Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Vélstjóra
og stýrimann
vantar á ísfisktogara.
Upplýsingar í síma 893 9745.
Rafvirkjar óskast
til starfa við byggingu Hellisheiðarvirkjunar.
Svör sendast á netfang: elpro@simnet.is
á Grenivík.
Verður að hafa
bíl til umráða
Upplýsingar gefur
Ólöf Engilberts-
dóttir í síma
569 1376.
í austurbæ
Kópavogs
(Álfhólsveg og
nágrenni)
Lundi í Garðabæ
Upplýsingar
í síma 569 1116
Háskólahverfi
Stóragerði
Raðauglýsingar 569 1111
Húsnæði í boði
Íbúð til leigu í 101 Rvík
Glæsileg nýuppgerð 152 fm íbúð. Þrjú svefn-
herbergi. Leiga frá 1. júní. Upplýsingar sendist
á box@mbl.is, merktar: „101 Rvík."
Kringlan
Til sölu eða leigu 90 m² verslunarpláss á
1. hæð. Áhugasamir leggi inn tilboð á
augl.deild Mbl. eða á box@mbl.is.
merkt: „Kringlan - 17145“.
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Ólafsvegi
1, Ólafsfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Hlíðarvegur 48, þingl. eig. Sigríður Guðmundsdóttir og Konráð Þór
Sigurðsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður sjómanna og Vátrygg-
ingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 26. maí kl. 10.00.
Kirkjuvegur 11, þingl. eig. Stefanía Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyr-
issjóður verslunarmanna, fimmtudaginn 26. maí 2005 kl. 10.00.
Kirkjuvegur 3, fastanr. 215-4162, þingl. eig. Stígandi ehf., gerðarbeið-
andi Ólafsfjarðarkaupstaður, fimmtudaginn 26. maí 2005 kl. 10.00.
Pálsbergsgata 3, fastanr. 215-4303, þingl. eig. Stígandi ehf., gerðar-
beiðandi Ólafsfjarðarkaupstaður, fimmtudaginn 26. maí 2005 kl.
10.00.
Pálsbergsgata 5, fastanr. 215-4305, þingl. eig. Stígandi ehf., gerðar-
beiðandi Ólafsfjarðarkaupstaður, fimmtudaginn 26. maí 2005 kl.
10.00.
Túngata 15, þingl. eig. Hólmfríður Arngrímsdóttir og Þórður B.
Guðmundsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn
26. maí 2005 kl. 10.00.
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði,
20. maí 2005.
Uppboð
Framhald uppboðs á neðangreindri eign í Bolungarvík verður
háð á henni sjálfri miðvikudaginn 25. maí 2005 kl. 15:00.
Hreggnasi, eignarhluti 01-001, fastanr. 212 1801, þingl. eig. Herdís
Ormarsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Bolungarvík.
Sýslumaðurinn í Bolungarvík,
20. maí 2005.
Tilkynningar
Gvendur dúllari
Laugardagur til lukku í
Hafnarfirðinum
Brot af því besta í dag:
Klausturpósturinn 1-9, Vefarinn mikli frumútg. Lýsing Vest-
mannaeyjarsóknar 1918, Sýslumannaævir 1-5. Byskupasögur
1-2 1858. Breiðdæla 1948. Íslenskir annálar til 1578, e. Gústav
Storm. Sturlunga 1-2 1946. Rangárvellir e. Helgu Skúlad. Saga
Hafnarfjarðar e. Sig Skúlason. Grágás 1883. Úrnot e. Björk. Korta-
saga Íslands 1-2. Kristinsaga Íslands e. Jón Helgason 1925. Ættir
Austfirðinga 1-9. Árbók fornleifaf. 1907-1950. Digtningen på
Island, Jón Þorkelsson 1888. Gimilisaga. Deildartunguætt. Skútu-
öldin. Skýjabókin. Ísl. þjóðlög. Kúlturhistorísk Leksikon 1-21.
Ættartölubækur Jóns Espolin.
Opið frá kl. 11-16
Gvendur dúllari -
alltaf góður hvar sem er,
Hvaleyrarbraut 35, Hafnarfirði.
