Morgunblaðið - 21.05.2005, Side 48
48 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðrún MaríaEiríka Egilsdótt-
ir (Edda) fæddist í
Reykjavík 27. júlí
1934. Hún lést á
heimili sínu á Foss-
götu 7 á Eskifirði 10.
maí síðastliðinn.
Edda var dóttir
hjónanna Egils Eg-
ilssonar, f. 2.9 1910,
og Vilhelmínu Guð-
mundsdóttur, f. 15.9.
1914, d. 16.7. 1990.
Edda var ung að
aldri send í fóstur til
hjónanna á Sjónar-
hóli í Neskaupstað, Eiríks Vigfús-
sonar og Guðrúnar Sveinbjörns-
dóttur, þau eru bæði látin.
Systkini Eddu eru Elín Kristín,
f. 23.8. 1935, búsett í Los Angeles í
Bandaríkjunum, hálfsystir sam-
mæðra Anna Þóra Sigurþórsdótt-
ir, f. 1.8. 1943, búsett í Kópavogi,
Andrea, f. 21.7. 1982, Páll Þór, f.
19.7. 1985, og Jón Andrés, f. 22.6.
1990, og eitt barnabarn. 3) Jó-
hann, f. 22.5. 1958, búsettur í
Reykjavík, maki Svanhildur Jóns-
dóttir, f. 14.12. 1956, sonur þeirra
er Jón Snorri, f. 11.9. 1995, Jó-
hann á einnig Erlu Maríu, f. 11.9.
1981, og eitt barnabarn. 4) Jónas
Andrés Þór, f. 20.5. 1964, búsettur
í Reykjavík, maki Vigdís Sif
Hrafnkelsdóttir, f. 12.6. 1967,
dóttir þeirra er Sif, f. 30.12. 2004,
Jónas á einnig Andrés Má, f. 4.5.
1990. 5) Guðný Þórdís, f. 23.6.
1969, búsett á Eskifirði, maki Gísli
M. Auðbergsson, f. 14.10. 1966,
börn þeirra eru Auðbergur Dan-
íel, f. 12.4. 1993, Katrín Kristín, f.
20.11. 1994, og Guðrún Edda, f.
14.10. 2000. 6) Andrés, f. 5.12.
1970, d. 27.6. 1987.
Útför Eddu verður gerð frá
Eskifjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 14.
hálfbróðir sammæðra
Hilmar Þ. Sigurþórs-
son, f. 5.11. 1944, bú-
settur í Mosfellsbæ,
og hálfbróðir sam-
mæðra Steinar Bragi
Norðfjörð, f. 14.9.
1953, búsettur í
Reykjavík.
Edda kynntist árið
1951 Jóni Pétri Andr-
éssyni frá Eskifirði, f.
1.2. 1931. Þau gengu í
hjónaband 25.12.
1952. Þau eignuðust
sex börn. Þau eru: 1)
Egill Guðni, f. 16.6.
1952, búsettur í Reykjavík, maki
Hulda Þorbjarnardóttir, f. 31.10.
1965, börn Egils eru Arnþór Jón,
f. 30.7. 1982, og Elvar Örn, f.
10.11. 1988. 2) Vilhelm, f. 26.8.
1955, búsettur í Reykjavík, maki
Bjarney Aðalheiður Pálsdóttir, f.
4.6. 1962, börn þeirra eru Sigrún
Elsku mamma, tengdamamma og
amma. Sárt munum við sakna þín
en við vitum að þér líður vel núna
og ert hjá honum Adda okkar.
Alltaf gátum við leitað til þín eftir
svörum og góðum ráðum. Við mun-
um geyma minningar um þig í
hjörtum okkar.
Innilegar þakkir til starfsfólks
Fjórðungssjúkrahúss Norðfjarðar
og sérstakar þakkir til Ingibjargar
Birgisdóttur hjúkrunarfræðings á
Eskifirði.
Nú Guð ég vona að gefi
af gæsku sinni frið
og sársaukann hann sefi
af sálu allri ég bið.
En þó að sárt sé saknað
og sál sé bak við ský
þá vonir geta vaknað
og vermt okkur á ný.
