Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í MORGUNBLAÐINU 17. maí
sl. birtist grein eftir hagfræðipró-
fessorinn Þórólf Matthíasson. Í
greininni bendir prófessorinn rétti-
lega á að arðsemisútreikningar, sem
koma fram í skýrslu
um umhverfismat
Héðinsfjarðarganga
frá 1999 miðast við ein-
breið jarðgöng. Hann
bendir á að tvíbreið
jarðgöng séu talin um
20% dýrari en einbreið
göng og ályktar út frá
því að arðsemin við
breikkunina lækki úr
14,5% í 2,2%.
Auðvelt er að reikna
að við hækkun stofn-
kostnaðar um 20%
lækkar arðsemi gang-
anna úr 14,5% í 11,6%.
Í grein sinni kemst Þórólfur að
niðurstöðu um arðsemina með því
að álykta að tvíbreið jarðgöng um
Héðinsfjörð muni kosta álíka mikið
og einbreið jarðgöng eftir Fljótaleið
og því muni arðsemi Héðinsfjarð-
arganga vera svipuð og Fljótaleiðar
eða um 2,2%. Umferð um Fljótaleið
reiknast mun minni en um Héðins-
fjörð og ræður það miklu um mis-
mun á arðsemi þessara leiða.
Þessi ályktun hagfræðiprófess-
orsins er svo augljóslega röng, að
því verður vart trúað að hann geri
sér ekki grein fyrir hugsanavillunni.
Nærtækt er að álykta að prófess-
orinn sé að reyna að blekkja les-
endur Morgunblaðsins, og koma
fram með enn ein falsrökin sem
haldið hefur verið fram um fánýti
Héðinsfjarðarganga.
Arðsemi tvíbreiðra ganga um
Héðinsfjörð hefur ekki verið reikn-
uð miðað við verðlag ársins 2005.
Fróðlegt væri að sjá þá niðurstöðu,
en frá árinu 1999 hefur margt
breyst sem eykur arðsemi jarð-
ganga.
Þar má benda á:
1. Kostnaður við
jarðgangagerð hefur
farið lækkandi.
2. Launakostnaður
hefur hækkað og þar
með hefur stytting
akstursleiða meiri
áhrif en áður.
Þessi tvö atriði vega
sennilega það þungt að
arðsemi ganganna er
líklega yfir 14,5%.
Í umræðu fjölmiðla
um vegaáætlun, sem
nýverið var samþykkt
á Alþingi hefur því ver-
ið haldið fram að vegafé sé misskipt
milli landsbyggðar og þéttbýlisins á
suðvesturhorninu. Er þá annars
vegar borið saman fé til þjóðvega í
þéttbýli á Reykjavíkursvæðinu og
samanlagðra upphæða til þjóðvega í
þéttbýli utan Reykjavíkur og til
annarra vega.
Réttara væri að bera saman fjár-
veitingu vegna þjóðvega í þéttbýli í
Reykjavík og vegna sams konar
vega í öðrum þéttbýlisstöðum t.d.
Akureyri.
Önnur rangtúlkun er að deila
kostnaði við Héðinsfjarðargöng nið-
ur á íbúa Siglufjarðar eins og þeir
muni einir nota göngin. Sannleik-
urinn er sá að jarðgöngin munu hafa
mesta þýðingu fyrir Eyjafjarð-
arsvæðið, en íbúar þar eru um 25
þúsund. Líklegt er að flestir lands-
menn eigi eftir að aka um göngin,
og auk þess mikill fjöldi ferða-
manna, sem mun nýta sér mögu-
leikann á hringakstri gegnum alla
þéttbýlisstaðina við utanverðan
Eyjafjörð.
Hvergi á landinu eru aðstæður í
líkingu við það sem er í samgöngum
milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
Vegalengdin milli kaupstaðanna
verður 15 km eftir gerð jarðgang-
anna, en 7 mánuði á ári er aksturs-
leiðin 62 km um Lágheiði, og í 5
mánuði er hún um 235 km um Öxna-
dalsheiði.
Hlutföllin eru svipuð og ef Hafn-
firðingur þyrfti fyrst að taka krók
austur fyrir Hvolsvöll til þess að
komast til Reykjavíkur.
