Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG LEGG BARA FYRR AF STAÐ!
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grunda
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
79
47
05
/2
00
5
DREGIÐ hefur úr fréttum af
hamförunum í SA-Asíu víða í heim-
inum en Nevin Rae, tíu ára grunn-
skólanemi í Solesbury í Pennsylvan-
íu í Bandaríkjunum, hefur engu
gleymt. Hann safnaði
17.000 dölum í fram-
lögum frá sveitungum
sínum til styrktar fórn-
arlömbum hamfar-
anna. Milljónir Banda-
ríkjamanna hafa gert
slíkt hið sama og sýnt
umhyggju sína í verki
með því að leggja fram
rúma 1,2 milljarða
dala. George W. Bush
Bandaríkjaforseti
sagði: „Bandaríkin
skuldbinda sig til að að-
stoða þá sem eiga um
sárt að binda, nú og um ókomna tíð.“
Bandaríkin vinna með alþjóð-
legum samstarfsaðilum á sviði þró-
unarmála, Þróunarbanka Asíu,
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF), Alþjóðabankanum,
Rauða krossinum og Rauða hálfmán-
anum og frjálsum félagasamtökum
um heim allan, að því að endurreisa
stjórnskipulag, koma efnahagnum á
skrið, bæta lífsskilyrði og vekja von
hjá þolendum náttúruhamfaranna.
Mörgu hefur þegar verið hleypt af
stokkunum og meira er í vændum.
Stjórnvöld landanna tólf sem urðu
fyrir skakkaföllum, þ.á m. Indónesía,
Sri Lanka, Taíland og Maldíveyjar,
hafa auðvitað sjálf yfirumsjón með
uppbyggingunni. En þar sem neyðin
er stærst geta þau reitt sig á gegn-
sæjan og sanngjarnan stuðning
Bandaríkjanna og bandamanna
þeirra.
Að beiðni Bush
Bandaríkjaforseta
samþykkti Bandaríkja-
þing 857 milljóna dala
fjárveitingu til hjálp-
arstarfs og uppbygg-
ingar á hamfarasvæð-
inu við Indlandshaf.
Rúmur þriðjungur
þeirra upphæðar fer í
að byggja upp efna-
hagskipulag landanna
og 120 milljónir dala
verða notaðar til að
skapa tækifæri til öfl-
unar lífsviðurværis,
endurbyggja heimili og koma á fót
bráðabirgðaskólum og heilsugæslu-
stöðvum svo fórnarlömb flóðanna
geti snúið aftur til heimkynna sinna.
Við munum einnig nota fjármagnið
til að koma upp vistum fyrir hamfar-
ir sem gætu átt sér stað í framtíðinni
og til að bæta eftirlit með viðvör-
unarmerkjum um flóðbylgjur svo
hægt sé að vara íbúa svæðisins við
yfirvofandi hamförum.
Margir þeirra styrkja sem banda-
rísk stjórnvöld veittu samstarfs-
aðilum og frjálsum félagasamtökum
náðu í byrjun til þriggja til sex mán-
aða. Kapp var lagt á að skapa bráða-
birgðastörf og hlúa að örfyrirtækjum
til að skapa atvinnu fyrir þá sem
urðu illa úti. Styrkir upp á rúmar 6,3
milljónir dala hafa farið í að skapa
bráðabirgðastörf. Í Indónesíu hafa
t.d. rúm 35.000 manns fengið bráða-
birgðavinnu og 2,9 milljónir dala
hafa runnið beint til verkamannanna.
Enn umfangsmeiri en framlag
bandaríska stjórnvalda eru þó fram-
lög bandarískra fyrirtækja, trú-
félaga og menntastofnana, sem
brugðust skjótt við og lögðu fram
fjármuni og mannafla á hamfara-
svæðunum. Meira en 130 bandarísk
fyrirtæki styrktu hjálparsamtök um
a.m.k. eina milljón dala hvert með
fjármunum, vörum og þjónustu,
þ.á m. vatnshreinsikerfum, flutn-
ingum, matvælum, vatni og húsa-
skjóli.
Framlag bandarískra einstaklinga
og félagasamtaka er ekki síður til-
komumikið. Samtökin „Heimkynni
fyrir mannkynið“ sendu t.d. hópa af
sérfræðingum í byggingavinnu sem
munu aðstoða 30–35.000 fjölskyldur
við að endurbyggja heimili sín.
„Flóðbylgjuhjálparsjóður barna“ í
New York er að safna peningum til
að endurreisa skóla í Pottuvil á Sri
Lanka og heilsugæslustöð í Kirindi,
sem er þar skammt frá.
Indónesískt skáld frá Aceh-héraði,
sem var illa útleikið eftir flóðbylgj-
una, skrifaði þetta skömmu eftir
hamfarirnar: „Aldrei spyrja hvar
Meuloboh er. Aldrei spyrja hvar
Bireuen er. Kortin af þeim molnuðu.
Kortin af þeim skoluðust burt.“ Nú
aðstoða sjálfboðaliðar frá AFSC,
hjálparsamtökum bandarískra
kvekara, við að teikna upp kortin af
Meuloboh og Bireuen á nýjan leik, ef
svo má að orði komast. Þær rúmu
fjórar milljónir dala sem samtökin
hafa fengið í framlögum fara í heil-
brigðisaðstoð og í enduruppbygg-
ingu þjóðfélagsins.
