Morgunblaðið - 21.05.2005, Page 18
!"#$%&
!
" #
#$ %
#
$
!
!
!
%!
'
'()*
+
,
- .
.,
+
/ 0 01
2
+,
+
- .
.,
0 13
VÍSINDAMENN í Suður-Kóreu
hafa greint frá því að þeim hafi tek-
ist að rækta einstaklingsbundnar
stofnfrumur fyrir ellefu einstak-
linga með því að koma erfðaefni
þeirra fyrir í gjafaeggjum úr kon-
um, en kjarninn hafði verið fjar-
lægður úr eggjunum. Árangurinn
er sagður hafa verið mjög góður og
glæðir vonir um að hægt verði að
nýta slíka tækni til lækninga á ill-
vígum sjúkdómum. Vísindamenn-
irnir vara þó við því að enn sé langt
í að hægt verði að fjöldaframleiða
slíkar frumur.
Sagt er frá niðurstöðum rann-
sóknarinnar í nýjasta hefti tímarits-
ins Science. Dr. Woo Suk Hwang,
prófessor við háskólann í Seoul, fór
fyrir teymi vísindamanna sem áður
hafa komist í fréttirnar því að í
febrúar 2004 urðu þeir fyrstir til að
tilkynna að þeim hefði tekist að ein-
rækta mannsfósturvísi og taka úr
honum stofnfrumur.
Vilja ekki vekja
óraunhæfar væntingar
Niðurstaða rannsókna vísinda-
mannanna nú er sögð marka enn
frekari skref fram á við í þeirri við-
leitni að lækna eða meðhöndla erf-
iða sjúkdóma eins og til dæmis
Parkinsons-veiki eða sykursýki með
því að klóna „lækningarstofnfrum-
ur“ og koma þeim fyrir í sjúklingi,
með það fyrir augum að þær komi í
stað annarra sem sýktar eru.
Segja vísindamennirnir að lítil
hætta sé á því að ónæmiskerfi sjúk-
lings myndi hafna nýju frumunum,
enda deili þær erfðaefni með sjúk-
lingnum þar sem kjarni frumunnar
kemur einmitt úr honum.
Gerald Schatten, vísindamaður
við læknadeild háskólans í Pitts-
burgh í Bandaríkjunum, segir
rannsóknir þessar „meiriháttar ár-
angur hvað varðar þau vísindi að
nota stofnfrumur til að laga skaða
sem sjúkdómar og meiðsl valda
fólki“.
„Þessi rannsókn sýnir að hægt er
að rækta stofnfrumur sem eru
bundnar einum einstaklingi burtséð
frá aldri hans og kyni og að upp-
bygging þessara frumna er erfða-
fræðilega alveg sú sama og sjúk-
lingsins,“ sagði Schatten ennfremur
en hann tók þátt í suður-kóresku
rannsókninni.
Dr. Hwang sagði hins vegar mik-
ið verk óunnið. Langur tími gæti
liðið áður en hægt yrði að nota
þessa tækni til að þróa meðferð-
arúrræði.
Hwang benti til að mynda á að
enn skorti tækni til að þróa leið til
að beina stofnfrumunum í þá þróun-
arátt sem þörf er á í tilfelli hvers
sjúklings fyrir sig.
„Sumir erlendir vísindamenn
hafa sagt að það gæti tekið þrjá til
fimm áratugi [að þróa tæknina
þannig að hún geti gagnast fólki
með ólæknandi sjúkdóma], aðrir
hafa talað um aðeins fáein ár,“ sagði
Ahn Curie, einn vísindamannanna
við Seoul-háskóla sem þátt tók í
rannsókninni. „Við munum leggja
hart að okkur en við viljum ekki
vekja óraunhæfar væntingar.“
„Mjög áhugaverðar fréttir“
„Þetta eru mjög áhugaverðar
fréttir,“ sagði Sveinn Guðmunds-
son, yfirlæknir í Blóðbankanum,
þegar Morgunblaðið leitaði við-
bragða hans í gær en Blóðbankinn
hefur unnið að rannsóknum á blóð-
myndandi stofnfrumum síðastliðin
tíu ár. „Þetta sýnir hina miklu
möguleika sem geta falist í vinnu
með stofnfrumur,“ segir hann enn-
fremur.
