Morgunblaðið - 21.05.2005, Side 29

Morgunblaðið - 21.05.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 29 MINNSTAÐUR Hvammstangi | Karl Ásgeir Sigurgeirsson hef- ur verið í eldlínunni sem forstöðumaður stórra fyrirtækja í atvinnulífinu á Hvammstanga og Húnaþingi vestra nánast óslitið í fjörutíu ár eða frá því að honum var rúmlega tvítugum falið starf framkvæmdastjóra Verslunar Sigurðar Pálmasonar hf. Síðustu árin hefur hann verið að byggja upp nýtt fyrirtæki, Forsvar ehf. Nú er brotið í blað. Þótt Karl sé aðeins rúmlega sex- tugur að aldri og með fulla starfsorku hefur hann ákveðið að fara úr eldlínunni til að ráða tíma sínum meira sjálfur, einmitt þegar ná- kvæmlega 40 ár eru liðin frá því hann var settur í fylkingarbrjóstið. „Mér finnst að Forsvar sé komið á það stig að rétt sé að fá nýjan stjórnanda. Ég hef í sam- vinnu við starfsfólk mitt byggt fyrirtækið upp á rúmum fimm árum, frá því að vera með tvö stöðugildi og upp í tíu. Forsvar er í vaxandi mæli að hasla sér völl á sviði sem ég hef ekki þekkingu á, hugbúnaðargerð og skyldum rekstri. Ég á stærstan eignarhlut einstaklinga í fyrirtækinu og fannst að nú væri rétti tíminn til breytinga. Það kann einnig að hafa ýtt við mér þegar ég áttaði mig á því að 1. júlí næstkomandi hef ég verið í eldlínunni í fyrirtækjarekstri hér á staðnum í 40 ár. Ég er orðinn rúmlega sextugur og langar að ráða tíma mínum meira sjálfur og njóta sam- vista við fjölskylduna,“ segir Karl þegar hann er spurður um ástæður þess að hann sagði upp störfum framkvæmdastjóra. Nýr fram- kvæmdastjóri, Gunnar Halldór Gunnarsson sem nú starfar sem upplýsingafulltrúi hjá Orku- veitu Reykjavíkur, tekur við 1. júní næstkom- andi en Karl starfar áfram við afmörkuð verk- efni á skrifstofunni í hlutastarfi. Karl var aðeins 22 ára gamall þegar Sigurður Pálmason kaupmaður réð hann sem fram- kvæmdastjóra fyrirtækis síns, Verslunar Sig- urðar Pálmasonar hf. (VSP), sem var með um- fangsmikinn rekstur á Hvammstanga. Fyrstu árin starfaði hann í skjóli eigandans sem orðinn var aldraður. Karl var tengdur Sigurði því hann kvæntist sonardóttur hans, Anne Mary Pálma- dóttur, og þau hófu búskap í hinu gamla virðu- lega verslunarhúsi fyrirtækisins á Hvamms- tanga. Karl stýrði VSP í 23 ár eða þar til fyrirtækið varð gjaldþrota á árinu 1988, á miklum um- brotatímum í efnahagslífinu. „Við hjónin fórum illa út úr gjaldþrotinu. Streðuðum of lengi við að halda rekstrinum gangandi og ég var kominn í persónulegar ábyrgðir. Við urðum að stokka upp fjármál okkar, urðum bæði atvinnulaus og seldum íbúðarhúsið til að kaupa minna. Nýlega höfum við greitt síðustu afborgunina af þeim skuldbindingum sem við tókum á okkur við gjaldþrotið. Það er þáttur í því að ég taldi mögu- legt að stíga til hliðar nú á þessum tímamótum og draga úr vinnuálaginu.“ Gjaldþrot þessa merka fyrirtækis var mikið áfall fyrir héraðið. Margir misstu vinnuna og aðrir töpuðu kröfum. „Þetta var erfiður tími fyr- ir okkur og sárt að sjá hvað margir fóru illa út úr þessu, sérstaklega starfsfólkið.