S. 511 1925, 898 9475.
Uppboð
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri
sem hér segir:
Eyjar II, Kjósarhreppur, þingl. eig. Guðrún Ólafía Tómasdóttir og
Magnús Sæmundsson, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins,
miðvikudaginn 25. maí 2005 kl. 10:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
20. maí 2005.
Félagslíf
22.5. Brennisteinsfjöll -
Vörðufell. Brottför frá BSÍ kl.
10:30. V. 2.400/2.900 kr. Fararstj.
Gunnar Hólm Hjálmarsson
26. og 28.5. Námskeið - jarð-
fræði Reykjavíkur og ná-
grennis. 26. maí kl. 19-22 og 28.
maí kl. 9-17 (rútuferð). Leiðbein-
andi Ásta Þorleifsdóttir.
27.-29.5. Flatey - perla
Breiðafjarðar.
Stykkishólmi kl. 13:30. Fararstj.
Anna Soffía Óskarsdóttir. Inni-
falið sigling, gisting og farar-
stjórn. Verð 10.400/12.800 kr.
24.-26.6. Jónsmessunætur-
ganga yfir Fimmvörðuháls.
Brottför kl. 18:00, 19:00 og
20:00. 11.900/13.500
kr., í skála 13.300/15.200 kr.
www.utivist.is
23.–27. maí: Morgungöngur
Ferðafélagsins, Helgafell, Víf-
ilsfell, Trölladyngja, Úlfarsfell og
Esja. Mæting við Mörkina 6 kl.
5.55, farið kl. sex á einkabílum
að viðkomandi fjalli og gengið
þaðan. Allir velkomnir, ókeypis
þátttaka. Fararstjóri Páll Guð-
mundsson.
27.-29. maí Söguganga á
slóðum Sturlungu. Gist að Laug-
um í Sælingsdal, fararstjóri
Magnús Jónsson.
28. maí Skíðaganga á Ok – far-
arstjóri Pétur Þorleifsson.
28. maí Söguhringur um
Borgarfjörð – fararstjóri Kjartan
Ragnarsson.
Raðganga FÍ – gamla Skreiða-
leiðin – Þorlákshöfn – Skálholt –
júní, júlí og ágúst, fararstj. Þór
Vigfússon.
Kraftganga um Laugaveginn –
Skógar 6.–9. júlí, fararstjóri
Kjartan Kjartansson.
Fullbókað í flestar sumarleyfis-
ferðir FÍ. Enn nokkur sæti laus,
Þjórsárver, Fossaganga, suður-
firðir Vestfjarða, Vatnaleiðin og
Firðir og nes.
Fréttir í
tölvupósti
HÁSKÓLINN í Reykjavík hefur
heiðrað 42 nemendur sína fyrir
framúrskarandi námsárangur á
síðustu önn. Af því tilefni voru þeim
afhent viðurkenningarskjöl við há-
tíðlega athöfn.
Góður námsárangur við Háskól-
ann í Reykjavík skilar nemendum
sæti á svokölluðum forsetalista, en
nemendur á forsetalista fá felld nið-
ur skólagjöld á viðkomandi önn. Á
síðustu önn voru tíu nemendur
lagadeildar á forsetalista, 14 nem-
endur í tölvunarfræðideild og 18
nemendur í viðskiptadeild.
Í fréttatilkynningu frá Háskól-
anum í Reykjavík segir einnig:
„Straumur fjárfestingarbanki hef-
ur nú gert þriggja ára samning við
viðskiptadeild vegna forsetalista-
styrkjanna og greiðir fyrirtækið
skólagjöld þeirra nemenda sem eru
á forsetalista viðskiptadeildar.
„Það er mikið gleðiefni að Straum-
ur fjárfestingarbanki taki þátt í að
styrkja afburðanemendur á þennan
hátt,“ segir Þorlákur Karlsson, for-
seti viðskiptadeildar HR. „Með því
að hvetja til dáða þá einstaklinga
sem skara fram úr, leggur Straum-
ur ekki einungis sitt af mörkum til
að efla viðskiptamenntun á Íslandi,
heldur mun þetta framtak án efa
skila árangri fyrir íslenskt atvinnu-
líf í framtíðinni.“
HR heiðrar
fyrir góðan
námsárangur
FRÉTTIR
Samkeppni grunn-
skólanema um
örugga netnotkun
NÚ stendur yfir sögusamkeppni 9–
16 ára grunnskólanema í 19 löndum
Evrópu. Þátttakendur skrifa sögu
og skila á stafrænu formi. Sagan á
að fjalla um Netið og efni sem tengj-
ast öruggri netnotkun. Markmið
sögusamkeppninnar er að fá skóla,
kennara, foreldra og nemendur til
þess að velta eðli Netsins fyrir sér og
skoða kosti þess og galla.
