Morgunblaðið - 21.05.2005, Page 50
50 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Valgerður Finn-bogadóttir fædd-
ist í Bolungarvík 10.
nóvember 1918. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 11. maí síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Kristján
Finnbogi Bernód-
usson, f. 26.7. 1892, d.
9.11. 1980, og Sess-
elja G. N. Sturludótt-
ir, f. 14.9. 1893, d.
21.1. 1963. Þau
bjuggu alla tíð í Bol-
ungarvík. Systkini
Valgerðar, þau sem komust á full-
orðinsár, eru: Sigríður, f. 9.8.
1914, d. 4.4. 1997; Ásdís, f. 18.12.
1915; Bernódus Örn, f. 21.2. 1922,
d. 17.4. 1995; Þórunn Benný,
f.27.5. 1923; Þórlaug, f. 22.2. 1925,
d.8.1. 2001; Ingibjörg, f. 13.6.
1926; Guðrún Helga, f. 25.6. 1929;
og Stella, f.6.8. 1934. Auk þessara
barna áttu Finnbogi og Sesselja
þrjú börn sem dóu í bernsku.
Valgerður giftist 16. desember
1939 Jakobi S.K.
Þorlákssyni skip-
stjóra í Bolungavík,
f.11.1. 1916, d. 19.3.
1970. Foreldrar hans
voru Sigríður Jóns-
dóttir, f. 14.9. 1879,
d. 15.4. 1922, og Þor-
lákur J. Ingimundar-
son, f. 11.5. 1878, d.
10.7. 1955. Börn Val-
gerðar og Jakobs
eru: 1) Sigríður Þor-
laug, f. 29.10. 1939,
maki Ragnar Ingi
Hálfdánsson, f. 9.4.
1937, og eiga þau
þrjú börn. 2) Finnbogi Sesar, f. 1.2.
1941, maki Erna Hávarðardóttir,
f. 13.7. 1943, þau eiga þrjá syni. 3)
Álfdís, f. 20.5. 1944, maki Dag-
bjartur M. Þorbergsson, f. 27.10.
1941. Þau eiga þrjá syni. 4) Flosi
Valgeir, f. 4.1. 1953, maki Jónína
Brynja Ásgeirsdóttir, f. 9.8. 1953.
Þau eiga þrjá syni.
Valgerður verður jarðsungin
frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Þá á ég bara eina ömmu eftir, var
svar Finnboga Ernis frumburðar
míns þegar ég sagði honum að Vala
langamma hans væri farin til Guðs.
Já, það er alltaf erfitt að kveðja sína
nánustu. Að heimsækja Völu ömmu
var alltaf gaman og hún tók svo
innilega á móti okkur þegar við sótt-
um æskuslóðirnar heim. Stutt var í
glettni og gaman og mikið var skraf-
að og um margt rætt. Heimili ömmu
minnar mátti líkja við samkomuhús
barna hennar, ættingja og vina þar
sem allir komu saman yfir kaffibolla
og heimalöguðu bakkelsi sem sam-
anstóð af heilhveitikökum, rúg-
brauði, pönnukökum og flatkökum
sem enginn gat staðist. Aldrei held
ég að ömmu minni hafi gefist tími til
að láta sér leiðast og í hvert skipti
sem ég kom í heimsókn var yfirleitt
eitt af börnum hennar eða barna-
börnum hjá henni í góðu yfirlæti að
spjalla um daginn og veginn. Það
var alltaf gaman þegar við barna-
börnin fengum að gista hjá Völu
ömmu. Þá var mikið fjör. Ég minn-
ist þess sérstaklega þegar foreldrar
okkar fóru á þorrablótin sem voru
eingöngu ætluð fullorðnum og við
gistum hjá ömmu á meðan. Þá gerði
hún sér lítið fyrir og sló upp þorra-
blóti bara fyrir okkur, svo við misst-
um nú ekki af neinu, og svo
skemmtum við okkur konunglega
við að borða kjamma, harðfisk og
annað vestfirskt góðgæti.
Já, alltaf var hún amma jafn góð
og umhyggjusöm gagnvart okkur
barnabörnunum sem og barna-
barnabörnunum, já, allt fram á síð-
asta dag. Öllum afmælisdögum var
haldið skikkanlega til haga og alltaf
kom póstkort eða bréf frá lang-
ömmu Völu til barnanna minna,
Finnboga Ernis og Emilíu Karenar,
með einhverjum glaðningi og er
þess skemmst að minnast þegar ég
fór vestur til Bolungarvíkur um
páskana síðustu og fór í heimsókn
til Völu ömmu, þá rétti hún mér kort
stílað á dóttur mína sem varð sjö
ára hinn 16. apríl og bað mig að
færa henni frá langömmu með ham-
ingjuóskum.