„Við fyrstu sýn þá sýnist mér hér
fást staðfesting á því að mönnum er
alvara í að færa þessar tæknifram-
farir ekki inn á það sem margir ótt-
uðust, s.s. klónun einstaklinga,
heldur klónun tiltekinna frumuteg-
unda. Og þetta gæti markað þátta-
skil, verið eitthvað sem á næstu tíu
árum myndi gerbreyta sýn okkar á
meðferð tiltekinna sjúkdóma,“ sagði
Sveinn.
Siðlausar rannsóknir?
Sem fyrr segir urðu vísindamenn-
irnir í Seoul fyrstir til þess í febrúar
í fyrra að einrækta mannsfósturvísi
og taka úr honum stofnfrumur.
Breskir vísindamenn við háskólann
í Newcastle hafa nú fetað í fótspor
þeirra og var greint frá því í gær.
Ekki eru allir á eitt sáttir um
þessar rannsóknir og telja sumir
þær siðlausar, ekki eigi að gera til-
raunir á sviði sem hefur með sjálfa
sköpun mannlegs lífs að gera.
Hwang, sem stýrir rannsókninni í
Seoul, sagði siðferðileg sjónarmið
hins vegar mjög ráða ferðinni hjá
þeim og með hliðsjón af hinni sið-
ferðilegu spurningu kæmi ekki til
greina að fara of geyst í þessum
efnum.
Ræktuðu stofnfrumur
sérsniðnar fyrir sjúklinga
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
Reuters
Dr. Woo-suk Hwang, prófessor við Seoul-háskóla, veifar til blaðamanna
eftir að skýrt var frá því að suður-kóreskum vísindamönnum undir stjórn
hans hefði tekist að rækta stofnfrumur sem eru sérsniðnar fyrir sjúklinga.
18 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
THE NEW York Times birti í gær
frétt þar sem fram koma ýtarlegar
upplýsingar um illa meðferð
bandarískra hermanna á föngum í
Afganistan, meðal annars pynt-
ingar sem leiddu til dauða tveggja
fanga. Í fréttinni er stuðst við
2.000 síðna trúnaðarskjal um rann-
sókn Bandaríkjahers á málinu.
The New York Times kvaðst
hafa fengið skjalið frá manni sem
hefði tekið þátt í rannsókninni.
Honum ofbauð yfirheyrsluaðferðir
hermannanna og fyrstu viðbrögð
hersins í málinu.
Í fréttinni er skýrt mjög ýtar-
lega frá aðdraganda þess að tveir
fangar dóu í fangelsi Bandaríkja-
hers í Bagram í Norður-Afganist-
an í desember 2002.
Hlekkjaður við klefaloftið
í fjóra daga
Úlnliðir annars fanganna, Dilaw-
ars, 22 ára leigubílstjóra, voru
hlekkjaðir við loft fangaklefans í
fjóra daga. Dilawar var einnig bar-
inn hvað eftir annað í fæturna í
nokkra daga áður en hann var
færður til yfirheyrslu um flug-
skeytaárás á bandaríska herstöð í
Afganistan.
Einn hermannanna sagði rann-
sóknarmönnum hersins að Dilawar
hefði hrópað „Allah, Allah“ í sífellu
þegar hann var barinn fyrir yfir-
heyrsluna. „Þetta varð að brand-
ara og menn fóru oft í klefann til
þess eins að heyra hann ákalla All-
ah. Þetta hélt áfram í sólarhring
og ég held að hann hafi orðið fyrir
meira en hundrað höggum.“
Eftir yfirheyrsluna var Dilawar
færður aftur í klefann og hlekkj-
aður við loftið. Verðirnir sáu að
fanginn var orðinn mjög máttfar-
inn og gat ekki beygt fæturna
vegna pyntinganna, en samt liðu
nokkrar klukkustundir þar til
læknir fór inn í klefann. Fanginn
var þá dáinn.
