Morgunblaðið - 21.05.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.05.2005, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í MORGUNBLAÐINU 17. maí 2005 birtu Ingólfur og Ragnar Sverrissynir grein undir heitinu Hafa Akureyringar orkuna undir fótum sér. Þar gera þeir því skóna að Ak- ureyri og næsta um- hverfi bæjarins sé á svæði sem í jarðvís- indalegum skilningi er hliðstæða við Kröflu- svæðið, þar skerist tvær sprungulínur frá suðvestri til norðaust- urs og aðrar tvær frá suðaustri til norðvest- urs. Þá er því haldið fram að þessar línur myndi jarðfleka í iðr- um jarðar á sama hátt og á Kröflusvæðinu, mörk þessara fleka séu skörp og því megi af- marka þau svæði þar sem jarðhiti kann að vera undir með mikilli ná- kvæmni. Ennfremur segir að sam- kvæmt þeim kenningum sem vitnað er til séu sterkar líkur á því að á þessum stöðum sé að finna umtals- verða orku, einkum þar sem um- ræddar sprungulínur skerast. Bent er á sex staði í Eyjafirði þar sem þessar línur skerast, tvo í Lög- mannshlíð, tvo á Þelamörk, einn rétt sunnan Akureyrar og einn úti í Eyjafirði. Út frá þessum jarð- fræðilegu vangaveltum gefa höf- undar í skyn að hugsanlega sé unnt að vinna mikla orku úr jörðu nánast undir fótum Akureyringa til að nota við stóriðju. Í þá orku megi hugs- anlega ná með markvissum rann- sóknum og djúpborunum við Ak- ureyri sem hafi ofangreinda jarðfræðikenningu að leiðarljósi. Við þessar hugleiðingar tvímenn- inganna er margt að athuga. Á und- anförnum 50–60 árum hafa farið fram mjög ítarlegar rannsóknir á jarðhita og jarðfræði í Eyjafirði. Að þeim rannsóknum hafa kom- ið margir af helstu sér- fæðingum landsins í jarðfræðum og jarð- hita. Gerð hafa verið ítarleg jarðfræðikort af svæðinu. Jarðlög hafa verið kortlögð ásamt ummyndun þeirra og jarðsögu, berggangar, misgengi og sprungur hafa verið kortlögð, eðlisviðnám jarðar mælt, hitastigull kortlagður með borunum, jarð- skjálftavirkni könnuð og djúpbor- anir farið fram á jarðhitasvæðum auk ýmissa annarra rannsókna. Jarðlög við Akureyri eru gömul á íslenskan mælikvarða, 6–10 milljón ára, og mjög þétt af völdum um- myndunar. Um jarðlög Eyjafjarðar leikur því lítið vatn nema á stöðum þar sem ungar sprungur hafa myndast og opnað leið fyrir hring- rás vatns sem hefur myndað jarð- hitakerfi. Merki um flest jarð- hitakerfin sjást á yfirborði en önnur teygja sig ekki alla leið upp. Þau síðarnefndu má hins vegar finna með jarðeðlisfræðilegum mælingum frá yfirborði. Mörg sprungukerfi er að finna í Eyjafirði með mismun- andi stefnur sem myndast hafa á ýmsum tímum í jarðsögunni. Sprungur tilheyrandi þessum kerf- um skerast nánast alls staðar. Það er aðeins á örlitlum hluta þessara skurðpunkta þar sem jarðhitasvæði hafa myndast. Þau jarðhitasvæði sem eru í Eyjafirði eru svokölluð lág- hitasvæði en hiti í þeim er undir 150°C og þau fá orku sína úr al- mennum varmastraumi jarð- arinnar. Til að framleiða raforku úr jarðvarma á hagkvæman hátt til stóriðju þarf háhitasvæði þar sem hitinn er yfir 240°C. Háhitasvæði eru ávallt tengd eldvirkni og virk- um eldstöðvum og þau fá varma sinn frá grunnstæðum kvikuinn- skotum. Engar slíkar eldstöðvar eru fyrir hendi í Eyjafirði nú á dög- um þótt þau hafi verið þar fyrir 6– 10 milljónum ára. Þessar gömlu eld- stöðvar eru löngu kulnaðar og varminn frá þeim rokinn í burtu. Orkan undir fótum Akureyringa Ólafur G. Flóvenz gerir athugasemdir við grein Ragn- ars og Ingólfs Sverrissona ’Í Jarðhitabókinni erfjallað ítarlega um jarð- hitarannsóknir og nýt- ingu jarðhita. Hún er kjörin fyrir alla sem vilja læra um jarðhitann á Íslandi, eðli hans og nýtingu.