Yfir vetrarmánuðina stytta Héð-
insfjarðargöngin því akstursleiðina
um 220 km. Óvenju góð arðsemi er
ekki einu rökin fyrir gerð Héðins-
fjarðarganga. Göngin gera Eyja-
fjörð allan að einu atvinnusvæði, og
gera sameiningu sveitarfélaga
mögulega til sparnaðar og aukinna
samskipta.
Það ætti að vera fagnaðarefni fyr-
ir alla landsmenn að nú loksins hef-
ur verið ákveðið að ráðast í gerð
Héðinsfjarðarganga.
Hver er raunveruleg arð-
semi Héðinsfjarðarganga?
Sverrir Sveinsson
fjallar um jarðgöng ’Göngin gera Eyjafjörðallan að einu atvinnu-
svæði, og gera samein-
ingu sveitarfélaga
mögulega til sparnaðar
og aukinna samskipta.‘
Sverrir Sveinsson
Höfundur er fv. varaþingmaður og 1.
flutnm. að tillögu um athugun á gerð
jarðganga í stað vegar um Lágheiði.
Í UPPHAFI sumars liggja fyrir
samþykktir ársreikningar Hafn-
arfjarðarbæjar fyrir árið 2004. Nið-
urstöður þeirra sýna
með skýrum hætti að
fjármál og rekstur
sveitarfélagsins hefur
eflst og styrkst veru-
lega. Afkomutölur eru
betri en verið hefur
um langt árabil, en
um leið framkvæmdir
meiri en áður þekkist
og jafnframt íbúa-
fjölgun ein sú mesta á
öllu landinu. Með
markvissum og
ábyrgum hætti hefur
verið haldið utan um
rekstrar- og framkvæmdamál bæj-
arins og árangurinn liggur fyrir.
Bæjarstjórn og starfsmenn bæj-
arins hafa náð höfuðmarkmiðum
fjármálastjórnunar í öllum lyk-
ilatriðum. Rekstur bæjarfélagsins á
árinu 2004 fyrir fjármagnsliði er
jákvæður um 727 milljónir. Rekstr-
arniðurstaða ársins er jákvæð um
1.239 milljónir króna. Veltufé frá
rekstri nam 624 milljónum króna
og þá hækkaði eigið fé um 34% á
milli ára og nam 4.893 milljónum
króna um síðustu áramót.
Niðurstöðurnar sýna jákvæða
þróun í rekstri bæjarfélagsins jafn-
vel þó horft sé fram hjá hag-
stæðum ytri skilyrðum
sem fram koma í já-
kvæðri gengisþróun og
óvenju miklu framboði
af byggingarlóðum í
Hafnarfirði. Þær
skipulags- og stjórn-
sýslubreytingar sem
ráðist var í á árinu
2002 og 2003 sem mið-
uðu að því að styrkja
innviði í rekstri bæj-
arfélagsins. Þessar
breytingar sem Sam-
bandi íslenskra sveit-
arfélaga þótti ástæða
til að veita viðurkenningu fyrir á
dögunum ásamt endurmati ýmissa
rekstrarþátta m.t.t. samlegðar og
hagræðingar endurspegla þessa já-
kvæðu niðurstöðu.
Almenn rekstrarútgjöld eru í öll-
um lykilatriðum innan áætlunar.
Stærstu frávik eru vegna hækk-
unar lífeyrisskuldbindinga upp á
130 milljónir umfram áætlun, en
mikilvægt er að sveitarfélög á
Mikilvægur
árangur í
Hafnarfirði
Gunnar Svavarsson fjallar
um Hafnarfjörð
Gunnar Svavarsson
LANDLÆKNIR hefur nýlega
skrifað ritstjórnargrein í Lækna-
blaðið (Lbl.2005;91:234-235) með
þessu heiti. Hann gerir að umtals-
efni boðsferðir lækna til lyfjafyr-
irtækja eða á fundi á
þeirra vegum og
risnu í því sambandi.
