Morgunblaðið - 21.05.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 21.05.2005, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Sumarfatnaður Mikið úrval Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Opið laugardaga kl. 10-16 SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands- björg er þessa dagana að hrinda af stað þjóðarátaki – söfnun meðal al- mennings til kaupa á þremur björg- unarskipum af Arun-gerð frá Eng- landi. Með kaupum þeirra skipa má segja að hringnum sé lokað en þá verða björgunarskip af bestu gerð komin á allar stærri hafnir landsins, mynda þétt öryggisnet og veita sæ- farendum stóraukið öryggi. Þetta kom fram á fimmta landsþingi Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, sem sett var í Íþóttahöllinni á Akureyri í gær en því lýkur eftir hádegi í dag. Arun-björgunarskipin sem keypt hafa verið undanfarið frá Englandi eru mun stærri og öflugri en eldri bátar björgunarsveitanna. Þeir búa yfir meiri ganghraða, geta siglt gegnum krappari öldur, eru vel út- búnir og þykja á allan hátt hinn besti kostur. Þau þrjú skip sem keypt verða í framhaldi af þessu átaki, munu leysa af hólmi eldri skip á Siglufirði, Patreksfirði og Vopna- firði. Til kaupanna vantar félagið tugi milljóna króna en hvert skip kostar 12–14 milljónir króna og því er von- ast eftir góðum viðbrögðum lands- manna. Eftir kaupin verða 14 öflug björgunarskip í kringum landið en fyrir eru skip í Hafnarfirði, Reykja- vík, á Rifi, Ísafirði, Skagaströnd, Raufarhöfn, Neskaupstað, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, Grindavík og Sandgerði. Á landsþinginu var skrifað undir samstarfssamning Landhelgisgæslu Íslands, Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og dómsmálaráðuneytis og einnig var skrifað undir samning milli Landsbjargar og dómsmála- ráðuneytisins. Fimm björgunarskip Ráðgert er að fimm björgunarskip verði í Akureyrarhöfn í tengslum við þingið, auk varðskips Landhelgis- gæslunnar og Sæbjargar, en um borð er Slysavarnaskóli sjómanna. Í dag verður almenningi gefinn kostur á að fara í siglingu út á fjörðinn með Sæbjörgu. Þyrla Gæslunnar verður til staðar og mun taka þátt í björg- unaræfingu Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Pollinum. Ætlunin er að Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra sígi úr þyrlunni niður í eitt björgunarskipanna. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða til sýnis sem og varðskipið og Sæbjörg. Fleira verður til gamans gert, m.a. þrautabraut Útivistarskól- ans og tækjasýning við höfnina. Fimmta landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldið á Akureyri Þjóðarátak til kaupa á þremur björgunarskipum Morgunblaðið/Kristján Samningur Gerog Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Sigurgeir Guðmundsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, skrifuðu undir samstarfssamning við upphaf fimmta landsþings Landsbjargar á Akureyri í gær. AKUREYRI Skákmót | Hörkukeppni var á minningarmóti um Gunnlaug Guð- mundsson en úrslitin réðust í bráða- bana. Gunnlaugur, sem lést á síðasta ári, var m.a. í stjórn Skákfélags Akureyrar í átta ár, þar af þrjú ár sem formaður félagsins. Gylfi Þór- hallsson og Ólafur Kristjánsson háðu harða keppni um fyrsta sætið en þeir urðu jafnir og efstir með 11,5 vinn- inga af 13 mögulegum en Gylfi hafði betur í bráðabana. Ágúst Bragi Björnsson varð þriðji með 10 vinn- inga. Fjölskylda Gunnlaugs gaf verð- launagripi og farandbikar til keppn- innar sem verður haldin alls sjö sinnum. Næsta mót hjá Skákfélagi Akureyrar er fimmtán mínútna mót á morgun sunnudag og hefst kl. 14.00 í KEA salnum í Sunnuhlíð.    