Þó ljósið oss mun leiða
með ljúfum minningum
og götu okkar greiða
með góðum hugsunum.
(J.T.)
Jóhann, Svanhildur
og Jón Snorri.
Yndisleg kona er dáin, mamma
mín. Það er einkennileg tilhugsun
að eiga ekki eftir að heyra í henni í
síma eða fara í heimsókn á Eski-
fjörð til að hitta hana. Söknuðurinn
er þegar mikill en það er samhengi
á milli sorgar og ljúfra minninga.
Minninga sem koma í hugann á
stundu sem þessari og gera það
bærilegra að sætta sig við orðinn
hlut sem enginn fær breytt.
Mamma var náin öllum sínum
börnum, kærleiksrík og einlæg.
Alltaf að hugsa um aðra en sjálfa
sig. Fjölskyldan var henni algjör-
lega allt. Ég á svo margar ljúfar
minningar um mömmu í gegnum
allt mitt líf. Þær minningar mun ég
þakklátur geyma með sjálfum mér
og kappkosta að nota sem veganesti
í lífinu. Alltaf var hægt að leita til
hennar, hvort sem var til að þiggja
góð ráð, segja frá litlu leyndarmáli
eða fá huggun. Hún var ætíð áhuga-
söm um velferð okkar, áætlanir og
væntingar. Um leið og ég finn fyrir
sárum söknuði vegna andláts henn-
ar finn ég samhliða fyrir gleði og
stolti. Þakklæti fyrir að vera sonur
hennar og hafa átt svo langar sam-
vistir við hana sem raun ber vitni.
Mamma mín var hlédræg kona.
Ekkert var fjær henni en að trana
sér fram eða láta á sér bera. Hún
var nægjusöm og ekki kunni hún að
kvarta eða kveina yfir kjörum sín-
um hvort sem varðaði líkamlega
heilsu eða efnisleg verðmæti. Eins
og svo margir af hennar kynslóð
þurftu hún og pabbi að hafa fyrir
hlutunum til að framfleyta fjöl-
skyldu sinni. Foreldrar mínir voru
samhent hjón og unnu hörðum
höndum að því að koma þaki yfir
höfuð og tryggja fjölskyldunni fjár-
hagslegt sjálfstæði. Þau eignuðust
sex börn og hlýtur oft að hafa verið
erfitt að ná endum saman en ekki
minnist ég þess að mikið hafi verið
sífrað um slíka hluti á Fossgötunni.
Þegar ég hugsa til baka minnist ég
þess ekki að hafa liðið skort, hvorki
andlegan né veraldlegan. Þar á ég
móður minni mikið að þakka.
Árið 1970 fæddist yngsta systk-
inið mitt, Andrés. Vegna raðar
óhappatilviljana er leiddu til súrefn-
isskorts í fæðingu var hann ætíð
mikið hreyfihamlaður. Í staðinn gaf
lífið honum ýmsa einstaka eiginleika
eins og góðar gáfur, mikinn and-
legan styrk, æðruleysi, kímni og
gott skap. Andrés var elskur að fjöl-
skyldu sinni og sannkallaður sól-
argeisli hennar. Fráfall hans árið
1987, er hann var aðeins tæpra 17
ára gamall, var fjölskyldunni þungt
áfall. Mamma var lengi á eftir
óhuggandi enda fannst henni sem
hluti af henni sjálfri hefði dáið. Tal-
aði hún um það æ síðar að ekki ótt-
aðist hún dauðann því þá myndi hún
hitta Adda sinn. Nú hefur það orðið
og víst er að ég trúi því að þau séu
nú sameinuð á ný og eigi góðar
stundir saman. Andrés bróðir var
mestan hluta af lífi sínu heima hjá
mömmu og pabba. Þar var hann
umvafinn ást þeirra og hlýju er var
honum mikil gæfa og hefur létt hin-
ar þungu byrðar sem lífið lagði hon-
um á herðar. Minning hans er mér
ljóslifandi en mikið er ég þakklátur
fyrir að hafa fengið að njóta sam-
vista við hann, þótt stuttar væru.
