Morgunblaðið - 21.05.2005, Page 10
10 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði í ræðu
sinni við setningu landsfundar
Samfylkingarinnar í Egilshöll gær
að brýnt væri að sá formannsfram-
bjóðendanna sem færi með sigur af
hólmi kappkostaði að verða formað-
ur Samfylkingarinnar allrar.
Eins og kunnugt er var kosið á
milli Össurar og Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur, varaformanns
flokksins, í allsherjaratkvæða-
greiðslu meðal allra skráðra fé-
lagsmanna. Stefnt er að því að úr-
slitin verði tilkynnt kl. 12 í dag.
Össur sagði m.a. í upphafi ræðu
sinnar að harðri baráttu um forystu
í flokknum væri nú lokið. „Á þess-
um fundi leggjum við niður allar
deilur, hvort sem við höfum komið
hingað sem liðsmenn Össurar eða
Ingibjargar. Héðan förum við sam-
einuð sem öflug og sterk Samfylk-
ing íslenskra jafnaðarmanna.“
Um 750 til 800 manns voru við
setningarathöfn landsfundarins í
gær, að sögn Ingvars Sverrissonar,
framkvæmdastjóra flokksins. Um
1.400 til 1.500 félagsmenn í Sam-
fylkingunni eru skráðir til þátttöku
á fundinum, segir Ingvar.
Stefán Jón Hafstein, formaður
framkvæmdastjórnar flokksins,
setti landsfundinn, skömmu eftir
hádegi í gær. Að því búnu tóku við
tónlistaratriði og ávörp erlendra
gesta. Eftir það flutti Össur Skarp-
héðinsson setningarræðu sína. Yf-
irskrift fundarins er: Horft til
framtíðar.
Kosningaferlið verði stytt
Össur sagði m.a. í ræðu sinni að
fjölmiðlar hefðu ítrekað velt þeirri
spurningu upp, á síðustu vikum,
hvort kosningabaráttan um for-
mannssætið myndi styrkja flokkinn
eða veikja. Össur kvaðst sjálfur
hafa svarað þeirri spurningu með
því að benda á að formannskjörið
hefði orðið til þess að þúsundir
nýrra félaga hefðu gengið til liðs
við Samfylkinguna. Síðan sagði
hann: „Ef rétt er á haldið, bæði í
forystusveitinni og í einstökum fé-
lögum um landið allt, geta þessar
kosningar markað tímamót í starfi
flokksins og eflt hann stórlega.
Kosningabaráttan hefur heldur
ekki vakið upp svo harkalegar deil-
ur að þær skilji eftir sár til lang-
frama. Flokkadrættir hafa fráleitt
verið slíkir að úr þeim geti ekki
fljótlega jafnast. Lokaáhrifin velta
hins vegar nokkuð á okkur sem
vorum í framboði. Það er ákaflega
brýnt að sá okkar frambjóðend-
anna sem ber sigur úr býtum kapp-
kosti að verða formaður Samfylk-
ingarinnar allrar. Hann á að skoða
úrslitin sem skilaboð til sín: At-
kvæðin sem hann fær eiga að
hvetja hann til dáða en atkvæðin
sem hann fær ekki eiga að verða
honum umhugsunarefni og áminn-
ing um að flokkurinn og málstaður
okkar eru mikilvægari en persónu-
leg völd og vegsemd. Skilaboð okk-
ar til þjóðarinnar að þessum fundi
loknum eiga því að vera um sam-
stöðu, eindrægni, samheldni.
Hvernig sem fer mun ég leggja mig
allan fram til að tryggja það og ég
veit að sama gildir um Ingibjörgu
Sólrúnu.“
Össur gerði atkvæðagreiðsluna í
formannskjörinu einnig að umtals-
efni. Hann sagði að þessi aðferð,
allsherjarkosning meðal allra fé-
lagsmanna, væri skýrt merki þess
að samfylkingarmenn tækju lýð-
ræðiskenndir sínar alvarlega. Sam-
fylkingarmenn létu verkin tala en
ekki bara prédikanir. „Vissulega
þurfum við að taka framkvæmdina
á póstkosningunni til endurskoðun-
ar í ljósi reynslunnar, lagfæra ýmsa
hnökra sem við höfum orðið vör
við, meðal annars í sambandi við
skráningu félaga.“ Hann kvaðst
einnig þeirrar skoðunar að nauð-
synlegt væri að stytta kosningaferl-
ið til muna og hafa það ekki lengra
en þrjár vikur. Á heildina litið
fyndist honum þó aðferðin hafa gef-
ist vel.
