Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 41 UMRÆÐAN www.lyfja.is - Lifið heil arfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Taktu eitt skref í einu, hvert á eftir öðru, og finndu muninn sem verður þegar þú hefur ákveðið að breyta um lífsstíl. Hver dagur býður upp á ótal tækifæri til að auka hreyfinguna – og þar með vellíðan. Að hlaupa upp og niður stiga í stað þess að taka lyftuna, ganga meira í stað þess að aka, hjóla, taka hálftíma sundsprett. Það snýst ekki um kostnað að breyta lífi sínu til hins betra, heldur fyrst og fremst að nýta tækifærin sem gefast á hverjum degi, og fylgja þeim eftir. Að ganga í vinnuna er kannski bara spurning um að leggja aðeins fyrr af stað – og lifa heil. MIÐVIKUDAGINN 18. maí sl. samþykkti stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins. Um er að ræða árlega endurskoðun á út- hlutunarreglum sjóðsins og taka nýjar reglur gildi á skólaárinu 2005–2006. Í ár voru gerðar um- talsverðar breytingar á skipulagi útlána og talsvert auknu fjármagni veitt í sjóðinn til að bæta kjör námsmanna. Fulltrúar samstarfs- nefndar námsmannahreyfinga inn- an stjórnarinnar vilja fyrir hönd umbjóðenda sinna lýsa yfir ánægju með flest það sem breytingarnar hafa í för með sér þó enn vanti nokkuð upp á að kjör allra náms- manna verði viðunandi. Yfirlit yfir helstu breytingar Skerðingarhlutfall tekna hefur nú lækkað úr 33% í 14% og miðast tekjustofn við heildartekjur í stað nettótekna áður. Það hefur að sjálfsögðu engin áhrif á námsmenn með tekjur undir skattleys- ismörkum sem eru um 900.000 krónur. Samfara því er frí- tekjumark afnumið en frá og með næsta skólaári mun frítekjumark heyra sögunni til. Ásamt því hækkar grunnframfærsla innan- lands um 3,8% eða úr 79.500 kr. í 82.500 kr. og sumarlánasvigrúm er aukið með því að lækka kröfur um einingaskil námsmanna úr 15 í 10 einingar fyrir fullt sumarlán. Þannig geta námsmenn flýtt fyrir námslokum. Bókalán hækkar úr 41.000 kr. í 4.000 kr. og viðbót við 5 ára regluna um hámarkslánstíma kemur inn. Sú viðbót snýr að þeim er geta ekki vegna örorku eða les- blindu stundað fullt nám og gerir þeim kleift að sækja um und- anþágu til að stunda nám á lánum í grunnnámi sjötta árið. Láns- réttur námsmanna í stórum náms- áföngum er rýmkaður þegar skóli býður ekki upp á endurtekningar- eða sjúkrapróf í beinu framhaldi af námstíma. Námsmenn erlendis hafa fengið hækkun á framfærslu umfram verðbólguspá í Hollandi, Lúx- emborg, Belgíu og Ítalíu auk hækkunar skólagjaldalána í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einnig þurfa námsmenn erlendis ekki lengur að framvísa farseðli gegn ferðaláni heldur greiðast þau sjálfkrafa. Þá eiga þeir námsmenn erlendis, sem stunduðu nám á yf- irstandandi skólaári, þess kost að fá aukalán sem kemur til móts við ófyrirséð gengistap þeirra á árinu. Hagkvæmast að vera nálægt meðaltekjum námsmanna Samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna vill benda á að með afnámi frítekjumarks er ljóst að lágtekjunámsmenn hagnast ekki á þessum breytingum, en gera má ráð fyrir að kjör um 85% náms- manna batni við breytinguna og að margir, þ.á m. meðaltekjufólk, fái sinn hlut stórlega bættan. Barn- laus lánþegi í leigu- húsnæði sem hefur 800.000 krónur í árs- tekjur fær þannig um 80.000 krónum hærra lán fyrir skólaárið. Einnig hafa möguleikar námsmanna til tekju- öflunar aukist. Tekjuskerðingarvíta- hringur hefur nú verið rofinn og skor- ar samstarfsnefndin á námsmenn að nýta sér þessa breytingu og afla sér þeirra tekna sem þeir geta, gefist þeim kostur á því, t.d. í sumarfríi, jólafríi og öðrum frí- stundum. Hagkvæm- ast er að vera með tekjur í kringum skattleysismörk því þá eru námsmenn að hámarka ráðstöf- unarfé og fullnýta persónuafslátt. Má benda á í því sam- hengi að bæði mið- gildi og meðaltal tekna námsmanna nú eru nálægt skattleysismörkum. Grunnframfærslan þarf að hækka Um er að ræða stórtæka breyt- ingu á úthlutunarreglum LÍN og ljóst er að þessar breytingar hafa