Nokkrum mánuðum síðar kom-
ust rannsóknarmenn hersins að því
að flestir hermennirnir, sem yf-
irheyrðu Dilawar, voru sannfærðir
um að hann væri saklaus. Fanginn
hafði aðeins verið svo óheppinn að
aka framhjá herstöðinni þegar
árásin var gerð. Afganskur
skæruliðaforingi, sem handsamaði
Dilawar, var síðar handtekinn
vegna gruns um að hann hefði
sjálfur staðið fyrir árásinni. Talið
er að hann hafi afhent hermönn-
unum Dilawar til að ávinna sér
traust þeirra.
Seinir að viðurkenna
dánarorsökina
Sex dögum áður hafði annar
fangi, Habibullah, dáið eftir að
hafa sætt svipuðum pyntingum.
Ekki kemur fram hvað hann var
sakaður um, en hann var sagður
„mikilvægur“ fangi og bróðir fyrr-
verandi foringja í her talibana.
Talsmenn Bandaríkjahers sögðu
í fyrstu eftir dauða fanganna að
ekkert benti til þess að þeir hefðu
dáið vegna illrar meðferðar og yf-
irheyrsluaðferðir hermannanna
væru „almennt viðurkenndar“.
Þeir héldu þessu jafnvel fram eftir
að dánardómstjórar hersins höfðu
komist að þeirri niðurstöðu að um
manndráp væri að ræða, að sögn
The New York Times.
Margir hermannanna voru síðar
fluttir til Íraks og foringi þeirra
stjórnaði yfirheyrslum í Abu
Ghraib-fangelsinu illræmda þar
sem fangar voru pyntaðir og nið-
urlægðir.
Bagram-málið var að lokum
rannsakað að nýju og rannsókn-
armennirnir komust að þeirri nið-
urstöðu í október í fyrra að líklega
væri ástæða til að ákæra 27 her-
menn sem störfuðu í fangelsinu.
Aðeins sjö þeirra hafa verið
ákærðir og enginn hefur verið sak-
felldur.
Að sögn The New York Times
kemur fram í trúnaðarskjalinu að í
sumum tilvikum voru fangar pynt-
aðir í því skyni að afla upplýsinga
en í öðrum tilvikum til að refsa
þeim fyrir óhlýðni. Sumir her-
mannanna virðast þó hafa pyntað
fanga til þess eins að fá útrás fyrir
grimmd eða einfaldlega vegna þess
að þeim leiddist.
Í skjalinu er meðal annars sagt
frá hermanni sem traðkaði á hálsi
fanga, sem lá á gólfinu, og spark-
aði í kynfæri annars. Þá eru fang-
ar sagðir hafa verið neyddir til að
kyssa skó hermanna og niður-
lægðir með ýmsum öðrum hætti.
Liðþjálfi í Bagram sagði rann-
sóknarmönnunum að litið hefði
verið á fangana sem hryðjuverka-
menn þar til annað væri sannað.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
ákvað í febrúar 2002 að liðsmenn
al-Qaeda og talibana ættu ekki að
njóta verndar Genfar-samninganna
um meðferð stríðsfanga og her-
mennirnir töldu því að þeir gætu
„vikið svolítið frá reglunum“, eins
og liðþjálfinn orðaði það.
Pyntuðu fanga til bana og
vissu um sakleysi hans
Pyntingar bandarískra hermanna á föngum í Afganistan
tíundaðar í trúnaðarskjali um rannsókn Bandaríkjahers
Reuters
Ungir Palestínumenn hrópa vígorð gegn Bandaríkjunum á fjölmennum
mótmælafundi í gamla borgarhlutanum í Jerúsalem í gær. Efnt var til mót-
mælanna vegna frétta um að bandarískir hermenn hefðu vanhelgað Kór-
aninn, helgirit múslíma, í fangelsi Bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is