Morgunblaðið - 21.05.2005, Side 38

Morgunblaðið - 21.05.2005, Side 38
38 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „HALTU þessari stefnu og sveigðu ekki af nema með leyfi mínu!“ sagði skipstjórinn – og hvarf (til jómfrúr, sögðu illar tungur). Land fyrir stafni! – skipstjórans leitað – en Goðafoss strandar. Kapteinn rumskar, hleypur, hrópar: Hart í bak! Saga Héðinsfjarð- arganga. Sársaukafullt dæmi þess að stefnu verður að breyta, þótt þar með séu rofin heit, fyrirmæli, vel meint en standast ekki, þeg- ar á reynir. Orðheld- inn kapteinn víkur, eða er ekki framar orðheldinn. Fjár- magns- og jarð- fræðivandi er ærinn, en verst er hin fráleita forgangsröðun veg- ganga og seinagangur sem hleypir illu blóði í hvern mann. Héðinsfjarðargöng verða að bíða frekari endurskoðunar. „Röksemdir“ formælenda þeirra eru flest á hvolfi: 1. Göng eiga einkum að efla byggðir Eyjafjarðar og Akureyri. Svar: Þetta er einmitt það svæði landsbyggðar, sem sízt þarf sér- tækar aðgerðir til stuðnings. Það stæðist jafnvel hrun á Siglufirði. Auk þess yrðu önnur göng Ak- ureyri þarfari. Deilum ekki um þetta, en í því eru engin rök, heldur heimskan ein í samanburði milli héraða. 2. Það er rangt, að síðan þurfi ekki göng milli Siglufjarðar og Fljóta. 3. Það er rangt, að þau megi eða eigi að verða einkaheimreið Sigl- firðinga. Þau þurfa jafnframt að verða eðlilegur hluti hringvegar um landið – ef þjóðin á að borga. Með göngum út í Fljót. 4. Það er rangt að teyma alla umferð gegnum bæinn. Slík byrjendamistök eru tíð, en ávallt leiðrétt seinna og eru dýr. 5. Snjóflóðahætta er geigvænleg, bæði í Héðinsfirði og Skútu- dal. Þegar litið er til þess og hins mikla kostnaðar fyrir fá- mennar byggðir og lítillar umferðar er óverjandi að setja slíka framkvæmd í forgangsröð. Þetta er einmitt það sem veld- ur uppnámi og klýfur samfélagið í tvennt, Siglfirðinga og Ólafsfirðinga, ásamt kapteini og Hæstvirtum Forseta Alþingis ann- ars vegar, en hins vegar þjóðina að stórum hluta. Þetta ræður mestu um vaxandi kröfur um allar fram- kvæmdir í Reykjavík og hvergi nema þar. Hótanir samgöngu- ráðherra um sex ára stöðnun sam- gangna nema við Siglufjörð, síðan aðra sex ára stöðnum vegna Hrafnseyrarheiðar, ofan í áralang- ar fórnir í Djúpveg (í öfuga átt), og síðan hvað, hvað? Þessi endalausa vitleysa er að því komin að hrekja þjóðina til uppreisnar. Miklu betur þarf að íhuga og meta kosti og galla þess að leggja veg um Héðinsfjörð, og ekki síður hið fáránlega að gera þetta að for- gangskröfu í samgöngumálum. Aðrar leiðir Í mörgum greinum í Morg- unblaðinu hef ég bent á aðra leið hugsanlega (sjá Miðleið), en fáir gefa gaum, halda að sé sama og Fljótaleið. Þessi leið frá Skeggja- brekkudal til Hólsdals í Siglufirði (sem Halldór Blöndal og fleiri taka fyrir Holtsdal í Fljótum!) yrði sunnan Héðinsfjarðar, en gæfi kost á dyrum þangað fyrir göngumenn. Þeir fáu sem skilja, telja þetta meginkost leiðarinnar. Gallinn er, að hún yrði 2-3 km lengri en um Héðinsfjörð, en það vegur ekki þungt á móti kostum, – ef hug- myndin fær staðizt. En það veit enginn, því að allar rannsóknir eru bannaðar. Sá