Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 22
Reykjavík | Löndunarmenn og sjómenn æfa
stundum jafnvægislistina þegar þeir hlaða upp
fiskikerum við löndun úr fiskiskipum. Á dögunum
var verið að skipa upp úr Helgu RE í Reykjavík-
urhöfn og fékk þessi stæða traustan stuðning og
fylgd alla leið.
Morgunblaðið/Eyþór
Æfa jafnvægislistina
Löndun
Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Erfitt er að skilja hvers vegna nánast
allir þungaflutningar á sjó meðfram
ströndum landsins eru aflagðir og komn-
ir í staðinn á hringveginn. Þetta getur
varla verið hagkvæmt fyrir þjóðarbúið að
öðru leyti en því að vörur eru fljótari á
áfangastað en fyrr. Ljóst er að vegakerf-
ið er illa í stakk búið að taka við þessu af
ýmsum ástæðum. Hringvegurinn er víð-
ast hvar tvær akreinar, ein í hvora átt og
þröngir vegir sem skapa mikla hættu við
mætingu. Þá er aksturshraði stórra
flutningabíla með eftirvagna oft með
þeim hætti að venjulegum ökumönnum
stendur ógn af. Þungatakmarkanir á
vissum árstímum hljóta líka að draga úr
hagkvæmni við þessa flutninga.
Þar sem hringvegurinn liggur gegnum
byggðina á Hellu er 50 kílómetra há-
markshraði. Ritari þessa pistils sem hef-
ur vinnustað skammt frá veginum verður
oft vitni að hraðakstri gegnum kauptúnið
af alls konar ökutækjum, en mest áber-
andi og ógnvekjandi er hraðakstur þess-
ara stóru flutningabíla sem maður hefur
á tilfinningunni að þurfi margfalda heml-
unarvegalengd á við önnur ökutæki ef
eitthvað ber út af.
Mikil starfsemi er jafnan á golfvellinum
að Strönd á Rangárvöllum úr því að maí-
mánuður gengur í garð. Völlurinn virðist
oft tilbúinn til notkunar á undan ýmsum
öðrum golfvöllum á landinu vegna send-
ins jarðvegar sem þornar fljótt eftir að
frost fer úr jörðu. Þekkt eru 1. maí golf-
mótin á Strandarvelli sem eru jafnan vel
sótt. Á morgun fer fram eitt af þeim
mótum sem hafa áunnið sér fastan sess
undanfarin ár. Það er svokallað Lions-
mót í golfi sem Lionsklúbburinn Skyggn-
ir í Rangárvallasýslu heldur fyrir alla
lionsmenn, fjölskyldur þeirra og gesti,
hvaðan sem er af landinu. Vonast
Skyggnisfélagar til að mótið takist vel að
þessu sinni eins og oftast áður en gott
veðurútlit um helgina gefur góðar vonir
um það.
Úr
bæjarlífinu
HELLA
EFTIR ÓLA MÁ ARONSSON
FRÉTTARITARA
í kirkjukórinn.“ Hann
segist ungur hafa byrjað
að yrkja og þá fyrir sjálf-
an sig. Hann hefur aldrei
viljað láta mikið bera á
kveðskap sínum. Seinni
árin hafi gefist betri tími
til að sinna áhugamálinu
og hann samið nokkuð
fyrir kirkjukórinn.
Á efnisskrá tónleikakórs Stykk-ishólmskirkju á
morgun verða eingöngu
lög við ljóð eins kórfélag-
ans, Einars Steinþórs-
sonar. Með tónleikunum,
Vorið með Einari Stein,
vill kórinn þakka Einari
samfylgdina í meira en
fimmtíu ár en hann verð-
ur áttræður á þessu ári.
Einar Steinþórsson hef-
ur sungið í kirkjukórnum
frá haustinu 1954, er
hann flutti til Stykk-
ishólms. Hann er ekta
Breiðfirðingur, fæddur í
Flatey á Breiðafirði, en
ólst upp í Bjarneyjum.
