Morgunblaðið - 21.05.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Helga Sveins-dóttir fæddist í
Vík í Mýrdal 10. mars
1916. Hún lést á dval-
arheimilinu Hjalla-
túni í Vík að morgni
11. maí síðastliðins.
Foreldrar Helgu
voru hjónin Eyrún
Guðmundsdóttir hús-
freyja, f. í Skurðbæ í
Meðallandi 5. mars
1876, d. 25. apríl
1964 og
Sveinn Þorláksson,
skósmiður og sím-
stöðvarstjóri í Vík, f.
í Þykkvabæ í Landbroti 9. ágúst
1872, d. 22. desember 1963. Helga
var eitt tólf barna þeirra hjóna
Sveins og Eyrúnar sem komust
upp, en þau eignuðust 15 börn. Af
þeim systkinum eru á lífi þau Páll,
f. 31. janúar 1908, Kjartan f. 22
júlí 1912, Guðný, f. 28. júlí 1920 og
Þorbjörg, f. 30 október 1923. Lát-
in eru Þorlákur, f. 2. okt. 1899, d.
13. júní 1983, Ólafur Jón, f. 2.
ágúst 1904, d. 21. mars 1991,
Anna, f. 9. des. 1905, d. 9. febr.
1991, Guðmundur, f. 6. janúar
1907, d. 12. maí
2001, Sigurður, f. 15.
janúar 1909, d. 14.
okt. 1995, Ingiberg-
ur, f. 28. ágúst 1910,
d. 1935 og Sigríður,
f. 20. júní 1914, d. 8.
sept. 1995.
Helga giftist
Guðna Loftssyni frá
Bakka í Austur-
Landeyjum, f. 4. maí
1913, 24. maí 1941.
Guðni lést 14. októ-
ber það sama ár.
Dóttir þeirra,
Guðný, fæddist 5.
ágúst 1941. Foreldrar Guðna voru
hjónin Kristín Sigurðardóttir ljós-
móðir og húsfreyja, f. 16. júní
1874, d. 7. maí 1957 og Loftur
Þórðarson bóndi á Bakka í Aust-
ur-Landeyjum, f. 14. júlí 1867, d.
26. nóvember 1953.
Helga var talsímavörður í Vík
frá árinu 1941. Árið 1956 var hún
skipuð símstöðvarstjóri í Vík og
gegndi því starfi til ársins 1980.
Útför Helga verður gerð frá
Víkurkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
Helga móðursystir mín fæddist og
ólst upp í Vík í Mýrdal. Hún fór
snemma í sveit og dvaldi víða, m.a. á
Eyjahólum í Mýrdal þar sem hún
undi sér hvað best. Hún var um skeið
ráðskona í vegavinnu, en tók til
starfa sem talsímavörður í Vík 1941.
Árið 1956 var hún skipuð símstöðv-
arstjóri í Vík og gegndi því starfi til
ársins 1980.
Á þeim árum sem Helga var að
alast upp fór Vík að taka á sig mynd
sem mikilvæg miðstöð mannlífs og
verslunar í Mýrdalshreppi. Gamla
símstöðin, þar sem faðir hennar
Sveinn hafði sett upp skósmíðaverk-
stæði árið 1906 og tekið að sér rekst-
ur talsímans árið 1914, gegndi mik-
ilvægu hlutverki á staðnum. Þegar
Helga fæddist árið 1916 var barna-
hópur Sveins og Eyrúnar orðinn stór
og elstu drengirnir fluttir til ætt-
ingja til að létta undir. Til að metta
marga munna þurftu þau Sveinn og
Eyrún að grípa öll tækifæri til að
afla lífsviðurværis og sýna bæði ráð-
deild og reglusemi. Þessa eiginleika
tileinkaði Helga sér og varð snemma
forsjál og sífellt umhugað um að búa
vel í haginn fyrir sig og sína. En í
þessu samfélagi var hjálpsemin
hornsteinn velferðar og þá eiginleika
tileinkaði Helga sér. Á símstöðinni
var afar gestkvæmt og fjölmennur
frændgarður úr Landbroti, Síðu og
Meðallandi dvaldi þar títt nætur-
langt á ferðum sínum til að versla í
Vík. Símstöðin var lifandi heimili og
þangað bárust tíðindi með gestum
og símtölum löngu áður en ríkisút-
varpið tók til starfa. Þar var lagður
grunnur að lífsviðhorfum Helgu sem
einkenndust af frændrækni, ráð-
deild og þjónustulund. Hreinskilnin
var engu minni en þjónustulundin og
eflaust hefur hún á stundum kallað á
vandræði.