hluti sem yrði í göng- um er álitinn of langur, það ræður þó ekki þessu banni, heldur fljót- færnisleg ákvörðun, sem Vegagerð- in kennir Alþingi, að velja stytztu leið til Ólafsfjarðar, vissulega þá um Héðinsfjörð, hvað sem tautar. Inn af Hólsdal yrði stutt álma til Fljóta, þannig yrði hér bæði heim- reið til Siglufjarðar, 18 km, og hluti Hringvegar um Tröllaskaga, 18 km, frá Ólafsfirði að Ketilási í Fljótum í stað 40 km um Héðins- fjörð og Almenninga. En án rann- sóknar verður hvorki fullyrt að munni 4 km álmu út í Fljót fái staðizt, né heldur munnar í Hólsdal eða Skeggjabrekkudal. Líklega yrðu þessi göng lengri en um Héð- insfjörð, en jafnlöng í heild að meðtöldum seinni göngum út í Fljót. En kostir leiðarinnar gerðu meira en vega hér upp á milli. Það er því alls ekki forsvaranlegt að rannsaka ekki þessa möguleika. Þrátt fyrir efasemdir bind ég vonir við þessa leið, fáist hún rann- sökuð. Líka kynni að mega bæta Héðinsfjarðarleið, lengja göngin til að draga úr snjóflóðavá. En þeim mun fremur verður þá að setja önnur göng í forgangsröð. Aðrar hugmyndir þykja mér ekki nógu hagstæðar Siglfirðingum. En það er sameiginlegur kostur þeirra, að göng koma út í Fljót, og það gæti ég stutt strax. Ódýrast til þess að fá nokkrar samgöngubætur um Tröllaskaga, er að leggja veg um Lágheiði. Ég tel mig hafa öruggar heimildir fyr- ir því að þetta sé vænlegri kostur en menn hafa látið í veðri vaka. Heitum á drengskap Siglfirðinga og gott fordæmi að una um sinn við heilsársveg um Lágheiði, þótt lokist dag og dag eins og allir veg- ir, og bjóða öðrum framar í röð gangagerðar á meðan eigin kostir séu metnir á ný. Skiptum um skipstjóra Guðjón Jónsson fjallar um jarðgöng og vegagerð Guðjón Jónsson ’Það er því allsekki forsvaran- legt að rann- saka ekki þessa möguleika.‘ Höfundur var kennari. %   & # '              #  ()*     $       #  )*             G   #$  '  Á þessari mynd sjást Héðinsfjarðarleið (græn) og Fljótaleið (rauð), og Mið- leið (svört). Væri sú leið valin frá Hólsdal í Siglufirði að mynni Holtsdals í Fljótum – 6–7 km göng – en 10 km álman til Ólafsfjarðar látin bíða mætti seinna velja hverja leiðina sem vera skyldi þangað! VIÐ STEFNUMÓTUN um fé- lagslega mennt á vegum Reykjavík- urborgar fyrir fullorðna breytist hlutverk Námsflokka Reykjavíkur, sem eftir sem áður gegna lykilhlutverki til að koma til móts við þá sem hið almenna skóla- kerfi bregst með ein- hverjum hætti. Tryggt verður fram- boð námsleiða í þeim meginþáttum er varða félagslega mennta- stefnu. Þar er átt við grunnnám fyrir þá sem ekki hafa lokið grunn- skóla eða vilja undirbúa framhaldsskólanám, og verður sú kennsla í haust á vegum Námsflokka. Vegna ís- lenskukennslu fyrir nýbúa vill borg- in tryggja að það frumkvæði sem hún hefur haft nýtist til framþróun- ar í samstarfi við fleiri, sem nú er von til að komi til liðs við borgina í þessu mikilvæga efni. Auglýst hefur verið eftir þeim sem vilja gera þró- unarsamning við borgina, í tengslum við átak ríkisins og Kennaraháskól- ans um þessa námsgrein, þar sem bæði þekking og starfsfólk Náms- flokka geta nýst. Mjög mikilvægt