‘ Ólafur G. Flóvenz GREIN Agnesar Bragadóttur, hinn 11. apríl sl., var um margt ágæt. Þar viðraði hún ýmis „viðhorf“ í sam- nefndum dálki. Í grein hennar kem- ur fram að sala Símans virðist vera pólitískur gjörningur, að Síminn verði seldur „pólitískt réttum að- ilum“. Í Silfri Egils sagðist Agnes hafa skrifað þessa grein í hita leiksins. Fullyrð- inguna um margfalda ávöxtun hefði mátt orða betur, auk þeirra sem tíunda „þjóð- arrán“ og „hið litlausa leikhús við Austurvöll“. Gaman væri að fá rök- stuðning Agnesar við þeim fullyrðingum. Hins vegar fagna ég þessari grein. Minnir mig á skemmtilega grein sem Súsanna Svavarsdóttir skrifaði á mannamáli í Morgunblaðið fyrir um 15 árum. Fullyrðingar Agnesar hafa heyrst áður. En orð hennar eru þung, áhrifamikil og hafa leitt af sér langstærsta söfnunarátak á Íslandi frá upphafi landnáms, að því ég best veit. Þetta lýsir annaðhvort græðgi eða örvæntingu kjósenda. Ég hallast að því síðarnefnda, því „aumur pöp- ullinn“ má sín lítils gegn ægivaldi stjórnmálamanna, hagsmunagæslu þeirra og baráttu. Þessi söfnun er (nánast) örþrifaráð kjósenda, til þess að krefjast einhvers konar réttlætis við sölu Símans. Ég hef ekki lagt til að Síminn yrði seldur, né með hvaða hætti það yrði gert og engin skilyrði hef ég sett við söluna. Á Alþingi hef ég 63 fulltrúa, sem starfa þar í um- boði mínu. Ég greiði þeim laun, en enginn þeirra hefur haft samband við mig vegna sölu Símans. Hugs- anlega er eitthvað bogið við skipurit Þjóðarskútunnar. Forfeður okkar flestra byggðu Símann, þjónustuna og dreifikerfið. Saman höfum við síð- an séð um reksturinn og viðhaldið. Eftir að búið er að einkavæða Sím- ann, þá þurfa að líða um 2 ár þar til ég fæ að kaupa hlut í mínu eigin fyr- irtæki, ef marka má fréttaflutning. Hljómar undarlega. Með sölu nú má sennilega há- marka söluhagnað Símans áður en hann kynni að hrapa í verði í núver- andi mynd. Í fjarskiptatækni er þró- unin ör og tekjuliðir sveiflast. Góð tekjulind í dag gæti orðið ókeypis þjónusta á morgun. Það sem ég spáði fyrir um 10 árum, að Inter- netveitur, fjölmiðlafyr- irtæki og fjarskiptafyr- irtæki, myndu sameinast, er að verða að veruleika um heim allan. Einkaaðilar gætu verið best til þess falln- ir að aðlaga Símann sí- breytilegu landslagi í þessum geira. Samkeppnin hefur aukist. Síminn er ekki eina fyrirtækið sem gæti náð góðum ár- angri. Mér skilst að svokallað grunnnet, sem hefur ekki verið skilgreint ná- kvæmlega, eigi að fylgja með í kaup- unum við sölu Símans. Grunnnetið gæti úrelst innan 10–20 ára, eða fall- ið í verði með aukinni samkeppni þráðlausra dreifikerfa, sem hafa aft- ur á móti takmarkaða getu í dag og því ekki stórtæk ógn við grunnnetið að svo stöddu. Með því að hámarka söluhagnað Símans rennur meira fé í ríkissjóð. Túlka má grein Agnesar á þá leið að ekki verði farið vel með þetta fé. Þetta er umdeilanlegt og erfitt að sanna eða afsanna. En hvaða leiðir eru færar? Ef við segjum að fyrsta leiðin væri að einkavæða með þeim hætti sem til stendur, þá mætti segja að önnur leiðin væri að afhenda öll- um íslenskum ríkisborgurum einn hlut í Símanum. Áætlað er að Síminn seljist á um 60 milljarða. Hver hlutur yrði þá metinn á um 200.000 kr. Ég hef hins vegar hugleitt nýja leið, sem nefna mætti þriðju leiðina. Þriðja leiðin byggist á málamiðlun og krefst ekki söfnunar eða útgjalda almennings. Með henni munu kjöl- festufjárfestar, almenningur og ríkið tryggja hag sinn í góðri sátt. Með henni geri ég ráð fyrir að ríkið selji 51% hlut í Símanum til kjölfestufjár- festa og ábyrgra rekstraraðila. Þess- ir aðilar verða að eiga hlut sinn í a.m.k. 2 ár. Restin, eða 49%, verður síðan afhent ári síðar öllum íslensk- um ríkisborgurum, sem eiga hér kennitölu