áhrif á alla lánþega. Náms- mannahreyfingarnar vilja þó taka það skýrt fram að þrátt fyrir að þetta sé stórt skref er þetta aðeins fyrsta skrefið í átt að fullu afnámi tekjutengingar námslána fyrir námsmenn, og leggja þunga áherslu á að einnig þurfi að hækka grunnframfærsluna meira en sem nemur verðlagsþróun svo hún dugi námsmönnum til framfærslu. Námsmenn lögðu einnig mikla áherslu á að jafna kjör náms- manna erlendis og innanlands þannig að lánað yrði fyrir skóla- gjöldum í grunnnámi til beggja hópa. Í dag fá einungis námsmenn á Íslandi afgreidd skólagjaldalán vegna grunnnáms. Þetta ójafnræði vilja námsmenn afnema og mun sú barátta halda áfram að ári. Á heimasíðum námsmannahreyf- inganna er hægt að finna ýtarlegri upplýsingar um breytingarnar auk þess sem lánþegar geta reiknað út hversu mikið þeir munu fá í lán á skólaárinu 2005–2006 með reikni- vélum BÍSN og INSÍ. Samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna (BÍSN, INSÍ, SÍNE og SHÍ) vill þakka meirihluta stjórnar LÍN fyrir gott samstarf, en ljóst er að þessi árangur hefði aldrei náðst nema fyrir samstillt átak allra námsmannahreyfing- anna og meirihluta stjórnar Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Mikil kjarabót fyrir lánþega Lánasjóðs íslenskra námsmanna Eyrún Jónsdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir, Anna Pála Sverrisdóttir og Heiður Reynisdóttir ’… ljóst að lágtekju-námsmenn hagnast ekki á þessum breytingum, en gera má ráð fyrir að kjör um 85% náms- manna batni við breyt- inguna og að margir, þ.á m. meðaltekjufólk, fái sinn hlut stórlega bættan.‘ Eyrún Jónsdóttir Eyrún er fulltrúi Bandalags íslenskra námsmanna, Jónína er fulltrúi Iðn- nemasambands Íslands, Anna Pála er fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Heiður er fulltrúi Sambands ís- lenskra námsmanna erlendis. Jónína Brynjólfsdóttir Anna Pála Sverrisdóttir Heiður Reynisdóttir um sjálfstæðiskjósendur Ingibjörgu – eða var það öfugt? Það er ekki lít- ið áfall, ef þeir sem áður kusu aðra flokka vilja nú vera í Samfylking- unni. Það gæti endað með ósköpum – jafnvel að fylgismönnum flokksins fjölgaði. Þá var þetta nú þægilegra í gömlu smáflokkunum, þar sem við þekktum alla með nafni og gátum raðað þeim í dilkana sína. Klofningur? Annar þráður, sem spunninn hef- ur verið á síðustu vikum, er að flokkurinn sé á barmi klofnings eft- ir svo harðvítuga baráttu. Enn slær hér smáflokkshjartað sem aldrei fyrr, því að ef sagan kennir okkur eitthvað, þá klofna flokkar því frek- ar sem þeir eru smærri. Klofnings- kenningin er náttúrlega bara hlægi- leg. Dettur einhverjum í fúlustu al- vöru í hug að Margrét Frímanns- dóttir, Stefán Jón Hafstein, Guð- mundur Árni Stefánsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Lúðvík Geirs- son, Jóhanna Sigurðardóttir, Bryn- dís Hlöðversdóttir – svo að einungis séu nefndir örfáir af mörgum for- ystumönnum okkar – dettur ein- hverjum virkilega í hug að eitthvert þeirra vilji stofna annan flokk vegna vonbrigða með úrslit í for- mannskjöri? Svo votan draum dreymir ekki einu sinni okkar mestu andstæð- inga. Strákur eða stelpa? En nú er sumsé dagurinn runn- inn upp. Nú fáum við að vita úrslit- in í formannskjöri. Víst er það spennandi, en úrslitin skipta engu höfuðmáli. Samfylk- ingin er löngu orðin til sem afger- andi forystuafl í íslenskri pólitík og sýnir það á hverjum degi í stjórn- um stærstu sveitarfélaga landsins, og á þingi þar sem situr bezt mann- aði þingflokkur landsins, líklega allt frá lýðveldisstofnun. Í dag verður formaður Samfylk- ingarinnar annar af tveimur öfl- ugustu stjórnmálamönnum lands- ins. Við vitum ekki hvað fæðist, en hver sem niðurstaðan verður þá heldur söguleg ganga flokksins áfram, flokks sem snýst um miklu stærri og merkilegri hluti en þá hvort formaður hans er strákur eða stelpa. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylking- arinnar og fulltrúi á landsfundi flokksins í Egilshöll. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.