Launamisrétti verði útrýmt
Össur fjallaði m.a. um næstu al-
þingiskosningar og sagði að Sam-
fylkingin útilokaði ekki samstarf í
ríkisstjórn við neinn núverandi
stjórnmálaflokk. „Um stjórnarsam-
starf fer eftir málefnum og líkunum
á því að stefna okkar nái fram að
ganga. Í næstu kosningum hljótum
við hins vegar að stefna að því að
fella ríkisstjórnina sem þá hefur
setið í tólf ár. Náist það markmið
er eðlilegt að sigurvegarar kosning-
anna ráði fyrst ráðum sínum.“
Össur sagði síðar í ræðu sinni að
Samfylkingin legði áherslu á að
vöxtur þjóðartekna á næstu árum
yrði nýttur til þess að ná fram
fimm tilgreindum meginmarkmið-
um.
„Í fyrsta lagi eflingu velferðar-
þjónustunnar, þar sem launafólki
og almenningi verði búið traust ör-
yggisnet, og sérstök áhersla verði
lögð á að útrýma launamisrétti í
samfélaginu. Í öðru lagi stóreflingu
á fjárfestingu í menntun á öllum
stigum og í heilbrigði sem saman
ráða úrslitum um velferð fólks til
framtíðar. Í þriðja lagi leiðréttingu
á hlut sveitarfélaganna og undir-
búningi að frekari tilfærslu á verk-
efnum til þeirra. Í fjórða lagi að
búa frumkvöðlum, sprotafyrirtækj-
um, smáfyrirtækjum og einyrkjum
skilyrði eins og best þekkjast í
heiminum til þess að skapa framtíð-
ina sem býr í hugmyndum og hug-
viti einstaklinganna. Í fimmta lagi
umsköpun samfélagsins í sátt við
landið okkar til að bregðast við
þeirri umhverfisvá sem yfir vofir
vegna loftslagsbreytinga næstu
áratuga.“
Þá fjallaði Össur um þá málefna-
vinnu sem fram hefði farið fyrir
landsfundinn. Vakti hann m.a. at-
hygli á því að fyrir fundinum lægju
álit starfshópa framtíðarhópsins.
Þar væri, sagði hann, fjallað um
mikilvæg svið. „Ég vil sérstaklega
benda á athyglisverðar hugleiðing-
ar um öryggis- og varnarmál í ljósi
breyttra tíma. Þar koma fram sjón-
armið sem gætu orðið grunnurinn
að framtíðarstefnu okkar á þessu
sviði og framtíðarstefnu íslenskrar
ríkisstjórnar á þessu sviði.“
Össur er þarna að vísa til starfs-
hóps sem starfaði undir heitinu:
Varnir gegn aðsteðjandi vá. Í nið-
urstöðum hópsins kemur fram að
skiptar skoðanir hafi verið innan
hans um afstöðu til herbúnaðar
Bandaríkjastjórnar á Íslandi.
„Sumir vilja helst slíta öllu hern-
aðarsamstarfi við Bandaríkin en
aðrir vilja viðhalda því eins og kost-
ur er. Ráðlegt er að viðurkenna
þennan ágreining hiklaust en sam-
einast jafnframt um stefnu sem
flestir flokksmenn telja horfa til
hins betra og næstum allir geta
sætt sig við. Samfylkingin hafi í því
pólitískt tækifæri að geta orðið
fyrst íslenskra stjórnmálaflokka til
að móta sér nýja öryggisstefnu eft-
ir lok kalda stríðsins.“
Í niðurstöðunum segir ennfrem-
ur m.a. að semja þurfi um stöðu Ís-
lands í varnar- og öryggiskerfi Atl-
antshafsbandalagsins og Evrópu án
þess að stefna að uppsögn varn-
arsamningsins við Bandaríkin „en
án þess að hér verði nauðsynlegur
herbúnaður á vegum Bandaríkja-
stjórnar. Íslensk stjórnvöld taki að
fullu við rekstri flugvallarins og
flugbrautanna á Miðnesheiði.“ Enn-
fremur segir m.a. í niðurstöðunum
að „öll þróun samskipta bendi til
þess að í framtíðinni treysti Íslend-
ingar varnar- og öryggissamstarf
við Evrópuþjóðir fyrir milligöngu
NATO eða með öðrum hætti.“ Mið-
að er við að landsfundurinn taki af-
stöðu til þessara niðurstaðna
starfshópsins í dag.
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, við setningu landsfundar
„Á þessum fundi leggjum
við niður allar deilur“
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni að
Samfylkingin ætlaði að verða stærsti flokkurinn í næstu kosningum.
Samfylkingin
skoði skugga-
ráðuneyti
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
varaformaður Samfylkingarinnar,
sagði er hún gerði grein fyrir störf-
um framtíðarhópsins á landsfundi
flokksins í gær, að hún teldi ástæðu
til að skoða hvort Samfylkingin
ætti að mynda svonefnd skugga-
ráðuneyti. Slík ráðuneyti ættu þó
ekki einvörðungu að vera skipuð
þingmönnum, heldur einnig fulltrú-
um sveitarstjórnarmanna, al-
mennra flokksmanna og fagfólks
úr röðum samfylkingarmanna.