Lögð er áhersla á að fá kennara
og foreldra barnanna til þess að taka
þátt í þessari sögusamkeppni með
börnunum. Foreldrar eru hvattir til
þess að vafra um Netið með börnum
sínum og skapa þannig traust og
umræður um Netið. Kennsluefni og
upplýsingar um keppnina hefur ver-
ið sent til allra grunnskóla á Íslandi
en þetta efni er einnig aðgengilegt
öllum á slóðinni: www.saft.is.
Verðlaun verða veitt og er keppt í
4 flokkum: 9–12 ára og 13–16 ára
hóp- og einstaklingskeppni. Í fyrstu
verðlaun eru MP3 spilarar ásamt
bókum og tölvuleikjum. Fyrir bestu
söguna í hópakeppninni er skóla
hópsins veitt verðlaun en það er far-
tölva. Einnig verða veitt verðlaun
fyrir bestu tæknilegu lausnina.
Skilafrestur er til 20. júní nk. og
verðlaunaafhending í lok ágúst.
Verðlaunahafar í löndunum 19
taka síðan þátt í úrslitakeppni sem
haldin verður í Evrópu í haust og
verða verðlaun afhent í París. Ein-
um íslenskum verðlaunahafa verður
boðið til Parísar. Besta sagan verður
svo gefin út á móðurmáli sigurveg-
arans og á ensku.
Í dómnefnd sögusamkeppninnar
sitja: Hlynur Helgason, myndlist-
armaður og kennari, Þorvaldur Þor-
steinsson, myndlistarmaður og rit-
höfundur, en hann er jafnframt
formaður dómnefndar, og Hildur
Hermóðsdóttir bókaútgefandi.
Hrókurinn og
Penninn standa
að fjöltefli
HRÓKURINN og Penninn standa
saman að fjöltefli stórmeistarans
Henriks Danielsens, skólastjóra
Skákskóla Hróksins, við liðsmenn
skólasveita Rimaskóla og Laug-
arlækjarskóla, þetta eru tvær bestu
skólasveitir Norðurlanda. Fjölteflið
fer fram í verslun Pennans Hall-
armúla í dag, laugardaginn 21. maí,
kl. 13.
Um verður að ræða klukku-
fjöltefli, þar sem keppendur hafa
hálftíma til umráða, og verður Hen-
rik með svart á öllum borðum.
Með þessum viðburði vill Hrók-
urinn þakka Pennanum dyggan
stuðning á liðnum árum, en Penninn
hefur meðal annars lagt til fjölmörg
verðlaun á barnaskákmót Hróksins.
Penninn opnaði nýlega í Hall-
armúla skákdeild í Eymundsson
bókabúðinni, þar sem á boðstólum
eru taflsett, skákklukkur og tölvur,
sem og úrval skákbóka. Áhorfendur
og gestir eru velkomnir. En auk þess
að tefla við efnilegustu skákmenn
Norðurlanda verða jafnan tvær
skákir í gangi við aðra gesti.
SPRON veitti Finnboga Árnasyni bílprófsstyrk að upp-
hæð 25.000 kr. og er þetta í annað skipti sem SPRON
veitir bílprófsstyrk. Allir handhafar Snilldarkorts eða
Námskorts sem verða 17 ára á árinu geta sótt um styrk.
Styrkirnir eru veittir fjórum sinnum á ári og er hver
styrkur að upphæð 25.000. Hægt er að sækja um styrk
yfir allt árið.
Myndin er frá afhendingu bílprófsstyrksins, á henni
eru: Finnbogi Árnason, styrkþegi (t.h.) og Jónína Krist-
jánsdóttir, forstöðumaður einstaklingsviðskipta SPRON.
SPRON afhendir
bílprófsstyrk