Guðni Loftsson frá Bakka í Land-
eyjum var maður Helgu. Saman
eignuðust þau Guðnýju, sem síðar
fetaði í fótspor mömmu sinnar og tók
við símstöðvarstjórastarfinu í Vík af
henni. Vart er hægt að hugsa sér
meiri ógæfu en að missa manninn
sinn fjórum mánuðum eftir brúð-
kaupið frá tveggja mánaða gamalli
dóttur. Sú skelfilega reynsla hefur
eflaust fylgt Helgu til hinsta dags þó
ekki hafi hún borið harm sinn á torg.
Allt frá því að sá sem þetta skrifar
náði fimm ára aldri dvaldi hann lang-
dvölum í Vík hjá afa, ömmu og Helgu
frænku. Helga hafði þann sið að
kalla börnin sem henni voru sérlega
kær einhverjum gælunöfnum og
gekk undirritaður undir nafninu
,,krúsus“. Helga varð mér mikilvægt
haldreipi í tilverunni um margra ára
skeið og fyrir hennar tilstuðlan varð
símstöðin að öðru ástríku heimili
mínu. Kærleikur Helgu fylgdi mér
inn í fullorðinsárin og þegar börnin
komu til sögunnar nutu þau hans
einnig rausnarlega. Hún fór yfir haf-
ið bæði til vesturs og austurs til að
fylgjast með þroska barnanna minna
sem hún eflaust með réttu hefur tal-
ið sig eiga eitthvað í. Það var mér og
fjölskyldu minni mikil gæfa að eiga
Helgu að.
Helga var náttúrubarn og naut
þess að ganga um Víkina og fylgjast
með framþróun náttúrunnar. Hana
mátti þekkja úr fjarlægð þar sem
hún við göngu hafði hendur fyrir aft-
an bak með sérstökum hætti. Hún
var fundvís með afbrigðum og var oft
kölluð til þegar eitthvað glataðist.
Hún var einnig nösk á að finna sér-
staka og fallega steina sem hún tók
oft með sér heim og lét vini og
vandamenn njóta. Henni var í blóð
borin búmennskan og náði snemma
góðum tökum á því að rækta kart-
öflur. Þær voru ófáar föturnar og
pokarnir með kartöflum sem Helga
færði vinum og vandamönnum.
Helga var almennt heilsuhraust
en veiktist alvarlega rétt kominn á
níræðisaldur og náði sér aldrei eftir
það. Veikindin voru henni erfið þar
sem athafnaþráin var mikil. Hóf hún
þá að föndra og ófáar fallegar jóla-
kúlur og margskonar krúsir hennar
skreyta nú heimili vina og ættingja
um jólin. Í veikindunum var það
hennar gæfa að eiga Guðnýju dóttur
sína að sem stóð óþreytandi við hlið
hennar allt fram á síðustu stund.
Gamlir vinir hennar í Vík og starfs-
fólk dvalarheimilisins Hjallatúns
reyndust henni einnig afar vel þegar
hallaði undan fæti.
Við fráfall Helgu Sveinsdóttur er
gengin kona sem setti ríkan svip á
samfélagið í Vík á liðinni öld og
auðgaði líf ættingja og vina. Blessuð
sé minning Helgu Sveinsdóttur.
Tryggvi Felixson.
Helga var tólfta af fimmtán börn-
um Sveins Þorlákssonar og Eyrúnar
Guðmundsdóttur í Vík í Mýrdal,
fædd 10. mars 1916. Eiginmaður
Helgu, Guðni Loftsson smiður frá
Bakka í Austur-Landeyjum, lést lið-
lega tveimur mánuðum eftir að
Guðný dóttir þeirra fæddist í ágúst
1941. Helga varð sama ár talsíma-
vörður hjá föður sínum, sem var sím-
stöðvarstjóri í Vík. Helga gegndi því
starfi til ársins 1956, og tók þá við af
föður sínum. 1980 tók Guðný dóttir
hennar svo við embættinu. Helga og
Guðný bjuggu lengst af saman á sím-
stöðinni, fyrst með foreldrum Helgu.
Síðustu árin dvaldi Helga á hjúkr-
unarheimilinu Hjallatúni í Vík þar
sem hún naut góðrar umönnunar.