Hann spyr: „Hvað
finnst læknum sjálf-
um um þetta? Engar
rannsóknir eru til um
það hér á landi, en
tilfinning margra er
sú að þeim læknum
fari fjölgandi sem
finnist samskiptin
vera komin út fyrir
allt velsæmi“. Mér
komu þessi orð í hug,
þegar ég heyrði
þekktan íslenskan
læknisfræðiprófessor
í Bretlandi halda því
blákalt fram í kvöld-
fréttum Sjónvarpsins
12. maí, að alltítt
væri, að sum lyfjafyr-
irtæki bæru fé, eða
reyndu það, á þekkta
menn í læknastétt
þar í landi til þess að gerast taum-
léttingar í málflutningi á þeirra
vegum og gegn svo sem 5000
sterlingspunda umbun. Þótt þessi
ummæli eigi við Breta, en ekki Ís-
lendinga, undirstrika þau þó samt
sem áður vægi málsins og sér í
lagi þau orð landlæknis, að nánari
rannsóknir vanti á samskiptum
lækna og lyfjafyrirtækja hér á
landi.
Það ýtir undir mig að setja
þessar línur á blað, að ég hef
sennilega kynnst erlendum lyfja-
fyrirtækjum betur en flestir ís-
lenskir læknar. Kemur þar fyrst
til, að ég vann eitt ár í annarri
stærstu lyfjaverksmiðju Dana,
Lövens Kemiske Fabrik (LKF), og
lærði þar margt í rannsóknavinnu,
sem varð hluti af framhaldsnámi
mínu í lyfjafræði. Því má svo
skjóta hér inn, að LKF hvílir á all-
gömlum merg og var meðal ann-
arra afreka fyrsta lyfjafyrirtækið
utan Bretlands og Bandaríkjanna
til þess að framleiða penicillin.
Annað er, að við upphaf sér-
lyfjaskráningar hér á landi fyrir
um 40 árum, sem unnin var í fullri
óþökk lækna og lyfsala, varð ég að
fara allmargar ferðir
(þar af þrjár hreinar
boðsferðir) á fund ým-
issa erlendra lyfjafyr-
irtækja þeirra erinda
að afla viðhlítandi
gagna um gildi þeirra
lyfja, sem sótt var um
skráningu á, og ekki
síst vegna þess að um-
boðsmannakerfið var
þá enn í molum hér á
landi. Í slíkum ferðum
leitaði ég ætíð eftir
fundum við þá vís-
indamenn, sem að
rannsóknum og fram-
leiðslu lyfjanna stóðu,
en fór í sveig utan við
kynningardeildir og
söludeildir. Frá veru
minni hjá LKF var
mér nefnilega vel
kunnugt um tvískipt-
ingu slíkra fyrirtækja:
Annars vegar fagmenn
á ýmsum sviðum lyfjarannsókna
og lyfjaframleiðslu og hins vegar
kynningarfólk og sölufólk. Síð-
arnefnda fólkið er allt annars eðlis
en hið fyrrnefnda, og það er fólk-
ið, sem reynir að bera fé á lækna
og virkja hégómagirnd þeirra. Álit
þessa fólks á læknum er oft ekki
mikið eða rís ekki hátt. Ég man í
þessu efni eftir því, að einu sinni
sagði kynningarstjóri („promo-
tionschef“) LKF í mín eyru og
fleiri: „at læger er saadanne
börn“.
Ég man, að mér rann í skap yfir
samlíkingunni á „börnum og lækn-
um“, en því miður er að mínu viti
miklu meira satt í þessari fullyrð-
ingu en gott er og félagslega er
stætt á því að líða þeim læknum,
sem hlut kunna að eiga að máli,
sbr. orð landlæknis og fyrrnefnds
Læknar og
lyfjafyrirtæki
Þorkell Jóhannesson fjallar
um boðsferðir lækna til lyfja-
fyrirtækja
Þorkell Jóhannesson
’Nánari rann-sóknir vantar á
samskiptum
lækna og lyfja-
fyrirtækja hér
á landi.‘
Smáauglýsingavefurinn sem virkar
Ódauðlegt listaverk? Varla ...
Óke
ypis
smá
augl
ýsin
gar
Settu ókeypis smáauglýsingu á mbl.is.
Það kostar ekkert að reyna.
Hreinsaðu út úr geymslunni!