Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 6
UPPLÝSINGAR um skattamál fólks sem hefur tekjur í fleiri en einu Norð- urlandana urðu aðgengilegri en áður í gær, en þá opnuðu fjármálaráðherrar Norðurlandanna nýjan vef um skattamál, á fundi sínum í fjármála- ráðuneyti Danmerkur. Vefurinn er unninn að miklu leyti hér á landi, og hefur hugbúnaðardeild Ríkisskattstjóra haft ákveðna forystu við hönnun vefjarins, sem er vistaður hér á landi á vefslóðinni www.nord- isketax.net. Vefurinn er samstarfs- verkefni ríkisskattstjóraembætta allra Norðurlandanna, og auðveldar fólki sem þarf að huga að skattamál- um í öðru Norðurlandi en heimaland- inu alla upplýsingaöflun, segir Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. „Það má segja að þetta sé liður í verkefni sem Paul Schlüter, fyrrver- andi forsætisráðherra Danmerkur, var falið að vinna, og miðar að því að reyna að útrýma öllum tálmunum sem enn eru fyrir hendi fyrir venju- lega borgara í samskiptum eða við- skiptum yfir landamærin milli Norð- urlandanna,“ segir Geir. Mikil vinna hefur verið við að koma þessum vef í gagnið, og kostnaður við það metinn á um 14 milljónir króna sem dreifist á þjóðirnar fimm. Þar er þó ekki meðtalinn kostnaður vegna vinnu sem innt var af hendi í vinnu- tíma starfsmanna embættanna. Fyr- irsjáanlegt er að talsverð vinna verði við að uppfæra síðuna, enda er vef- urinn á tungumálum allra Norður- landanna auk ensku, og þarf því að gera hverja breytingu á öllum tungu- málunum sex. Góð reynsla af rafrænni stjórnsýslu Geir segir að sú reynsla af raf- rænni stjórnsýslu sem til sé hjá Rík- isskattstjóra, m.a. vegna rafrænna skila á skattframtali, hafi gert það að verkum að ákveðið var að verkið yrði að mestu unnið hér á landi „Ég er mjög ánægður með að okkar embætti heima hefur haft þessa forystu, og staðið sig mjög vel í því,“ segir Geir. Á fundi norrænu fjármálaráðherr- anna í gær voru til umræðu hefð- bundin samstarfsmálefni ráð- herranna, og var rætt ítarlega um stöðu og horfur í efnahagsmálum og skattabreytingar í löndunum. Í gær var einnig haldinn fyrsti fundur ráð- herraráðs Norræna fjárfestingar- bankans eftir að Eistar, Lettar og Litháar gerðust aðilar að bankanum. Gerð var grein fyrir afkomu bankans 2004, sem var mjög góð, og framtíð- arhorfum. Geir H. Haarde lætur af formennsku í ráðinu 1. júní og við tek- ur Bent Bentsen, efnahagsráðherra Dana. Fjármálaráðherrar Norðurlandanna opnuðu vef um skattamál Unninn að stórum hluta hér á landi Geir Haarde er hér í hópi fjármálaráðherra Norðurlandanna í gær. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is  Meira á mbl.is | itarefni 6 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landskeppni Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna 2005 Nýmiðlunarhátíð í dag í Öskju Hátíðin er öllum opin og aðgangur er ókeypis Vegleg nýmiðlunarhátíð er haldin í dag í Öskju, náttúrufræði- húsi Háskóla Íslands, frá kl. 13:00 til 18:00. Þar gefst fólki einstakt tækifæri til að kynna sér bestu afurðir nýmiðlunar- fyrirtækja um þessar mundir. Dagskrá: 16:00 Verðlaunaafhending í landskeppninni 14:00 - 15:30 Stuttar kynningar á þeim öllum