Heimili Helgu og foreldra hennar
var jafnframt vinnustaður þeirra.
Það mun að vísu hafa haft eitthvert
ónæði í för með sér, en aldrei minnist
ég þess að haft hafi verið orð á því.
Helga tók ekki aðeins við starfi föður
síns á símstöðinni og húsmóðurstörf-
um móður sinnar. Þegar fram liðu
stundir hélt hún foreldrum sínum
heimili með öllu sem því fylgdi. Ey-
rún móðir hennar hefði sjálfsagt ver-
ið komin á sjúkrahús eða elliheimili
síðustu misserin sem hún lifði, en
Helga tók að sér hjúkrunarhlutverk-
ið. Hún var hagsýn húsmóðir, rækt-
aði kartöflur, saltaði fýl í tunnu og
sultaði og saftaði á meðan heilsan
leyfði. Búrkofinn við símstöðina var
spennandi heimur, þar sem fjala-
kötturinn var í aðalhlutverki. Hann
endaði á byggðasafninu á Skógum.
Gaman var að fylgjast með Helgu
við skiptiborðið. Hún svaraði snöggt
og ákveðið og gaf samband með
hraði gegnum þetta undraverða tæki
sem talsímaborðið var. Helga talaði
sjaldan lengi í einu í símann og átti
það ekki síst við um persónuleg sam-
töl. Hún hafði djúpan málróm og tal-
aði hratt og minnist ég þess að ég
bar óttablandna virðingu fyrir henni
sem barn. Síðar kynntist ég hlýrri og
hugsandi konu bak við þetta hrjúfa
yfirbragð. Helga fylgdist vel með
okkur systkinabörnunum og sendi
jafnan jólagjafir í tugatali. Þá sem
stóðu höllum fæti sökum veikinda
eða af öðrum ástæðum, studdi hún
sérstaklega.
Ég átti því láni að fagna að vera í
sveit í Mýrdalnum sumrin 1959–
1965. Stöku sinnum fékk ég að fara
til Víkur að heimsækja afa og ömmu
meðan þau lifðu og Helgu og Guð-
nýju á símstöðinni. Eins og hendi
væri veifað hafði Helga lagt á borð
mjólkurglas og sínar klassísku
randalínur og spurði frétta úr sveit-
inni á meðan hún sinnti störfum í
eldhúsi, borðstofu og símstöð. Ára-
tugum síðar þegar ég leit inn til
Helgu á leið minni í og úr veiði í
Landbrotinu, var hún jafnan fljót að
laga kaffi eða bjóða í mat og spyrja
frétta að sunnan. Eitt sumar var ég
samferða félaga mínum austur til
Víkur, en sá hafði fengið sumarpláss
á bæ í næstu sveit. Þegar til átti að
taka gat fólkið ekki tekið við honum.
Nú voru góð ráð dýr. Helga var eld-
fljót að bjarga hlutunum. Hún
hringdi eitt símtal út í sveit og útveg-
aði drengnum nýja vist. Þetta var
ekki einsdæmi. Þannig var Helga
raungóð.
Helga Sveins var ekki með skrúpl-
ur yfir hlutunum og sagði skoðun
sína umbúðalaust á hverju málefni.
Hún var litríkur persónuleiki sem
ævinlega var gaman að hitta. Henn-
ar verður minnst með þakklæti og
virðingu og við munum sakna henn-
ar þegar niðjar Sveins og Eyrúnar
hittast í Vík nú í sumar.
Magnús Guðmundsson.
Helga hefur haldið heim, höfðingi
er horfin á braut. Ég var unglingur
þegar ég kom fyrst til Víkur með
einum af uppáhaldsfrændum Helgu,
sjálfum Krúsusnum hennar. Um há-
vetur, í kulda og myrkri, komum við
á Símstöðina en móttökurnar voru
fullar hlýju og umhyggju. Fyrsta
verkið, sem mér var falið, var að
setja upp kartöflur. Á meðan hún og
frændinn, sem mér var svo hjart-
fólginn að ég hætti mér með honum
á þessu stigi sambandsins í heim-
sókn til frænkna úti á landi, gengu
suður að sjó, skrúbbaði ég og
skrúbbaði kartöflurnar. Mér var
allsendis ókunnugt um áhuga Helgu
á kartöflum þá, en mörgum árum og
fleiri börnum síðar, sagði hún mér að
ég hefði þarna í fyrstu heimsókninni
unnið mér ákveðinn sess í huga
hennar vegna þessarar meðferðar á
kartöflunum. Lýsandi fyrir viðhorf
Helgu. Manni ber að huga vel að
öllu, jafnt smáu sem stóru, rækta
sinn jurtagarð af kostgæfni. Hug-
sjón sem hún fylgdi eftir í gjörðum
sínum.
