Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 31 DAGLEGT LÍF MARÍA Markovic, nemandi í Iðn- skólanum í Hafnarfirði, hefur hann- að sýningarskáp fyrir úra- og skart- gripaverslunina Gull-úrið við Álfabakka. Axel Eiríksson, úrsmíðameistari og eigandi verslunarinnar, segist lengi hafa verið í vandræðum með hæfilega stóra sýningarskápa fyrir Festina-úr í versluninni og ákveðið að snúa sér til hönnunardeildar Iðn- skólans í Hafnarfirði og bjóða nem- endum að spreyta sig á verkefninu. „Ég ákvað að ef vel tækist til myndi ég senda tillöguna til fyrirtækisins úti og jafnframt veita nemandanum viðurkenningu ef eitthvað væri lagt í verkefnið,“ segir hann. „Útkoman var nokkuð misjöfn en sumt var bet- ur útfært en annað og meðal annars skilaði ein stúlka, María Markovic, mjög skemmtilegum standi úr hrauni.“ Hliðarnar eru úr hrauni sem sagað er slétt og ofan á er náttúruleg hraunhella með mosa. María segist hafa viljað vinna með íslenskt efni eins og til dæmis hraun. „Hraunið er ómeðhöndlað að hluta og í því er hreyfing sem mér fannst spennandi að draga fram,“ segir hún. Verk nemendanna eru til sýnis hjá Marel hf. við Austurhraun 9 í Garða- bæ og stendur fram til 22. maí.  HÖNNUN | María Markovic hlýtur viðurkenningu fyrir sýningarskáp sinn Hreyfing í náttúrulegu efni Morgunblaðið/Eyþór María Markovic og Axel Eiríksson úrsmíðameistari virða úrin fyrir sér í skápnum sérsmíðaða. erfitt með að segja nei og vilja skila fullkomnu verki, stjórnunarstíll er orðinn erfiðari með alþjóðavæðingu, ójafnrétti ríkir á heimilunum og þær eiga erfitt með að skipta um vinnu. Lausnin á vandamálinu liggur bæði hjá einstaklingunum og sam- félaginu, að mati vísindamannanna. Í fyrsta lagi ætti enginn að vinna meira en 50 tíma í viku heldur reyna að koma sér upp afslappaðra viðhorfi. „Í öðru lagi þarf maður að læra að gefa ekki bara, heldur líka þiggja,“ segir Sandmark sem einnig leggur áherslu á áframhaldandi jafnréttisbaráttu. „Það er ekki hægt að vera bæði heimavinnandi og í krefjandi útivinnu. Sú jafna gengur ekki upp.“ Æ ALGENGARA verður að vel mennt- aðar konur í vel launuðum störfum á framabraut þurfi að hætta að vinna vegna veikinda. Dugnaðareinkennið er skýringin kölluð, þ.e. að konurnar eru svo duglegar bæði heima og í vinnunni að þær kikna undan álaginu, að því er sænsk rannsókn leiðir í ljós. Í Göteborgs Post- en og Svenska Dagbladet er greint frá rannsókn- inni sem byggist á ítarlegum við- tölum við sextán sænskar konur í veikindaleyfi vegna álagseinkenna. Konurnar eru á aldrinum 30–55 ára. Á grundvelli viðtalanna var útbúinn spurningalisti sem lagður var fyrir 600 konur. Algengt var að konurnar ynnu yfir 50 tíma á viku og sumar 60–80 tíma í viku, að sögn Monicu Ren- stig, eins af vísindamönnunum sem standa að rannsókninni. Þær sem eiga á hættu að verða veikar eru þær sem eiga erfitt með að segja nei í vinnunni og taka einnig aðal- ábyrgð á heimilisstörfunum. Renstig og Helene Sandmark benda á fimm orsakir fyrir álaginu: Konurnar vinna of mikið, þær eiga Ef álag bæði heima fyrir og í vinnu er of mikið get- ur það leitt til veikinda. Dugnaður kvenna leiðir til veikinda  HEILSA Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.