Í veikindum sínum síðustu mán-
uði sýndi mamma úr hverju hún var
gerð. Hún bar þjáningar sínar og
veikindi með reisn og sýndi í leið-
inni sinn mikla andlega styrk og
umhyggju fyrir öðrum. Hún hafði
fram á síðustu stundir áhyggjur af
okkur sem eftir lifum en ekki sjálfri
sér. Ást hennar og umhyggja fyrir
fjölskyldunni kom þarna svo skýrt í
ljós. Gleði hennar að hitta börnin
sín og barnabörn var fölskvalaus og
nærði hana meira en nokkuð annað.
Mamma var trúuð kona og sann-
færð um að eitthvað annað biði en
bara líkamlegur dauði. Dauðann ótt-
aðist hún alls ekki, heldur leit á
hann sem upphafið á nýrri vegferð.
Fyrir hönd pabba og okkar systk-
inanna vil ég færa starfsfólki
sjúkrahússins í Neskaupstað og
heilsugæslunnar á Eskifirði og þeim
öðrum sem komu að umönnun
hennar innilegar þakkir fyrir ómet-
anlega hjálp og samhug á erfiðum
tímum. Mamma fékk eins góða að-
hlynningu og mögulegt var að veita
á þeim tíma sem hún dvaldist á
sjúkrahúsinu og eftir að hún kom
heim til að deyja. Eins vill fjölskyld-
an sérstaklega þakka Ingibjörgu
Birgisdóttur, hjúkrunarkonu á
Eskifirði, ómetanlegan þátt í
umönnun mömmu á Fossgötunni.
Ingibjörg er yndisleg manneskja en
erfitt er að lýsa þakklæti okkar og
virðingu í hennar garð og fjöl-
skyldu.
Engin orð í mínum fórum fá lýst
þakklæti mínu og virðingu fyrir
mömmu minni og væntumþykju.
Með þessum orðum kveð ég
mömmu mína að sinni um leið og ég
þakka henni allt og allt og óska
henni góðrar ferðar á nýjum vegi.
Þinn sonur,
Jónas Andrés Þór Jónsson.
Í dag kveð ég elskulega tengda-
móður mína. Erfið tíðindi spyrja
ekki um árstíma, ekki heldur á
þessum fallega tíma þegar daginn
lengir og nóttin hörfar. Nú hefur
myrkrið hellt sér yfir þá sem Eddu
elskuðu. Dauðinn skilur eftir skörð
hvar sem hann fer og þessi skörð er
oft erfitt að fylla. En eins og Edda
hefði viljað kemur birtan aftur og
við minnumst hennar með hlýju og
lærum að lifa án hennar, með minn-
ingu í hjarta um einstæða konu. Ég
kynntist Eddu fyrir 15 árum og allt-
af var jafn gott að sækja hana og
Nonna heim á Fossgötuna, þú hafð-
ir alltaf tíma fyrir alla og sást til
þess að engan vanhagaði um neitt.
Þú hugsaðir alltaf fyrst um aðra,
síðan þig sjálfa, en þannig varst þú
bara. Það var hægt að ræða um alla
hluti við þig, þú hafðir þínar skoð-
anir og lést þær í ljós en varst ætíð
sanngjörn, sama hver átti í hlut.
Það verður tómlegt að koma austur
í paradísina þína, fjöllin og sveitin
var þín paradís. Þinn draumur var
að byggja lítið hús uppi í fjalli, þar
hefðir þú vaknað við fuglasönginn,
en söngurinn heldur áfram, og
munu þeir syngja þér til heiðurs því
yndi hafðir þú af tónlist. Edda var
ekki alltaf heilsugóð, en ekki kvart-
aði hún, ég hef alltaf dáðst að
styrknum sem hún bjó yfir. Hún var
svo létt í lund og hræddist ekki
hvað tæki við eftir þetta líf, eflaust
hefur áhugi hennar á andlegum
málefnum, sérstaklega í seinni tíð,
styrkt hana í trúnni.
Í yndislegu veðri síðasta sumar
sameinaðist fjölskyldan fyrir austan
og hélt henni veislu í tilefni 70 ára
afmælisins. Henni fannst það alveg
óþarfi en þrátt fyrir það naut hún
þess og var mjög þakklát fyrir.