Eftir að við Tryggvi giftumst og
eignuðumst börn og fjölskyldan
dvaldi áralangt erlendis við nám og
störf vestan hafs og austan, lét
Helga sig ekki muna um að heim-
sækja okkur. Sérstaklega eru mér
hugleikin árin sem við bjuggum í
Kaupmannahöfn. Árlega nutum við
heimsókna þeirra, hennar og Guð-
nýjar tengdamóður minnar. Þá var
prjónað, gengið, lesið, bakað, hlegið,
spilað, sópað og leikið með bolta.
Börnum tamin virðing fyrir fullorðn-
um, þeim kennt að taka eftir um-
hverfi sínu og síðast en ekki síst að
umgangast matinn vel og að hreinsa
af diskunum sínum.
Þau eru einnig ógleymanleg ferða-
lögin í stóra bílnum okkar, suður um
Evrópu, upp um Svíþjóð, út og suður
um Danaveldi. Hvort sem var um
menningarslóðir eða náttúrulindir.
Alltaf lögðum við á ráðin saman en á
leiðinni var hún athugul og eftirtekt-
arsöm, ætíð hressandi og kát. Undir
lok dags, eftir langt ferðalag, gat
fullorðna fólkið reitt sig á hressingu
svo sem smávegis magamixtúru.
Ofarlega í minningunni eru líka
samverustundir sem fjölskyldan átti
í lundinum okkar kæra. Í skógrækt-
inni, sem Helga og dóttir hennar
Guðný vildu deila með okkur, þar
sem sumarbústaðurinn Helgulundur
reis að hennar frumkvæði. Þar gafst
tækifæri til ræktunar, í þetta sinn
aðallega trjáa en ekki kartaflna.
Helga var enn sem fyrr óþreytandi
við að hlúa að, reyta frá og klippa
kringum óteljandi skógarplöntur.
Og eins og jafnan um ungviði gladd-
ist hún yfir vexti og þroska. En að-
eins einu sinni reyndum við að rækta
kartöflur í Fellsmörkinni. Við bjugg-
um til garð, settum niður og fylgd-
umst náið með grösunum. Þau litu
vel út. En þegar að því kom að taka
skyldi upp fyrstu kartöflurnar í soðið
var Helga síður en svo ánægð. Ekki
beint út af stærð kartaflnanna, held-
ur eiginlega útlitinu. Henni fannst
það heldur óaðlaðandi. Kartöflur úr
blautri jörð, þaktar rakri mold. En
hún hló og útskýrði fyrir mér að Vík-
urbúar tækju kartöflurnar sínar upp
úr hlýjum sandgörðum, hristu af
þeim örfá korn og þar með væru þær
tilbúnar í pottinn til neyslu eða pok-
ann til geymslu.
Húmor, hlátur og vinnugleði var
ekki síður ríkjandi í Reynihvammi í
sláturtíðinni. Þegar fjölskyldan flutti
heim til Íslands eftir margra ára
dvöl í útlöndum varð sláturgerð fast-
ur liður í fjölskylduhaldinu. Helga
blandaði og stjórnaði, Guðný
tengdamanna sneið vambirnar og ég
snerist í kringum þær og saumaði.
Eftir fyrsta alvarlega áfallið, sem
Helga varð fyrir, höfðum við það á
orði að endurhæfingin hefði miðað
leynt og ljóst að því að Helga vildi
vera tilbúin til að taka með okkur
slátur um haustið. Með glæsibrag og
ekki í síðasta sinn, en því miður fór
skiptunum með þátttöku hennar í
sláturgerðinni fækkandi.
Við ferðalok stendur mér fyrir
hugskotssjónum sterk kona, stór-
huga, skemmtileg, athugul og full
umhyggju. Hún heldur á nýjar slóð-
ir, horfandi fram á veginn með hend-
ur fyrir aftan bak. Hvort hún lítur
heim og á Höttu til að spá um ferða-
veður er óvíst. Um leið og ég þakka
samfylgdina við mig og fjölskyldu
mína og bið ég Guð að geyma Helgu
Sveins.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir.