í samfelldri dagskrá 13:00 - 18:00 Nýmiðlunarsýning með 15 vef- og margmiðlunarverkefnum Í LJÓSI þess að líkurnar á að skráð fyrirtæki á bandaríska markaðnum fái á sig hópmálssókn eru taldar vera um 1 á móti 50 á hverju ári þóttu það í sjálfu sér ekki stórfréttir fyrir de- CODE, móðurfélag Íslenskrar erfða- greiningar, að fyrirtækið skyldi lenda í hópmálssókn seinni hluta síð- asta árs að mati Tanyu Zharov, lög- fræðings ÍE. Hún segir að fæstum hópmálssóknum á hendur fyrirtækj- um skráðum á bandarískum hluta- bréfamarkaði ljúki með dómi. Í 80% tilvika ljúki aðilar málum með sátt. Um 19% málanna er vísað frá dómi annaðhvort með ákvörðun dómara eða að ósk stefnenda, eins og í tilviki málssóknanna á hendur deCODE. Eingöngu 2% málanna enda með dómi að loknum málflutningi. Eins og kunnugt er var það lög- mannsstofan Lerach Coughlin Stoia Geller Rudman & Robbins LLP sem hóf undirbúning hópmálssóknar gegn deCODE og stjórnendum þess í september 2004 en féll frá málinu nú í vikunni fyrir hönd umbjóðenda sinna. Eðlilegar skýringar á gengislækkun En hver var ástæða þess að fallið varfrá málssókn? Tanya bendir á að ákveðin tegund lögmannsstofa sérhæfi sig í að stefna fyrirtækj- um fyrir hönd hluthafa á þeim grundvelli að gengislækkun á hlutabréfum stefnda sé með einhverjum hætti sök fyrirtækis eða stjórnenda þess. Oftast eigi gengislækkanirnar þó sín- ar eðlilegu skýringar á sveiflukennd- um markaði. „Þessar lögmannsstofur sjá hagnaðarvon í svona hópmáls- sóknum sem hefjast með því að einn lítill hluthafi er fenginn til að stefna málinu inn og í kjölfarið er auglýst eftir fleirum,“ segir Tanya. „Nú hafa stefnendur og lögmenn þeirra hins vegar einhliða ákveðið að fella niður málið. Líklega hafa þeir séð að engin ástæða væri til að halda málinu áfram enda er fyrirtækið í fullum rekstri og gengur vel. Upp- haflegt tilefni málanna var líklega tengt skiptum á endurskoðendum hjá félaginu og var reynt að gera þau skipti tortryggileg. Stefnendur hafa væntanlega séð nýjasta ársreikning fyrirtækisins sem birtur var í mars sl. Ársreikningurinn var með fyrir- varalausri áritun endurskoðanda sem fyrr auk þess sem við höfum ný- lega farið í gegnum nýja tegund af endurskoðun á grundvelli Sarbanes- Oxley laga. Þau kveða m.a. á um mjög strangt innra eftirlit hjá fyrir- tækjum og úttekt endurskoðanda á því. Ég geri því ráð fyrir að stefn- endur hafi lesið ársreikninginn og áttað sig á því að ekki var eftir neinu að slægjast hjá okkar fyrirtæki. Sennilega hefur því verið ódýrara fyrir þá að hætta við málið en að halda áfram með það.“ Vilja fremur borga en verja sig Tanya segir að ástæða hins háa hlutfalls sátta í málum af þessu tagi sé sú að jafnvel þótt fyrirtæki séu með allt sitt á hreinu en lendi engu að síður í þessari tegund af málssókn, vilji þau eða tryggingarfélög þeirra stundum frekar greiða sáttafé til að ljúka málinu en að standa í að verja sig fyrir dómi. Þetta þyki ekki mikið tiltökumál og sé langt í frá óvanalegt í bandarískum viðskiptum. „Fyrirtæki kjósa þannig að greiða rúllugjaldið til að losna við málarekstur þótt þau séu algerlega með hreina samvisku. Góðu fréttirnar fyrir okkur er að okkar málaferli leystust af sjálfu sér með einhliða ákvörðun stefnendanna.