Listkynning | Kynning á verkum eftir Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur stendur nú yfir í Listfléttunni í miðbæ Akureyrar. Hún vinnur eink- um í grafík, sker út tréristur í kross- við og handþrykkir á handgerðan japanskan ríspappír, en einnig fín- gerðar grafíkmyndir sem hún rispar í koparplötur. Náttúran og veðráttan á Íslandi eru aðal áhrifamáttar henn- ar, en hægt er að kynna sér verk hennar á vefnum www.svartfugl.is. Ályktun | Stjórn Kaupfélags Ey- firðinga samþykkti ályktun um stór- iðju- og samgöngumál á fundi sínum í vikunni, þar sem fram kemur að stjórn félagsins lýsir vilja til að taka þátt í samstarfi um undirbúning að uppbyggingu stóriðju á Norður- landi. Stjórn KEA áréttar mikilvægi samstarfs á milli byggðarlaga varð- andi staðarval. Stjórnin bendir á mikilvægi þess að bæta samgöngur á Norðausturlandi þannig að stærri atvinnusvæði njóti ávinnings af at- vinnuuppbyggingu og hvetur til þess að framkvæmdir verði hafnar við gerð Vaðlaheiðarganga.    Fyrirlestur | Hörður Geirsson heldur fyrirlestur á Amtsbókasafn- inu á Akureyri í dag kl. 13.30 um ljósmyndir Gunnlaugs P. Kristins- sonar en Minjasafnið á Akureyri opnaði nýverið sýningu á myndum hans, „Myndir úr lífi mínu“. Í fyrirlestrinum mun Hörður í máli og myndum fjalla um Gunnlaug sem ljósmyndara. Myndefnið er afar fjölbreytt. Gunnlaugur byrjaði að taka myndir um 1950 og skráði um- hverfi sitt með myndavélinni þegar uppbygging Akureyrar var sem mest og ásýnd bæjarins tók miklum breytingum. Hann var dugmikill starfsmaður KEA og tók margar myndir af starfsemi þess. Í allmörg ár festi Gunnlaugur einnig á filmu hátíðastundir í lífi bæjarbúa í margs konar veisluhöldum.    BORGARÍSJAKINN sem verið hefur inni á Eyjafirði síðustu viku, er nú kominn suður að Hauganesi, um 400 metra frá landi. Töluvert hefur brotnað úr jakanum síðustu daga og þá sérstaklega í gær „en það er þó nóg eftir enn,“ sagði Árni Halldórsson á Hauganesi í samtali við Morgunblaðið. Árni sagði að jakinn væri við það að vera strand en þó á hægri leið suður fjörðinn. Hann sagði að ef jakinn héldi áfram inn fjörðinn væri ástæða fyrir menn að hafa áhyggjur. Á botni fjarðarins væri rafmagns- kapall frá Hauganesi yfir til Grenivíkur, sjó- inntak fyrir fiskeldi og hinar margfrægu hvera- strýtur. „Ef jakinn fer inn fyrir Hjalteyri er mönnum óhætt að hafa áhyggjur, því ef hann lendir á hverastrýtunum skemmir hann þær. Hann þarf þó að færast suður um 10 sjómílur til að það gerist,“ sagði Árni. Borgarísjakinn á hægri suðurleið Morgunblaðið/Kristján Tignarlegur borgarískakinn í Eyjafirðinum er nú kominn suður undir Hauganes en myndin var tekin yfir íbúðabyggðina á Árskógssandi í gær. Ólafsfjörður | Nýr grunnskóli tekur til starfa í Ólafsfirði frá og með næsta skólaári. Hinn nýi skóli verður til við sameiningu Barnaskóla Ólafsfjarðar og Gagn- fræðaskóla Ólafsfjarðar. Nemendur verða 160 og um 30 manna starfslið. Starfsstöðvar verða tvær, á yngra og eldra stigi. Staða skólastjóra hins nýja skóla hefur verið auglýst laus til um- sóknar og einnig staða aðstoðar- skólastjóra. Þá hefur staða skóla- stjóra Tónskóla Ólafsfjarðar einnig verið auglýst laus til um- sóknar til eins árs, skólaárið 2005– 2006. Nemendur Tónskólans eru 70–80 og kennarar 6–7. Umsókn- arfrestur um þessar stöður er til 27. maí nk. Nýr grunnskóli tekur til starfa á Ólafsfirði Myndlist | Kristín Sigurðardóttir opnar útskriftarsýningu á verkum sínum á Óseyri 6b á Akureyri í dag og verður sýningin opin í dag og á morgun frá kl. 14–18. Kristín hefur stundað nám í Myndlistarskóla Arn- ar Inga en á sýningunni eru verk sem unnin hafa verið á síðustu þremur árum með blandaðri tækni en lokaverkefni hennar var m.a. að opinbera fjögur leyndarmál. Allir eru velkomnir en þó sérstaklega þeir sem kunna að þegja yfir leyndarmál- um, eins og segir í fréttatilkynningu.    Fréttasíminn 904 1100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.