Jólin voru einstaklega hátíðleg
með Völu ömmu og man ég vart þau
æskujól þar sem amma var ekki
með okkur. Þó kom það fyrir og þá
var eins og eitthvað vantaði til að
fullkomna jólin.
Elsku amma mín, þín er sárt
saknað og sú tilhugsun að koma í
Víkina og eiga þar enga ömmu til að
heimsækja er tómleg tilhugsun en
ég er þakklátur fyrir að eiga góðar
minningar um yndislega ömmu og
mun ég varðveita þær vel.
Elsku pabbi minn, Sigga, Álfdís,
og Flosi, Guð veri með ykkur og
okkur öllum.
Mig langar að kveðja með þessum
línum sem eru mér hugleiknar:
Hóf þitt og dugur.
Heill var þinn hugur.
Veittir mér svo oft af þínum viskubrunni.
Kenndir mér og hvattir æ til dáða
og mín kaun græddir þá þurfti við.
Alltaf mátti leita hjá þér ráða.
Og ég eigna þér
svo ótal margt í mínu lífi.
(Stefán Hilmarsson.)
Ægir Finnbogason.
Nú við vertíðarlok verður elsku-
leg Vala amma okkar borin til
hinstu hvílu í Bolungarvík. Þó að
það sé erfitt að sjá á bak henni þá
bærist djúpt í undirmeðvitundinni
vottur af létti og jafnvel gleðitilfinn-
ingu yfir því að hún sé nú loksins
búin að hitta manninn sinn elskuleg-
an, hann Kobba afa sem lést um ald-
ur fram fyrir þrjátíu og fimm árum.
Fráfall afa setti mikið mark á líf
ömmu og okkar allra sem næst
henni stóðum. En með æðruleysi
ásamt trausti á Guð tókst hún á við
lífið, jafnan í mikilli nálægð við börn
sín og barnabörn og seinna meir
barnabarnabörn. Með þessari ná-
lægð náði amma ætíð að vera í góðu
sambandi við hópinn sinn og fylgd-
ist náið með sigrum og sorgum
hvers og eins. Sem dæmi um þessa
nálægð má nefna hversu vel hún
mundi eftir afmælisdögum barna-
barna og langömmubarna sinna.
Umhyggjusemi, kærleikur og
manngæska eru fyrstu orðin sem
koma upp í hugann þegar við minn-
umst þín, elskulega Vala amma. All-
ir sem þig þekktu vita að þessi lífs-
gildi hafðir þú ætíð að leiðarljósi. Af
einstöku sambandi þínu og
barnanna þinna fjögurra mátti sjá
að þessi sömu lífsgildi hafa þau til-
einkað sér og vonandi náum við sem
á eftir komum að gera hið sama. Í
heimsóknum okkar í Víkina var það
ávallt eitt af okkar fyrstu verkum að
heilsa upp á þig og eiga við þig
spjall. Þessar stundir voru okkar
dýrmætar og munu ætíð lifa með
okkur. Æskuminningarnar um þig,
amma, eru margar og góðar en
þeirra sterkust er þó minningin um
það þegar þú straukst hlýrri og
mjúkri hönd um kinn og sagðir:
Himneskur, af svo mikilli einlægni
og elsku að það yljar enn um hjarta-
rætur núna áratugum síðar.
Hvíl þú í friði, himnesk Vala
amma, og Guð geymi þig.
Jakob, Katrín,
Alexía og Finnbogi.
Elsku Vala amma. Loksins
fékkstu að fara frá okkur. Ég mun
sakna þín mikið, en þakka fyrir að
þú hefur nú komist frá öllum þeim
sársauka sem þú hefur glímt við
undanfarið.
Þú varst alla tíð svo góð við mig.