Þetta eru bara nokkur dæmi um
hvernig Bandaríkjamenn hafa sýnt
samstöðu með hjálparþurfi vinum
sínum. Stjórnvöld og almenningur í
Bandaríkjunum heita því að halda
áfram að vinna náið með Sameinuðu
þjóðunum og alþjóðasamfélaginu,
þ.á m. Íslandi, að því að tryggja
gegnsætt og sjálfbært uppbygging-
arferli, fyrst og fremst til að tryggja
að þeir sem eiga um sárt að binda
vegna flóðbylgjunnar í Indlandshafi
gleymist ekki.
Staðbundinn harmleikur –
alþjóðleg lausn
James I. Gadsden fjallar
um fréttir frá SA-Asíu ’Þær rúmu fjórar millj-ónir dala sem samtökin
hafa fengið í framlögum
fara í heilbrigðisaðstoð
og í enduruppbyggingu
þjóðfélagsins.‘
James I. Gadsden
Höfundur er sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi.
Í DAG er merkisdagur. Ekki ein-
asta hófst í gær þriðji landsfundur
Samfylkingarinnar, hvers tilurð og
uppgangur eru ein
merkustu tíðindi
stjórnmálasögu seinni
ára.
Í dag verða líka
kunngjörð úrslit í
mestu lýðræðisaðgerð
sem íslenzkur stjórn-
málaflokkur hefur
staðið fyrir, beinu
kjöri formanns Sam-
fylkingarinnar. Rúm-
lega tuttugu þúsund
manns áttu þess kost
að ákveða hver yrði
formaður flokksins og
þar með hugsanlega
næsti forsætisráð-
herra. Ekki þúsund,
ekki sex hundruð eða
þrjú hundruð á lands-
fundi, eins og hjá öðr-
um flokkum. Tuttugu
þúsund manns. Það
eru meiri völd en nokkur stjórn-
málaflokkur hefur áður þorað að
fela fólki. Það er merkilegt lýðræði
í praxís.
Taugaveiklunin
Lýðræði er óþægilegt stjórn-
arfar, bæði í augum þeirra sem
ráða og hinna sem vilja fá að ráða,
vegna þess að það er svo ófyrir-
sjáanlegt og erfitt að stýra því. Það
er því viðráðanlegra sem færri
kjósendur er við að fást. Í þessu til-
viki færri flokksmenn. Þess vegna
var viðbúið að fyrir þessar stór-
kosningar heyrðust hefðbundnar
raddir þeirra sem óttast um sitt og
sína, um alls lags vandræði með
lýðræðið. Ég stikla bara á nokkrum
atriðum. Víst tók kosningin sjálf of
langan tíma og hann þarf að stytta.
Það er sérkennilegt í byrjun 21.
aldar að ætla fólki 30 daga til að
koma bréfi í póst – bréfi sem fer á
einum sólarhring á ákvörðunarstað.
Vika til tíu dagar er ríflegur tími og
um það ættu flestir að geta sam-
einazt. En var kosningabaráttan of
löng eins og margir kvarta um?
Veldur hver á heldur, en svarið við
þessu er engan veginn sjálfgefið.
Hún var til dæmis ekki lengri en
svo, að þeir sem skipulögðu hana
gáfu sér ekki tíma til fundahalda
frambjóðendanna út
um allt land, eins og þó
var gert í formanns-
kjöri vorið 2000, og er
sjálfsögð kurteisi við
þá sem komast ekki á
samkomur í Ármúl-
anum.
Hér er nokkur vís-
bending: Það kvartaði
enginn yfir of langri
kosningabaráttu fyrir
fimm árum og tók hún
þó ekki færri vikur en
þessi. Af hverju? Hví
þótti fólki kosningabar-
áttan of löng nú, en
ekki þá?
Svarið virðist liggja í
augum uppi: Af því að
þá voru úrslitin löngu
ráðin. Það var engin
spenna. Engin tauga-
veiklun. Taugaveiklun
sem byggðist á óvissu. Vegna henn-
ar þótti okkur baráttan of löng
núna.
Ómögulegt fólk
Þessi veiklun lýsti sér á fleiri
vegu. Í kosningabaráttu þar sem
um engin málefni er að tefla – með
fullri virðingu fyrir tilraunum fram-
bjóðenda okkar nú til þess – fá
stuðningsmenn frambjóðenda litla
útrás fyrir tilfinningar sínar, orku
og spennu í öðru en tali um, hversu
ómögulegur hinn frambjóðandinn
sé, og svona aukreitis að alls kyns
ómögulegt fólk sé nú að ganga í
flokkinn til að taka þátt í kjörinu.
Annars frábært flokksfólk, sem
átti kost á tveimur af öflugustu
stjórnmálamönnum landsins til for-
ystu, hefur skrifað grein eftir grein
til að níða skóinn af öðrum fram-
bjóðandanum í von um að hjálpa
hinum. Það er ótrúlega smá hugsun
og smáflokkaleg.
Aðrir býsnast yfir því að fyrrum
framsóknarkjósendur vilji ganga í
flokkinn til að kjósa Össur og fyrr-
Strákur eða
stelpa?
Karl Th. Birgisson fjallar um
landsfund Samfylkingarinnar
Karl Th. Birgisson
’Hví þótti okk-ur kosningabar-
áttan of löng nú,
en ekki fyrir
fimm árum?‘
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík