekki síður hreyfingin. Forvarnir gegn offitu strax í æsku eru mikilvægastar  Feitt barn verður feitt full- orðið og hætt er við að margs konar sjúkdómar muni steðja að þeim sem er of þungur, segir Sig- urður Guðmundsson landlæknir. Hann segir ókeypis skólamáltíðir og meiri hreyfingu í skólum vera dæmi um samfélagslegar að- gerðir sem grípa megi til í for- varnaskyni. Heilbrigðiskerfið, skólar og almenningur verði að vinna slíkt forvarnastarf í sam- einingu. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is SAMSTARFSHÓPUR á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi taldi það ekki eðlilegt að fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum væri meiri en at- vinnuleysisbætur. Námu bótaflokk- ar almannatrygginga á þeim tíma, árið 2002, samanlagt svipaðri upp- hæð og bætur atvinnuleysistrygg- inga. Að sögn Ingibjargar Broddadótt- ur, deildarstjóra í félagsmálaráðu- neytinu, er þetta meginskýringin á því að tekjutryggingarauki er ekki inni í leiðbeiningum ráðuneytisins til sveitarfélaganna um fjárhagsaðstoð, sem gefnar voru út árið 2003 í kjölfar tillagna fyrrnefnds samstarfshóps. Í greinaflokki Önnu G. Ólafsdótt- ur, blaðamanns á Morgunblaðinu, um fátækt á Íslandi, sem hóf göngu sína síðastliðinn sunnudag, kom fram gagnrýni á að tekjutrygging- arauki hefði ekki verið tekinn inn í viðmið félagsmálaráðuneytisins til viðbótar við grundvallarbætur eins og örorkulífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Haft var eftir Hörpu Njáls félagsfræðingi að tekjutrygg- ingaraukinn, sem settur var í lög árið 2001, hefði verið viðurkenning á því að grunnbæturnar nægðu ekki til framfærslu. Engin lágmarksframfærsla til sem hið opinbera viðurkennir Ingibjörg bendir á að félagsmála- ráðuneytið hafi ekki lögbundnar skyldur til að gefa út leiðbeiningar um fjárhagsaðstoð. Engu að síður hafi verið talið rétt að kanna árið 2002 hvort áhugi hafi verið á sam- starfi um slíkt verkefni meðal sveit- arfélaga og félagsmálastjóra. Það sé þó ljóst að gerð og setning reglna um fjárhagsaðstoð sé alfarið í höndum hvers og eins sveitarfélags. „Það er hins vegar umhugsunarefni að ekki séu fyrirliggjandi skilgreindar fjár- hæðir sem hið opinbera viðurkennir sem lágmarksfjárhæð fyrir fram- færslu fjölskyldu. Hagstofan heldur til haga að einhverju marki upplýs- ingum um framfærslukostnað heim- ilanna en nauðsynlegt er að kanna það nánar hjá stofunni,“ segir Ingi- björg. Hún bendir jafnframt á að Ráð- gjafarstofa um fjármál heimilanna gefi út neysluviðmiðun sem hægt sé að kynna sér á fjölskylduvefnum, fjolskylda.is. Þar sé reyndar aðeins tekið tillit til allra nauðsynlegustu útgjalda en öðrum sleppt. Útgjöldin séu mismunandi hjá ólíkum fjöl- skyldugerðum sem búi við mismun- andi aðstæður. Aðstoð verði ekki meiri en atvinnuleysisbætur Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is TENGLAR .............................................. www.fjolskylda.is/fjarmal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.