þegar salan fer fram, ásamt þeim sem fæðast á innan við ári frá söludegi. Ef við segjum að 51% hlutur seljist núna á 30 millj- arða, þá mun hver Íslendingur fá af- hentan hlut að verðgildi um 100.000 kr. að ári. Verði þessi leið farin myndu öll sveitarfélög njóta góðs af. Fólk myndi væntanlega ráðstafa sölu- hagnaði sínum að mestu í sinni byggð. Ef verðgildi Símans ykist um 100% á fyrsta árinu (ekki hægt að slá því föstu, en mikil hækkun er stund- um fylgifiskur einkavæðingar) þá fengjust um 60 milljarðar fyrir þau 49% sem almenningur ætti. Ætla mætti að ríkið fengi í sinn hlut a.m.k. 30 milljarða af þeirri upphæð í formi skattlagningar af hagnaði, ásamt virðisaukaskatti, tollum, aðflutnings- gjöldum og þjónustugjöldum. Hægt yrði að skilyrða eignarhlut almenn- ings með forkaupsrétti þeirra sem keyptu fyrstu 51%. Á móti kemur að þeir sem keyptu fyrstu 51% yrðu að bjóða í hlut almennings á fyrstu 2 ár- unum, ef þeir vildu kaupa hlut al- mennings. Annars gæti almenningur selt hlut sinn á frjálsum markaði. Þannig dreifðust tekjur ríkisins af þessum viðskiptum á a.m.k. 2–3 ár, sem væri mjög æskilegt, og gætu jafnframt orðið hærri en þeir 60 milljarðar sem ég miða við hér í þessari grein, sem væri, eins og sum- ir segja, „alveg brilljant“. Sala Símans – þriðja leiðin Pétur Fjeldsted fjallar um sölu Símans ’Þriðja leiðin byggist ámálamiðlun og krefst ekki söfnunar eða út- gjalda almennings.‘ Pétur Fjeldsted Höfundur er tölvari. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAU furðulegu tíðindi hafa gerst á lokadegi Alþingis að Gunnar Örlygs- son þingmaður Frjálslynda flokks- ins segist hafa yfirgefið flokkinn og segist hann hafa gengið í raðir Sjálf- stæðisflokksins. Hann segir að sér hafi þar verið vel tekið af þingflokks- formanni Sjálfstæðisflokksins, Ein- ari K. Guðfinnssyni ásamt þeim Ein- ari Oddi og Guðlaugi Þór. Þessu hafi síðan verið vel fagnað af þingmönn- um í flokksherbergi Sjálfstæð- isflokksins og hefir flokksformað- urinn Davíð Oddsson boðið hann velkominn i raðir sjálfstæðismanna í flokknum. Engin mótmæli hafa komið fram gegn þessari lögleysu. Gunnar Örlygsson er efsti maður á lista Frjálslynda flokksins. Ef hann vill yfirgefa það sæti ber næsta manni á þeim lista að taka við, og ef sá vill ekki taka við sætinu þá ber að leita til næsta manns á sama lista o.s.frv. Nú hefir Gunnar Örlygsson tilkynnt formanni flokksins, Guðjóni A. Kristjánssyni, að hann muni ekki styðja flokk Frjálslyndra og jafn- gildir það augljóslega að hann hafi sagt sig úr flokknum. Það er þannig í hendi formannsins að ráðstafa sæti Gunnars til þess manns sem næstur er á listanum. Annað væri svik við kjósendur listans. Gunnar sjálfur getur ekki ákveðið þetta. Hann hefir aðeins ákveðið að segja af sér þing- mennsku á vegum Frjálslynda flokksins en sætið er áfram sæti Frjálslyndra. Það er þannig rangt hjá Davíð Oddssyni, formanni Sjálf- stæðisflokksins, að sá flokkur hafi bætt við sig einum manni á Alþingi. Málið er ekki svona einfalt. Grundvöllur lýðræðisskipulagsins er að menn fari að lögum eða settum reglum. Þótt áður hafi komið fram tilvik þar sem þetta hefir verið látið við gangast er það aðeins vegna þess að ekki hefir verið mótmælt. Nýj- asta dæmið er flutningur Kristins H. Gunnarssonar úr flokki Vinstri grænna í Framsóknarflokkinn, sem var látið átölulaust en var engu að síður rangt samkvæmt kosn- ingalögum. Nú er nauðsynlegt að Frjálslyndi flokkurinn taki á þessu máli af festu, annars eigum við á hættu að þetta verði að viðurkenndri reglu til frambúðar, sem er aug- ljóslega rangt og óviðunandi. ÖNUNDUR ÁSGEIRSSON, Kleifarvegi 12, Reykjavík. Réttur alþingismanna til ráð- stöfunar