“ Byggt upp að nýju Eftir gjaldþrotið vann Karl í tæpt ár að verk- efnum fyrir Hjálparsveit skáta í Reykjavík en þau hjónin áttu áfram heimili á Hvammstanga. Síðan réð hann sig í atvinnuþróunarverkefni heima í Vestur-Húnvatnssýslu og var við þau í nokkur ár. Þá stofnaði hann eigið fyrirtæki, Döggva sf. – viðskiptaþjónustu, sem rann að hluta til inn í Forsvar ehf. þegar það var stofnað í ársbyrjum 2000 upp úr bókhaldsskrifstofu sem starfað hafði á Hvammstanga í fimmtán ár. Til- gangurinn með stofnun Forsvars var meðal annars að taka þátt í fjarvinnsluævintýrinu sem þá var í algeymingi. Vestur-Húnvetningar ákváðu að hoppa ekki á vagn Íslenskrar miðl- unar sem fór hratt um landið heldur vinna að þessum málum sjálfir og fólu Karli að fylgja málinu eftir. Auk þeirra verkefna sem fylgdu bókhaldsskrifstofunni var unnið að skráningu fyrir Alþingi og Þjóðminjasafnið. Síðar var farið út í hugbúnaðargerð, símaþjónustu og umboðs- þjónustu þannig að verkefnin eru nokkuð fjöl- breytt. Karl byrjaði í Forsvari við þriðja mann en nú eru starfsmenn tíu. „Fyrirtækið hefur byggst ört upp og stendur að mínu mati vel. Ég tel mig geta skilið við það sáttur,“ segir Karl. Hann seg- ist sannfærður um að það eigi góða framtíð- armöguleika þótt vissulega sé ekki hægt að ræða um trygga verkefnastöðu langt fram í tím- ann hjá þjónustufyrirtæki sem þessu. Karl segist ekki vera harður húsbóndi, þegar hann er spurður um stjórnunarstíl. Segist alla tíð hafa verið heppinn með samstarfs- fólk og lagt mikið upp úr vinnu- gleðinni. „Mér finnst það satt að segja meira virði að hafa góðan starfsanda á vinnustaðnum en að ætla að keyra fólk áfram, jafnvel þótt það kunni að bitna á afköst- unum til skamms tíma litið.“ Ævilangt ánetjaður Gretti „Þú mátt alveg eins kalla það leti. Ég vil ekki keyra mig of lengi á þessum hraða og vil nú ráða verkefnum mínum meira sjálfur. Það er svo margt fleira en vinnan sem gefur lífinu gildi,“ segir Karl þegar hann er aftur inntur eftir starfslokunum. Hann segir að vissulega komi fleira til en hann hefur þegar nefnt. Segir að báðir synir þeirra hjóna séu að setjast að á Hvammstanga með fjölskyldur sínar. Geir, sá eldri, er kominn heim frá framhaldsnámi í Noregi og hefur ráðið sig sem heilsugæslulækni. Sá yngri, Valur, er vél- stjóri. Hann er kominn í land eftir að hafa verið á sjónum í yfir tuttugu ár og er að kaupa iðnfyr- irtæki. Segist Karl hlakka til að geta notið fleiri samverustunda með barnabörnunum. Karl er fæddur og uppalinn á Bjargi í Mið- firði, fæðingarstað Grettis Ásmundssonar, og segist ævilangt ánetjaður Gretti sterka. Hann hefur nú tekið að sér að starf framkvæmda- stjóra Grettistaks í hlutastarfi en það félag vinnur að því að koma upp Grettissetri á Laug- arbakka í Miðfirði og skipuleggja Grettishátíð í ágúst. Hlakkar hann til að geta unnið að því að halda nafni Grettis vinar síns á lofti enda hafi saga hans mikið gildi fyrir héraðið. Hann er með leiðsöguréttindi fyrir Norður- land vestra og hefur áhuga á því starfi. „Ég finn að ég get frætt fólk um margt það sem héraðs- sagan geymir, forna og nýrri atburði og eins farið með það í heimsóknir til að sjá lítt þekktar náttúruperlur sem víða leynast,“ segir Karl. Karl Á. Sigurgeirsson fer úr eldlínunni eftir fjörutíu ár í fylkingarbrjósti atvinnulífs á Hvammstanga Vil ráða tíma mínum meira sjálfur Sambýli Mörg fyrirtæki og stofnanir eru í góðu sambýli á Höfðabraut 6 á Hvammstanga. Karl átti þátt í að byggja húsið og hefur unnið þar að mestu í 25 ár. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.