„Þangað flutti ég sex ára
gamall og bjó þar í 12–13
ár við gott atlæti,“ segir
Einar. „Fyrsta haustið
mitt í Hólminum grípur
Víkingur Jóhannsson
organisti mig og fær mig
„Ef ég verð hrifinn af
lögum og þau grípa mig
glóðvolgan, þá kemur
eitthvað yfir mig og ég fæ
mikla þörf fyrir að semja
við þau texta,“ segir Ein-
ar. Nokkrir textar Einars
hafa orðið landsþekktir
eins og til dæmis Jörð og
Þú fagra blómið blóma.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Dagskráin Einar Steinþórsson og Jóhann Guðmunds-
dóttir kórstjóri að yfirfara dagskrá tónleikanna.
Hefur sungið í kirkju-
kórnum í fimmtíu ár R
únar Kristjánsson
á Skagaströnd
heyrði af þing-
lokum:
Blessað þingið fór í frí,
fannst þar ærin þörfin.
Hafði ei lengur orku í
yfirsetustörfin!
Það vakti þjóðarathygli
haustið 1974 þegar Vil-
hjálmur Hjálmarsson,
þáverandi mennta-
málaráðherra, tók þá
ákvörðun að vín yrði
ekki veitt á vegum
menntamálaráðuneyt-
isins. Andrés í Síðumúla
sendi honum vísu:
Valdaferill verði þinn
vorri þjóð til nytja.
En veislur þínar, Villi minn,
vildi ég ekki sitja.
Þegar Helga Halldórs-
dóttir frá Dagverðará
heyrði þetta sendi hún
Vilhjálmi hið snarast
aðra stöku:
Enginn maður óragur
óttast hleypidóma.
Veislur þínar Vilhjálmur
verða þjóð til sóma.
Þingið í frí
pebl@mbl.is
Selfoss | Þrír sérfræðingar í heimilislækn-
ingum hafa verið ráðnir til að bæta þjón-
ustu Heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi.
Þau eru Arnar Guðmundsson, Jórunn Við-
ar Valgarðsdóttir og Björg Þ. Magnúsdótt-
ir. Auk þeirra mun læknakandidat hefja
störf 1. júní og vera í starfsþjálfun á heilsu-
gæslustöðinni.
Læknarnir munu koma til starfa í ágúst
og september en fram að því verður starf-
semin með óbreyttu sniði nema hvað að í
sumar verða nokkrir afleysingalæknar við
vinnu. Með þessum ráðningum fjölgar
stöðugildum heimilislækna við stöðina og
er gert ráð fyrir því að auðveldara verði
fyrir fólk að nálgast lækna í haust og fá
tíma hjá heimilislækni
Með þessum nýju ráðningum í haust
mun starfsstöð Óskars Reykdalssonar
lækningaforstjóra breytast þannig að hann
verður með læknamóttöku í Hveragerði.
Þrír nýir
heimilislækn-
ar til starfa
Keflavík | Hand-
verkssýning sem
Menningar-,
íþrótta- og tóm-
stundasvið
Reykjanesbæjar
stendur fyrir í
samvinnu við
handverksfólk á
Suðurnesjum
verður í Íþrótta-
húsinu við
Sunnubraut í
Keflavík um helgina. Auk sýningar og sölu
á munum verður sýnt hvernig gera skal
hlutina, meðal annars að skera út, móta
leir og mála silki.
Fjöldi sýnenda er svipaður og verið hef-
ur undanfarin ár og koma þeir bæði af Suð-
urnesjum og landinu öllu.
Sýningin verður opnuð klukkan 12 í dag
og stendur frá tólf til sex síðdegis báða
dagana. Margs konar skemmtiatriði verða
á sviðinu á meðan á sýningunni stendur og
einnig verður opið kaffihús. Þá kemur fram
í fréttatilkynningu að ýmis tómstundafélög
í Reykjanesbæ muni kynna starfsemi sína
á staðnum.
Sýnt hvernig
hlutirnir
verða til
♦♦♦