Ekki grunaði okkur þá að það yrði í
síðasta skipti sem við myndum öll
koma saman til að gleðjast, en ég er
þakklát fyrir að af því varð.
Nú hefur þú þurft Edda mín að
lúta í lægra haldi fyrir þeim illvíga
sjúkdómi sem þú barðist svo hetju-
lega við í stuttan en erfiðan tíma, þú
tókst þessu með svo miklu æðru-
leysi að aðdáunarvert var hvað þinn
innri styrkur var mikill. Allan tím-
ann vonuðum við að kallið kæmi
ekki svona fljótt, en því fengum við
ekki ráðið.
En minningin um góða konu mun
lifa með okkur sem eftir erum.
Elsku Edda mín ég þakka þér fyrir
allt og ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst þér og fengið að vera þér
samferða þennan stutta spöl, mér
finnst ég ríkari fyrir vikið því margt
mátti af þér læra.
Við sitjum eftir með sár en vitum
að lífið heldur áfram. Ég bið samt
guð að styrkja okkur öll á þessum
erfiðu tímum. Minning þín er ljós í
lífi okkar. Ég veit að tekið hefur
GUÐRÚN MARÍA EIRÍKA
EGILSDÓTTIR
Útför mannsins míns,
TORFA ÁSGEIRSSONAR,
Dalbraut 14,
verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 23. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Krabbameinsfélagið.
Guðmunda Guðmundsdóttir.
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð
og vinsemd og veittu ómetanlega hjálp vegna
andláts og útfarar móður okkar, tendamóður
og ömmu,
HELGU FRIÐRIKU STÍGSDÓTTUR,
Hlíf 1,
Ísafirði.
Guð blessi ykkur öll.
Rannveig Ragúelsdóttir, Amed Hajo,
Hallfríður Ragúelsdóttir,
Stefán Hagalín Ragúelsson, Berglind Árnadóttir,
Jóna R. Ragúelsdóttir, Ciwan Haco
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HRÖNN JÓNSDÓTTIR,
Krummahólum 29,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala Landakoti miðviku-
daginn 18. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fylkir Þórisson, Bärbel Valtýsdóttir,
Helga Þórisdóttir,
Jens Þórisson, Hrafnhildur Óskarsdóttir,
Konráð Þórisson, Margrét Auðunsdóttir,
Jón Þórisson, Ragnheiður Steindórsdóttir,
Vörður Þórisson,
Þorbjörg Þórisdóttir, Ólafur Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, ástkær móðir okkar,
uppeldismóðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma.
ERLA KRISTJÁNSDÓTTIR,
til heimilis á
Bakkastöðum 5a,
áður Hjallalandi 22,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa-
vogi á hvítasunnudag, 15. maí sl., verður jarð-
sungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 27. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hennar, er bent á stuðning við eitthvað af eftirfarandi verkefnum Húman-
istarhreyfingarinnar:
1) Vinir Afríku, reikningsnúmer: 313-26-67003, kt. 670599-2059.
2) Vinir Indlands, reikningsnúmer: 582-26-6030, kt. 440900-2750.
3) Lestrarátak á Haiti, reikningsnúmer: 1195-05-403072, kt. 480980-0349.
Hafsteinn Erlendsson,
Eyrún Björg Hafsteinsdóttir, Neil Clark,
Þórður Hafsteinsson,
Jón Grétar Hafsteinsson, Dóróthea Siglaugsdóttir,
Sigrún Hafsteinsdóttir, Úlfar Finnbjörnsson,
Ásta Einarsdóttir,
ömmubörn og langömmubarn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur, bróðir og afi,
HJÁLMAR RÚNAR HJÁLMARSSON
vélstjóri,
Lóulandi 2,
Garði,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 19. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún Eyvindsdóttir,
Helga Hjálmarsdóttir, Óliver Keller,
Herborg Hjálmarsdóttir, Sveinn Ólafur Jónasson,
Dóra Sigrún Hjálmarsdóttir,
Sigrún Oddsdóttir,
systkini og barnabörn.