Mínar fyrstu minningar eru frá því
þú bjóst í kjallaranum í Völusteins-
strætinu hjá okkur. Þegar þú varst
að passa mig og gafst mér kex í
gegnum eldhúsgluggann. Fleiri og
enn betri minningar á ég eftir að þú
fluttir í Lambhagann, þar sem ég
fékk svo oft að koma og gista hjá
þér. Í Lambhaganum áttum við okk-
ar bestu stundir. Þar kenndir þú
mér margt, eins og að spila, og pass-
aðir þig á því að láta mig alltaf
vinna. Fyrir háttinn fórum við með
bænirnar og þegar þú vaktir mig á
morgnana leyfðirðu mér að kúra í
nokkrar mínútur áður en ég þurfti
að klæða mig og fara í skólann. Allt-
af var svo gott að koma til þín og
tókstu manni fagnandi í hvert sinn
með þínu hlýja og fallega brosi, al-
veg undir það síðasta, jafnvel þótt
þér liði ekki vel.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Takk fyrir að elska mig og leggja
mér lífsreglurnar, takk fyrir að
kenna mér svo margt, takk, elsku
Vala amma, fyrir allt.
Brynjólfur.
Vertu dyggur, trúr og tryggur, er
upphafið að einni heilræðavísu Hall-
gríms Péturssonar sem var eitt af
uppáhaldsskáldunum þínum. Þessa
tilvitnun fékk ég oft að heyra frá
þér, það var eins og hún væri aldrei
of oft sögð. Og öll haustin sem við
hlustuðum saman á sálmana hans
lesna í útvarpinu fyrir svefninn, það
var góður tími sem ég gleymi aldrei.
Elsku amma, þú misstir svo mikið
þegar afi dó svona ungur frá þér en
þú áttir góð börn sem gerðu þér lífið
léttbærara. Ég er mjög heppin að
hafa fengið að vera svona mikið hjá
þér eftir að afi dó. Að koma til Bol-
ungarvíkur verður ekki eins, engin
Vala amma að fara til, hlæja með og
gantast við. Alltaf hringdir þú í mig
ef ég var ekki nógu fljót að koma til
þín.
VALGERÐUR
FINNBOGADÓTTIR
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför ástkærs eiginmanns míns og besta
vinar, föður okkar, tengdaföður, sonar,
tengdasonar og afa
HELGA HERMANNSSONAR
stýrimanns,
Heiðarbraut 1c,
Keflavík.
Sérstakar þakkir færum við heimahjúkrun og starfsfólki Heilbrigðisstofn-
unar Suðurnesja.
Guð blessi ykkur öll.
Valdís Þórarinsdóttir,
Hermann Helgason, Steinunn Ýr Þorsteinsdóttir,
Jóhann Þór Helgason, Særún Rósa Ástþórsdóttir,
Pétur Örn Helgason, Hrafnhildur Gunnarsdóttir,
Jón Halldór, Soffía Axelsdóttir,
Áslaug Ólafsdóttir, Hermann Helgason,
Jóhanna Valtýsdóttir, Þórarinn Brynjar Þórðarson
og barnabörn.
Okkar elskulega móðir, tengdamóðir, amma,
systir og fyrrum eiginkona,
EDDA SÓLRÚN EINARSDÓTTIR,
lést af slysförum laugardaginn 14. maí.
Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
24. maí kl. 14.00.
Davíð Viðarsson, Helga María Harðardóttir,
Þórir Viðarsson, Dís Gylfadóttir,
Ágúst Davíðsson,
systkini og
Viðar Oddgeirsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
STEINUNN MARGRÉT NORÐFJÖRÐ,
Ljósvallagötu 20,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánu-
daginn 23. maí kl. 15:00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti líknar-
félög njóta þess.
Fyrir hönd aðstandenda,
Stella María Guðmundsdóttir,
Hilmar Þór Guðmundsson.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HELGU FRIÐRIKSDÓTTUR
frá Krithóli.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks deildar fimm
á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks.
Guðríður Björnsdóttir, Jónas Kristjánsson,
Kjartan Björnsson, Birna Guðmundsdóttir,
Bára Björnsdóttir,
Ólafur Björnsson, Anna Ragnarsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Við þökkum af hlýhug öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og hluttekningu við fráfall og
útför
JÓNS B. KVARAN
loftskeytamanns.
Hrafnhildur E.K. Egilsson,
Gunnar Ó. Kvaran, Sigríður Þ. Kvaran,
Elísabet M. Kvaran, Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
JÓNS B. KRISTINSSONAR
húsasmíðameistara,
Nónvörðu 2,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Víðhlíðar í Grindavík.
Halldóra Kristín Björnsdóttir,
Loftur Hlöðver Jónsson,
Kristján Már Jónsson,
Ragnhildur Jónsdóttir, Kristmundur Árnason,
Ásta Margrét Jónsdóttir, Sigurður H. Jónsson,
Dóra Birna Jónsdóttir, Hermann Waldorff,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Minningar-
greinar