er að fleiri sveitarfélög, Alþjóðahús, og samtök vinnumarkaðar efli þessa námsgrein og vill borgin ýta enn frekar undir það. Samþykkt menntaráðs um félagslega menntastefnu Þetta var samþykkt í menntaráði borgarinnar: ,,Menntaráð felur menntasviði að fylgja eftir tillögum starfshóps um Námsflokka Reykja- víkur og hafi að markmiði: Hlutverk Námsflokka Reykjavíkur verði áfram að annast félagslega mennta- stefnu Reykjavíkurborgar í fullorð- insfræðslu. Ráðinn verði forstöðumaður NR til að stýra stefnumótun og rekstri. Það fé sem ætlað er til fullorðins- fræðslu á fjárhagsáætlun verði áfram nýtt til að tryggja framboð á þeirri grundvallarþjónustu sem fé- lagsleg menntastefna borgarinnar byggist á. Meðal þess sem menntaráð felur menntasviði að út- færa nánar er: 1) Að NR leiti eftir samstarfi við þá sem til greina koma, í því skyni að tryggja áfram framboð á vandaðri íslensku- kennslu fyrir útlend- inga. Þekking og reynsla sem skapast hefur hjá NR nýtist í þessu skyni og leggi NR fram fé til þess að haldið verði áfram þróunarstarfi NR í íslenskukennslu fyrir útlend- inga. Þess verði gætt að þeir nem- endur sem ekki njóta fjárhags- aðstoðar stéttarfélaga eða atvinnurekenda fái áfram að njóta niðurgreidds náms. NR taka því frá og með hausti 2005 þátt í kostnaði útlendinga sem búa í Reykjavík í samræmi við nán- ari reglur. 2) NR bjóði áfram skilvirkar leiðir fyrir fullorðna til að hefja nám á ný og ljúka áföngum sem þarf til að skapa tækifæri til að stunda nám í framhaldsskólum. Menntaráð telur mikilvægt að þjónustuframboð af þessu tagi falli ekki niður og tryggt verði að NR veiti möguleika til þessa náms áfram. Á aðlögunartíma munu NR annast þessa kennslu. Til reynslu auglýsi NR á árinu 2005 fjárstyrk til framhaldsskóla, og/eða annarra að- ila á höfuðborgarsvæðinu, til að kanna hvort breyting á skipulagi sé æskileg. 3) NR geri þjónustusamning við þjónustumiðstöðvar borgarinnar um að NR kosti frá ársbyrjun 2006 náms- og starfsráðgjöf á hverri mið- stöð. Þeir aðstoði fullorðna ein- staklinga sem örðugt eiga með að nýta almenn námstilboð og leitast ásamt forstöðumanni NR við að út- vega þeim nám við hæfi. Í því skyni munu NR m.a. leggja fram fé til að vönduð kennsla í lestri, ritun og stærðfræði fyrir fullorðna standi þessum hópi til boða (sbr. lið- ur 2). 4) Menntaráð gerir ekki ráð fyrir að frístundanám verði áfram hluti af starfsemi NR og samþykkir tillögur starfshóps í því efni. Menntaráð felur menntasviði að tryggja sem best aðkomu starfs- manna að útfærslu þessara hug- mynda og þeim standi áfram til boða störf sem tengjast starfsemi þessari þar sem því verður við komið og gagnkvæmur vilji er fyrir hendi. Menntaráð sé upplýst reglulega um gang mála. Eins og sjá má er hér ekki verið að leggja Námsflokkana niður held- ur ljá þeim nýjar áherslur í sam- ræmi við grunngildi félagslegrar menntastefnu. Félagsleg menntastefna í borginni Stefán Jón Hafstein fjallar um menntastefnu og Námsflokka Reykjavíkur ’Menntaráð felurmenntasviði að tryggja sem best aðkomu starfs- manna að útfærslu þess- ara hugmynda og þeim standi áfram til boða störf sem tengjast starf- semi þessari þar sem því verður við komið og gagnkvæmur vilji er fyrir hendi.‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður menntaráðs Reykjavíkur. HÉR fylgir stutt yfirlit um árangur sem unnist hefur í málefnum eldri borgara hin síðustu ár: 1. Fjölgað hefur öðrum vist- unarkostum en hjúkrunarrýmum fyrir aldrað fólk. En þær breytingar hafa hreyfst á hraða snig- ilsins. 2. Á tímabili dró aðeins úr gliðnum ellilauna og launavísitölu 3. Lyfjakostnaður. Margra ára barátta eldri borgara fyrir lækkun lyfjakostnaðar vegna þess að smá- sölukostnaður lyfja hefur verið 45–50% hærri á Íslandi í sam- anburði við Danmörku og Noreg virðist hafa borið árangur. Í kjöl- far þeirrar gagnrýni tók ríkisendurskoðun málið til endurskoð- unar og komst að sömu niðurstöðu og eldri borgarar. Nú er unnið að þessu máli undir stjórn Páls Péturssonar og stefnt að því að verðlag verði hið sama og í nágrannalöndunum árið 2006. Þetta er mikill sigur fyrir eldri borgara. Stærstu lyfjaneytendurnir eru í þessum hópi enda fyllir þriðjungur eldri borgara hóp við lélega heilsu. 4. Eignaskattar. Eignaskattar verða lagðir niður árið 2006 og ber að fagna því. En lítið samræmi felst í hækkun fast- eignaverðs um 15% en fríeignamark hækkar aðeins um 3% vegna álagn- ingar eignaskatts í ár. Það leiðir til hækkaðs eignaskatts og annarra fasteignagjalda á því ári. 5. Óskertur tekjutryggingarauki hefur verið aukinn en nær aðeins til 1,3% eldri borgara. Sumir í stjórnarliðinu telja að þessi hækkun nái til allra líf- eyrisþega. Þekking þeirra nær því skammt. 6. Erfðaskattur lækkar, en á líkklæð- unum eru ekki vasar. 7. Komugjöld á heilsugæslu hafa lítið hækkað, sömu sögu er að segja um afnotagjöld RÚV. Það ber að þakka þeim er staðið hafa vörð um þessi mál. 8. Sveigjanlegur eftirlaunaaldur. Árið 1989 var lögð fyrir Alþingi tillaga frá landlæknisembætt- inu um sveigjanlegan eftirlaunaaldur 64–74 ára. Sú þingsályktun- artillaga var sam- þykkt og nefnd skip- uð. Nefndin dó bráðadauða. Nú hafa 10 þingmann Sjálf- stæðisflokksins feng- ið þingsályktun- artillöguna samþykkta um sveigjanlegan eft- irlaunaaldur 64–72 ára en síðan hefur ekkert gerst. En þetta er jákvæð til- raun. En nú er von á betri tíð sbr. tilkynningu er hér er birt og samþykkt var á fundi með forsætis-, fjármála-, heilbrigðis- og félagsmála- ráðherra 11. mars 2005. Ríkisstjórn Íslands skipaði í sam- ráði við Landssamband eldri borgara starfshóp til þess að fara yfir og koma með úrbætur í eftirfarandi málum. 1. Lífeyrisgreiðslur almannatrygg- inga. 2. Útreikningar Landssambands eldri borgara á þróun kaupmáttar ráð- stöfunartekna þriðjungs ellilífeyr- isþega frá 1988–2007. 3. Samkomulagið frá 19. nóvember 2002 – efndir á uppbyggingu hjúkr- unarheimila og skipulagi á öldr- unarþjónustu. 4. Auknir valkostir í húsnæðismálum. 5. Endurskoðun á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999. Ávinningur eldri borgara síðastliðin ár Ólafur Ólafsson fjallar um málefni eldri borgara Ólafur Ólafsson ’… nú er von ábetri tíð í mál- efnum eldri borgara.‘ Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.