“ Fallið frá málssókn á hendur deCODE í Bandaríkjunum Ekki eftir neinu að slægjast fyrir stefnendur Tanya Zharov Rafvirkjar vilja stofna atvinnumálafélag í Skagafirði Þótti nóg komið af sinnu- leysi sveitarfélagsins haldinn á Kaffi Krók á Sauðár- króki fimmtudagskvöldið 26. maí. Viggó segir við Morgunblaðið að þeim Gísla hafi þótt nóg komið af sinnuleysi sveitarfélagsins í at- vinnumálum. Brýn þörf hafi verið á að blása til sóknar í atvinnu- málum. „Okkur finnst það óásættanlegt ef sveitarstjórnin ætlar að setja Skatastaðavirkjun inn á aðalskipu- lag Skagafjarðar, þar sem Lands- virkjun verður veittur virkjunar- rétturinn, og þar með Reykja- víkurborg og Akureyringum. Við erum áhugamenn um að byggja Skagafjörð upp sem búsældarlegt hérað. Okkur finnst ekki réttlæt- anlegt að flytja orkuna úr Skaga- firði eitthvað annað og láta okkur sitja eftir með sárt ennið. Við vilj- um spyrna við fæti og sjá hvað við getum gert,“ segir Viggó. Spurður hvort þetta félag muni sjálft standa að einhverjum framkvæmd- um segir hann hugsunina ekki vera á þeim nótum, heldur fyrst og fremst að halda orkunni í Skaga- firði. Möguleiki sé á að félagið ger- ist hluthafi í einhverju verkefni. TVEIR rafvirkjar á Sauðárkróki, Viggó Jónsson og Gísli Sigurðsson, höfðu frumkvæði að því að efna til undirbúningsfundar um stofnun þverpólitísks félags um atvinnumál í Skagafirði, með áherslu á að virkjun fallvatna í Skagafirði yrði notuð í heimahéraði. Til fundarins á þriðjudagskvöld mættu framá- menn úr flestum greinum atvinnu- lífs í Skagafirði, m.a. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaup- félags Skagfirðinga. Héraðsfrétta- blaðið Feykir greindi frá þessu. Stofnfundur félagsins verður HIN árlega álfasala SÁÁ stendur yfir nú um helgina og gefst landsmönnum kostur á að kaupa álfa við helstu verslanir um land allt. Um 300 manns leggja verkefninu lið í ár. Að sögn Guðmundar Arnar Jóhannssonar hjá SÁÁ hefur salan farið vel af stað en fyrstur til að kaupa álf í ár var Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans og fyrrverandi formaður samtakanna. Álfurinn sem boðinn er til sölu í ár er hinn svonefndi Ávaxtaálfur en á ári hverju kemur nýr álfur og segir Guðmundur að margir hafi safnað öllum álfunum sem seldir hafi verið, en þetta er sextánda árið í röð sem sam- tökin selja álfana. Margt ungt fólk tekur þátt í fjáröfl- uninni og segir Guðmundur samtökin eiga mikla sam- vinnu við ungliðafélög og fá þannig unga fólkið í lið með sér. Auk þess að bjóða álfinn til sölu við verslanir segir Guðmundur að verði gengið í hús á kvöldin og fólki boð- ið að kaupa álfinn, sem kostar 1.000 krónur. Ágóðinn af sölunni er mikilvæg tekjulind fyrir unglingadeild sam- takanna og skilaði salan um 18 milljónum króna í fyrra þegar um 23–24 þúsund álfar seldust. Að sögn Guð- mundar er að sjálfsögðu stefnt að því að gera betur nú og er hann þakklátur fyrir stuðning landsmanna. Ávaxtaálfurinn til sölu í ár Morgunblaðið/Árni Torfason Um 300 manns taka þátt í álfasölu SÁÁ um helgina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.