á þingsætum sínum Frá Önundi Ásgeirssyni MIG langar til að draga upp aðra mynd af Jóni G. Ólafssyni og máli hans, sem DV hefur um nokkurt skeið fjallað um þegar fréttist að hann hefði slasast í sjálfsmorðsárás sem gerð var í Írak fyrir nokkru. Til að rifja upp feril Jóns hér heima lenti hann í skjalafalsi, játaði það og tók út dóm. Síðar var hann sakaður um nauðgun, sem hann hefur alltaf neitað, en ákæranda var trúað, kannski vegna þess að Jón hafði fengið dóm áður. Hann tók einnig út sinn dóm fyrir það og þá hefði maður haldið að hann væri búinn að greiða samfélaginu sitt. Það hafa hærra settir menn gert. Eftir að Jón kom út í samfélagið var ekki hlaupið að því að fá vinnu svo hann fór til Bandaríkjanna og þaðan til Filippseyja og hittir þá sennilega Feeney. Á Filippseyjum fór Jón á námskeið sem lífvörður. Eftir það var hann ráðinn örygg- isvörður á stórt hótel og hefur tvo heimamenn með sér. Þar líkaði honum vel og hafði gott kaup. Þar býr hann með konu og barni, en þau tóku líka að sér stúlkubarn sem hafði misst móður sína, sem var vinkona konu hans. Jón og kona hans fóru bæði að læra köfun og eru þau bæði búin að ljúka prófi. Jón fór einnig að læra til þyrluflug- manns og var langt kominn með það þegar árásin á Bandaríkin var gerð 11. september. Þá breyttist allt. Ferðamönnum fækkaði svo mikið að hótelið varð að segja upp fólki og var öryggisvörðunum m.a. sagt upp störfum. Í Írak var Jón búinn að vera á annað ár við góðan orðstír þegar árásin er gerð á þá sem um hefur verið fjallað í DV. Þeir voru sex í bílnum, tveir létust en hinir særð- ust. Það tekur á að missa vini sína svona, en samt sýndi hann hetju- skap er hann bjargaði barni úr log- andi bíl. Ef hann hefði verið her- maður hefði hann fengið heiðursmerki – en hér fær hann níð. Það fara fáir í svona áhættusama vinnu nema þeir sem hafa vilja til að rífa sig upp og vegna þess að kaupið er hátt. Blaðamenn sem rifja upp 13 ára gamalt mál og reyna að gera úr því hasarfrétt hljóta að vera veikir og skrifa fyrir veika. ÖRN SIGFÚSSON. Að rífa upp gömul sár Frá Erni Sigfússyni Í ORÐAHNIPPINGUM þeirra Hallgríms Helgasonar og Guð- mundar Ólafssonar í Morgun- blaðinu undanfarna daga (15., 17. og 18. maí) um hlátur Guðmundar í Silfri Egils skeikar þeim báðum í einu meginatriði: fórnarlömb alræð- isstjórnarinnar í Sovétríkjunum undir forystu Stalíns voru ekki fórnarlömb neins kommúnisma. Vel má vera að Stalín hafi á yngri árum hnusað af hinni fallegu hug- sjón kommúnismans, svona líkt og Lobbi á sínum tíma. En hann var ekki fyrr orðinn mestur áhrifamað- ur í Bolsévikaflokknum en hann tók að ofsækja einlæga kommúnista og lét drepa alla þá sem hann kom höndum yfir, jafnt innlenda sem er- lenda. Að lokum tókst honum að láta lífláta Búkharín sem verið hafði einn helsti leiðtogi alþjóða- sambands kommúnista. (Þetta hef- ur Hallgrímur reyndar komið auga á í bók sinni, Höfundur Íslands, bls. 308.) Nokkru síðar lét Stalín leysa alþjóðasambandið upp. Guðmundur sagði réttilega í Silfrinu að Sovétríki Stalíns hefðu ekki verið annað en framhald af rússneska keisaradæminu. Þeir voru hinsvegar nógu ósvífnir til að skíra bófaflokk sinn Kommún- istaflokk Ráðstjórnarríkjanna og tókst í aldarfjórðung að telja millj- ónum kommúnista og annarra sósíalista um heim allan trú um að þeir störfuðu í þágu hins alþjóðlega verkalýðs. Hið grátbroslega er að bæði Guðmundur og Hallgrímur skrifa einsog stalínistar í þeim skilningi að kenna einhverjum óljósum kommúnisma um grimmd- arverk valdaklíkunnar í Sovétríkj- unum. ÁRNI BJÖRNSSON þjóðháttafræðingur. Stalín var enginn kommúnisti Frá Árna Björnssyni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.