Ingibjörg hóf umræðuna um
skuggaráðuneytin með því að segja
að sú vinna sem fram hefði farið í
framtíðarhópnum ætti að vera óað-
skiljanlegur hluti af venjulegu
flokksstarfi. Slík vinna gæti farið
fram í sérstökum hópi eins og fram-
tíðarhópnum en einnig gæti hún
farið fram með öðrum hætti. Til
dæmis í einhvers konar skugga-
ráðuneytum. „Tel ég ástæðu til að
skoða hvort Samfylkingin eigi að
mynda slík ráðuneyti sem byggi þá
á okkar eigin forsendum í skiptingu
málasviða.“ Hún sagði að þing-
menn, sveitarstjórnarmenn, flokks-
menn og fagfólk ættu að eiga aðild
að slíkum ráðuneytum. „Vinna sem
þannig væri skipulögð gæti verið til
þess fallin að tengja betur saman
kjörna fulltrúa og almenna flokks-
menn,“ sagði hún. „Hvernig svo
sem þessari vinnu er háttað þá
verður hún að halda áfram. Hún er
forsenda þess að flokkurinn komi
fram með sterka ímynd, skýra sýn
og vel afmarkaða stefnu fyrir kosn-
ingar.“
Flugvöllurinn
fari eigi síðar
en 2010
TVEIR félagar Samfylkingarinnar,
þau Gunnar H. Gunnarsson og
Steinunn Jóhannnesdóttir, hyggj-
ast leggja fyrir landsfundinn til-
lögu um að Reykjavíkurflugvöllur
verði fluttur úr Vatnsmýri í áföng-
um svo fljótt sem verða má. Gunn-
ar sagðist í samtali við Morg-
unblaðið vonast til að tillagan fengi
nauðsynlega umræðu á fundinum.
Í tillögunni segir að í stað flug-
vallar í Vatnsmýri, sem verði far-
inn þaðan í síðasta lagi 2010, komi
nýr flugvöllur í útjaðri höfuðborg-
arsvæðisins og ekki fjær Alþing-
ishúsinu en í 20 km loftlínu. „And-
virði lóða ríkisins, sem nú liggja
arðlausar undir flugvellinum, fari
annars vegar til þess að gera nýja
flugvöllinn (h.u.b. 10 milljarðar
króna) og hins vegar til arðsamra
verkefna í landsbyggðarkjördæm-
unum þremur (h.u.b. 20 milljarðar
króna).
Í greinargerð með tillögunni
segir m.a. að með því að reisa
blómlega byggð í stað flugvallar
verði stigið fyrsta róttæka skrefið
til þéttingar byggðar í borginni og
eflingar miðborgarinnar sem mikil
þörf sé á.
LANDSFUNDUR Samfylkingarinn-
ar í Egilshöll hófst í gærmorgun með
fundum hjá Kvennahreyfingu flokks-
ins og Samtökunum 60+, sem er félag
Samfylkingarfélaga yfir sextugt.
Kvennahreyfing Samfylkingarinn-
ar hefur fundað reglulega frá því í
haust en hreyfingin hefur enn ekki
verið stofnuð með formlegum hætti.
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir hef-
ur starfað innan hreyfingarinnar og
segir hún stefnt að því að stofna hana
í haust. Ekki er um sérstakt félag að
ræða heldur nokkurs konar regnhlíf-
arsamtök Samfylkingarkvenna um
land allt. „Hreyfingin verður tengsl-
anet til að efla og virkja konur, þétta
hópinn og mynda sterkari kvenna-
kjarna til að fá fleiri til að taka þátt og
bjóða sig fram. Sérstaklega eru
næstu sveitarstjórnarkosningar hafð-
ar í huga og að vera þá með breiðan
hóp kvenna í framboði víðs vegar um
landið,“ segir Bryndís.
Á fundi hreyfingarinnar í gær-
morgun mættu um 60-70 konur en
Þorgerður Einarsdóttir, dósent í
kynjafræði, hélt þar fyrirlestur undir
titlinum „Konur eiga mikið inni“.
Konur í minnihluta í forystu
Bryndís segir slíka hreyfingu þarfa
og hún hafi meðal annars haldið úti
Jafnréttisvakt Samfylkingarinnar.
Skýrsla Jafnréttisvaktarinnar var
kynnt síðdegis og kom þar m. a. fram
að þótt jafnræði sé með kynjunum í
starfi flokksins sé meirihluti þeirra
sem veljast til forystustarfa karlar.
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar og Samtökin 60+ funduðu í upphafi landsfundar
Stefnt að formlegri stofnun
Kvennahreyfingar í haust
Morgunblaðið/Golli
Félagar í Samtökunum 60+ ræddu um kjör og hag eldri borgara við upp-
haf landsfundar Samfylkingarinnar í Egilshöll í gærmorgun.
Eftir Árna Helgason
arnih@mbl.is