Heimsmynd ungs drengs er ekki
endilega stór. Samt getur hún verið
ótrúlega merkileg. Heimsmynd mín
í æsku var mörkuð af húsi mömmu
og pabba, hótelinu þar sem Gunna
og Brandur réðu ríkjum og svo sím-
stöðinni. Yfirleitt gekk lífið þann veg
fyrir sig að Sveinn Þorláksson, sím-
stöðvarstóri, kom með Morgunblað-
ið heim og fékk Tímann í staðinn. Í
einstaka tilfellum var hann seinn á
sér, þannig að ég fór á símstöðina
með Tímann. En þetta voru ekki
einu tengslin við umheiminn þar sem
útvarpið heima var beintengt við
heimili Sveins Þorlákssonar.
Símstöðin var undraveröld. Yfir-
leitt sat Helga Sveinsdóttir við
stjórnborðið og tróð hinum fjöl-
mörgu tökkum í rétt göt þannig að
eðlileg tjáskipti áttu sér stað manna
á milli. Það er til marks um það
traust sem hún naut sem fagmaður í
sínu starfi, að þegar faðir hennar lét
af störfum var hún umsvifalaust ráð-
in símstöðvarstjóri. Mér er nær að
halda að sú ráðning hafi verið eins-
dæmi og undanfari þess sem síðar
hefur þróast í réttindabaráttu
kvenna. Og ekki aðeins það, heldur
tók Guðný dóttir hennar og æsku-
vinkona mín við starfinu af móður
sinni.
Helga Sveinsdóttir varð fyrir því
áfalli að missa eiginmann sinn
skömmu eftir fæðingu Guðnýjar
dóttur sinnar. Helga stóð sig með
mikilli prýði í uppeldisstarfinu, enda
naut hún góðs stuðnings allra sinna
vandamanna. Helga var mikill kven-
skörungur. Traust og staðfesta ein-
kenndu öll hennar störf. Ég minnist
hennar með þökk fyrir ástúð, vin-
semd og hlýju. Guðnýju votta ég
innilega samúð.
Baldur Óskarsson.
Ég sé hana ganga í burtu frá okk-
ur, í úlpunni sinni, svolítið álúta og
með hendur fyrir aftan bak. Hún lít-
ur ekki til baka og hverfur smám
saman úr augsýn. Við trúum því
naumast að hún sé farin, hún sem
var hluti af Víkinni. Ekkert verður
eins og fyrr og Víkin verður aldrei
söm án hennar, það vantar eitthvað.
Helga var eins og einn af Dröngun-
um. Hún var kletturinn á heimilinu
þegar hún bjó úti á símstöð með for-
eldrum sínum og Guðnýju. Hún var
sú sem tók á móti ættingjum og vin-
um hvenær sem var, bauð þeim
húsaskjól og veitti þeim beina, a.m.k.
eftir að afi og amma voru komin á
efri ár. Og eftir að þær mæðgur
fluttu á nýju símstöðina var heimili
þeirra oft eins og hótel. Alltaf voru
allir velkomnir. Helga fylgdist ótrú-
lega vel með öllum ættingjum sínum,
a.m.k. úr Sveinsættinni, og ég held
hún hafi verið með flest nöfn afkom-
endanna á hreinu allt í fjórða lið
meðan hún hélt fullri heilsu. Helga
var mikil barnakerling. Hún var
samt aldrei mikið fyrir kossa og
kjass en hún hafði sinn hátt á að
nálgast krakkana. Hún talaði við þá
eins og fullorðna eða við fullorðna
eins og börn og sagði gjarnan: „Hvað
segir þú, væni minn? „Hvernig hafið
þið það? „Langar ykkur ekki í eitt-
hvað? Hún var alltaf að bjóða fólki
eitthvað, alltaf að gefa eitthvað, ef
ekki mat eða hlut þá eitthvað af
sjálfri sér. Hún var líka ótrúlega
næm fyrir líðan fólks og hafði sér-
staklega góða nærveru. Hún var allt-
af hrein og bein og kom til dyranna
eins og hún var klædd. Við söknum
hennar mjög og erum líka mjög
þakklát fyrir að fá að vera hennar og
með henni. Víst er að hún á góða
heimkomu og að vel verður tekið á
móti henni hinum megin landamær-
anna.
Elsku Guðný, margir hlýir
straumar verða sendir austur til
ykkar.
Sveinn Kjartansson.
HELGA
SVEINSDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd-
ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um,
fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn-
ingargreinunum.
Minningargreinar